Fréttablaðið - 12.11.2001, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 12.11.2001, Blaðsíða 4
4^ FRÉTTABLAÐIÐ 12. nóvember 2001 MÁNUDAGUR SVONA ERUM VIÐ TEKJUSKATTUR FYRIRTÆKJA Nokkuð mikil umræða hefur verið um skattalækkanir ríkisstjórnarinnar, en ákveð- ið hefur verið lækka skatta á fyrirtækjum úr 30% í 18%. Hér að neðan er listi yfir sams konar skatta I öðrum löndum. Luxemborg 37,4o/o Holland 350/0 Danmörk 350/0 ísland 30% Jsland e/lækkun 18% Heimild: Carðar Valdimarsson, Reform of lcelandic Tax Law BIFREIÐ FYRIRTÆKISINS Þessi bifreið mun vera notuð til þess að flytja hótelgesti á nektarstaðinn Palomino Club I Norður Las Vegas, sem nú er kom- inn f eigu hjartaskurðlæknisins Simon Stertzer. Skurðlæknir keypti nekt- ardansstao: Fjármagnar vís- indarannsóknir með nektarsýn- ingum las vegas. ap Virtur hjartaskurð- læknir við Stanfordháskóla í Bandaríkjunum, dr. Simon Stertz- er, hefur keypt skemmtistað og nektarbúllu á breiðgötu í Las Veg- as. Ástæðuna segir hann vera göf- uga, nefnilega að nota tekjurnar af starfseminni til þess að fjár- magna vísindarannsóknir. Ekki líst öllum vel á þessa nýju fjáröflunaraðferð læknisins, en sjálfur segist hann ekki sjá neitt athugavert við hana: „Hvaðeina sem býr til fjárstreymi dugar til verksins," sagði hann. ■ Bílslysið við Nesjavalla- veg: Nafn manns- ins sem lést umferðarslys Maðurinn sem lést af völdum áverka sem hann hlaut við umferðarslys á mótum Hafra- vatnsvegar og Nesjavallavegar, hét Benedikt Orri Viktorsson, 34 ára gamall, til heimilis að Soga- vegi 162 í Reykja- vík. Benedikt var í sambúð með Helgu Rán Sig- urðardóttur sem einnig lést í slys- inu. Hann lætur eftir sig einn son frá fyrra sambandi. ■ ÍLÖGREGLUFRÉTTIRl Goði Jóhann Gunnarsson, sem auglýsti vörur undir merkjum póstlistans Costgo, hafði samband við Fréttablaðið á föstudag og sagði að þeir sem lagt hefðu inn á reikning fyrirtækisins vegna pönt- unarlista gætu fengió endurgreitt með því að senda upplýsingar um reikningsnúmer og kennitölu á netfangið costgo@isl.is. Hann sagðist hins vegar halda áfram rekstri og ætla að ganga frá form- legri firmaskráningu og slíku. Goði var tæpan sólarhring í haldi lögreglu vegna rannsóknar á við- skiptum Costgo en var látinn laus og sagðist halda áfram undirbún- ingi að rekstrinum. BENEDIKT ORRI VICFÚSSON Hrossakaup í Hæstarétti: Hross fyrir hornsófa og myndbandsspólur hornsófa en tvö hross í skiptum fyrir 50 notaðar myndbandsspól- ur með óþekktu innihaldi. Þá hafi hann látið þrjú hross upp í laun tamningastúlku. Restinni af hrossunum segist bóndinn hafa slátrað, þar af fimm heima á bæ haustið 1997 en að sjö hafi verið seld í sláturhús árið 1999. ■ HVENÆR KAUPIR MAÐUR HEST? Bóndi í Svarfaðardal þarf að greiða sunn- lendingi fyrir 21 hest sem hann segist ekki hafa keypt en borgaði þó fyrir að hluta. Skólagjöldin standa aðeins und- ir skrifstofurekstri Margfaldur munur á gjöldum tónlistarskóla. Borgin greiðir laun kenn- ara og skólastjóra en allt að 60 þúsund króna skólagjöldin frá foreldrum standa undir skrifstofurekstri. tónlistarnám Tónlistarskólarnir í Reykjavík eru einkareknir en laun kennara og skólastjórnenda eru greidd úr borgarsjóði. Sumir skól- anna stunda kennslu í eigin hús- næði, aðrir starfa í leiguhúsnæði. í sumum tilfellum leigja þeir af borginni húsnæði talsvert undir markaðsverði. Skólagjöld foreldra renna því til að reka skrifstofur skólanna, þar sem annast er um launaútreikning kennara og inn- heimtu skólagjalda. Flest sveitarfélög utan Reykjavíkur reka sjálf tónlistar- skóla og eru gjöld foreldra þar yfirleitt verulega lægri en í Reykjavík. Gríðarlegur munur er á gjöldum sem foreldrar þurfa að greiða fyrir hljóðfæra- nám barna sinna eftir því hvar það er stundað. Algengt verð á hljóðfæranámi í tónlistarskóla í Reykjavík er um 60.000 kr. fyrir nemanda sem fær tvær 30 mín- útna kennslustundir á viku, auk tónfræðikennslu og samspils. Ofan á þetta bætist í sumum til- vikum leigugjald á hljóðfæri sem oft er 6000 kr. fyrir árið. í Tónlistarskóla grunnskólanna í Grafarvogi er þetta gjald nokkru lægra, eða t.d. 38.000 kr. fyrir pí- anónám en sá skóli nýtir alfarið húsnæði grunnskólanna til kennslu. Nemandi sem er í skóla- hljómsveit í Reykjavík fær kennslu á hljóðfæri tvisvar sinn- um 30 mínútur á viku og auk þess tvær klukkustundir í hljóm- EKKI SAMA HVAR NÁMIÐ ER STUNDAÐ Mikill munur er á gjöldum sem foreldrar greiða fyrir hljóðfæranám barna sinna eftir því hvar þau stunda námið. sveitarleik. Fyrir þessa kennslu greiða foreldrar 11.000 krónur á vetri. Hjá skólahljómsveitum greiðir borgin laun kennara. Kennslan fer fram í skólahús- næði borgarinnar og Fræðslu- miðstöð annast launaútreiking og innheimtu gjalda. ■ dómsmál Bóndi í Svarfaðardal hefur verið dæmdur til að greiða öldruðum manni á Suðurlandi ríf- lega 650 þúsund krónur vegna 21 hests sem gamli maðurinn hafði sent bóndanum norður yfir heið- ar en ekki fengið greidd að fullu. Svarfaðaðardalsbóndinn sagð- ist ekki hafa keypt hrossin held- ur aðeins tekið þau í tamningu og umboðssölu fyrir þrábeiðni Sunnlendingsins. Seljandinn sagði hins vegar að samkomulag hefði verið um 36 þúsunda króna greiðslu fyrir hvert hrossana. Aðeins hefðu borist 100 þúsund krónur upp í kaupin en það ekki fyrir en eftir dúk og disk. Hrossin voru send norður með flutningabíl vorið 1997 eftir að dóttir bóndans hafði skoðað þau fyrir sunnan. Bóndinn sagði mörg hrossana hafa verið gölluð. Ýmist sagði hann þau hafa verið hölt, blind, skapstygg og óhæf til tamingar eða að jafnvel hafi ekki verið hægt að gelda þau. Hann taldi hrossin fráleitt virði þeirrar upphæðar Á næstu árum skipti bóndinn smám saman á hrossunum og ýmsu sem hann vanhagaði um. Fjögur hross sagðist hann hafa látið í skiptum fyrir notaðan HÆSTIRÉTTUR fSLANDS Sannað þótti að hállfimtugur maður hefði hótað að stytta nágrannakonu sinni aldur vegna ólíkra sjónarmiða um salerni í húsi þar sem þau bjuggu. Salernisdeilur í Vesturbæ: Fangelsi fyrir líflátshótanir DÓMSMÁL Hálfimmtugur maður hefur verið dæmdur í átta mánaða fangelsi fyrir að hafa hótað rúm- lega fertugri nágrannakonu sinni lífláti. Konan og maðurinn bjuggu í sama húsi á sjávarkambinum við Ægisíðu þegar atvikið átti sér stað í apríl í fyrra. Deilur höfðu staðið milli fólksins um klósett í húsinu og barði maðurinn dyra hjá kon- unni að kvöldlagi til að útlista sjónarmið sín í deilunni og fylgdu þá með hótanir um líflát. Það gerði hann reyndar einnig í fleiri skipti og voru þá vitni að hótunum mannsins. Maðurinn á að baki langan af- brotaferil en hann hófst árið 1972. Til dæmis hefur hann verið dæmdur fyrir ölvunarakstur, fíknefnabrot, líkamsárásir, skjalafals og þjófnað. Með broti sínu gegn nágranna- konunni rauf hann skilorð vegna eldri dóma og eru 180 dagar, eða fimm mánuðir af refsingunni nú, vegna þeirra brota. Auk þess að hafa verið dæmdur fyrir lífláts- hótunina var maðurinn fundin sekur um að hafa haft í fórum sín- um hálft annað gramm af am- fetamíni. ■ Hryðjuverk á átjándu öld: Bretar dreifðu bólusótt til indíána PITTSBURCH. ap Árið 1763 tóku Bretar í Norður-Ameríku ákvörð- un að gefa indíánum teppi og vasaklúta frá sjúkrahúsi, sem var fullt af sjúklingum með bólusótt. Þetta atvik sýnir að sýklar og önn- ur mannskæð efni hafa verið not- uð til hryðjuverka býsna lengi. „Þetta var ekki hugmynd sem Bretum fannst fjarlæg og óhugs- anleg,“ segir Elizabeth A. Fenn, sagnfræðingur sem nýlega skrif- aði grein um málið í bandaríska tímaritinu Journal of American History. Bretarnir voru staddir í Fort Pitt, sem stóð þar sem nú er al- menningsgarður í Pittsburgh. Indíánarnir höfðu gert áhlaup að þeim og reyndu að svæla Bretana út með því að leggja eld að húsum. Fáeinum vikum síðar braust út bólusótt í Fort Pitt, þannig að setja varð smitaða hermenn í sótt- kví á sjúkrahúsi. Seint í júní var ljóst að indíán- um hafði ekkert orðið ágengt með að hrekja Bretana burt, og hugð- ust halda burt. Sendu þeir tvo full- trúa sína til að biðja Breta um vistir fyrir ferðalagið. „Við gáfum þeim tvö teppi og vasaklút frá bólusóttarsjúkrahús- inu,“ skrifaði kaupsýslumaðurinn William Trent í dagbók. „Ég vona að það hafi tilætluð áhrif.“ Vitað er um a.m.k. 120 indíána sem létust úr bólusóttinni innan árs. ■ VETTVANGUR GAMALS GLÆPS Þetta steinhús það eina sem eftir er af Fort Pitt., virkinu sem Bretar höfðu náð á sitt vald árið 1763.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.