Fréttablaðið - 02.11.2001, Blaðsíða 15

Fréttablaðið - 02.11.2001, Blaðsíða 15
FÖSTUDAGUR 2. nóvember 2001 FRÉTTABLAÐIÐ 15 Vill komast að hjá stóru liði knattspyrna Árni Gautur Arason, markvörður íslenska landsliðsins og norsku meistaranna í Rosen- borg, vill komast að hjá ein- hverju af stóru liðunum í Evrópu. Þetta kemur fram í norska dag- blaðinu Verdens Gang í gær. Blaðið fer fögrum orðum um Árna Gaut en hann er langefstur leikmanna Rosenborgar í ein- kunnagjöf blaðsins eftir leikina í Meistaradeildinni, með 7.8 í með- aleinkunn í sex leikjum, hæsta einkunn átta en sú lægsta fimm. Árni Gautur sýndi enn og aft- ur hversu megnugur hann er þeg- ar liðið mætti Porto í Meistara- Árni Gautur Arason: deildinni í fyrradag og kom í veg fyrir miklu stærra tap, en þeir portúgölsku unnu leikinn 1-0. í fyrri hálfleik einum fékk Porto 12 marktækifæri. „Ef ég skipti um félag vil ég komast að hjá einhverju af stóru félögunum í Evrópu,“ sagði Árni Gautur í viðtali við dagblaðið, en hann hefur spilað með Rosen- borgarliðinu í fjögur ár. Nils Arne Eggen, þjálfari norsku meistaranna, segist vera viðbú- inn því að markvörðurinn verði seldur eftir frammistöðu hans í sumar. „Við vorum heppnir að fá ekki fleiri mörk á okkur gegn Porto en það var ekki bara ég sem átti góð- an dag því Erik Hoftun stóð sig einnig vel,“ sagði Árni Gautur, hógværðin uppmáluð. ■ ÁRNI GAUTUR ARASON Hefur átt hvern stórleikinn af fætur öðrum með Rosenborgarliðinu og var meðal ann- ars valinn í lið ársins í Noregi. HSÍ: Tveir lands- liðsþjálfarar ráðnir HANDKNATTLEIKUR Handknattleiks- samband Island hefur ráðið tvo þjálfara til að sjá um kvennalands- liðið. Þeir Stefán Arnarson, þjálf- ari meistaraflokks kvenna hjá Vík- ingi og Örn Ólafsson, lektor hjá KHÍ, undirrituðu í gær þriggja ára samning og munu þeir í samein- ingu sinna þjálfun liðsins og skipu- leggja allt landsliðsstarfið. I fréttatilkynningu frá HSÍ segir að það sé von sambandsins að samstarfið verði ánægjulegt og kvennahandbolta til framdráttar. ■ Man. Utd.: Veron með gegn Liverpool knattspyrna Argentínumaðurinn Juan Sebastien Veron mun leika með Man. Utd. gegn Liverpool á sunnudaginn, en Alþjóðaknatt- spyrnusambandið (FIFA) hafði upphaflega bannað honum að taka þátt í leiknum vegna landsleiks Argentínu og Perú á miðvikudag- inn. FIFA hefur nú samþykkt að nóg sé fyrir Veron að fljúga til Á FERÐ OG FLUGI Veron mun fljúga til Argentínu strax eftir leikinn gegn Liverpool á sunnudaginn. Argentínu eftir leikinn á sunnu- daginn. Þetta eru góðar fréttir fyrir Alex Fergusson, fram- kvæmdastjóra Man. Utd., enda leikurinn gegn Liverpool sann- kallaður sex stiga leikur. ■ Aresene Wenger: Anægður þrátt fyrir tap knattspyrna Arsene Wen- ger, stjóri Arsenal, er án- gæður með frammistöðu sinna manna í Meistara- deild Evrópu, þótt liðið hafi tapað 3-1 fyrir þýska liðinu Schalke í síðustu umferð riðlakeppninnar. Arsenal var fyrir leikinn búið að tryggja sæti sitt í milliriðli. Wenger tók ekki sitt sterkasta lið með til Þýska- lands og hvíldi meðal ann- ars lykilmenn á borð við Patrick Vieira, Thierry Henry og Fredrick Ljung- berg. Hann segist vera ánægður með þá leikmenn leystu þá af hólmi. NWANKWO KANU Arsene Wenger var ánægður með leik sinna manna og þá sérstaklega með Kanu. sem „Við vorum þegar marki undir þegar Luzhny var rekinn af velli og við áttum ekki séns eftir það. „Við byrjuðum illa og þótt við höfum spilað sæmi- lega seinni hluta fyrri hálf- leiks vorum við búnir á því í þeim seinni. En ég er ekki ósáttur við ungu leikmenn- ina sem komu inn í liðið." Arsenal tapaði öllum úti- leikjunum en Wenger er langt frá því að vera ósáttur við gengi liðsins. „Við töpuðum öllum úti- leikjunum en það er erfitt að vinna lið eins og Pan- athinaikos, Mallorca og Schalke á útivelli með ellefu leikmenn, hvað þá með tíu.“ ■ Marcelo Lippi: Man. Utd. vill O’Neill knattspyrna Marcelo Lippi, fram- kvæmdastjóri Juventus, hefur var- að Celtic við því að Man. Utd. muni reyna að tæla Martin O’Neill til sín eftir að Sir Alex Ferguson hætti. Lippi telur að O’Neill sé efstur á óskalista Man. Utd. Lippi sagðist bera mikla virðingu fyrir O’Neill, enda hefði hann náð frábærum ár- angri með Celtic. Hann sagði að það væri mikill heiður að vera orðaður við framkvæmdastjórastöðuna hjá Man. Utd. og að hann efaðist ekki um að O’Neill myndi valda því starfi. ■ MANCHESTER í STJÓRALEIT Nicky Butt hjá Manchester og Olivier Dacourt hjá Leeds kljást á Old Trafford s.l. laugardag. • : • ■■■■•■:■ • •■ ... Egils Orka Áður 150,- m ijtjti* áiuhi ilu ■m m lh Kaffi Gevalia Toblerone 50 gr Nýtt uppqríp nikelagersalaalltað80%afsláttur! nÝlegarvörura.m.k.60%afsláttur!! nýjarvörurl5%afsláttur! Síðustu dagar útsölunnar! IÞROTTABUÐIN Grensásvegi16 • S:568 0111 fullorðins- úlpur m.a. dúnn 5.990.- peysur: 1.990.- buxur: 1.990.- gallar: 3.990.- bolir: 990.- skór frá: 1.990.- barna- úlpur m.a. dúnn: 3.990.- peysur: 1.490.- buxur: 1.490.- gallar: 2.990.- bolir: 490.- skór frá: 990.-

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.