Fréttablaðið - 12.11.2001, Blaðsíða 7

Fréttablaðið - 12.11.2001, Blaðsíða 7
MÁNUDAGUR 12. nóvember 2001 FRÉTTABLAÐIÐ 7 Þjálfun fatlaðra á hestum: Leitað eftir stuðningi þjálfun FflTLAÐRA Reiðskólinn Þyr- ill hefur í samstarfi við ÍTR geng- ist fyrir þjálfun fatlaðra á hestum undanfarin ár. Kennslan fer fram í Reiðskólanum Þyrli, sem leggur til hesta og reiðtygi en ÍTR leggur til starfsmann, Sigurð Má Helga- son, og Reykjavíkurborg hefur einnig stutt framtakið með fjár- framlagi, 600.000 kr. nú á haustönn. Þjálfun fatlaðra á hestum hef- ur gefið góða raun og hafa nem- endurnir, að sögn Sigurðar, tekið ótrúlegum framförum en milli 40 og 50 einstaklingar hafa notið þjálfunarinnar. Hesturinn fram- kallar 200 alhliða hreyfingar á lík- ama þess sem situr hann á mín- útu, þ.e. 3000 á hálftíma þannig að líkamsþjálfunin er geysileg fyrir hinn fatlaða. „Einn 25 ára karl- maður, sem hefur verið hjá mér síðustu árin er mjög fjölfatlaður og hefur aldrei getað stigið í fæt- urna. Ég segi að hann standi mér jafnfætis þegar hann er kominn á hestbak. Það er stórkostlegt að sjá hjá honum þær framfarir sem orðið hafa,“ segir Sigurður. Þrátt fyrir stuðning borgarinn- ar vantar um 350.000 kr. til að hægt sé að halda úti þjálfuninni til áramóta og fer Sigurður þess nú á leit við fyrirtæki og einstaklinga að leggja þessu góða málefni lið. Hann hefur opnað reikning í Langholtsútibúi Landsbankans, nr. 117-05-688888 og hafa Styrkt- arfélag lamaðra og fatlaðra, Styrktarfélag vangefinna og Landssamtökin Þroskahjálp tekið að sér annast vörslu þess fjár sem berst til stuðnings málefninu. ■ ELDHUGI f ÞJÁLFUN Sigurður Már Helgason hefur þjálfað á fimmta tug fatlaðra nemenda á hestum. Hann sér nú fram á að geta ekki haldið kennslunni út til áramóta nema til komi framlag fyrirtækja og einstaklinga. Haraldur Böðvarsson: Gengið erfitt góðum rekstri viðskipti Haraldur Böðvarsson hf. hagnaðist um 877 milljónir króna á fyrstu níu mánuðum árs- ins fyrir afskriftir og fjár- magnsliði samanborið við 567 milljónir króna á sama tímabili árið áður. Niðurstaða rekstrar- reiknings er þó tap upp á 275 milljónir króna. Haraldur Stur- laugsson, framkvæmdastjóri, segir daglegan rekstur ganga framar vonum, en að líklegt sé að lokaniðurstaða reksti-arreiknings verði samt sem áður neikvæð vegna gengisþróunar. ■ HÉRÐASDÓMUR REYKJANESS I frumvarpi til fjáraukalaga er lögð til 9 milljóna króna fjárveiting vegna flutnings Héraðsdóms Reykjaness í nýtt húsnæði. f fjárlögum 2001 eru ætlaðar 20 milljónir króna vegna ýmissa breytinga á húsnæð- inu, öryggiskerfis, húsbúnaðar og annars stofnkostnaðar. Það framlag er talið þurfa að hækka um nærri fimmtíu prósent, vegna aukins kostnaðar við hönnunar- vinnu og upptökutæki í dómssali. „Hluti gjaldaaukningarinnar í frumvarpinu til fjáraukalaga er sú þróun sem komið hefur í ljós á þessu ári, og menn sáu ekki fyrir, hluti hennar var samt sem áður fyrirséður. Áhrifa þessa frum- varps mun gæta þegar fjárlögin 2002 verða afgreidd, enda mikill kostur að frumvörpin eru rædd samhliða," segir Einar Már. arndis@frettabladid.is Bakkavör Group: Aukin sala og hagnaður uppgjör Bakkavör Group hf. hagnaðist um 50 milljónir á fyrstu níu mánuðum ársins eftir skatta og fjármagnsliði sarnan- borið við tæpa eina milljón árið áður. Mesti sölutími ársins hjá fé- laginu fer nú í hönd. Þrátt fyrir að horfur séu á að afkoman fyrir allt árið verði betri en áætlanir gerðu í’áð fyrir verður rekstrará- ætlun óbreytt, að því er segir í tilkynningu Bakkavai'ar til Verð- bréfaþingsins. Ástæðan er sögð vera óvissa uni verðþróun hrá- efnis, en útbúningur og markaðs- setning ýmislegs lagmetis, svo sem hrogna, er á meðal fjöl- breytilegrar starfsemi félagsins. Veruleg aukning varð á sölu dótt- urfélaga Bakkavarar í Svíþjóð, Frakklandi, Bretlandi og Póllandi á milli ára.B Traustur sjóður, trygg framtíð Ert þú að tapa réttindum? ............Gerðu,.viðvart.f.y.rir áramótl í október s.l. sendi Söfnunarsjóður lífeyrisréttinda öllum þeim sem greitt höfðu til sjóðsins janúar til ágústloka 2001 yfirlit þess tímabils. Þeir sem ekki fengu yfirlit en telja sig hafa greitt iðgjöld til sjóðsins á umræddu tímabili 2001, ber að gera sjóðnum viðvart án tafar um ætluð vanskil. Athugasemdir, staðfestar með launaseðlum, þurfa að berast Söfnunarsjóði lífeyrisréttinda innan 60 daga frá dagsetningu yfirlitsins, eða eigi síðar en 27. desember 2001. Að öðru kosti getur glatast mikilvægur lífeyrisréttur sjóðfélaga. Efnahagsreikningur (iþús.kr.): Verðbréf með breytilegum tekjum Verðbréf með föstum tekjum Veðlán Bankainnistæöur Kröfur Aðrar eignir og rekstrarfjármunir Iðgjöld Lifeyrir Fjárfestingartekjur Fjárfestingargjöld Rekstrarkostnaður Matsbreytingar Lifeyrissjóður Leigubifreiðarstjóra Hækkun á hreinni eign á timabilinu Hrein eign frá fyrra ári 30.06.2001 31.12.2000 4.803.691 4.462.080 14.980.460 13.944.460 606.569 492.357 147.552 52.365 226.499 263.143 9.027 8.718 20.773.798 19.223.123 eign til grei iðslu lífeyris: 453.715 1.109.757 -79.221 -170.729 202.953 376.051 -8.555 -19.644 -9.572 -22.629 991.355 691.898 1.550.675 1.964.704 0 165.043 1.550.675 2.129.747 19.223.123 17.093.376 20.773.798 19.223.123 Söfnunarsjóður lifeyrisréttinda Lífeyrisskuldbindingar skv. niðurstöðu tryggingafræðings í árslok 2000: Eignir umfram áfallnar skuldbindingar 4.855.000 í hlutfalli af áfföllnum skuldbindingum 29,3% Eignir umfram heildarskuldbindingar 814.000 í hlutfalli af heildarskuldbindingum 2,6% nnitölur Hrein raunávöxtun 0,9% 1,6% Hrein raunávöxtun 5 ára meðaltal 5,0% 6,1% Fjöldi virkra sjóðfélaga 7.503 7.643 Fjöldi lifeyrisþega 1.924 1.662 Rekstrarkostnaður í % af eignum 0,06% 0,12% Ávöxtun séreignardeildar 2001 Nafnávöxtun séreignardeildar fyrstu sex mánuði ársins var 7,0%. Það þýðir að raunávöxtun deildarinnar var 1,7%. Lækkanir á innlendum og erlendum hlutabréfamörkuðum draga niður ávöxtun beggja deilda. Sjóðfélagar Söfnunarsjóður lífeyrisréttinda er ætlaður öllum launþegum og sjálfstætt starfandi mönnum sem eiga ekki kjarasamningsbundna aðild að öðrum lífeyrissjóðum. Hann getur þvi veriö góöur kostur fyrir ýmsa aðila sem þurfa að velja sér lífeyrissjóð. Sjóðurinn byggir á samtryggingu og séreign. f stjórn sjóðsins frá 1. janúar 2001 Baldur Guðlaugsson formaður, Hrafn Magnússon varaformaður, Arnar Sigurmundsson, Gunnar Gunnarsson, Halldór Björnsson, Margeir Danielsson, Þorgeir Eyjólfsson Framkvæmdastjóri er Sigurbjörn Sigurbjörnsson Skúlagata 17 • 101 Reykjavík ■ Sími 510 7400 ■ Fax 510 7401 ■ sl@sl.is ■ www.sl.is

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.