Fréttablaðið - 15.11.2001, Síða 8
8
nmfcm ; te m m m r
;p»-:^dn^Qn-ci- fHJQftaMfMWi
fbf nóvemfier iOul FlivilvliuOAt
DAGUR
Lægsta verð
frá 16.990 kr.
Fornleifar á horni Aðalstrætis ogTúngötu:
Landnámsbær í hótelkjallara
skipulagsmál Ólafur F. Magnús-
son, borgarfulltrúi Sjálfstæðis-
flokks, flytur, í borgarstjórn í dag,
tillögu um að verja fornminjar á
horni Aðalstrætis og Túngötu í
Reykjavík. Á svæðinu er ráðgert
að rísi hótel. Ólafur vill að
deiliskipulag suðausturhiuta
Grjótaþorps verði endurskoðað.
Hann segir fornminjarnar vera
taldar bæjarstæði Ingólfs Arnar-
sonar og Hallveigar Fróðadóttur
og vill menningar- og sögusetur á
svæðinu. Þá segir hann að þótt
áformin með hótelbyggingunni
séu metnaðarfull geti hann ekki
fallist á að þrengt verði að forn-
minjunum vegna þeirra.
Orri Vésteinsson, fornleifa-
fræðingur, segir að fornminjarn-
ar séu ekki bæjarstæði Ingólfs og
Hallveigar. „Það munar alveg upp
undir hundrað árum. Engu að síð-
ur eru rústirnar ágætis dæmi um
húsagerð á þessum tíma og ef til
vill ekki mikill munur á þeim og
einhverju sem Ingólfur hefði get-
að byggt sér.“ Orri sagði þó að á
svæðinu gætu verið fleiri rústir
og jafnvel eldri. „Það kann að
vera ástæða til að kalla eftir heild-
stæðri stefnu í hvernig standa á
að framkvæmdum á svæðinu öllu.
[...] Það getur vel verið að elsti
skálinn sé þarna einhvers staðar,"
sagði hann, en bætti við að hótel-
byggingin sjálf væri góð út frá
sjónarmiði minjaverndar því þar
stæði til að endurbyggja húsið Að-
alstræti 16 sem væri að stofni til
eitt elsta hús bæjarins. ■
ÓLAFUR F. MAGNÚSSON
Ólafur vill tryggja að varðveisla og aðgengi
að fornminjunum í Aðalstræti verði aðalat-
riði deiliskipulags og ekki þrengt að þeim
vegna fyrri skipulagsáforma.
FIMMTUDAG • FOSTUDAG • UAUGARDAG
ALLT AÐ
AÐEINS
í ÞRJÁ
DAGA!
ONGUSKOR
Nauðsynlegt að
rétt sé gefíð
Fjárhagsvandi framhaldsskóla hefur verið til umræðu að undanförnu,
meðal annars á Alþingi. Ljóst er að nokkrir skólar standa illa og sumir
mjög illa. Fé til framhaldsskóla er úthlutað eftir svokölluðu reiknilíkani
en í því eru viðmiðanir sem mæla Qárþörfina meðal annars samkvæmt
þeim áherslum sem menntamálaráðuneytið vill leggja í ráðstöfun íjár.
BLANDAÐ NÁM KEMUR ILLA ÚT
Fjölbrautaskólinn I Breiðholti er einn þeirra skóla sem hvað verst stendur en þar er hægt að
leggja stund á bæði bóknám og verknám, auk þess sem kvöldskóli er rekinn við skólann.
framhaldsskólar Fjármagni til
framhaldsskóla er úthlutað sam-
kvæmt sérstöku reiknilíkani. Far-
ið er eftir fjölda nemenda í fullu
námi, miðað við þá sem þreyta
próf í lok annar. Einnig er miðað
við tilteknar hópstærðir eftir eðli
kennslunnar, frá litlum hópum
verklegra greina til stærri hópa
bóklegra greina. í endurskoðuðu
reiknilíkani munu fjárveitingar
væntanlega, meira en hingað til,
miðast við aðstöðu og búnað sem
til kennslu hverrar greinar þarf.
Stefnt er að því að sú breyting
komi til framkvæmda eigi síðar
en 2003 enda telur menntamála-
ráðuneytið nauðsynlegt að fjár-
veitingar fylgi uppbyggingu þess
tölvukosts sem hröð þróun upp-
lýsingasamfélagsins krefst ekki
síður en starfsmenntunar al-
mennt.
Fjárhagsstaða franthaldsskól-
anna er mismunandi en sumir
hafa staðið illa allt frá árinu 1992
þegar skólarnir fóru að taka halla
fyrra árs með inn á nýtt fjárhags-
ár. í öðrum skólum fór að ganga
illa eftir að farið var að nota
reiknilíkanið árið 1998. Blandaðir
bók- og verknámsskólar koma
sumir illa út. Flestir bóklegir
bekkjaskólar standa vel og einnig
t.d. Iðnskólinn í Reykjavík.
Einn þeirra skóla sem stendur
illa er Fjölbrautaskólinn í Breið-
holti. Að sögn Kristínar Arnalds
skólameistara liggur það fyrst og
fremst í kennslukostnaðinum.
„Kennararnir hjá mér eru að eld-
ast og kjarasamningar kveða á um
að þegar menn eru komnir á
ákveðinn aldur þá kenna þeir
minna. Árið 2000 munaði þarna 24
milljónum,“ segir Kristín. Hún er
einnig ósátt við að fjárveitingar
skuli miðast við þá nemendur sem
þreyta próf. Frá sjónarhóli
menntamálaráðuneytisins er sú
krafa hins vegar hugsuð sem
hvatning fyrir skólana til að koma
nemendum í próf og vinna gegn
brottfalli að sögn Aðalsteins Ei-
ríkssonar í ráðuneytinu.
Kristín segir kvöldskólann
vanreiknaðan í líkaninu. „Þar er
bara miðað við kennsluna en ekki
stjórnun eða rekstur. Við erum til
dæmis með háan rafmagnskostn-
að vegna þess að vélarnar eru í
gangi fram á kvöld.“ Kristín segir
brýnt að breytingar á reiknilíkan-
inu komist til framkvæmda sem
fyrst. „Það er sjálfsagt að vera
með aðhald og reiknilíkan en það
verður að vera rétt gefið og það er
það ekki í dag.“
steinunn@frettabladid.is
Fyrsta foreldrafélagið við framhaldsskóla stofnað:
Opið öllum áhugasömum
fqreldrastarf Foreldrar og for-
ráðamenn nemenda við Fjöl-
brautaskólann í Garðabæ hafa, í
samvinnu við nemendafélagið,
skólastjórnendur og kennara,
stofnað foreldrafélag. Tilgangur
félagsins er að stuðla að auknum
gæðum Fjölbrautaskólans í
Garðabæ og bæta almenn skilyrði
og aðstæður einstakra nemenda til
menntunar og þroska. Foreldrar
og aðrir forráðamenn nemenda
skólans eru sjálfkrafa félagar í
foreldrafélaginu en það er jafn-
framt opið öðrum velunnurum
skólans sem óska eftir aðild.
Á stofnfundinum sem haldinn
var 13. nóvember voru sjö foreldr-
ar kosnir í stjórnina og tveir full-
trúar nemenda. Formaður for-
eldrafélagsins er Kristín S. Kvar-
an sem hefur ásamt hópi foreldra
unnið stofnun félagsins síðan í vor.
„Þetta hefur verið víðtæk undir-
búningsvinna og það var svo
skemmtilegt að nemendurnir voru
mjög áhugasamir um þetta og ver-
ið þátttakendur í undirbúningn-
um,“ segir Kristín. „Sömuleiðis
hafa stjórnendur og kennarar ver-
ið mjög áhugasamir." Kristín seg-
ir skyldur foreldra nemenda í
framhaldsskólum hafa aukist
AUKNAR SKYLDUR FORELDRA
Foreldrafélag Fjölbrautaskólans í Garðabæ
er samráðs- og samstarfsvettvangur for-
eldra og nemenda skólans.
mjög með hækkuðum sjálfræðis-
aldri og stofnun foreldrafélags sé
í takti við það. ■