Fréttablaðið - 26.11.2001, Side 22
HRAÐSOÐIÐ
JÓNAS Þ. ÞÓRISSON
framkvæmdastjóri Hjálparstarfs kirkjunnar
Mannréttinda-
vakt í ísrael
og Gasa
HVERS VEGNA er Hjálpar-
stofnun kirkjunnar að blanda sér í mannrétt-
indavakt i Palestínu?
„Það er vegna þess að við blöndum
okkur alls staðar í þar sem við teljum
að mannréttindi séu brotin og órétt-
læti ríkir. Við lítum fyrst og fremst á
þetta sem þátt í almennri samstöðu
með þeim sem líða og skiptir þá ekki
máli hvort það séu ísraelsmenn eða
Palestínumenn. Þetta getur líka von-
andi verið eitthvað fælandi að hafa
fulltrúa þarna, en þetta eru nýmæli
hjá okkur að taka beinan þátt í þessu.
Þá hef ég ekki heyrt neina gagnrýni
vegna þessa þótt eflaust séu skiptar
skoðanir um þetta verkefni okkar.“
HVAR vetður þessi vakt staðsett?
„Það er fyrirhugað að senda þangað
tvo tíu manna flokka þar sem einn ís-
iendingur verður í hvorum hópi. Það
er þó ekki alveg frágengið. Þessir hóp-
ar verða annars vegar í Jerúsalem og
hins vegar á Gasasvæðinu eða einum
af þessum sjálfsstjórnarsvæðum. Við
verðum þarna í samstarfi við aðrar
norrænar þjóðir þar sem Hjálpar-
stofnun dönsku kirkjunnar er leiðandi
í þessu og einnig Lútherska heims-
sambandið."
HVENÆR fer fyrsti hópurinn?
„Það ér stefnt að því að fyrsti hópur-
inn fari út í mars á næsta ári og áætl-
að að hinn hópurinn fari sex mánuðum
seinna."
HVERSKONAR fó.k-, eru >ið
að leita eftir?
„Við erum helst að leita að fólki sem
hefur einhverja reynslu af hjúkrunar-
eða læknisstörfum og slysavakt. Þá
erum við líka að leita að fólki sem hef-
ur reynslu af upplýsinga- og félags-
störfum, þ.e. af skipulagningu og þess
háttar málum."
HVERT verður verksvið þeirra?
„Það verður aðallega fólgið í því að
hjálpa til og aðstoða á heilsugæslu-
stöðum og vera með í sjúkrabílum
þegar þeir fara að ná í slasað eða
sjúkt fólk. Það verður einnig að vinna
í félagsmiðstöðvum þar sem það mun
m.a. stappa stálinu í fólk, skipuleggja
og takast á við hin daglegu vandamái."
HVAÐ kostar þetta?
„Þetta verður fyrst og fremst sjálf-
boðastarf og þess vegna er ætlast til
þess að menn geti farið þarna út fyrir
lítinn pening. Við leggjum um eina
milljón króna í þetta en heildarverk-
efnið er upp á 3 - 4 milljónir danskar
krónur. Þá er ekki reiknað með því að
starfsmenn fái laun heldur vasapen-
inga.“
Jónas Þ. Þórisson er framkvæmdastjóri
istjori
Hjálparstarfs kirkjunnar og hefur starfað á
þeim vettvangi um árabil.
Lægsta veró
frá 19.990 kr.
22
FRETTABLAÐIÐ
26. nóvember 2001 MÁNUDACUR
Hreinskrifuð útgáfa af Ódysseiíi brot á höfundarréttarlögum:
Löguðu stafsetningu og kommusetningu
bókmenntir Hæstiréttur Lund-
úna hefur úrskuröað í máli er
varðar „hreinskrifaða" útgáfu af
Ódysseifi eftir írska skáldið
James Joyce. Telur rétturinn
söguna brot á höfundarréttarlög-
um. Macmillan útgáfufyrirtækið
lét prenta lesendavæna útgáfu
bókarinnar þar sem farið var
frjálslega með texta meistarans.
Lagfæringar voru gerðar á staf-
setningu og greinamerkjasetn-
ingu samkvæmt lögum þar um
auk þess sem útgáfan inniheldur
kafla sem ekki hafa birst áður
opinberlega. Samkvæmt tilkynn-
ingu frá talsmanni dánarbús höf-
undar er litið svo á að textann
eigi að varðveita samkvæmt höf-
undarréttarlögum og að útgáfa
hans sé brot á þeim lögum. Var
útgefanda gert að afhenda 1000
eintök af bókinni sem ekki höfðu
farið í dreifingu. Ódysseifur
vakti á sínum tíma mikla
hneykslan og fékkst ekki útgefin
í Bretlandi fyrr en árið 1937.
Bókin lýsir degi í lífi þriggja ein-
staklinga og er notast við svo-
kallað hugsanaflæði við skrifin
sem gerir hana torskilda. ■
JAMES JOYCE
Ódysseifur vakti
hneykslan á sínum tíma.
FRÉTTIR AF FÓLKI
Kristinn Þór Geirsson, sem læt-
ur af starfi framkvæmdastjóra
Kjötumboðsins hf. um áramót, hef-
ur hafið störf á nýjum stað sem
framkvæmdastjóri Skjás eins.
Hann hefur í mánuðinum verið að
setja sig inn í aðstæður á nýja
staðnum. Kristinn var ráðinn til
Goða hf. til að stýra fyrirtækinu út
úr miklum fjárhagskröggum og
gripið var til aðhaldsaðgerða sem
hafa verið til umtals og vakið
mikla athygli um margra mánaða
skeið. Skammt er síðan Skjár einn
stóð fyrir umfangsmikilli fjársöfn-
un meðal almennings til styrktar
sjónvarpsstöðinni. Spurning er
hvort ráðning Kristins til félagsins
sé til marks um að taka eigi ærlega
til í rekstrinum. Kjötumboðið hef-
ur leitað eftir nauðasamningum við
lánadrottna sína.
Björn Bjarnason menntamála-
ráðherra hefur skipað Magnús
Skúlason í embætti forstöðumanns
húsafriðunarnefndar til fimm ára
frá 1. desember 2001 að því er
greinir frá í fréttatilkynningu.
ADeiglunni.com eru þeir ekki
hrifnir af fíkniefnastefnu Sam-
fylkingarinnar, „eftir því sem þeir
sjálfir segja eru Samfylkingar-
menn þeir einu sem hafa stefnu í
fíkniefnamálum sem vit er í... Lúð-
vík Bergvinsson talaði þar [í Kast-
ljósinuj fyrir þeir-
ri hugmynd að
smærri fíkniefna-
brot ættu ekki að
koma fram á saka-
skrá. í stjórnmála-
ályktun Samfylk-
ingarinnar segir
nefnilega: „Lands-
fundurinn beinir því til þingmanna
flokksins að þeir flytji frumvarp
sem tryggir að minniháttar fíkni-
efnabrot verði ekki færð á saka-
skrá eða tekin út eftir skamman
tíma.““ Þetta þykir greinarhöfundi
undarlegt að gera að aðalmáli Sam-
fylkingarinnar.
Alaugardag var „Kaupum ekk-
ert“ dagurinn sem samtök
fólks sem misbýður ofneysla í
samfélaginu víða um heim. Ekki
var Vef-Þjóðviljinn sáttur við allt
sem sá hópur gerði athugasemd
við. Hann „hefur því góðan skiln-
ing á þessu átaki gegn gerviþörf-
Samfyikingarmenn munu margir
hverjir vera nokkuð svekktir
yfir því að Hervar
Gunnarsson,
verkalýðsforkólfur
og fyrrum bæjar-
stjórnarmaður,
skuli ekki hafa náð
kjöri í fram-
kvæmdastjórn
Samfylkingar,
hvorki sem aðal- né varamaður.
Einhverjir vilja meina að Inga Sig-
urðardóttir, sem var í uppstilling-
arnefnd á þinginu, hafi ekki staðið
sig í stykkinu og jafnvel grafið
undan Hervari. Hafa menn þar
viljað meina að eimi eftir af harðri
baráttu Hervars og Sigurðar H.
Einarssonar, eiginmanns Ingu, um
völdin í Verkalýðsfélagi Akraness.
Sigurður hefur verið einn harðasti
gagnrýnandi Hervars en ekki haft
árangur sem erfiði. Segja sumir að
nú hafi verið hefnt fyrir ófarirnar
á þeim vettvangi.
„Samkennarar mínir gerðu
mig að reykingamanni‘ ‘
Reykingafólk má ekki standa undir gluggum Odda þar sem reykur-
inn truflar starfsfólk byggingarinnar. Hannes Hólmsteinn Gissurar-
son hefur orðið fyrir barðinu á reykingafólkinu. Hann kennir sam-
starfsfólki sínu um.
reykingar Við aðalinngang Odda,
þar sem félagsvísindadeild Há-
skóla íslands hefur aðsetur,
hanga uppi miðar þar sem reyk-
ingafólk er beðið að standa ekki
undir gluggum byggingarinnar
þar sem lyktin og reykurinn sem
fylgir athöfninni læðist inn um
glugga á skrifstofum og truflar
fólk við störf sín. í einni af þess-
um skrifstofum hefur Hannes
Hólmsteinn Gissurarson aðsetur
en hann hefur um árabil verið
einn helsti boðberi einstaklings-
frelsis.
„Hér safnast fólk saman til
reykinga vegna þess að þeim er
úthýst úr Odda. Reykinn lagði
síðan inn á skrifstofu mína þan-
nig að ég er það sem er kallað
óbeinn reykingamaður í krafti
ákvarðana samkennara minna,“
sagði Hannes Hólmsteinn þegar
Fréttablaðið hitti hann að máli.
„Þeir hafa ákveðið það í sinni
miklu visku að gera mig að reyk-
ingamanni.“
HANNES HÓLMSTEINN GISSURARSON
Kennari við Háskóla (slands segir samkennara sína hafa gert sig að reykingamanni.
BANNAÐ AÐ REYKJA
Miðinn sem hangir uppi við aðalinngang Odda.
Hannes Hólmsteinn segist
aldrei hafa reykt en hann fær
sér stöku sinnum í glas.
„Munurinn á þessum tveimur
fíkniefnum sem ríkið selur, um
leið og það bannar öll önnur
fíkniefni, er að annað er hættu-
legt en hitt er hollt. Níkótínið er
hættulegt og mjög ávanabind-
andi en alkóhólið er hollt, í hófi.
Enda hef ég
margsinnis
hneykslast á því
opinberlega hver-
su ríkið okrar á
þessum holla
drykk sem áfeng-
ið er.“
Aðspurður
hvort ekki væri
verið að vega að
frelsi reykinga-
fólksins með
banninu og hvort
það skaraðist ekki
á við hugmyndir
hans sagði Hannes.
„Menn eiga að hafa frelsi til
að reykja en ég er ekki viss um
að þeir eigi að hafa frelsi til að
reykja ofan í aðra. Valda öðrum
spjöllum. Þannig að frelsi er
frelsi til að gera það sem þú vilt
svo framarlega sem það skaði
ekki aðra. Það má skaða sjálj'a
þig en má ekki skaða aðra. Ég
held að reykingar inni í húsum
geti skaðað aðra- óbeinar reyk-
ingar.
Þar sem ég er alveg ofan í
reykingafólkinu hefur það gerst
að þau skaði mig þótt þau séu
fyrir utan.“
Hannes Hólmsteinn segist þó
ekki hafa orðið fyrir frá-
hvarfseinkennum eftir að reyk-
ingafólkið færði sig frá gluggan-
um og segir óþægindin sem fylg-
ja reykingum ekki hafa verið
það mikil.
„Þetta voru óþægindi en þau
voru ekkert veruleg og ég er
ekkert vanur að láta mér fyrir
bi’jósti brenna svona smávægi-
leg óþægindi. Þetta er nú ekki
það versta sem ég hef séð á æv-
inni.“
kristjan@frettabladid.isis
um og þvingaðri neyslu. Hann á
hins vegar bágt með að skilja
andúð aðstandenda „kaupum ekk-
ert“ á því að sumir hafi meiri að
eta í heiminum en aðrir. Þótt við
ætum minna hér á Vesturlöndum
kæmi ekki meira í hlut annarra.
Þvert á móti. Vesturlandabúar eta
ekki meira en aðrir vegna þess að
þeir eti frá öðrum heldur vegna
þess að það er auðveldara að elda
ofan í sig í frjálsu markaðshag-
kerfi en í miðstýrðum áætlanabú-
skap. Það er eitt helsta vandamál
fátækra ríkja að þau eiga lítil við-
skipti við önnur lönd og njóta ekki
alþjóðlegrar samkeppni og verka-
skiptingar sem hefur fyllt ísskápa
Vesturlandabúa af kræsingum.
Ýmsar fátækar þjóðir ganga ein-
mitt hraðar á gæði jarðar en rík-
ustu þjóðir Vesturlanda vegna þess
að þær njóta ekki þessa hagræðis.
Við þurfum að kaupa meira af
þessum þjóðum ogþær af okkur,“
segir í pistíi.
„Mamma!
Úrið hans pabba
- það er alveg
vatnshelf!"
-t
M
Hl