Fréttablaðið - 27.11.2001, Síða 10

Fréttablaðið - 27.11.2001, Síða 10
)Q. ■ FRETTABLAÐIÐ 27. nóvember 2001 ÞRIÐJUDACUR FRÉTTABLAÐIÐ Útgáfufélag: Fréttablaðið ehf. Útgáfustjóri: Eyjólfur Sveinsson Ritstjóri: Gunnar Smári Egilsson Fréttastjórar: Pétur Gunnarsson og Sigurjón M. Egilsson Ritstjórn, auglýsingar og dreifing: Þverholti 9, 105 Reykjavfk Aðalsími: 515 75 00 Símbréf á fréttadeild: 515 75 06 Rafpóstur: ritstjom@frettabladid.is Símbréf á auglýsingadeild: 515 75 16 Rafpóstur: auglysingar@frettabladid.is Setning og umbrot: Fréttablaðið ehf. Plötugerð: iP-prentþjónustan.ehf. Prentun: ísafoldarprentsmiðja hf. Fréttaþjónusta á Netinu: Vísir.is Fréttablaðinu er dreift ókeypis til allra heimila á höf- uðborgai5væðinu. Fyrirtæki geta fengið blaðið gegn greiðslu sendingarkostnaðar; kr. 1.100 á mánuði. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins i stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. 1 BRÉF TIL BLAÐSINS~[ ] Til hvers eru þeir að þessu? Frá Baldri Jónssyni lanpsvirkjun Mikið hefur verið rætt um stóriðju á árinu, mengun frá henni, landsspjöll og væntan- legan uppgang Austurlandi. En er þetta eitthvað til að græða á? Það er erfitt að spá um afkomu Kára- hnjúkavirkjunar en lítum aðeins á staðreyndir, afkomu Landsvirkj- unar. Tekjur Landsvirkjunar sl. ár voru svipaðar og árin á undan, rúmir 11 milljarðar, 6,6 komnir frá sölu til almenningsveitna en 4,7 frá sölu til stóriðju. Gjöldin voru heldur meiri en tekjurnar, fyrirtækið var rekið með tapi. Vaxtagjöldin ein voru 4,2 millj- arðar og sala til stóriðju rétt nægði til að greiða vextina. At- hyglisvert er að líta á skýringar nr. 9 við reikningana. Þar stendur: „Eins og undanfarin ár er gert ráð fyrir endurfjármögnun langtíma- skulda til lengingar lánstíma." M.Ö.O reksturinn er ekki betri en svo að skuldaklafanum er velt áfram með nýjum lántökum. Langtímaskuldir voru 60 milljarð- ar í árslok 2000 en í árslok 1998 voru þær 47 milljarðar. Er þetta fyrirtæki til að græða á? Við eig- endurnir verðum að kaupa raf- magnið á 3,30 kr/kWst meðan stóriðjan greiðir aðeins 1,10 kr/kWst. Að framansögðu er augljóst að það er ekki arðvænlegt að fram- leiða rafmagn til að selja með þeim kjörum sem Landsvirkjun býður. Ef Landsvirkjun mundi selja alla framleiðsluna til stór- iðju á sama verði og hún selur nú væru tekjur hennar aðeins um 7 milljarðar og augljóslega stendur það hvergi nærri undir kostnaði, hvað þá til að borga af lánum. Til hvers eru þeir að þessu? ■ Lægsta verð frá 2.990 kr. r Egfinn svo til í tönnunum mínum Eg fór að sjá Karíus og Baktus um helgina sem er í sjálfu sér ekki í frásögur færandi. Börnin skemmtu sér vel og ég líka, enda fara leikararnir á kostum. Þar ^ sem ég nauðaþekki verkið, fór hugur- inn að reika undir sýningunni og þjóðfélagsumræð- an blandaðist sögu- þræði og persón; um verksins. í samtali þessara tveggja ódáma og misyndismanna mátti nefni- lega sjá kjarna og eðli umræðu um efnahagshorfurnar og stöðu krónunnar síðustu misserin. Sérstaklega fannst mér rifr- ildi forsætisráðherra við forystu- „Nú er tími tannlækna að renna upp í íslensku efna- hagslífi" —#— menn stjórnarandstöðu speglast skemmtilega í samtölum Karíus- ar og Baktusar. Enda þótt forsæt- isráðherra sé líkari Karíusi í út- liti, er málflutningurinn nær Baktusi. Baktus er knúinn áfram af mikilli bjartsýni. Hann sér vöxt og viðgang í nánustu fram- tíð. „Jens mun aldrei bursta í sér tennurnar," segir Baktus, þegar úrtölumaðurinn Karíus bendir á að fyrr í lífi sínu hafi kreppt að. Karíus man þá tíð að ekkert var að hafa nema gulrætur og rúgbrauð og bölvaður burstinn lét sjá sig með reglulegu milli- bili. Ekkert bítur hins vegar á bjartsýni Baktusar. Hann fer að byggja og bæta og láta sig drey- ma um gullna framtíð, þegar kyn Máljjianna. Hafliði Helgason skoðar Karlus og Baktus í Ijósi stöðu efnahagsmála þeirra félaga margfaldast og uppfyllir tennurnar. Raunveru- leikinn er svo sem báðum jafn harmrænn undir lok verksins, en óneitanlega er fall Baktusar hærra. En hvert er svo fórnarlambið bak við karp þeirra félaga. Það er auðvitað auminginn hann Jens. Þetta eru hans tennur og þó megi segja að hann hafi kallað þjáning- arnar yfir sig, finnst manni sem áhorfanda að hann eigi nú ekki svo illt skilið sem þá félaga. Mis- tök í stjórn efnahagsmála munu auðvitað fyrst og síðast bitna á fólkinu í landinu. Nú er tími tannlækna að renna upp í íslensku efnahagslífi og spurning hvorir munu þjást meira; Karíus og Baktus eða auminginn hann Jens. ■ Mörg vafamál hafa komið upp en lítið verið aðhafst. Snýst meira um siðareglur en lögbrot. fjármálamarkaðiR Margir hafa kallað eftir auknu eftirliti á fjár- málamarkaði undanfarin ár í kjöl- far vaxandi viðskipta og breyttra viðskiptahátta. Þetta eftirlit hefur þróast með ólíkum hætti eftir löndum. Hlutverk hins opinbera __:-4.er víðast hvar þó Fjármálastofn- nokkurt en margir anirverða markaðsaðilar eru c:xi(ar • „ þeirrar skoðunar leiða verklacs að íÞYngjandi laga- leioa verklags- setning og eftirlit ?•? SLð?reg Ur dragi úr skilvirkni til að tryggja markaðarins. í truverðugleika B^etjandj^ Irlandi sinn. og Hollandi hafa þátttakendur á þessum markaði, eins og kaup- hallir og samtök fjármálafyrir- tækja, sjálfir sett sínar reglur enda er það þeirra kappsmál að almenningur treysti markaðnum. Aðeins þannig eru þeir tilbúnir að stunda þar viðskipti. Grundvall- arlögmál fjármálamarkaða um allan heim eru því heiðarleiki, gegnsæi og jafnræði. Af og til hafa komið upp atvik hér á landi sem hafa rýrt traust manna á fjármálafyrirtækjum og verðbréfaviðskiptum. Nú síðast var sjóðsstjóri Kaupþings hneppt- ur í gæsluvarðhald vegna gruns um brot á lögum um verðbréfa- viðskipti. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins hafði hann verslað með óskráð hlutabréf lífeyris- sjóðsins Hlífar í nafni annars manns. Fjármálaeftirlitið sendi í janú- ar á þessu ári Ríkislögreglustjóra beiðni um rannsókn á viðskiptum Búnaðarbankans í lyfjafyrirtæk- inu Pharmaco. Ekki hefur enn verið ákært í því máli en bankinn er þar sakaður um að hafa stund- að viðskipti með bréf í fyrirtæk- inu þegar hann bjó yfir trúnaðar- upplýsingum um fyrirtækið. „Starfsmaður bankans sat lána- fundi þar sem tekin var ákvörðun að lána Pharmaco pening til að fjárfesta í lyfjafyrirtækinu Balk- an Pharma í Búlgaríu. Eftir þann fund rölti hann í sæti sitt og fór að kaupa hlutabréf í Pharmaco í nafni bankans,“ sagði viðmælandi Fréttablaðsins. „Mér þykir verst hvernig FJÁRMÁLAMARKAÐURINN ER AÐ VERÐA FULLKOMNARI Aukin samkeppni, meiri viðskipti og fleiri þátttakendur á fjármálamarkaði er vísasta leiðin til að tryggja traust á markaðnum og heil- brigða viðskiptahætti. Opinbert eftirlit getur hamlað skilvirkni markaðarins en reglur eru nauðsynlegar meðan markaðurinn er að þró- ast til hins betra. bankarnir hafa notað eignastýr- ingakúnnana sína. Fyrirtækin sitja uppi með verðlaus bréf sem þau losna ekki við. Það sem þau gera er að selja eignastýringar- kúnnunum bréfin," sagði annar viðmælandi Fréttablaðsins. Aukin samkeppni fjármálafyrirtækja og upplýstari viðskiptavinir hafa að minnkað hættu á slíkum við- skiptaháttum. Kaupþing notaði viðskiptavini, sem voru hjá þeim í fjárvörsiu, þegar ríkið seldi hlut sinni í FBA. Þá skráði fyrirtækið fjárvörslu- aðila sína fyrir bréfum og keypti síðan af þeim fyrir eigin reikning. Fjármálaeftirlitið gerði athuga- semd við þetta og sagði það ekki vera „í samræmi við eðlilega og heilbrigða viðskiptahætti". Kaup- þing mótmælti því hins vegar að nokkur samræmd ákvörðun hefði verið tekin innan félagsins um að nýta aðstöðu þess gagnvart fjár- vörsluþegum með þessum hættu. í lok júní á þessu ári taldi Fjár- málaeftirlitið að Búnaðarbankinn hefði haft óeðlileg áhrif á verð- myndun hlutabréfa í Útgerðarfé- lagi Akureyrar til hækkunar. Bankinn seldi sjóði í vörslu Bún- aðarbankans bréf á síðasta degi fyrir hálfs árs uppgjör sem hækk- aði gengi bréfanna og bætti rekstrarniðurstöðu félagsins. Fjármálafyrirtækin hafa flest öll innleitt verklags- og siðaregl- ur. Þau eiga að stuðla að auknum trúverðugleika á markaðnum. Einnig er mikið kallað eftir auknu eftirliti, bæði innan fyrirtækj- anna og eins hefur starfsemi Fjármálaeftirlitsins aukist mikið og starfsfólki fjölgar nær mánað- arlega. Mörgum finnst auknar Erfitt aðfæra sönnur á innherjasvik FJÁRMÁLAMARKAÐIR Mikið er lagt upp úr gegnsæi og jafnræði á fjármálamarkaðnum; að allir þátttakendur hafi aðgang að sömu upplýsingum. Innherjar eru þeir kallaðir sem geta búið yfir betri upplýsingum um fyrir- tæki en aðrir og mega þeir ekki taka ákvarðanir um kaup og sölu á hlutabréfum á grundvelli þeir- ra upplýsinga fyrr en þær eru orðnar almennar. Rúmlega 20 innherjasvikamál hafa komið upp, sem Verðbréfa- þing hefur sent Fjármálaeftirlit- inu til skoðunar. Af þeim fóru tvö til saksóknara, annað þeirra var látið niður falla og hitt tapaðist. Það mál snérist um stjórnar- mann í Skeljungi sem keypti hlutabréf í fyrirtækinu eftir að hafa setið stjórnarfund þar sem rekstraruppgjör var kynnt og sýndi betri afkomu en i-eiknað hafði verið með. Var hann sakað- ur um að hafa notfært sér trún- aðarupplýsingar í hagnaðarskyni en var sýknaður í héraðsdómi Reykjavíkur. Málinu var ekki áfrýjað til Hæstaréttar. ■ reglur þi-engja um of að fyrir- tækjunum og jafnvel stuðla að því að viðskiptin verði ekki eins gegnsæ og fyrr. „Það er fáránlegt að miðlarar þurfi að lúta sérstök- um reglum um vei’ðbréfaviðskipti umfram aðra. í stað þess að við- skiptin séu uppi á borðinu og sýni- leg þannig að hægt sé að sjá hvað verið er að kaupa nota núna nán- ast allir einh'’orn lepp. Þá kaupa menn í na unarra eins og systkina, en „ki maka,“ sagði viðmælandi Fráttablaðsins um verklagsix jánnálaeftirlits- ins. orgvin@f rettabladid.is PRÓUN Fjármálan : *nn á íslandi er ungur að árum og hefui . - mið að því undanfar- in ár að setja honum leikreglur. Þessi lög hafa svo verið endurskoðuð og breytt í takt við nýja viðskiptahætti á fjármálamarkaði. J985 Verðbj"éfaþing íslands (VÞÍ) stofnað 1986 Fyrstu lögin um verðbi éfavíðskipti 1993 Sérstök lög sett um Verðbréfaþing íslands 1993 Lög um verðbréfasjóði og lánastofnanir 1998 Einkaréttur á kaupliallar- starfsemi afnuminn 1998 Lög um eftirlit með fjármálastarfsemi

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.