Fréttablaðið - 26.11.2001, Side 4

Fréttablaðið - 26.11.2001, Side 4
4 FRETTABLAÐIÐ 26. nóvember 2001 MÁNUDACUR SVONA ERUM VIÐ 13.500 TONNUM MINNA EN f FYRRA Fiskaflinn i október var 92.314 tonn en það er 13.533 tonnum minna en í október á sfðasta árið þegar heildaraflinn nam 105.847 tonnum. Helsta ástæðan er að síldarveiðin 21.000 tonni minni en í októ- ber í fyrra Mesta veiði eftir tegundum Sakamál í Malasíu: Nærbuxna- gengi eftirlýst af lögreglu KUALA LUMPUR.MALASÍU.AP Yfirvöld í Malasíu hafa efnt til umfangs- mikillar leitar að meðlimum þjófa- gengis sem ku framkvæma inn- brot sín og rán klæddir nærbuxum sínum einum saman. Um fjóra menn er að ræða og ganga þeir nú undir nafninu „nærbuxnagengið," hjá lögreglunni. Segir hún menn- ina hafa staðið á bak við hrynu rána í þremur ríkjum í Malasíu. Hafa þeir m.a. brotist inn í fimm íbúðarhús og rænt tvær bensín- stöðvar og er ránsfengurinn met- inn á tæpar 5 milljónir króna. Að sögn Zuber Shariff, lögregluvarð- stjóra, er ekki vitað hvers vegna mennirnir séu haldnir þeirri árát- tu að klæðast nærbuxum einum fata við glæpi sína. ■ 1 INNLENT~| Krabbameinsfélagi íslands hefur verið afhentur ágóði af sölu á hönskum í tengslum við átak í október gegn brjósta- krabbameini að upphæð 746 þús- und krónur. Segir í tilkynningu frá félaginu að salan hér á landi hafi gengið hlutfallslega betur en í nálægum löndum. Öllum ágóða af sölunni verði varið til brýnna verkefna sem valin verði í sam- ráði við Krabbameinsfélagið og Samhjálp kvenna. —♦— Miklu magni af víni og tóbaki var stolið þegar brotist var inn í veitingahúsið Glaumbæ á Ólafsfirði. Hafði þjófurinn kom- ist inn með því að brjóta tvær rúður í húsinu. Að sögn lögreglu er málið í rannsókn. Þrjátíu og fjórir hafa verið teknir vegna ölvun við akstur á Seyðisfirði það sem af er árinu. Að sögn lögreglunnar á Seyðis- firði þykir þetta ansi hátt hlutfall miðað við íbúatölu. Skipulagsbreytingar í Heilsugæslunni: Ný miðstöð heimahjúkrunar heilbricðismál Stjórn heimahjúkr- unar í höfuðborginni færist öll á eina hendi 1. febrúar nk. og verða höfuðstöðvarnar á Grensásvegi 8 í Reykjavík. Heilsugæslustöðvarnar hafa fram til þessa séð um starf- semina á sínu svæði. í dag er opið hús á Grensásveginum fyrir starfs- fólk í heimahjúkrun til að þeim gef- ist kostur á að kynna sér aðstæður. Guðmundur Einarsson, forstjóri Heilsugæslunnar í Reykjavík, seg- ir heimahjúkrun hafa verið vax- andi þjónustu í borginni. „Það hef- ur verið erfitt að halda utan um hana með þessu dreifða skipulagi og jafnframt hafa samskiptin við samstarfsstofnanir, eins og sjúkra- húsin, verið þyngri fyrir vikið. Við höldum að við náum betur utan um þetta með þessum hætti og þjón- ustan verði betri,“ sagði hann og bætti við að miðstöðina ætti engu að síður að vera í nánu sambandi við heilsugæslustöðvarnar í hverju hverfi. HEILSUVERNDARSTOÐ REYKJAVIKUR Heilsugæslan starfrækir 7 heilsugæslustöðvar i Reykjavík, Heilsuverndarstöðina og sér um rekstur heilsugæslustöðvanna á Seltjarnarnesi, í Mosfellsumdæmi og Kópavogi. Þá er Heilsu- gæslan Lágmúla 4 starfrækt samkvæmt sérstökum samningi við Heilsugæsluna í Reykjavik. Kristbjörg Þórðardóttir verður yfir heimahjúkrunarmiðstöðinni nýju og hefur unnið að undirbún- ingi hennar. Hún segir að öllum starfsmönnum hafi verið kynntar breytingarnar með viðtölum við hvern og einn, en þeim lauk á föstu- daginn fyrir helgi. „Allar breyting- ar eru samt erfiðar og ekki skrítið að hlutirnir geti staðið í einhverj- um starfsmönnum sem starfað hafa lengi á einhverri heilsugæslu- stöðinni, alla vega svona fyrst í stað,“ sagði hún og bætti við að vinnan sjálf og skipulag þar að lút- andi yrði óbreytt. ■ Lóðum úthlutað í Úlf- arsfelli fyrir kosningar Rammaskipulag Halla, Hamrahlíðarlanda og suðurhlíða Ulfarsfells var kynnt fyrir skömmu sem byggingarland 20.000 manna byggðar. Stefnt er að fyrstu lóðaúthlutunum á næsta ári en lóðirnar verða ekki byggingarhæfar fyrr en síðar. Suðurhlíðarn- ar í Úlfarsfelli eru gríðarlega skjólsælt og gott land, nánast eins og Fossvogs- dalurinn, segir Steinunn V. Óskarsdóttir. BORCARSKIPULAC Stefnt er að því að úthluta fyrstu lóðunum í nýju borgarhverfi undir hlíðum Ulf- —4.— arsfells á næsta ári. Nýja hverfið verður ígildi ann- ars Breiðholts, með um 20.000 manna byggð og á um helmingur þess að byggjast upp á næstu tuttugu árum samkvæmt nýju borgarskipu- lagi. Undanfarna daga hefur verið í Kringlunni í Reykjavík sýning á hugmyndum að rammaskipulagi svæðisins og verður hún uppi næstu daga. „Við erum að reyna að setja okkur tímaplan í þá veru að deiliskipulag fyrsta hverfisins verði tilbúið þannig að hægt verði að úthluta á næsta ári. Þá erum við að tala um bygg- ingarhæfar lóðir kannski, tveimur til þremur árum síðar.“ sagði Steinunn V. Ósk- arsdóttir, borgar- fulltrúi, en hún er ÁRNI þór s«c- forntaður rýni- urðsson hops sem farið Formaður skipu- hefur yfir hug- lags- og bygging- myndir arkitekta arnefndar Reykja- að nýja hverfinu. víkur segir stefnt steinunn er bjart- að því að úthluta sýn á framtíð nýja byggingarlandi svæðisins. i>Suð. urhlíðarnar í Úlf- arsfelli eru gríð- arlega skjólsælt og gott land, nánast eins og Foss- vogsdalurinn. Þetta lofar allt fyrir 600 til 700 nýjar íbúðir á næsta ári. HUGMYND AÐ NÝRRI BYGGÐ Svona gæti loftmynd nýja hverfisins litið út, en þetta er ein hugmyndanna sem eru til sýnis í Kringlunni þessa dagana. mjög góðu,“ sagði hún. Arni Þór Sigurðsson, formaður skipulags- og byggingarnefndar Reykjavíkur segir að jafnvel verði úthlutað byggingarlandi fyrir 6-700 íbúðir á næsta ári. Þá horfir hann til fleiri hverfa en í hlíðum Úlfarsfells og nefnir Graf- arholt þar sem verði um 400 íbúð- ir til úthlutunar á næsta ári. „Síð- an eru náttúrulega fleiri hverfi, t.a.m. á Gufuneslandi Landsímans er 300 til 400 íbúða svæði. Þannig að það getur heilmikið verið að koma inn á næsta ári og þarf svo- lítið að velta fyrir sér hversu miklu verður dembt út í einu. Þetta gæti komið í einhverjum áföngum á árinu 2002.“ Þórarinn Þórarinsson, arkitekt hjá Borgarskipulagi Reykjavíkur segir að áfram verði unnið að hönnun og skipuþagningu nýja hverfisins undir Úlfarsfelli, en vinnunni hagað á þann veg að hægt verði að úthluta lóðum sem fyrst. „Þegar byrjað er á að gera rammaskipulag er komin heildar- mynd sem má svo taka út úr hluta og skipuleggja og vitum að þeir koma til með að passa inn í heild- ina.“ oli@frettabladid.is Lægsta verð frá 27*995 kr. Sunnanmenn ábyrgir fyrir vanþekkingu verkfallsvarðar á Dalvík: Olögleg bamatónlist ekki hindruð framar VERKFALL Steinunn Birna Ragnars- dóttir í verkfallsnefnd tónlistar- kennara segir verkfallsvörðinn sem hindrað tónlistarflutning í grunnskólanum á Dalvík á dögun- um hafa gert það í góðri trú. Hann hafi hins vegar ekki vitað að til- högun hefði verið breytt þannig að nemendur úr tónlistarskólan- um áttu ekki að koma fram. „Við tökum að hluta til á okkur sökina fyrir að hafa ekki haft tök á að uppfræða alla lansdbyggðina um hvernig þeir eiga að haga sér í sambandi við verkfallsvörslu," segir Steinunn. Steinnun segir verkfallsvörð- inn ekki hafa unnið starf sitt í samráði við verkfallsstjórnina fyrir sunnan eins og honum hafi borið að gera. „Það er betra að láta brotið eiga sér stað og skrá það og fjalla um það á eftir heldur en að til aðgerða komi fyrir fram- an börn og nemendur. Við erum búin að koma því á framfæri alls- staðar á landinu núna að slíkt má j ekki eiga sér stað vegna þess að börn hafi ekki þann félagsþroska að átta sig á hvað er gerast.“ ■

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.