Fréttablaðið - 27.11.2001, Side 9

Fréttablaðið - 27.11.2001, Side 9
ÞRIÐJUDAGUR 27. nóvember 2001 FRÉTTABLAÐIÐ 9 Meint misferli: Arni enn í rannsókn löcreglurannsókn „Rannsókn er ekki lokið,“ segir Jón H. Snorra- son, yfirmaður efnahagsbrota- deildar Ríkislögreglustjóra, um rannsókn á meintum auðgunar- brotum Árna Johnsens í opinberu starfi. Ekki er séð fyrir endann á rannsókninni og gat Jón ekki áætl- að hve langan tíma hún tæki. Ríkisendurskoðun ákvað 16. júlí í sumar að taka til skoðunar alla fjármálaumsýslu Árna Johnsens, sem honum voru falin af ríkinu. I lok júlí sendi ríkissaksóknari efna- hagsbrotadeild ríkislögreglustjóra beiðni um að annast lögreglurann- sókn málsins. Árni sagði af sér þingmennsku 2. ágúst. ■ Meðal skilyrðana sem kjölfestufjárfestir þarf að uppfylla er að hann hafi a.m.k. milljón notendur á bak við sig og stundi ekki sfmarekstur hér á landi. Þrír fá að bjóða í Símann: Skilafrestur framlengdur einkavæðing Framkvæmdanefnd um einkavæðingu hefur ákveðið að framlengja frest kjölfestufjár- festis til að skila bindandi tilboð- um í Landssímann. í kjölfar þess að sjö óbindandi tilboð bárust í lok síðasta mánaðar ákvað fram- kvæmdanefnd um einkavæðingu, að fengnum tillögum Pricewater- houseCoopers, að bjóða þremur þeirra að halda áfram og skila inn bindandi lokatilboði. í tilkynningu framkvæmdanefndar segir að fyrirtækin hafi lagt mikla vinnu í að kynna sér fyrirtækið og að þeirra ósk sé frestur framlengdur til 7. desember. Skarphéðinn Berg Steinarsson, starfsmaður einkavæðingar- nefndar, segir ágætar horfur á að fram komi bindandi tilboð í Sím- ann að afloknum frestinum. „En það er samt auðvitað ekkert hægt að segja til um það. Þetta hefur gengið ágætlega." Hann segir alltaf hafa legið fyrir að fyrir- tækjunum myndi fækka í útboðs- ferlinu. „Sautján fyrirtæki skil- uðu inn í upphafi, og svo er ferill- inn þannig upp byggður að hann þrengist þangað til að einn stend- ur eftir,“ sagði hann og bætti að- spurður við að ekki yrði gefið upp hvaða fyrirtæki tækju þátt í út- boðsferlinu. „Við höfum heitið þeim trúnaði, en það getur af ýms- um ástæðum verið mjög við- kvæmt fyrir fyrirtæki að taka þátt í svona löguðu. Bæði vegna fjárfesta og rekstrarumhverfis þeirra og svo kunna þau að vera skráð einhvers staðar á verð- bréfaþing," sagði hann. ■ —♦— . Alblóðugur á gangi: Réðist að lækn- um á slysadeild LÖGREGLUMÁL Lögreglan í Reykja- vík fékk tilkynningu um helgina um að blóðugur og mjög ölvaður maður væri á gangi í miðborginni. Fann lögreglan umræddan mann á Klapparstíg ásamt tveimur öðr- um mönnum. Þegar lögregla var að huga að þeim blóðuga höfðu hinir tveir sig í frammi og trufl- uðu störf lögreglunnar að því virt- ist í þeim tilgangi að æsa upp hinn slasaða. Til átaka kom sem lyktaði þannig að einn mannanna fékk skrámu fyrir ofan auga. Sá blóðugi var fluttur á slysa- deild en þar upphófust önnur læti og veittist hann bæði að læknum og öðru starfsfólki svo ekki reyndist unnt að gera að sárum hans. Var því ákveðið að flytja manninn í fangageymslu. ■ Fyrrverandi eiginmanni spilafíkils vísað frá dómi: Ovíst að spilaflkn hafi valdið tióni dómsmál Héraðsdómur Reykja- víkur hefur vísað frá kröfu 65 ára gamals manns sem vildi 18,5 milljóna króna bætur vegna tjóns sem hann taldi sig hafa orðið fyr- ir vegna áralangrar fíknar fyrr- verandi eiginkonu sinnar í að spila upp á peninga í spilakössum. Maðurinn vildi að ríkið og ís- lenskir söfnunarkassar sf. fyrir hönd Rauða krossins, greiddu 3,5 milljóna króna skaðabætur fyrir fjárhagslegt tjón og 15 milljónir fyrir ófjárhagslegt tjón, miska- bætur og röskun á stöðu og hög- um. Meðal tilgreinds skaða var hrunið ævistarf, brostið hjóna- band og skuldir í vanskilum. Héraðsdómur sagði slíka ann- marka á málatilbúnaði stefnanda að óhjákvæmilegt væri að vísa málinu frá dómi. M.a. hafi mað- urinn ekki lagt fram gögn sem styðji að eiginkonan hafi verið haldin spilafíkn eða að fíknin hafi valdið honum umræddu tjóni. Þá væri ekkert fyrirliggj- andi um það að kona hans hafi lagt fé í söfnunarkassa um- ræddra aðila. ■ SPILAKASSAR Maður sem sagði ævistarf sitt hafa hrunið vegna spilafíknar eiginkonu fær engar bætur. lögreglufréttir! rettán ára drengur féll af vinnupalli við Kirkjustétt síð- degis á sunnudag. Féll drengur- inn niður sem samsvarar hæð tveggja hæða húss. Vinir drengs- ins studdu hann inn í sófa og ætl- uðu að láta sem ekkert væri en hann kvartaði sáran vegna eym- sla í baki og var þá hringt á sjúkrabifreið sem flutti drenginn á slysadeild. ...... Lögreglunni í Reykjavík var tilkynnt um að skotið hefði verið í framrúðu bifreiðar. Við nánari athugun komst lögreglan að þeirri niðurstöðu að skotið hefði verið úr loftbyssu. Talið er að þetta hafi gerst á Reykjanes- braut við hesthúsin við Leirdals- veg. Lögreglan rannsakar málið. FRITTABLADIÐ SECJUM FRÉJTÍR. ' • leiðin norour Skagamenn, Borgfirðingar og Norðlendingar! Fréttablaðið ykkar liggur nú frammi á völdum stöðum á Vestur- og Norðurlandi. Grípið eintakið ykkar um leið og þið kaupið inn eða setjið bensín á bílinn. Sauðárkrókur Shell Olís Blönduós Blönduskálinn Esso Hvammstangi Esso Shell Olís Varmahlíð Esso Borgarnes Shell Olís Flyrnan Laugabakki Olís Hrútafjörður Brú Staðarskáli Borgarfjörður Baula Húsavik Úrval Strax Shell Olís Akureyri Hagkaup Nettó Úrval Strax Esso Veganesti Esso Tryggvabraut Esso Leiruvegi Shell Mýrarvegi Shell Hörgárbraut Olís Tryggvabraut Akranes Shell Olís Skútan Nettó

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.