Fréttablaðið - 02.11.2001, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 02.11.2001, Blaðsíða 6
6 FRETTABLAÐIÐ 2. nóvemer 2001 FÖSTUDACUR SPURNINC DACSINS Ætarðu að ferðast til útianda í vetur? Nei, ég á ekki pening. Sóley Jónsdóttir nemi FORSETI OC VARAFORSETI Megawati, forseti Indónesíu, ásamt Hamzah Haz, varaforseta landsins sköm- mu fyrir ræðuna. Forseti Indónesíu: Bandaríkja- menn geri hlé á árásum JAKARTA.INDÓNESÍU.AP Megawati Sukarnoputi, forseti Indónesíu, varaði Bandaríkin í gær við því að bandalag ríkja heimsins gegn hryðjuverkum gæti liðast í sundur ef óbreyttir borgarar haldi áfram að láta lífið í árásunum á Afganist- an. Hvatti hún Bandaríkin til að gera hlé á árásunum sínum á með- an á Ramadan stendur, sem er heil- agur mánuður í trúarbrögðum ís- lams og hefst um miðjan nóvem- ber. í ræðu sinni, sem var fyrsta op- inbera ræða hennar á þingi síðan hún tók við völdum fyrir rúmum 100 dögum síðan, sagði Megawati að geta ríkisstjórnarinnar til að borga niður gífulega erlendar skuldir Indónesíu sé í algjöru lág- marki um þessar mundir. Sagði hún að með því að tryggja pólitísk- an og félagslegan stöðugleika í landinu, væri auðveldara að fá er- lenda fjárfesta til landsins, en er- lendar skuldir Indónesíu nema 140 milljörðum Bandaríkjadala. ■ Samfylkingin: Viljum sækja um aðild stjórnmál „Ungir jafnaðarmenn hvetja Samfylkinguna til að leggja áherslu á Evrópumál“, segir Ágúst Ágústsson, formaður Ungra jafn- aðarmanna, og kveðst alls endis ósammála Stefáni Jóhanni Stefáns- syni, formanni Samfylkingarfé- lagsins í Reykjavík, sem hefur kvatt Samfylkingarfólk til að draga úr áherslu á Evrópumál og telur andstætt hagsmunum íslend- inga að gerast aðilar að svo stöddu. Ágúst segir að úttekt Samfylk- ingar á kostum og göllum aðildar hafi sýnt fram á að hagsmunum ís- lendinga sé betur borgið innan Evrópusambandsins en utan. Ágúst segir að þrátt fyrir að fólk hafi hingað til ekki látið afstöðu flokka gagnvart Evrópusamband- inu ráða stuðningi sínum við flok- ka hafi hann á tilfinningunni að það sé að breytast. Það sé furðu- legt að þeir sem geri sér grein fyr- ir kostum aðildar eigi sér engan málsvara og telji hann réttast að Samfylkingin taki það hlutverk upp á sína arma. ■ Kjaradeila sveitarfélaga og tónlistarkennara: U pplýsingabann tek- ið til endurskoðunar kjaradeilur Tónlistarkennarar fjölmenntu á áheyrendapalla Ráð- húss Reykjavíkur í dag eftir að hafa haft í frammi mótmæli fyrir borgarstjórnarfund. Sigrún Gren- dal Jóhannesdóttir, formaður Fé- lags tónlistarkennara, sló á að um 200 tónlistarkennarar hafi verið saman komnir í Ráðhúsinu. En það voru verkfallsstjórn og kynn- ingarnefnd Félags tónlistarskóla- kennara og Félags íslenskra hljómlistarmanna sem boðuðu til mótmælanna. „Við erum hér með þögul mótmæli þar sem tónlistar- kennarar eru að minna á sig og hjá sínum borgarstjóra," sagði Sigrún sem vildi þó lítið láta eftir sér hafa um kjaradeiluna við sveitarfélögin þar sem ríkissátta- semjari hafi mælst til að deiluað- ilar hefðu ekki samskipti við fjöl- miðla um gang mála. „En við skoð- um það nú hugsanlega eftir dag- inn í dag, hvernig framhaldið verður á því,“ sagði hún og taldi að skiptar skoðanir væru um hvort það bann þjónaði í raun hagsmunum tónlistarkennara í deilunni. ■ SICRÚN GRENDAL JÓHANNESDÓTTIR Formaður Félags tónlistarkennara segir að viðhorf félagsins til upplýsingabanns til fjölmiðla á gang samninga verði endur- skoðað fljótlega. Stórauknar lántökur bænda 65 prósent munur er á lánveitingum til bænda milli áranna 1994 og 2000. Lánasjóður landbúnaðarins hefur tekjur af búnaðargjaldi sem innheimt er af búvöruframleiðendum og rennur það til niðurgreiðslu lána til bænda. UNNIÐ MEÐ RÚLLUBACCA Framkvæmdastjóri Lánasjóðar landbúnaðarins segir að landbúnað vera að færast úr því að vera vinnufrekur í að vera fjármagnsfrekan, því bændur hafi fyrst og fremst fjárfest í betri vinnuaðstöðu og aðbúnaði. landbúnaður Lánveitingar til bænda hafa stóraukist síðustu ár. Lánveitingar frá Lánasjóði land- búnaðarins hafa farið úr því að vera rúmar 765 milljónir árið 1994 í rúma 2,2 milljarða árið 2000. Lánasjóðurinn er stofnun í ríkiseigu og heyrir undir landbún- aðarráðherra. „Við reyndar veit- um dálítið takmarkaða lánaþjón- ustu. Við erum með aðeins strang- ari reglur en aðrir og þrengra veðrými. Störfum kannski ekki ósvipað og íbúðalánasjóður hvað það varðar,“ sagði Guðmundur Stefánsson, framkvæmdastjóri Lánasjóðar landbúnaðarins og sagði að hagnaður af rekstri væri látinn skila sér í lægri vöxtum til bænda, en lánakjörin væru al- mennt verðtryggð lán með 7,25 prósent vöxtum og einnig væri hluti lána á 3,43 prósent vöxtum. „Við höfum skatttekjur af búnað- argjaldi og þær renna til að greiða niður þessa vexti,“ bætti hann við. ÚTLÁN TIL BÆNDA Lánveitingar Lánasjóðs landbúnaðarins í þús. króna: Fjós/Mjaltakerfi Vélalán Heildarútlán 1994 - 50.249 69.804 765.534 1995 - 57.051 29.160 1.885.147 1996- 150.525 136.449 1.011.295 1997 - 184.086 160.713 1.251.469 1998- 199.347 551.016 1.916.857 1999 - 259.544 462.192 1.863.939 2000 - 365.958 486.788 2.215.291 Miðað við verðlag í október 2001 Grunnupplýsingar úr Hagtölum landbúnaðarins 2001 | Guðmundur sagði að dregið hafi úr útlánum á árinu um sem nemur 10 prósentum, ef frá væru talin endurfjármögnunarlán sem séu nýr lánaflokkur sem bæst hafi við. „Ef við hefðum ekki tekið upp þann lánaflokk værum við með u.þ.b. 10 prósent samdrátt núna. Árin 1998 til 2000 var mikið lánað til jarðakaupa en úr þeim hefur dregið,“ sagði hann og taldi að lán- veitingarnar hafi náð eðlilegu horfi 1998 til 1999 en hafi verið óeðlilega litlar áður. „Svo verður ákveðin þensla í þessu og ég held að það megi rekja til ástandsins almennt í þjóðfélaginu." Þá taldi hann að stór hlutur jarðakaupa- lána síðustu ár endurspegli ákveð- na endurnýjun í greininni þegar ný kynslóð sé að taka við. „En því er ekki að leyna að margir bænd- ur hafa fyllst mikilli bjartsýni, og eru, ekki frekar en aðrir, neitt voðalega hræddir við að skulda.“ Guðmundur sagði innheimtu þó hafa gengið vel og enn ekki borið á vanskilum, en það komi í ljós undir árslok. „En það blandast engum hugur um að ástæða er til að fara varlega. í mörgum tilvik- um eru bú orðin mjög skuldsett og í sumum tilvikum of skuldsett," sagði hann og taldi toppnum í út- lánaaukningu til bænda vera náð. oli@frettabladid.is INNLENT Hraðfrystihús Eskifjarðar skil- aði 22,9 milljónum í hagnað fyrstu níu mánuði ársins saman- borið við 214,8 milljóna króna tap á sama tíma árið 2000. Rekstrar- tekjur félagsins jukust úr 1.954 milljónum í 2.970 milljónir. Rekstr- argjöld fóru úr 1.634 milljónum í 1.893 milljónir. —♦— Afkoma Guðmundar Runólfsson- ar var neikvæð fyrstu níu mán- uði ársins um 14,3 milljónir króna. Hagnaður fyrirtækisins fyrir af- skriftir og vexti var 204,6 milljónir króna, 27,3% af veltu. Rekstrar- tekjur fyrirtækisins námu 750 milljónum króna. Að meðtöldum innlögðum eigin afla og veiðafæra- sölu til eigin nota nam heildarvelta félagsins 989 milljónum króna. ARI TEITSSON Ari segir að skuldir bænda liggi ekki nema að hluta til hjá Lánasjóði landbúnaðarins þar sem vextir eru lágir. Bændasamtök Islands: Auknar skuldir valda áhyggjum landbúnaður „Skuldirnar við lána- sjóðinn eru ekki nema hluti af heildarskuldum bænda," sagði Ari Teitsson, formaður Bændasamtaka íslands. „Það eru mjög margir bændur með miklar skuldir annars staðar og þá á allt öðrum vöxtum," sagði hann og sagði að sér lægi við að kalla þá okurvexti. Hann bætti við að upplýsingar um lántökur bænda sýndu að skuldir þeirra ykjust sennilega óþarflega hratt. Áhrif aukinnar skuldsetningar bændastéttarinnar, segir hann þó ráðast af eðli skuldanna. „Ef það hefur verið fjárfest skynsamlega, og tölur sýna reyndar að mikið af þessu séu fjárfestingar, og þær eru þess eðlis að auðveldi reksturinn þarf það ekki að vera neikvætt. T.d. hafi menn keypt vélar sem koma í staðinn fyrir vinnu og eins hafa margir keypt sér greiðslumark og þá framleiða þeir meira á hverju búi.“ Ari taldi ekki ólíklegt að bú- rekstur væri að færast frá því að vera vinnufrekur og í að vera fjár- frekur, en taldi að það þyrfti ekki að skila sér í hærra verði landbún- aðarvara. „Ef þarf að borga minna fyrir vinnu í staðinn þá kemur það út á eitt,“ sagði hann. ■ Samherji í Grindavík: Frysta síld í fyrsta sinn SÍLDARLÖNDUN Samherjamenn gera sjálfir út báta á síldarveiðarnar auk þess að kaupa frá öðrum útgerð- um. Þess má geta að engri síld hefur verið landað síðan á mánudag vegna brælu. fiskveiðar Síld er nú fryst hjá fisk- vinnslu Samherja í Grindavík. Að sögn Óskars Ævarssonar, rekstr- arstjóra, er þetta í fyrsta sinn sem síld er fryst hjá fyrirtækinu en áður hafði frystihúsið verið nýtt fyrir vinnslu á loðnu og hrognum. Sfldarvinnslan hófst í síðustu viku og þegar er búið að vinna í kring- um 450 tonn. Óskar sagði að með því að frysta sfldina margfaldað- ist verðmæti hennar og helsta markaðinn vera í löndum Austur- Evrópu, Frakklandi og Þýska- landi. Auknir atvinnumöguleikar hafa skapast í kringum þessa nýj- ung en 30-40 manns starfa nú við síldarfrystinguna. Óskar sagði það aðallega vera heimamenn og væru þeir nokkuð sáttir við þessa viðbót. „Við notuðum frysthúsið ekki nema tvo til þrjá mánuði á ári og sjáum nú fram á að lengja vinnslutímann um þrjá til fjóra mánuði til viðbótar." Öskar sagði útlagðan kostnað ekki hafa verið mikinn þar sem hluti véla kostar hafi þegar verið til staðar í eigu fyrirtækisins. | INNLENT Síldarvinnslan hf. í Neskaupstað var rekin með 325 milljóna króna tapi á fyrstu níu mánuðum ársins 2001. Tap af reglulegri starfsemi eftir reiknaða tekju- skattsinneign nam 240 milljónum króna. Veltufé frá rekstri nam 833 milljónum króna. Ekki hefur verið birt níu mánaða uppgjör áður og eru því samanburðartölur við sama tímabil árið á undan ekki birtar heldur er árið 2000 í heild sinni birt sem samanburður. —♦— Sæplast hf. var rekið með rúm- lega 15 milljón króna hagnaði fyrstu níu mánuði ársins. Veltufé frá rekstri var þá um 203 milljón- ir króna. Hagnaður á 3. ársfjórð- ungi var um 10 milljónir og veltu- fé frá rekstri tæpar 100 milljónir Veltufé frá rekstri hefur aldrei verið hærra á þriggja mánaða tímabili hjá félaginu og nemur eftir fyrstu níu mánuði ársins um 1,56 kr á hverja krónu nafnvirðis hlutabréfa.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.