Fréttablaðið - 26.11.2001, Side 12
12
FRÉTTABLAÐIÐ
26. nóvember 2001 MÁNUDAGUR
Lægsta verð frá 5.395 kr.
í\
Halldóra Jónsdóttir
hefur hafið störf hjá okkur
tVEH
SALON
HÚSI VERSIUNARINNAR SlMI 568 7305
saionveheislðndia.is
MÁLÞING
Alþjóðamálastofnun Háskóla íslands efnir til mál-
þings þriðjudaginn 27. nóvember n.k. um efnið:
Baráttan gegn hryðjuverkamönnum
og stríðið í Afganistan.
Málþingið verður haldið í Hátíðarsal Háskólans
og hefst kl. 16.30. Það er öllum opið.
Frummælandi á málþinginu verður sendiherra
Bandaríkjanna á íslandi, frú Barbara J. Griffiths.
Að loknu erindi hennar fara fram pallborðsumræður
með þátttöku ráðstefnugesta.
Þátttakendur í pallborðsumræðum verða:
Ambassador Bandaríkjanna, Barbara J. Griffiths.
Ambassador Bretlands, John Culver
Ambassador Frakklands, Louis Bardollet
Ambassador Þýskalands, dr. Hendrik Dane
Ambassador Finnlands, Timo Koponen, talsmaður Evr-
ópubandalagsins.
Stjórnandi pallborðsumræðna verður dr. Gunnar G.
Schram, formaður stjórnar Alþjóðamálastofnunar.
LÖGREGLUFRÉTTIR
Lögreglan á Húsavík hafði
afskipti af ökumanni sem
grunaður var um ölvun við
akstur í fyrrinótt. Kom í ljós að
hann hafði ekki aldur til að
keyra bílinn og einnig að bif-
reiðinni hafði verið stolið. Haft
var samband við foreldra
drengsins sem brugðu skjótt við
og komu og sóttu hann á
lögreglustöðina.
—#—
Brotist var inn í videóleigu í
Grafarvogi í Reykjavík um
níuleytið í gærmorgun. Hafði
þjófurinn með sér ýmsan varn-
ing en ekki er vitað um andvirði
þess.
Lífeyrissjóður Hlífar:
Ekkert
bendir til fjár-
hagslegs tjóns
iviisferli Stjórn Lífeyrissjóðs Hlífar
segir ekkert benda til að sjóðurinn
hafi orðið fyrir fjárhagslegu tjóni
vegna máls sjóðsstjóra Kaupþings
en vegna þess var framkvæmda-
stjóra Hlífar, föður starfsmanns
Kaupþings vikið frá störfum.
Stjórnin hefur ráðið endurskoð-
endur frá Price Waterhou-
seCoopers til að fara yfir starfsemi
lífeyrissjóðsins tvö ár aftur í tím-
ann sem muni að lokinni rannsókn
skila ítarlegri skýrslu til stjórnar-
innar. Verði þá opinberlega gert
grein fyrir niðurstöðum. ■
Kátir kra
vetur Mikill snjór var kominn í
Reykjavík í gærmorgun ungum
höfuðborgarbúum til ómældrar
ánægju. Börnin voru ekki lengi
að draga fram snjósleðana og
mátti sjá víða um borgina káta
krakka vera að renna sér á alls-
konar tólum og tækjum.
Búast má við áframhaldandi
snjókomu í dag samkvæmt upp-
lýsingum frá Veðurstofu og því
engin hætta á að þetta verði
skammvin sæla hjá krökkunum.
Ástæða er þó til að biðja þau um
að sýna aðgát og ekki vera að
renna sér nálægt umferðargöt-
um. ■
Þeir sitja uppi með skað-
ann sem ekki eiga veð
Framkvæmdastjóri Kjötumboðsins segir mikinn kostnað fylgja uppgjöri
fyrirtækisins, en býst við að nauðasamningar takist. Mikil óvissa ríkir
um verðmæti hlutabréfa sem nota á til að greiða skuldir.
viðskipti Mikill kostnaður fellur til
þegar fyrirtæki á borð við Kjöt-
umboðið hf. (áður Goði hf.) er gert
upp, að sögn Kristins Þórs Geirs-
sonar, framkvæmdastjóra fyrir-
tækisins. Hann segir eignir fyrir-
tækisins hafa rýrnað verulega og
......4... skuldir aukist frá
Kristinn segir Því s,taðan, var
kynnt krofuhofum
í ágúst. „Bæði er
mikill kostnaður
við að loka og svo
verðum við að
gera mikla fyrir-
vara við viðskipta-
kröfur fyrirtækis-
ins eins og staðan
er í dag,“ sagði
—♦— hann og bætti við
að dráttarvextir og annar kostn-
aður bætist svo við. „Það er ótrú-
legt fyrirbæri að ganga í gegnum
svona uppgjör, það sem gerist er
að skuldir halda áfram að vaxa
meðan mjög erfitt er að innleysa
verðmætið sem skráð er í eignun-
um.“
að tekist hafi
að lágmarka
kostnað við
uppgjör Kjöt-
umboðsins,
t.d. þann sem
til fellur vegna
starfsmanna-
mála.
Kröfuhafar fá að hluta greitt í
bréfum í Norðlenska matborðinu
og segir Kristinn mikla óvissu
ríkja um verðmæti þeirra. „Þetta
er vonarpeningur fyrir menn, við
fengum þetta fyrir rekstrarein-
ingar sem voru að skaða okkur
mikið. Þetta telur óþægilega
hátt,“ sagði hann og taldi það ligg-
ja í eðli uppgjöra af þessu tagi að
þeir sem ekki ættu veð sætu uppi
með skaðann.
Skipaður eftirlitsmaður með
nauðasamningaferlinu er Helgi
Jóhannesson hrl. „Hann kallar inn
kröfur og hefur svo hálfan mánuð
til að fara í gegnum, sannreyna og
KJÖTUMBOÐIÐ HF.
Kostnaður við að loka og breyta starfsemi Kjötumboðsins nam, að sögn framkvæmda-
stjórans, um 150 milljónum króna. Þá hafa skuldir fyrirtækisins aukist vegna dráttarvaxta
og annars slíks.
KRISTINN ÞÓR
GEIRSSON
Kristinn segir mikla
óvissu ríkja um
verðmæti hluta-
bréfanna í Norð-
lenska matborðinu
en kröfuhafar í
Kjötumboðinu fá
25 prósent krafna
sinna greiddar í
þeim.
samþykkja þær.
Að kröfulýsing-
arferlinu loknu
verður svo hald-
inn fundur fyrir
lánadrottna,"
sagði Kristinn og
taldi gjaldþrota-
skipti blasa við
tækjust ekki
samningar. „Ég
geri ráð fyrir að
menn séu raun-
sæir og rökréttir
þegar kemur að
svona hagsmun-
um. Við leggjum
það til að greiða
út allt það sem til
útgreiðslu er í fé-
laginu og ætlum í sjálfu sér engu
að halda eftir. í frumvarpinu er
ákveðið uppbótarákvæði, en við
setjum í pott allar eignir sem við
þorum ekki að lofa í útgreiðslu,
sem eru vafasamar kröfur upp á
120 milljónir auk nokkurra ann-
arra liða. Þar gæti þess vegna orð-
ið til uppbót sem næmi um 10 pró-
sentum af kröfum. Þannig að lána-
drottnar eru að fá allt út úr þessu
sem er til skiptanna. Fari þetta
aftur á móti í þrot eiga menn á
hættu að kröfurnar hækki veru-
lega. Ef sláturhúsin fara á uppboð
eru engar líkur á að fáist fyrir
veðkröfunum sem myndu þá fær-
ast yfir í almennar kröfur og
minna yrði til skiptanna. Mér
finnst því lítil skynsemi í öðru en
að ganga að samningunum hvort
sem menn eru svo aftur sáttir við
stöðuna eða ekki,“ sagði Kristinn.
oli@frettabladid.is
Þingmenn!
Sjálfsvirðing
þings og þjóðar
veltur á ykkur
Hundruð manna með fötlun og fjölskyldur þeirra, sem búa við
afar erfið LífsskiLyrði, eru á biðListum eftir Lögbundinni þjónustu.
Nái fyrirLiggjandi fjáriagafrumvarp fram aö ganga Lengjast þeir
bióListar og aLLar áætLanir stjórnvaLda um Lausn máLa þar með
að engu gerðar.
Standið vörö um gerðar áætLanir svo LífsgrundvöLLur
fóLksins verði öryggi í stað óvissu.
Við styðjum mannréttindabaráttu fatlaðra. B5RB