Fréttablaðið - 12.11.2001, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 12.11.2001, Blaðsíða 2
KJÖRKASSINN 2 FRÉTTABLAÐIÐ 12. nóvember 2001 MÁNUDAGUR EIGI SKAL BYGGJA Tveir af hverjum þrem- ur kjósendum á Vísi.is vilja hlífa fornleifum f Aðalstræti við hótel- byggingu. Á að byggja yfir landnáms- bæinn í Aðalstræti? Niðurstöður gærdagsins á wvtw.vísir.is 33% Nei Spurning dagsins í dag: Er brottkast fisks í landhelginni giæpur gegn þjóðinni? Farðu inn á visi.is og segðu þfna skoðun EYÞÓR ARNALDS „Við erum einfald- lega að gefa þessa þjónustu." Símafyrirtækin segja ekk- ert athugavert: Engin falin gjöld af fríum símtölum samkeppnismál Forstjórar síma- fyrirtækjanna Tals og íslands- síma segja tilboð fyrirtækjanna um frí símtöl og auglýsingar vegna þeirra vera innan ramma samkeppnislaga. Íslandssími hefur boðið áskrifendum frá því í byrjun októ- ber að hringja 5000 mínútur á mánuði í farsíma- kerfinu í fjóra aðra síma innan kerfis íslands- síma til áramóta. Tal hefur hins vegar frá því í byrjun nóvember boðið fyrirtækjum sem hafa áskriftir að fimm símum eða fleiri eða hringja endurgjaldslaust sín í milli og er tilboðið ekki tímabundið. Samkeppnis- stofnun hefur ósk- að eftir skýring- um frá fyrirtækj- unum tveimur. A. »»■ Þórólfur Árna- m ú son, forstjóri Tals, segir það góða kynningu fyrir Tal að Samkeppnis- stofnun skuli þykja tilboð þess svo ótrúlega gott: „Þeir skilja ekki að þetta geti ver- ið frítt en þetta er einfaldega svona gott tilboð. Það hefur engin kvartað við okkur að fá þetta ókeypis.“ Eyþór Arnalds, forstjóri ís- landssíma, segir fyrirtækið með auglýsingum sínum vera að upp- lýsa um það sem rétt sé: „ Við erum einfaldlega að gefa þessa þjónustu og það eru engin falin út- gjöld sem fylgja því.“ ■ ÞÓRÓLFUR ÁRNASON „Það hefur engin kvartað við okkur að fá þetta ókeypis." Valgerður um sjávarútveg: Engar niður- greiðslur heimsviðskipti í ávarpi Valgerðar Sverrisdóttur, viðskiptaráðherra, á ráherrastefnu Alþjóðaviðskipta- stofnunarinnar (WTO) í gær ít- rekaði hún andstöðu íslands við ríkisstyrki til sjávarútvegsins. Sagði hún það kaldhæðnislegt að afskipti hins opinbera, með niður- greiðslum og styrkjum, hefði haft víðtæk skaðleg áhrif. Ef niður- greiðslur yrðu aflagðar munu milliríkjaviðskipti aukast, sem myndu ekki síst hjálpa þróunar- ríkjunum. I sama ávarpi lagði Valgerður einnig áherslu á að aukin milli- ríkjaviðskipti ættu ekki alltaf við. Fjarlægð íslands frá öðrum meg- inlöndum gerði það að verkum að við yrðum að viðhalda landbúnaði í landinu til að tryggja fæðuör- yggi- ■ Tveir fyrrverandi kjarnorkuvísindamenn: Attu fund með Osama bin Laden islamabad. pakistanap Tveir fyrr- verandi kjarnorkuvísindamenn í Pakistan hafa viðurkennt að hafa átt fund með Osama bin Laden að minnsta kosti tvisvar sinnum á þessu ári. Mennirnir, sem nýlega voru handteknir af pakistönskum yfirvöldum, hættu störfum í Pakist- an fyrir tveimur árum til að koma á fót hjálparstarfsemi í Afganistan. Segjast þeir hafa hitt bin Laden í tengslum við byggingu hveitimyllu, að því er pakistanskur ráðamaður sagði í gær. Osama bin Laden hefur lýst því yfir að hann hafi yfir að ráða kjarnorkuvopnum sem hann gæti beitt gegn Bandaríkjamönn- um ef honum sýndist svo. Ráðamenn í Pakistan, Rússland og Bretlandi töldu í gær litlar líkur á að bin Laden hefði yfir kjarnorku- sprengjum að ráða. Geoff Hoon, varnarmálaráð- herra Bretlands ,sagði að svo gæti verið að bin Laden ætti efni í kjarn- orkusprengjur en líklega hefði hann ekki getu til að búa til slíkar sprengjur. Vladimir Putin, forseti MUSHARRAF OG BUSH Pervez Musharraf og George Bush takast i hendur á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna sem hófst sl. laugardag í New York. Rússlands, sagðist telja „ólíklegt" að bin Laden ætti kjarnorkuvopn, en tók engu að síður fram að ekki mætti gera lítið úr hótunum hans. Skömmu eftir að Pakistanar ákváðu að taka þátt í stríði Banda- ríkjamanna gegn hryðjuverkum ákvað Pervez Musharraf, forseti Pakistans, að kjarnorkuvopnabúr landsins yrði fært til og flutt á að minnsta kosti 6 mismunandi leyni- lega staði í landinu af ótta við mögulegar hryðjuverkaárásir á kjarnorkuvopnabúr landsins. Segir Musharraf að kjarnorkuvopn land- ins séu nú í „öruggum höndum." ■ Kúabændur telja á sér brotið Landbúnaðarráðuneyti og Bændasamtök vilja skerða ríkisstyrk til bænda sem náðu ekki upp í mjólkurkvóta. Aralöng framkvæmd. Hvergi skýrt að óheimilt sé að láta undiverktaka framleiða mjólk, segir Olafur Björnsson hjá Lögmönnum Suðurlandi. landbúnaður „Það hafa á annan tug kúabænda hér á svæðinu leit- að til okkar og falið okkur að gæta hagsmuna sinna í þessu máli,“ segir Ólafur Björnsson hdl. hjá Lögmönnum Suðurlandi. Frétta- blaðið sagði sl. föstudag frá bréfi ..ýmsar ástæð- Bændasamtak- ur geti legið anna til þeirra að baki því að kúabænda sem bændur nái hafa keypt mjólk ekki að fram- af öðrum kúa- leiða upp að bændum til að ná greiðslumarki, upp í greiðslu- svo sem sjúk- mark sitt. Tilgeint dómar var í bréfinu hver- —«— su mikið magn kom úr þeirra búi ásamt því hversu mikið þeir höfðu lagt inn og þeim tilkynnt að mis- munurinn yrði dreginn af bein- greiðslum til þeirra við næstu út- hlutun. Frestur var gefinn til and- mæla til dagsins í dag en Ólafur segir að sótt verði um framleng- ingu og ekki sé ósennilegt að mál- ið endi fyrir dómstólum. „Hér er um verulega fjárhagslega hags- muni að ræða fyrir viðkomandi bændur. Þeir telja að ekkert sé í lögum eða reglugerðum sem banni það að láta undirverktaka framleiða fyrir sig mjólk, um það snýst málið." Hann segir að ýmsar ástæður geti legið að baki því að bændur nái ekki að framleiða upp að greiðslumarki, svo sem sjúkdóm- ar. „í þeim tilvikum hefur aflögu- fær nágranni getað hlaupið undir bagga og lagt inn í mjólkurbú fyr- ir þá til að ekki þyrfti til skerðing- ar að koma. Ráðuneytið túlkar reglurnar skyndilega þannig að ríkisstyrkt mjólk verði að vera KÚABÚ Fjöldi kúabænda á Suðurlandi ætlar að láta sverfa til stáls vegna einhliða ákvörðunar landbúnaðarráðuneytis og Bændasamtaka (slands um að skerða beingreiðslur til þeirra. framleidd á viðkomandi jörð sem styrkurinn rennur til. Þetta kem- ur hvergi skýrt fram í reglum. Áralöng framkvæmd styrkir mál- stað bændanna." Ólafur segir það ennfremur í besta falli óljóst hvort heimilt sé að endurúthluta afrakstri skerðingarinnar til þeir- ra sem framleiða umfram kvóta. Grunnverð mjólkurlítrans er um 70 krónur og þar af greiðir ríkið 33 krónur upp að greiðslu- marki hvers kúabónda. Mjólkur- búin greiða að lágmarki það sem vantar upp á, eða 37 krónur. Guð- mundur Sigþórsson, formaður framkvæmdanefndar búvöru- samninga, segir að sanngirnis- sjónarmið hafi ráðið ferðinni við ákvörðun stjórnsýslunnar. Eðli- legra hafi þótt að kúabændur sem framleiða umfram nytu góðs af því heldur en að hægt væri að halda beingreiðslum óháð eigin framleiðslu. Þessi breyting væri í anda þess að tryggja framboð á mjólk til neytenda. „Framleiði einhver ekki upp í sinn kvóta þurfa aðrir að framleiða jafnmik- ið á móti til að markaðinn vanti ekki mjólk.“ mattiafrettabladid.is * o 0 « . « p Króks- Reykhólar fjarðarnes • Sumarhús splundraðist í óveðrinu á laugardag: Stálbitarnir sem húsið stóð á einir eftir fremri gufupalur Einar Hafliða- son bóndi í Fremri-Gufudal í Reykhólahreppi varð fyrir stór- tjóni í óveðrinu sem gekk yfir landið aðfaranótt laugardags. Á meðal þess eyðilagðist í ofsa- veðrinu var sumarhús sem hann leigir út til rjúpnaskyttna yfir vetrartímann. Húsið splundrað- ist og stendur ekkert eftir af því nema stálbitarnir sem það stóð á. „Húsið fór gjörsamlega í frumeindir og brakið dreifðist út um allt. Við höfum verið með það í útleigu á sumrin og vet- urna ásamt öðru húsi. Ég hef aldrei lent í öðru eins,“ segir Einar, sem hefur stundað búskap í Gufudal frá árinu 1981. Húsið sem um ræðir er 54 fermetrar að stærð og stendur um 400 metra vestur af bænum. Það er annað af tveimur sumarhúsum í eigu fjölskyldunnar. Hitt sumar- húsið, sem er töluvert stærra, slapp betur en þar brotnuðu rúð- ur. Þá fauk salernishús sem stendur við tjaldsvæði sem fjöl- skyldan rekur og fjögurra tonna traktor fór á hliðina. Einnig fuku rúður og hurðir af fjárhúsum. Á laugardag unnu björgunarmenn við að týna saman brak og koma í veg fyrir frekara tjón vegna áfoks. Einnig var unnið við að pakka heyrúllum upp á nýtt sem losnaði um í veðurofsanum. Ein- ar giskar á að tjón vegna sumar- hússins nemi a.m.k. 3 milljónum og er þá ótalið tjón af völdum annarra skemmda. ■ Að minnsta kosti 310 manns létust: Neyðarástand í Alsír algeirsborg.alsír.ap Að minnsta kosti 310 manns létust og hundruð manna slösuðust eftir að gífurleg flóð gengu yfir Algeirsborg, höf- uðborg Alsírs, og nærliggjandi svæði um helgina. Þúsundir manna misstu heimili sín. Ríkis- stjórn Alsírs boðaði til fundar í gær þar sem sérstakar neyðarað- gerðir voru ræddar. Eftir fundinn var tilkynnt að boðið verði upp á húsnæði og fjárhagsaðstoð til þeirra sem verst urðu úti í flóðun- um. Frakkar ætla að senda hóp manna til Algeirsborgar til að meta tjónið og ákveða hvers kon- ar aðstoð sé nauðsynlegt að veita. Bráðabirgðalíkhús voru sett upp í Algeirsborg í gær þar sem safnað var saman þeim fjölmörgu líkum sem grófust undir bygging- um sem hrundu vegna flóðanna. Sendiherra Alsírs í Frakklandi segist óttast að tala látinna gaeti hækkað nokkuð þar sem enn eigi eftir að draga fólk undan rústum fjölmargra heimila. ■ bIlarústir Mæðgin ganga framhjá ónýtum bíl- um í Algeirsborg sem fóru illa út úr flóðunum. Að minnsta kosti 310 manns hafa látist.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.