Fréttablaðið - 12.11.2001, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 12.11.2001, Blaðsíða 22
22 FRÉTTABLAÐIÐ 12. nóvember 2001 MÁNUDAGUR HRADSOÐIÐ ÁRNI FINNSSON formaður Náttúruverndarsamtaka ís- lands Lítið fyrsta skref HVAÐ þýðir íslenska ákvæðið sem samþykkt var á loftlagsráðsefnu Sameinuðu þjóðanna um helgina? Það gerir ráð fyrir að ríki sem losuðu minna en 0,05% af heildarlosun iðn- ríkja árið 1990 skulu fá að ráðast í einstök verkefni sem auka losun þess ríkis um meira en 5% miðað við 1990. Þau yrðu að nýta í leiðinni hreina end- umýjanlega orku og bestu umhverfis- venjur séu viðhafðar. ER það ásættanlegt að íslensk stjórnvöld sóttust eftir þessari undanþágu? Ef það er eitthvað sem maður getur skilið í málflutningi íslenskra stjórn- valda þá er það, að erfiðara er fyrir smáríki eins og íslands að ráðast í eitt stórt verkefni, þar sem losun gróður- húsalofttegunda hér er hlutfallslega lítil miðað við önnur iðnríki árið 1990. Aukningin yrði svo mikil að það myndi setja allt verkefnið í uppnám. Að því leyti er það skiljanlegt og líka ef maður samþykkir að vatnsorkan sé hrein, sem er stundum umdeilanlegt. EN hver er þá gagnrýnin? í fyrsta lagi er verið að ræða mikla meðgjöf með áliðnaðinum, sem fær frítt spil hér á landi. Þau gætu farið aðrar leiðir og bent hefur verið á að innan nokkurra ára er gert ráð fyrir að áliðnaðurinn losi miklu minna af gróðurhúsalofttegundum heldur en hann gerir í dag með betri tækni. Það eru þá stórfyrirtæki eins og Norsk Hydro sem geta það. Þetta íslenska ákvæði gerir það að verkum að álfyr- irtæki leggja kannski ekki eins mikið á sig til að minnka mengun. Áliðnað- urinn á íslandi á líka að taka þátt í því að draga úr losun. HELDURÐU að virkjanaáform islenskra stjórnvalda breytist eitthvað með tilkomu þessarar undanþágu? Þetta mun auka aðsókn álfyrirtækja í íslenska orku. Ef þessi fyrirtæki þyrftu að kaupa losunarkvóta, eitt sér eða saman, þá væru það töluverðar fjárhæðir. Okkar gagnrýni er að það eru ekki lagðar neinar byrðar á álfyr- irtæki til að draga úr losun gróður- húsloftegunda. EN eykur þetta ekki líkur á að Kyoto- bókunin verði samþykkt hér? Jú, þetta er lítið fyrsta skref en gríð- arlega mikilvægt. Árni Finnsson hefur skrifað fjölda greina um náttúruvernd og virkjanir. Lengri HOUSTON. ap Geimfæði hefur tekið miklum stakkaskiptum frá því bandaríski geimfarinn John Glenn þurfti að kreista handa sér bragðdauft eplamauk úr túpu meðan hann þaut umhverfis jörð- ina í þröngu hylki dag nokkurn í febrúarmánuði árið 1962. Nú geta geimfarar, sem dvelj- ast mánuðum saman um borð í al- þjóðlegri geimstöð, nartað í steik- ur, kjötbollur og kjúkling, matar- miklar súpur og eftirrétti af ýmsu tagi. Útlitið er kannski ekki alltaf til að hrópa húrra fyrir, en þetta eru engar eftirlíkingar og bragðið ku vera býsna gott. rFRÉTTIRAFFÓLKI Myndir Magnúsar Þórs Haf- steinssonar og Friðþjófs Helgasonar af brottkasti um borð í íslenskum fiskiskipum vöktu ómælda athygli fyrir helgi. Til stóð að Magnúsar Þór yrði meðal gesta í Kastljósi þar sem myndirn- ar voru til um- ræðu en Kristján ! Kristjánsson til- kynnti honum nokkrum tímum áður en þátturinn átti að fara í loftið að Árni Mathiesen sjávar- útvegsráðherra hefði neitað að mæta í sjónvarpssal ef Magnús Þór yrði þar líka. Varð því ekkert af því að Magnús Þór yrði meðal þáttargesta. Árni sagði í samtali við Frétta- blaðið að honum þætti óeðli- legt að fréttamenn sem tækju við hann viðtöl, eins og Magnús Þór, mættu líka í umræðuþætti og væru þá komnir beggja megin við borðið. „Annað hvort eru menn stjórnmálamenn eða menn eru fréttamenn. Ég held að það sé best fyrir báða aðila að þeir haldi þessu aðskildu." rottkastsmyndirnar vöktu mikla athygli á fimmtudags- kvöld enda ljóst að verið var að kasta fyrsta flokks hráefni í sjó- inn. Á föstudagskvöldið kom svo í ljós að annar skipstjóranna sem að verki stóðu er Níels Ársæls- son, sem margítrekað hefur kom- ist upp á kant við ýmsar þær reglur sem honum er ætlað að hlíta í sinni útgerð. Það má segja að nokkuð hafi dregið úr trúverð- ugleika píslarvættis brottkasts- manna við þær fréttir í hugum þeirra sem lengi hafa fylgst með fréttum af sjávarútvegi. itthvað eru samfylkingar- menn farnir að hafa áhyggjur af því að mæting á landsfundinn um næstu helgi verði slöpp. Því er leitað ýmissa leiða við að auka áhuga flokksmanna á þinginu og fá þá til að mæta þó ekki væri nema á setninguna. Eitt bragðið sem gripið hefur verið til er að senda bréf út á góðra krata og kynna kveðjuhóf til heiðurs fráfar- andi formanni Sighvati Björg- vinssyni sem ekki hafi gefist tæki- færi til að kveðja egar hann hætti þingmennsku fyrir u.þ.b. ári síð- an. Því hafi verið ákveðið að hafa samsæti á Hótel Sögu, strax að lokinni setningu landsfundar Samfylkingar. að er misjafnt sem fólk getur lent í bara vegna þess að það heitir nafninu sínu. Fréttablaðið hafði spurnir af manni einum á Akureyri sem á sér aðeins einn alnafna og er sá athafnamaóur í miðbæ Reykjavíkur, nánar tiltek- Geimfæði hefur tekið miklum stakkaskiptum: ferðir kalla á lystugri mat Beverly Swango, næringar- fræðingur hjá bandarísku geim- vísindastofnuninni NASA, segir þörfina fyrir bragðgóðan og fjöl- breyttan mat hafa aukist eftir því sem geimferðatæknin hefur þró- ast og ferðirnar úti í geimnum orðið lengri. Matvælin eru „hitastillt", sem mun vera svipað aðferð og ger- ilsneyðing, en fæðan er í flestum tilvikum tilbúin til neyslu beint úr pakkningunum. ■ NAMMI NAMM Smakkað á kjötbollum sem framleiddar eru fyrir geimfara í Bandaríkjunum. Stress er minn keppinautur Undir öllum eðlilegum kringumstæðum ætti Guðjón Bergmann að vera ein taugahrúga þessa dagana. Það er mikið um að vera í hans lífi því fyrir utan það að vera nýbúinn að opna eigin jógastöð, gefa út bók og geisla- disk er maðurinn að fara ganga í það heilaga eftir tæpar tvær vikur. GUÐJÓN BERGMANN Er kominn með sína eigin Jógastöð i Ármúlanum. jóga Þegar blaðamaður sló á þráðinn til Guðjóns var hann á bak við stýri. Ekki fylgir sögunni hvort hann hafi verið með þráð- lausan búnað eða ekki. En eitt er víst, Guðjón var ekki mikið að stressa sig á aðstæðum sínum, enda er það óvinur sem hann á í rólegri baráttu við. Guðjón opn- aði í október eigin Jógastöð í Ár- múla 38, sama dag og hann gaf út bókina „Jóga fyrir byrjendur". „Það var 10.10, kl. 10:10. Á sama tíma og Smáralindin opnaði, þetta var svo nálægt að ég ákvað að hafa þetta á sama tíma, svona sem mótvægi við stressið." Guð- jón segist hafa fundið rúmgóðan sal, þar sem næði sé mikið og því auðvelt að skapa afslappandi andrúmsloft. Guðjón segir stöð- ina fara vel af stað og að hann sé að fá mikið af fólki sem ekki hef- ur stundað jóga áður. „Það er hið besta mál að ég sé að fá inn nýja jógaiðkendur í staðinn fyrir að taka frá öðrum stöðvum. Enda vil ég meina að minn keppinaut- ur sé stress og hraðamenningin. Fólk gefur sér ekki tíma til þess að gera eitthvað fyrir sjálft sig.“ Á geisladisknum sem Guðjón var að gefa út fékk hann til liðs við sig tónlistarmann sem hing- að til hefur verið fyrir eitthvað þveröfugt en að róa fólk niður. „Ég bað Einar Ágúst að taka með sér gítar þegar hann fór í brúð- kaupsferðina sína og semja lag. Hann hringdi í mig þegar tveir dagar voru liðnir af ferðinni og var þá búinn að semja lagið. Það kemur mjög á óvart, virkilega falleg en einföld tónsmíð sem gerir akkúrat það sem það á að gera.“ Á disknum eru nokkrar útgáfur af laginu og nokkrar slökunaræfingar sem Guðjón les. Nú reynir á Guðjón, þeir sem gengið hafa í það heilaga þekkja það umstang sem fylgir því. „Ég er að fara gifta mig 24. nóvember, þó að maður nái að halda sér rólegum þýðir það ekki að maður verði afkastalítill fyrir vikið. Við Jóhanna kynntumst í gegnum sameiginlegan vin sem við ætluðum bæði að fara vinna með. Við erum sannfærð um að þessi samstarfstillaga hafi kom- ið til aðeins til að við gætum hist. Við smullum alveg saman frá fyrsta degi. Ef við værum ekki saman, þá værum við ekki að gera alla þessa hluti. Við styrkj- um hvort annað til aðgerða." Sá styrkur er greinilega þónokkur, eins og sést árangri síðustu mán- aða. bíggí@frettabladid.is ið eigandi súludansstaðar. At- hafnamaðurinn er ekki skráður fyrir síma í símaskrá og það mun vera viss passi að eftir hverja helgi er hringt í Akureyringinn að sunnan. Á hin- um endanum eru þá karlmenn sem vilja fá hann til að eyða kredit- kortanótum ellegar þá að veita greiðslu- frest á misháum upphæðum. Ak- ureyringurinn segist oft kenna í brjósti um þessa vandræðalegu símavini sína. Verst þyki honum þó reyndar af öllu að sumir sem þekki sig lauslega gangi stundum í þá gildru að rugla honum við nafna sinn í Reykjavík þegar sá er nefndur opinberlega. Það sé sérlega bagalegt þar sem sjálfur sitji hann í jafnréttisnefnd Akur- eyrar.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.