Fréttablaðið - 26.11.2001, Page 6

Fréttablaðið - 26.11.2001, Page 6
6 FRETTABLAÐIÐ 26. nóvember 2001 MÁNUDAGUR SPURNING DAGSINS Ertu byrjaður að kaupa jólagjafir? „Nei ég er ekki byrjaður á því. Ætli ég geri það bara ekki daginn fyrir þ.e. á Þorláksmessu." Cuðmundur Oddur Magnússon VG á Akranesi: Framboð í eigin nafni SVEITARSTJÓRNARKOSNINGAR „Eins Og staðan er í dag hefur enginn óskað eftir samstarfi við okkur og við stefnum því á að bjóða fram í eig- in nafni“, segir Hermann Gunn- arsson, formaður Vinstrihreyf- ingarinnar - græns framboðs á Akranesi um undirbúning flokks- ins fyrir næstu sveitarstjórnar- kosningar. Engar viðræður hafa átt sér stað við Akraneslistann sem er í meirihlutasamstarfi í bæjarstjórn um sameiginlegt framboð og Her- mann telur ekki líkur á að af því verði. VG sé að mynda vinnuhópa í stefnumótun fyrir sveitarstjórn- arkosningar en ekki hafi verið sett tímamörk fyrir hvenær stefnuskrá og framboðslistar liggi fyrir. ■ —♦— Samtök fatlaðra erlendis: Segja Flugleiðir brjóta á mann- réttindum flugferðir Ákvörðun Flugleiða sem mælir fyrir um að einstak- lingar í hjólastól hafi með sér fylgdarmann hefur víða vakið at- hygli. Hefur t.a.m. Frank Mulchay, ritari Alþjóðasamband fatlaðra, sent frá sér yfirlýsingu þar sem hann harmar ákvörðun Flugleiða og segir hana brot á mannréttindum. Poul Erik H. Pet- ersen, framkvæmdastjóri Ör- yrkjabandalags Danmerkur, tek- ur í sama streng og segir Flugleið- ir eina flugfélagið sem gerir upp á milli fatlaða og ófatlaðra einstak- linga. Fara framkvæmdastjórar beggja félaganna fram á að Flug- leiðir dragi þessa ákvörðun til baka. ■ Saklaus í gæsluvarðhald: Ríkissaksóknari skoðar málið dómsmál „Það á náttúrulega að leggja fram öll gögn sem að málið skiptir þegar svona mál eru tekin fyrir,“ sagði Bogi Nilsson, ríkis- saksóknari, um dóm Hæstaréttar að mikilsverð gögn sem ekki höfðu verið lögð fram í héraðs- dómi þegar skipverji á Goðafossi var úrskurðarður í gæsluvarð- hald, ásamt öðrum skipverjum, í tengslum við rannsókn á smygli, hefðu varpað þannig ljósi á málið að alls óvíst væri að maðurinn hefði verið úrskurðarður í varð- hald hefðu þau komið fram. Dæmdi Hæstiréttur ríkissjóð til að greiða skipverjanum skaða- bætur vegna gæsluvarðhaldsins. Bogi var spurður að því hvort hann teldi þá opinberu starfs- menn sem komið hefðu að málinu hafa brotið lög með því að leggja ekki fram gögnin. Sagðist hann ekki geta svarað því að svo stöd- HÆSTIRÉTTUR Ríkissjóður dæmdur til að greiða skipverja á Goðafossi skaðabætur. du. „Við munum að sjálfsögðu skoða þennan dóm og spyrjast fyrir hvaða gögn þetta voru.“ ■ Bresk skoðanakönnun: Jólateiti valda sálarangist veisluhöld Jólateiti á vinnustöð- um valda starfsmönnum oft á tíð- um miklum kvíða og það ekki að ósekju. í slíkum teitum hafa 6% viðstaddra séð samstarfsfélaga sinn rekinn og 8% hafa ákveðið að segja upp störfum eftir að hafa lent þar í slæmum málum. Þetta kemur fram í nýlegri breskri könnun sem birtist á fréttavef Sky. Einn af hverjum tíu starfs- mönnum hefur hafið ástarsam- band í kjölfar slíkra veislna. Álíka margir viðurkennndu að hafa daðrað við yfirmann sinn og fjórð- ungur sagðist hafa hitt þar fram- tíðar lífsförunaut sinn. ■ Borgin í botnlanga í Bröndukvíslarmáli Óljóst að borgarstjórn hafi haft heimild til að afturkalla fyrri ákvörðun sína um niðurrif skýlis við Bröndukvísl. Vandséð er hvernig hægt verður að veita nauðsynleg leyfi fyrir skýlinu sem stang- ast á við deiliskipulag. stjórnsýsla Óljóst er hvort borg- arstjórn hafi haft heimild til þess að afstýra niðurrifi umdeilda ___4— skýlisins við húsið í Bröndukvísl 22. Borgarstjórn staðfesti í maí 1999 þá ákvörðun byggingarnefndar að skýlið skyldi rifið. Nefndin sagði skýlið brjóta í bága við skipu- lagsskilmála en auk þess var það byggt án leyfis. Málið barst síð- Borgarlög- maður segir að stjórnvald megi aftur- kalla stjórn- valdsákvörðun að eigin frum- kvæði þegar það sé ekki til tjóns fyrir að- ila. —4---- ar fyrir borgarráð þar sem sam- þykkt var að hlífa skýlinu. Sú ákvörðun var kærð til úrskurðar- nefndar skipulags- og byggingar- mála sem sagði skýlið stangast á við deiliskipulag og að borgarráð hefði auk þess ekki haft heimild til að hnekkja samþykkt borgar- stjórnar. Málið kom að nýju fyrir borg- arráð í haust sem vísaði því til borgarstjórnar og þar var það samþykkt 1. nóvember sl. að skýl- inu skyldi hlíft. Þar með breytti borgarstjórn fyrri stjórnvaldsá- kvörðun sinni en samkvæmt lög- um eru ströng skilyrði fyrir slíku og virðist ekkert þeirra eiga við í þessu máli. Þá er vandséð hvernig gefið verður út leyfi fyrir skýlinu umdeilda þar sem lög banna að deiliskipulagi sé breytt eftir á til samræmis við óleyfisfram- BRÖNDUKVÍSL 11 Skýlið sem borgarstjórn vill láta standa óhreyft þó það brjóti í bága við deiliskipulag borgarinnar. kvæmdir. Fréttablaðið leitaði svara við því hjá embætti borgarlögmanns hvaða heimildir borgarstjórn get- ur hafa haft til að breyta ákvörð- un sinni og hvernig mögulegt verður að haga málum þannig að skýlið falli að ákvæðum laga. Anton Björn Markússon, full- trúi hjá borgarlögmanni, vísaði í umsögn embættisins sem lögð var fyrir úrskurðanefnd skipulags- og byggingarmála í sumar. Anton Björn sagði að úrskurð- arnefndin hefði í úrskurði sínum fjallað um „form ákvarðanatöku nefnda borgarinnar en ekki efnis- sjónarmið þeirra sem gáfu um- sagnir um kæruefnið." í niður- stöðu úrskurðarnefndarinnar seg- ir hins vegar að ákvarðanir bygg- ingarnefndar um að rífa skýlið hafi verið í fullu samræmi skipu- lags- og byggingarlög „og ber borgaryfirvöldum að hlutast til um að ákvörðuninni verði fram- fylgt þar sem um er að tefla óleyf- isframkvæmd, sem fer í bága við gildandi deiliskipulag á svæðinu,“ sagði í niðurstöðunni. í áðurnefndri umsögn borgar- lögmanns segir að 25. grein stjórnsýslulaga heimili afturköll- un stjórnvaldsákvörðunar í þessu tilfelli. í greininni segir að stjórn- vald megi afturkalla stjórnvaldsá- kvörðun þegar það sé ekki til tjóns fyrir aðila. Fyrir liggur að þeir íbúarnar við Bröndukvísl sem kærðu skýlið og eru aðilar málsins telja hina nýju ákvörðun vera sér til tjóns enda ætla þeir að leita til Skipulagsstofnunar vegna hennar. gar@frettabladid.is W FYRIRTÆKJASALA ICI A kir\C SÍÐUMÚLA 15 IOLAINLfO SÍMI: 588 5160 rYHIRTÆKI TIL SOLU SÝNISHORN ÚR SÖLUSKRÁ Gissur V. Krístjánsson hdl. og lögg. fasteigna- og fyrirtækjasali SÖLUSTJÓRI GUNNAR JÓN YNGVASON HEILDSALA MEÐ BYSSUR OG FL mjög þekkt umboð, miklir framtíðarmöguleikar LYFTARASALA 0G ÞJÓNUSTA eitt þekk- tasta fyrirtækið í sinni grein. HÁRGREIÐSLUSTQFA gott að gera, góð- ar innréttingar, selst vegna veikinda. VIDEQSJOPPA MEÐ SÉRSTÖÐU mjög góð afkoma , auðveldur rekstur. HEILSUSTUDIÓ í góðum rekstri, mjög vel þekkt og vel búið tækjum. WINK HÁR OG SÓL í Kópavogi gott fyrir- tæki í góðum rekstri, góðu búnaður. KVENFATAVERSLUN með eigin innflutn- ing á vönduðum merkjum, gott verð FRAMLEIÐSLA Á SALLÖTUM OFL rót- gróinn rekstur, 70 milj ársvelta, þekkt merki, traustir viðskiptavinir. Góð framlegð. BAKARÍ FLOTT AÐSTAÐA velta 50 millj, mikil sala á staðnum, fín afkoma. SÖLUTURN MEÐ GÓÐA AFKOMU selst á góðu verði ca 4,5 ef samið er strax. EFNALAUG með topp búnað og góða stöðuga veltu, traust fjölskyldufyrirtæki. SOLUTURN.VIDEO OG GRILL 80millj árs- velta, bílalúga, framhaldsskóli beint á móti FRAMLEIÐSLA Á VESTURLANDI hag- kvæm verksmiðja, góð framlegð, góð sala. MIKILL FJÖLDI ANNARRA FYRIR- TÆKJA Á SKRÁ - MIKIL SALA VANTAR STÓRA HEILDSÖLU FYRIR FJÁRSTERKAN AÐILA í DAGVÖRU Atvinnuhúsnæði sýnishorn SKÚTUVOGUR til leigu eða sölu 440 fm ESJUMELAR sala 132 fm verð 6,2millj SMIÐSHÖFÐI276 fm á 1h innkeyrslubil AKRALIND 300 fm 120/180 2 innkeyrluh STÓRHÖFÐI 80 fm innkeyrslubil DALVEGUR 280 fm blandað húsnæði HYRJARHÖFÐ11100 fm iðnaðarhúsnæði KAPLAHRAUN 351 fm íðnaðarhús SKÚTUVOGUR 200 fm innkb. 6 m lofth. Framsóknarflokkurinn í Hafnarfirði: Aðferðafræðin rædd á aðalfundi framboðsmál Hildur Helga Gísla- dóttir formaður fulltrúaráðs framsóknarfélagana í Hafnarfirði segir að það muni væntanlega ráðast á aðalfundi ráðsins 3 .des- ember n.k. hvaða aðferð verður notuð við uppröðun á frambjóð- endum flokksins vegna sveitar- stjórnakosningana í vor. í þeim efnum kemur m.a. til greina að hafa uppstillingarnefnd sem ræð- ir við þá sem voru síðast í fram- boði og hugsanlega nýja fram- bjóðendur, skoðanakönnun og jafnvel prófkjör svo nokkuð sé nefnt af þeim möguleikum sem geta komið til álita. Þótt engar ákvarðanir liggi fyrir um hverjir munu gefa kost á sér er talið líklegt að Þorsteinn Njálsson bæjarfulltrúi flokksins muni gefa kost á sér til endur- kjörs, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Guðrún Hjörleifs- dóttir sem skipaði annað sæti list- ans í síðustu kosningum sagðist ekki vera búin að taka ákvörðun hvað hún ætlaði að gera í þeim efnum. í síðustu kosningum fékk flokkurinn einn fulltrúa kjörinn og myndaði meirihluta í bæjar- stjórn með sjálfstæðismönnum. Hildur Helga segir að þetta sam- starf hafi gengið vel og m.a. hefði verið tekið á fjármálum bæjarins í samræmi við áherslur flokksins í síðustu kosningum. ■

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.