Fréttablaðið - 12.11.2001, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 12.11.2001, Blaðsíða 10
FRETTABLAÐIÐ Útgáfufélag: Fréttablaðið ehf. Útgáfustjóri: Eyjólfur Sveinsson Ritstjóri: Einar Karl Haraldsson Fréttastjóri: Pétur Gunnarsson Ritstjórn, auglýsingar og dreifing: Þverholti 9, 105 Reykjavlk Aðalslmi: 515 75 00 Sfmbréf á fréttadeild: 515 75 06 Rafpóstur: ritstjorn@frettabladid.is Slmbréf á auglýsingadeild: 515 75 16 Rafpóstur: auglysingar@frettabladid.is Setning og umbrot: Fréttablaðið ehf. Plötugerð: ÍP-prentþjónustan ehf. Prentun: Isafoldarprentsmiðja hf. Fréttaþjónusta á Netinu: Vísir.is Fréttablaðinu er dreift ókeypis til allra heimila á höf- uöborgarsvæðinu Fyrirtæki geta fengið blaðið gegn greiðslu sendingarkostnaðar; kr. 1.100 á mánuði. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins I stafrænu formi og I gagnabönkum án endurgjalds. BRÉF TIL BLAÐSINS Könnun á olíu- félögum verði hraðað Bréf Samtaka iðnaðarins tii iðnaðarráðherra olíuverp. „Samkvæmt þeim upp- lýsingum sem Samtök íðnaðarins hafa aflað sér hefur verð á gasol- íu á heimsmarkaði lækkað mjög mikið undanfarna mánuði. Á sama tíma hefur verð á gasolíu hér á landi lækkað óverulega. Verð á bensíni og skipaolíu lækkaði nokkuð í kjölfar háværra mót- mæla samtaka bifreiðaeigenda og útgerðarmanna um síðustu mán- aðamót. Þá lækkaði gasolía til al- mennra nota ekkert. Verðþróun á þessum eldsneytistegundum er- lendis skýrir ekki þennan mun. Athugun á verðmyndun olíu hér á landi hefur nú staðið yfir í um það bil eitt ár. Fyrirtæki innan Samtaka iðnaðarins eru í heild stærstu kaupendur gasolíu hér á landi til notkunar í iðnaði og flutn- ingum. í ljósi þessara miklu hags- muna og þeirrar fákeppni sem er á íslenskum olíumarkaði óska Samtök iðnaðarins hér með eftir því að ráðherrann beiti sér fyrir því að þessari athugun verði hrað- að eins og kostur er.“ ■ Ótrúlega hljóölátar a ASKO Uppþvottavélar [FtTEDia Ft/TSaEB’MDai B3DW HEILDARLAUSN Sparaðu þér hó gjöld við auglýsingakostnað með því að ráða hönnuð í fyrirtækið. Til greina kemur: ► Föst vinna ► Hlutastarf t.d. ákv. % ► Stök verkefni 'Jfiimin -.|ó ym AILA nugl.serö yiif iifnö og finmrií, NETIÐ nt irjljr&ingar lyrir sjönvarpið. 10 FRÉTTABLAÐIÐ 12. nóvember 2001 MÁNUDACUR Kvótaleiga gerir út á brottkast Kvótakérfið var sett á laggirnar til að bregðast við því að nauð- synlegt var orðið að takmarka sóknina í fiskimiðin. Skipin voru of mörg og stór miðað við hvað fisk- arnir voru fáir og smáir. Kerfið byggist á því að takmarka þann afla sem koma má með að landi. Það hefur borið þann árangur, að hagstæðast er fyrir útgerðir og sjómenn að hirða aðeins verð- mætasta aflann en henda hinu. Nú kostar leigukvóti 150 kr. fyrir hvert kíló af þorski. Fyrir smá- þorsk, veiddan, slægðan og kom- inn inn á gólf á fiskmarkaði fæst sama upphæð, um 150 kr/kg. Fyrir vænsta fiskinn, sem hentar til verðmætrar saltfiskvinnslu, fást um og yfir 300 kr/kg. Útgerð, skip- stjóri og áhöfn báts, sem hefur leigt til sín kvóta, vita áður en lagt er úr höfn að það verður beint fjár- hagslegt tap af því að koma með smáfiskinn að landi. Söluverðið mun bara duga fyrir kvótaleigunni en hvorki launum áhafnar, olíu né öðrum kostnaði. Brottkastið er því forsenda þess að veiðiferðin geti borgað sig. Það er engin leið að lokka bara stærsta þorskinn í veið- arfærin en láta hitt synda sinn sjó. Þetta veit reyndar líka kvóta- eigandinn, sem leigði frá sér kvót- ann. Hann tók hæsta verð fyrir óveiddan fisk í sjó fram yfir lang- tímahagsmuni ábyrgrar fiskveiði- stjórnar, raunhæfra hafrannsókna og vöxt og viðgang fiskistofnanna. Hann er samábyrgur. Samt telur MáLmanna. Pétur Gunnarsson skrifar um brottkast hann, og hagsmunasamtökin sem hann tilheyrir, að einmitt honum beri réttur umfram aðra til af- raksturs fiskimiðanna. Þann rétt nýtir hann i verki með því að hagn- ast á að gera mönnum kleift að blóðmjólka auðlindina, sem honum hefur verið falið að ávaxta. En auðvitað eru það útgerðar- menn, skipstjórar og áhafnir bát- anna, sem fara á veiðar til þess að fleyta rjómann ofan af, sem bera mestu ábyrgðina. Þeirra hendur vinna verkið og allir njóta þeir af- rakstursins af því, - sjómennirnir í hærri skiptahlut en útgerðin í því að geta haldið áfram rekstri, sem annars þyrfti að horfast í augu við að á sér engan grundvöll. Líkt og hjá kvótaseljendum gengur málflutningur sjómanna og útgerða kvótalítilla skipa út á að einmitt þeim beri frumburðarrétt- ur til fiskimiðanna. Það er holur hljómur í þeim málflutningi þessa dagana og minnir á skattsvikarann sem kennir óréttlátu skattkerfi um svikin sem hann fremur sjálfur. ■ Þróun ríkisutgjalda rœður nú mestu um þróun vaxta Hið opinbera þarf að hafa hemil á útgjöldum í fjárlagaumræðunni ef Seðlabankanum á að takast að halda verðbólgu innan viðmiðunarmarka. Annars eru forsendur frekari vaxtalækkana brostnar. efnahagslíf Áður en Seðlabankinn tilkynnti um vaxtalækkun síðdeg- is á fimmtudag hafði gengi krón- unnar styrkst um daginn. Skoðun Seðlabankamanna hefur verið sú, að raungengið hafi verið of lágt og því mikilvægt að það styrktist þegar ákvörðun um vaxtalækkun væri tekin. Gengissigið á þessu ári hefur verið erfiður biti að kyngja fyrir forsvarsmenn Seðlabankans, en hækkun á innfluttum vörum hef- ur staðið undir einum fjórða af hækkun verðlags undanfarna þrjá mánuði og 40% undanfarna tólf mánuði. Peningamálastefna Seðlabank- ans miðast við að halda verðbólgu hér á landi innan ákveðinna marka. Til þess notar hann meðal annars vexti til að stýra eftir- spurn eftir peningum. Mikil þensla, launaskrið og útlánaaukn- ing hefur gert bankanum erfitt um vik að lækka vexti því þessir liðir ýta undir aukna verðbólgu. Á morgunverðarfundi Versl- unarráðs Islands á föstudag sagði Birgir ísleifur Gunnarsson, seðlabankastjóri, að þess sæjust nú merki að ofþenslan væri að hjaðna og verðbólguvæntingar að FJÁRLAGAVINNAN f FULLUM GANGI Fjárlagafrumvarpið hefur farið í gegnum fyrstu umræðu á Alþingi og er nú til meðferðar í fjárlaganefnd. Mikill þrýstingur er á nefndarmenn og aðra aljjingismenn að auka útgjöld I ýmis verkefni vegna samdráttar. Erfitt verður fyrir alþingismenn að spyrna við fótum þó nauðsynlegt sé að mati Seðlabankans. lækka. Aðhald í peningamála- stefnu Seðlabankans væri enn mikið og trúin á að verðbólgu- markmið næðust hafi styrkst. Tímasetning næstu vaxtalækk- ana ráðist af framvindu á gengi krónunnar næstu daga og vikna. Margeir Pétursson, forstjóri MP verðbréfa, gagnrýndi bank- ann fyrir að koma ekki auga á IHVASA ÞÆTTIR HAFA ÁHRIF A FRAMVINDU VAXTAMÁLA A ÍSLANDI? | NIÐURSTAÐA FJÁRLAGAFRUMVARPSINS Umræður um fjárlög fara nú fram á Alþingi. f meðferð þess er krafist aukinna útgjalda f ýmsa málaflokka. Seðlabankinn telur nauðsynlegt að sýna aukið aðhald þar sem aukin ríkisútgjöld þýða aukna eftir- spurn. Það eykur verðbólgu. KJARASAMNINGAR f FEBRÚAR Verðbólga hefur verið meiri vegna launaskriðs. Riftun kjarasamninga 1 febrúar og krafa um hærri laun mun verða velt út f verðlagið. Ábyrgð launþegasamtaka og vinnuveitenda er þvf mikil, ekki sfður en launa- nefnda hins opinbera. GENGISPRÓUN KRÓNUNNAR Seðlabankinn telur raungengi krónunnar of lágt. Hækkun verðlags hefur að stórum hluta orsakast af veikingu krónunnar. Fylgst verður grannt með þróun gengisins og hvort það styrkist ekki þegar fram Ifða stundir. ástæður ójafnvægisins sem kom- ið er á efnahagsástandið þar sem við höfum háa verðbólgu á sam- dráttarskeiði. Fastgengisstefna Seðlabankans, sem horfið var frá á þessu ári, væri ein megin orsök ástandsins. Menn skynjuðu ekki gengisáhættuna og nokkurs kon- ar ríkistrygging var á íslensku krónunni. Eftir að gengi krónunn- ar fékk að lúta lögmálum fram- boðs og eftirspurnar færu vextir að virka. Margeir sagði skynsamlegt af bankanum að stíga ekki of fast til jarðar í vaxtaákvörðunum sínum fyrst um sinn en reiknaði með fleiri lækkunum á næstunni. Þetta hefði jákvæð áhrif á fram- vindu efnahagslífsins enda draga háir vextir máttinn úr atvinnulíf- inu. Andri Teitsson hjá Þróunarfé- lagi íslands taldi spá Seðlabank- ans á efnahagslífið full bjartsýna. Nauðsynleg forsenda væri að draga talsvert úr útgjöldum hins opinbera. Benti hann á að sendi- ráð í Japan, knattspyrnuhöll á Ak- ureyri og jarðgöng á Siglufirði stuðluðu ekki að því. Tóninn hjá Margeiri var sá sami. Sagði hann að Seðlabankinn hefði átt að nýta sjálfstæði sitt gagnvart hinu opinbera betur og gagnrýna meira útgjaldaaukn- ingu ríkis- og sveitarfélaga. Auk- ið aðhald í ríkisfjármálum væri algjört skilyi'ði fyrir því að mark- mið Seðlabankans náist. Birgir ísleifur sagði framlag ríkisfjármála mikilvægt í þessum efnum. Niðurstaða í kjaraviðræð- um fyrir febrúar hefði líka mikil áhrif á þróun verðlags næstu mánaða. Meiri líkur væru nú að Seðlabankinn næði verðbólgu- markmiðum sínum árið 2003. bjorgvin@frettabladid.is 1 HVAÐ ERU VEXTIR? ~|~ I Við notum peninga tíl að kaupa hluti sem eftirspurn okkar kallar eftir. Peningar í dag eru verð- mætari en peningar á morgun. Ef við frestum neyslu okkar til morguns viljum við að okkur sé það bætt upp með vöxtum á peningana. Vextir eru því uppbót fyrir það að fresta neyslu. Á máli hagfræðinnar kallast það fórnar- kostnaður neyslu. I Þensla í hagkerfi orsakast af mörgum þáttum. Til að draga úr eftirspurn í dag hækkar Seðla- bankinn vexti og gerir það þar með eftirsóknarverðara að fresta neyslu og spara. Þegar vextir hækka leggjum við inn pening eða greiðum niður skuldir. Við það minnkár þensla í hagkerfinu og verðlag getur náð jafnvægi. | Seðlabankinn reynir að halda þessu jafnvægi á milli eftirspurn- ar og verðlags stöðugu með því að ákvarða vexti f viðskiptum sínum við lánastofnanir sem sfð- an endurspeglast f inn- og út- lánavöxtum þeirra. ORÐRÉTT I I efnahagsmál „Reynslan á eftir að sýna að vaxtalækkunin er einfald- lega of lítil og kemur of seint fram til að skipta einhverjum sköpum um þróun efnahagsmála. [...] [Allt fram á þetta ár var stef- na Seðlabankans skynsamleg og í takt við raunveruleikann. En svo slitnaði sambandið við heiminn - að minnsta kosti þann heim sem íslenskir atvinnurekendur og launþegar lifa og hrærast í. Vaxtalækkun Seðlabankans um 0,8% [...] er allt of lítil, ekki síst þegar þróun í peningamálum ann- arra landa er höfð í huga. Á þriðjudag lækkaði bandaríski seðlabankinn stýri- vexti í tíunda skipti Of lítið, of seint á þessu ári og eru þeir komnir nið- ur í 2% - hafa aldrei verið lægri frá árinu 1961. Á fimmtudag fyl- gdu seðlabankar annarra helstu viðskiptalanda okkar íslendinga fordæmi Bandaríkjanna. Eng- landsbanki lækkaði vexti um 50 punkta, niður í 4% og Evrópski seðlabankinn lækkaði vexti jafn- mikið og eru þeir nú 3,25%. Vaxtamunur á milli íslands og annarra landa helst því lítið breyttur, þrátt fyrir aðgerðir Seðlabanka ís- lands og það skiptir mestu í þessu samhengi. Og einmitt þess vegna skiptir lækkunin nú litlu máli og áhrif hennar verða í besta lagi takmöi’kuð. Þannig hefur aðhald Seðlabankans í raun haldist óbreytt.“ Óli Björn Kárason, DV, 10. nóvember. efnahagsmál „Yfirstandandi ár hefur verið erfitt og það er engin ástæða til að ætla annað en næsta ár verði það einnig. Fyrirtæki hafa sagt upp fólki. Stórframkvæmd- um er að ljúka eða þeim er lokið. Ekki er ólíklegt að atvinnuástand verði mun erfiðara í byrjun næsta árs en það hefur verið um margra ára skeiö. Okkur íslendingum hef- ur verið að takast að komast í gegnum þá aðlögun að breyttum aðstæðum, sem nú stendur yfir, án þess að stórslys verði í efna- hagsstjórn okkar. Það hvílir mikil ábyrgð á öllum þeim aðilum sem hér konia við sögu. Verkalýðsfor- ystan er í erfiðri stöðu. Þær radd- ir heyrast áreiðanlega í hennar röðum, aö hún verði að fylgja eftir ákvæðum kjarasamninga og opna þá á nýjan leik., Það yrði mikið óráð ef það yrði gert. Hins vegar má gera ráð fyrir, að til þess að það verði ekki verði að koma til móts við sjónarmið launþega með ein- hverjum hætti.“ Leíðari Mbl. 10. nóvember.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.