Fréttablaðið - 12.11.2001, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 12.11.2001, Blaðsíða 18
18 FRETTABLAÐIÐ 12. nóvember 2001 MÁNUDACUR HVAÐA BÓK ERTU AÐ LESA Ikingut á barnamyndahátíð í Chicago: Fékk tvenn verðlaun BÖRNIN KJÓSA IKINGUT Dómnefnd barna veitti henni verðlaun í Chicago. Hún heitir Rauða húsið. Ég veit ekki eftir hvern hún er. Ragnhildur Ragnarsdóttir, nemi kvikmyndir Kvikmyndin Ikingut eftir Gísla Snæ Erlingsson hlaut tvenn verðlaun á Alþjóðlegu barnamyndahátíðinni í Chicago í Bandaríkjunum sem lauk fyrir skemmstu. Dómnefnd barna veit- ti Ikingut önnur verðlaun í flokki erlendra mynda og dómnefnd skipuð fullorðnum veitti mynd- inni önnur verðlaun í flokknum Besta kvikmyndin. Alþjóðlega barnamyndahátíðin í Chicago er haldin árlega og er stærsta barna- myndahátíð Norður Ameríku. í ár voru sýndar 270 myndir frá yfir 40 löndum. Myndin hefur þegar verið sýnd á fjölda alþjóðlegra kvikmyndahátíða og unnið til verðlauna, m.a. sem Besta mynd- in á Alþjóðlegu barnamyndahátíð- inni í Montreal í Kanada. Kanadíska dreifingarfyrirtækið LaFete annast alheimsdreifingu Ikinguts og hefur þegar selt myndina í kvikmyndahús og sjón- varp víða um heim. ■ Flýgur fiskisagan eftir Ingólf Steinsson: Saga af síldar- árunum nýjar bækur lúnguútgáfan hefur sent frá sér barnabókina. Flýgur fiskisagan eftir Ingólf Steinsson. Bókin er í stóru broti með litmynd- um eftir Hrönn Arn- arsdóttur. Sagan segir af tvíburunum Lóu og Óla og upp- vexti þeirra á síldar- árunum. Bókinni fylgir textinn Til fróðleiks. Þar eru teknar saman upplýsingar í stuttu máli um fiskveiðar íslendinga. ■ FISKISAGA Lóa og Óli eru í aðalhlutverki í Flýgur fiskisag- an. Kammersveit Reykjavík- ur í Listasafni Isl.: Leikin verk eftir Þorkel Sigurbjörns- son tónleikar Kammersveit Reykjavík- ur heldur tónleika í Listasafni ís- lands í kvöld kl. 20. Tónleikarnir eru helgaðir verkum eftir Þorkel Sigurbjörnsson. Á efnisskrá eru Filigrea fyrir fiðlu, selló og kammersveit, Dulcinea fyrir gít- ar og strengjasveit, Wiblo fyrir horn, píanó og strengjasveit, Um- leikur fyrir fiðlu og kammersveit og Af mönnum fyrir kammerhóp. Einleikarar eru: Rut Ingólfsdóttir fiðla, Sigurður Halldórsson selló, Guðmundur Pétursson gítar, Jósef Ognibene horn, og Anna Guðný Guðmundsdóttir píanó. ■ frakl. 17-19. Saiatbarinn Við Austurvöll Opið 11-21 Pósthússtrœti 13 • 101 Reykjavík Tel: 5627830 • Fax: 5621994 MÁNUDACURINN 12. NÓVEMBER RÁÐSTEFNUR________________________ 09.00 Ráðstefnan Það læra börn - jafn- rétti í samstarfi foreidra við fæð- ingu barns verður haldin á Grand Hótel Reykjavík og stendur hún til kl. 16. Tilefnið er átak Jafnréttis- stofu til kynningar á lögum um fæðingar- og foreldraorlof nr. 95/2000. Meðal þess sem mesta athygli hefur vakið, hérlendis og erlendis, er aukinn og sjálfstæður réttur feðra til töku fæðingaror- lofs. TÓNLEIKAR_________________________ 18:00 Norræn vísnatónlist í Borgarbóka- safni. Fram koma: í Aðalsafni Grófarhúsi, Wlenn frá Kleifum, I Borgarbókasafni í Gerðubergi, Tríó Hafdísar, i Foldasafn í Grafarvogs- kirkju, Ásgeir Páll Ásgeirsson, í Kringlusafn í Borgarleikhúsi, Stúlk- ur úr Vox femin og í Sólheima- safni, Sólheimum 27, Kór Mennta- skólans við Sund. 20.00 Kammersveit Reykjavíkur heldur tónleika í Listasafni íslands. Tón- leikarnir eru helgaðir verkum eftir Þorkel Sigurbjörnsson. SÝNINGAR__________________________ Þrjár fyrrum skólasystur minnast skóla- daga sinna í Myndlista- og handíða- skóla islands 1964-1966 með sýningu, "Those where the Days", í Listhúsi Ófeigs að Skólavörðustíg 5, Reykjavík. Sýnd eru grafíkverk, glerlist og skart. Sýningin stendur til 21. nóv og er opin á verslunartíma. Handrítasýning I Stofnun Árna Magnús- sonar, Árnagarði við Suðurgötu. Sýningin er opin kl. 14 til 16 þriðjudaga til föstu- daga til 15. maí. MYNDLIST__________________________ Birgir Sigurðsson myndlistarmaður hef- ur opnað sýningu í Listamiðstöðinni Straumi, sunnan álversins. Sýningin ber yfirskriftina Ástin og lífið og sam- anstendur af þremur þáttum: Ljósmynd- um, Ijósverki og póstkortum. Hver hluti sýningarinnar hefur sitt eigið líf sem saman mynda þá heild sem sýningin er. Verkið er tilraun höfundar til að dýpka skilning sinn og annarra á ástinni og líf- inu. Sýningin stendur til 25. nóvember. Sýning á verkum Guðmundar Björg- vinssonar stendur yfir í Gallerí Reykja- vík, Skólavörðustíg 16. Guðmundur sýn- ir 17 akrílmálverk sem eru öll máluð f expresslonískum stíl á þessu ári. Myndefnið er maðurinn. Sýningin er 10 Timn KORT GILDIR í 20 DBGB 3.490 mORGUÍlKORT 2.990 L i // KARÍUS OG BAKTUS Karíus er sá sem öllu ræður og hefur vitið fyrir Baktusi bróður sinum. Franskbrauð og námugröftur er það sem heldur þeim gangandi og það veit Karíus betur en nokkur annar. Við viljum franskbrauð Sýningar eru hafnar á Karíusi og Baktusi eftir Thorbjörn Egner á Smíðaverkstæði Þjóðleikhússins. Þetta er í fyrsta sinn sem verkið er sett upp á íjölum leikhússins. Stefán Jónsson leikari er Karíus. leikhús „Þetta er svona kærkomin hvíld frá jólaösinni, að skreppa í leikhús og hitta Karíus og Bakt- us. Til að byrja með verða sýn- ingar á Smíðaverkstæðinu en hugmyndin er að þetta verði ferðasýning og að hún geti farið hvert á land sem er, í leikskóla og víðar,“ segir Stefán Jónsson leikari, sem fer með hlutverk Karíusar í sýningunni. Brynhild- ur Guðjónsdóttir leikkona leikur Baktus en um búninga og sviðs- mynd sér Þórunn Sigríður Þor- grímsdóttir. „Við erum trú verkinu. Bæði í allri umgjörð og tónlist, sem Jó- hann G. Jóhannsson sér um. Ég held að þetta séu Karíus og Bakt- us eins og allir þekkja þá.“ Jaxlar og tennur eru, sem fyrr, híbýli þeirra bræðra og Jens, fórnarlambið, lætur í sér heyra þegar hamarshöggin dynja á sykurhúðuðum tönnum hans. Stefán segist telja að Karí- us og Baktus eigi fullt erindi til barna í dag líkt og kynslóðanna á undan og að hræðsluáróður verksins sé ekki endilega tím- anna tákn og úr sér genginn í nú- timaþjóðfélagi. „Eg held að menn séu að kom- ast að því að það sé mannsálinni hollt að ganga í gegnum hræðsl- una og mæta óttanum augliti til auglitis." Stefán leyfir sér hins vegar að efast um hvort börn hræðist yfir höfuð þá bræður þar sem þeir séu svo skemmtilegir. Börn- in hafi kannski frekar samúð með þeim vegna örlaganna sem bíða bræðranna. „Þegar upp er staðið er það spurning hvort börnin sæki ekki bara meira í sælgætið en áður til þess að fá þá í heimsókn, eða hvað.“ Hann á von á því að börn jafnt sem foreldar muni rifja upp kynni sín af körlunum með rauða og svarta kollinn og hafa gaman af. kristjang frettabladid.is BÆKUR iiife Listamiðstöðin Straumur: Ástin og lífid myndlist Birgir Sigurðsson mynd- listarmaður hefur opnað sýningu í Listamiðstöðinni Straumi sunn- an álversins. Sýningin ber yfir- skriftina Ástin og lífið og sam- anstendur af þremur þáttum: Ljósmyndum, ljósverki og póst- kortum. Hver hluti sýningarinnar hefur sitt eigið líf sem saman mynda þá heild sem sýningin er. Verkið er tilraun höfundar til að dýpka skilning sinn og annarra á ástinni og lífinu. Sýningin stend- ur til 25. nóvember. ■ Besta Harry Potter bókin Harry Potter og eldbikarinn sem er fjórða bókin af sjö um Harry Potter og nú er kom- ið fjórða árið hans í Hogwart- skóla galdra og seiða. Eins og í fyrri bókunum glímir Harry Potter við ýmsar þrautir. í þess- ari bók eru þær bara miklu fleiri en í þeim fyrri. Margt kemur mjög mikið á óvart í bók- inni og hún er spennandi frá upphafi til enda. Mér finnst Harry Potter og eldbikarinn bera af bókunum fjórum og voru fyrri bækurnar samt frábærar. Hún er lengst, HARRY POTTER OG ELDBIKARINN HÖFUNDUR: J. K. Rowling ÞÝÐANDI: Helga Haraldsdóttir Bjartur 2001, 551 blaðsíða hún grípur mann frá upphafi og maður getur ekki slitið sig frá henni fyrr en maður er búin með hana. Það er líka spennandi að komast að nýrri ráðgátu sem Harry þarf að leysa um leið og hann er búin með eina. Gáturn- ar leysir hann auðvitað með hjálp bestu vina sinna Ron We- asley og Hermione Granger. Ég mæli mikið með þessari bók og vona að enginn, hvorki börn né fullorðnir, láti Harry Potter bækurnar fram hjá sér fara. Halla Tryggvadóttir 13 ára HVHlfHOtO t . 3 &imi S t / 77 7

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.