Fréttablaðið - 12.11.2001, Blaðsíða 8
8
FRÉTTABLAÐIÐ
12. nóvember 2001 MÁNUDACUR
IlöcreclufréttirF
AHöfn í Hornafirði höfðu
menn áhyggjur af húsi einu í
bænum þar sem verið var að
skipta um þakplötur. í óveðrinu á
föstudagsnótt byrjuðu plötur að
losna. Betur fór þó en á horfðist
og stóð húsið af sér storminn.
Allar samgöngur til og frá
Vestmannaeyjum lágu niðri á
Iaugardag og varð að fresta fjöl-
mörgum viðburðum sökum þessa.
Meðal annars varð að aflýsa tón-
leikum með Sálinni hans Jóns
míns sem fyrirhugaðir voru á
laugardagskvöld. Þá féllu niður
tónleikar með Sinfóníuhljómsveit
áhugamanna.
Bandarískar sprengjuflugvélar:
Sprengdu geymslustaði gjöreyðingarvopna
washincton.ap Hersveitir Banda-
ríkjamanna hafa sprengt upp
staði í Afganistan sem mögulegt
er að hafi verið notaðir til að
framleiða efna-, eða geislavirk
vopn. Þetta sagði Donald Rums-
feld, varnarmálaráðherra Banda-
ríkjanna í gær. í dagblaðinu „The
New York Times“, kom fram í
gær að Bandaríkin hefðu vit-
neskju um þrjá staði sem mögu-
lega hefðu að geyma slík vopn en
hefðu forðast að varpa sprengjum
á þá. Rumsfeld sagði hins vegar
að ekki væri vitað um fleiri slíka
staði.
Leiðtogar Norðurbandalagsins,
sem barist hefur gegn stjórn tali-
bana í Afganistan, sögðust í gær
tilbúnir til að ráðast á Kabúl, höf-
uðborg landsins. Sögðust þeir
vera komnir í árásarfæri eftir
mikla landvinninga undanfarna
tvo sólarhringa.
„Við erum nú komnir upp að
norðurhlið Kabúl og hersveitir
okkar geta hafið árásir sínar
hvenær sem er,“ sagði Ashraf
Nadeem, talsmaður bandalagsins.
George Bush, Bandaríkjaforseti
hefur hins vegar hvatt Norður-
bandalagið til að ráðast ekki á
borgina enn um sinn. Talibana-
stjórnin hefur ákveðið að bæta ör-
yggi í borginni til að meina Norð-
urbandalaginu aðgang. ■
SPRENGINC
Sprengjuflugvélar Bandaríkjanna hafa sprengt upp staði sem gætu hafa verið notaðir til
framleiðslu efnavopna.
Reynt að koma Núpi BA
á flot í dag:
Miklar
skemmdir á
kili skipsins
skipsstranp Unnið er að því að
koma línubátnum Núpi BA frá
Patreksfirði, sem strandaði við
Vatneyri við Patreksfjörð á laug-
ardagsmorgun, aftur á flot. 14
manna áhöfn var bjargað frá
borði og sakaði ekki. Að sögn Sig-
urðar Viggóssonar, framkvæmda-
stjóra fiskvinnslu- og útgerðarfé-
lagsins Odda, eru miklar
skemmdir á kili skipsins. Verið er
að þétta bátinn svo að unnt sé að
koma honum á flot. Átti Sigurður
ekki von á að skipið kæmist á flot
fyrr en í fyrsta lagi í dag. Hann
sagði ljóst að tjónið væri mjög
mikið og að botninn væri meira og
minna allur laskaður. Núpur fékk
á sig brotsjó við strandið og komst
sjór í vélarrúm, lest, og hluta af
vistarverum áhafnar. ■
LÖGREGLUFRÉTTIRi
Lögreglan á ísafirði notaði
laugardaginn til skýrslutöku
vegna tjóna af völdum veðurofs-
ans sem gekk yfir landið aðfara-
nótt laugardags. Mest er um
rúðubrot og lausar þakplötur. Að
sögn lögreglu mældist vindur á
laugardag mestur 61m/s í verstu
hviðunum á Þverfjalli.
Þakplötur fuku af útihúsum við
tvo sveitabæi við Skagaströnd
og var lögreglan á Blönduósi köll-
uð á vettvang til aðstoðar.
Húsvíkingar komu vel undan
veðurofsanum og sömuleiðis
íbúar á Akureyri. Lögreglan á
Húsavík mætti einni þakplötu á
flugi og tókst að hefta för hennar.
Lögreglan stöðvaði einnig för
nokkurra ökumanna um helgina
sem grunaðir voru um ölvun við
akstur. Á laugardag var villi-
bráðakvöld á Hótel Húsavík og
hafði lögreglan á orði að þar á bæ
hefðu menn skemmt sér hið besta
og án nokkurra vandkvæða.
Ábendingar rannsakadar og
sendar ríkislögreglustjóra
Fiskistofa mun ganga hart fram til að koma lögum yfir þá sem voru myndaðir við brottkast
afla í fréttatíma sjónvarpsins. Lögin heimila fangelsi til allt að sex ára vegna ítrekaðs brottkasts.
Ríkislögreglustjóri taki afstöðu til ábyrgðar þeirra sem tóku myndirnar.
BROTTKA5T „Við höfum fengið tals-
vert margar ábendingar um
hvaða bátar áttu í hlut og ég geri
fastlega ráð fyrir því að við skoð-
um það nánar. í kjölfarið er lang-
líklegast að við sendum málið til
ríkislögreglustjóra með ósk um
rannsókn og að hann noti sínar
heimildir til að upplýsa það,“ seg-
ir Árni Múli Jónasson, aðstoðar-
fiskistofustjóri, spurður um
fyrstu aðgerðir vegna brottkasts-
ins sem sýnt var í sjónvarpinu á
fimmtudagskvöld. Árni segir að
meðal annars verði þeir bátar sem
ábendingar hafa borist um bornir
saman við myndirnar.
Eina refsingin sem lög um
nytjastofna sjávar heimila Fiski-
stofu að grípa til er tímabundin
svipting veiðleyfis til allt að eins
árs. í lögunum segir að sé um
stórfelld eða ítrekuð ásetnings-
brot að ræða skuli þau varða allt
að sex ára fangelsi. „Ég get ekki
sagt til um hversu þungar refsing-
ar gætu komið til, það ér á valdi
dómara."
Árni býst ekki við því að Fiski-
BROTTKAST
Um 30% afla var kastað fyrir borð I veiðiferð sem Friðþjófur Helgason og Magnús Þór Hafsteinsson festu á filmu. Fiskarnir sem fóru þá
leið voru allt að 50 cm og 3 kg.
JÓN SNORRASON
Lágmarkssekt er 400.000 krónur.
stofa gangi á eftir uplýsingum
frá Friðþjófi Helgasyni og Magn-
úsi Þóri Hafsteinssyni sem tóku
myndirnar. „Mér finnst eðlileg-
ast að ríkislögreglustjóri ta,ki
ákvörðun um hlut þeirra. Ég
reikna með að hann hafi samband
við þá telji hann tilefni til.“
Jón Snorrason, yfirmaður
efnahagsbrotadeildar ríkislög-
reglustjóra, segir að málinu yrði
að líkindum í fyrstu beint til lög-
reglustjóra í umdæmi heima-
hafnar viðkomandi báts. „Það
getur hinsvegar verið að Fiski-
stofu þyki málið þannig vaxið að
þeir vilji senda það hingað.“ Jón
vildi ekkert segja um mögulega
afstöðu embættisins til ábyrgð-
arhluta þeirra sem tóku mynd-
írnar.
Árni telur varhugavert að
draga almennar ályktanir hvort
sem er út frá myndum sjónvarps-
ins eða mælingum Fiskistofu um
stöðu mála almennt á fiskimiðun-
um. „Það er mjög ábyrgðarlaust
að taka einstök tilvik og marg-
falda þau á allan flotann."
matti@frettabladid.is
Undrandi á óánægju í Kópavogi:
Þriðja bréfið vegna
flokksaðildar
SAMFYLKINC Svala Jónsdóttir, for-
maður Samfylkingarfélagsins í
Kópavogi, undrast fréttir um að
flokksmönnum, úr röðum flokk-
anna sem mynduðu flokkinn og
stóðu saman að Kópavogslistan-
um, hafi komið á óvart að fá bréf
og gíróseðil frá félaginu nýlega.
Þetta sé að lágmarki þriðja bréfið
sem þessum aðilum sé sent í nafni
Samfylkingarinnar.
Svala segir að þegar flokksfé-
lögin gengu í Samfylkinguna hafi
öllum félagsmönnum þeirra verið
send bréf og veittur frestur til að
segja sig úr félaginu. Rukkun
vegna félagsgjalda hafi fyrst ver-
ið send fyrir rúmu ári og bréf hafi
síðast verið send félagsmönnum
aðalfundar sl. vor í tengslum við
aðalfund þar sem nafni Kópavogs-
listans var breytt í Samfylking-
una í Kópavogi. „Þannig að þetta
er alla vegana þriðja bréfið sem
menn fá í hendurnar og ef það
kemur þeim á óvart er það óskilj-
anlegt,“ sagði Svala. „Sú samlík-
ing að við séum að skrá fólk í
Samfylkinguna án þess að það
óski eftir því er fáránleg.“ ■