Fréttablaðið


Fréttablaðið - 27.11.2001, Qupperneq 14

Fréttablaðið - 27.11.2001, Qupperneq 14
*. i «•’ )li> • » l 1 iM.t Ji CiG/ JtI/vTT3JR FÓTBOLTI Hvað er að klikka hjá Fabien Barthez? Unnustan ósátt „Því er erfitt að svara. Þegar svona gerist oft hjá svo góðum leikmanni hlýtur ástæð- an að vera persónuleg. Sagt er að unnusta hans sé ósátt i Manchester og vilji flytja um set Það truflar einbeitinguna. En þetta er ekki búið, hann hefur klikkað áður og bætt fyrir það." Guðmundur Hreiðarsson, aðstoðarmaður landsliðsþjálfara Toyota bikarinn: Bayern mætir Boca í kvöld fótbolti Bayern Miinchen á ekki auöveldan leik fyrir höndum í Tokyo í kvöld. Þar mætir liðið hinu argentíska Boca Juniors í Toyota bik- arnum, líkt og sigurvegarar M e i s t a r a - deildar Evr- ópu og Libertadores bikar Suður- Ameríku gera árlega. B a y e r n vann bikarinn síðast árið 1976 með sigri á brasil- íska liðinu MARKASKORARI Framherji Boca Juniors, Cuillermo Barros Schelotto, hoppar upp í skalla á æfingu í Tókýó. Belo Horizonte. Boca vonast hins- vegar til að endurtaka leikinn frá fyrra ári, þegar það vann Real Madrid 2-1. Nokkrir lykilleik- menn Bayern eru meiddir, þ.á.m. fyrirliðinn Stefan Effenberg og framherjinn Alexander Zickler. Þá kom Bayern ekki til Tókýó fyrr en í gær á meðan Boca kom fyrir helgi og hefur æft stíft. „Þeir eru númer eitt í Evrópu, mjög gott lið, þannig að það skiptir litlu máli hvenær þeir komu að æfa,“ sagði Carlos Bianchi, þjálfari Boca, sem vann Palmeiras frá Brasilíu í júní. Bayern vann Valencia frá Spáni í maí. ■ Heimsbikarmótið á snjó- bretti: Tveimur keppnum lokið snjóbretti Önnur keppni í heims- bikarmótinu á snjóbrettum var haldin í Tignes í Frakklandi í síð- ustu viku. Þar bar hæst keppni í brekkuröri (e. halfpipe) og var það ungur og upprennandi snjóbretta- maður, Finn- inn Markku Koski, sem vann hana. Spánverj- inn Iker Fernandez var í öðru sæti á eftir Koski og F i n n i n n Risto Mattila FINNINN A GÓÐUM DEGI Markku Koski vann keppnina í brekkuröri. í því þriðja. í samanlagðri stiga- keppni heimsbikarsins er Fern- andez í fyrsta sæti eftir tvær keppnir, Koski í öðru og Svíinn Markus Jonsson, sem var í 23. sæti, í því þriðja. í kvennaflokki var Nicola Pederzolli frá Austurríki í fyrsta sæti og Frakkarnir Dorfane Vidal og Cicile Alzina í öðru og þriðja. ■ 14 FRÉTTABLAÐIÐ 27. nóvember 2001 ÞRIÐJUDAGUR NBA deildin: Sigurganga Sixers stöðvuð körfubolti Það var margt um að vera í NBA-deildinni í körfubolta um helgina. Fimm leikir fóru fram á sunnudaginn. Toronto Raptors vann Philadelphia 76ers. Liðin höfðu ekki mæst síðan í úr- slitakeppninni í júní. Þá töpuðu Raptors naumt. Liðið fékk að hefna sín með 107-88 sigri. Þar með var sjö leikja sigurganga Six- ers, með Aaron McKie og Allen Iverson í stafni, stöðvuð. Einnig mættust Los Angeles Lakers og Denver Nuggets. Meistararnir lentu í nokkrum vandræðum með Denver en bak- vörðurinn Derke Fisher, sem var að spila sinn fyrsta leik hjá Lakers á tímabilinu, kom sterkur inn í síðasta leikhluta með 11 stig. Nick van Exel skoraði 34 stig og gaf átta stoðsendingar fyrir Den- ver. í öðrum leikjum vann L.A. Clippers Houston 90-83, Seattle Indiana 99-88 og Golden State New Jersey 101-85. Á laugardaginn náðu Michael Jordan og félagar hans í Was- hington Wizards að vinna í annað skipti á tímabilinu. Þeir unnu Boston á heimavelli með 88 stig- um gegn 84. Það sem einkenndi leik Wizards var að fleiri leik- menn tóku þátt í að skora körfur en Jordan, fimm þeirra voru með tveggja stafa stigatölu í leiknum. New Jersey Nets biðu lægri hlut fyrir Kings í Sacramento, töpuðu 95-94. í öðrum leikjum dagsins vann New York Chicago78-71, Charlotte Orlando 103-101, Cleveland Miami 100-96, Detroit Memphis 91-84, Minnesota San Antonio 99-94, Dallas Phoenix 119-104 og Milwaukee Atlanta 95- 88. ■ KAFFÆRÐUR Varnarjaxlar Toronto sáu um að halda Allen Iverson niðri í 107-88 sigri liðsins á Philadelphia 76ers. „Þetta er bara svo gaman“ Sigfús Sigurðsson er nýbúinn að gera samning við þýsku meistarana í Magdeburg. Hann var kominn í óreglu en reif sig upp og snéri aftur á völlinn. Hann segir handboltann skemmtilegan og sér ekki eftir því að hafa snúið aftur. handbolti Handknattleiksmaður- inn Sigfús Sigurðsson hefur farið mikinn á línunni með hinu unga liði Vals í vetur. Hann er kominn í landsliðið að nýju eftir langt hlé og er búinn að gera samning við þýska stórliðið Magdeburg, sem Alfreð Gíslason þjálfar. Sigfús fer ekki út fyrr en á næsta ári en Essen var einnig á höttunum eftir honum og skoðaði hann aðstæður hjá báðum liðum. „Það er frábær aðstaða hjá báðum liðum en mér fannst and- inn í liði Magdeburgar og and- rúmsloftið í borginni vera miklu afslappaðra og þægilegra. Svona svipað og er hérna heima. Það var eiginlega það sem skipti sköpum. Það er líka munur að vera í borg þar sem búa 250.000 - 300.000 manns heldur en á svæði þar sem búa 25 milljónir." Ólafur Stefánsson spilar með Magdeburg en hann og Sigfús eru gamlir samherjar úr Valsliðinu. Sigfús segir það einnig hafa haft sitt að segja. „Ólafur er gamall félagi og mjög góður vinur og ég hlakka mikið til að fara spila með hon- um.“ Sigfús hefur áður reynt fyrir sér í atvinnumennsku, með Caja frá Santander - gamla Teka liðinu sem Kristján Arason spilaði með. Sú tilraun gekk ekki sem skyldi og í kjölfarið virtist sem jörðin væri búin að gleypa línumanninn stóra. „Áður en ég fór til Spánar var ég búinn að vera í óreglu og rugli og var eiginlega kominn á botninn í því. Að fara út virtist vera síð- asta hálmstráið að bjarga andlit- inu en það eina sem gerðist var að ég sökk dýpra. Á miðju tímabili kom ég heim og fór í meðferð. Síð- an reyndi ég að koma lagi á hlut- ina í kringum mig og þá aðallega SIGFÚS SIGURÐSSON Segist ekki þekkja neitt annað en að stefna að titli og hlakkar til að spila með landsliðinu á Evrópumótinu. Hann segir það heiður að koma aftur inn í landsliðið . „Við vinnum þessa dollu," segir línumaðurinn sterki. að koma andlegu hliðinni í lag- sem var alveg í molum.“ Sigfús segir að fyrsta árið eftir meðferðina hafi verið erfiðast. „Ég var ekki alveg tilbúinn að höndla það sem menn voru að segja við mig. Ég fór í fýlu út í Geira þjálfara, hætti að æfa og lét ekki sjá mig fyrr en í nóvember á síðasta ári. Það þurfti margar til- raunir til að byrja aftur en það tókst loksins. „Ég held það séu mjög fá lið eða fáir þjálfarar sem hefðu haft slíkt umburðalyndi. Ég var alltaf að byrja og hætta, aftur og aftur. Þetta var samt rosalega gott og mikill skóli. Það var enginn til að benda manni á mistökin sem mað- ur var að gera. Maður þurfti að komast að því sjálfur, t.d. að það sé rugl að hætt að æfa og vitleysa að fara í fýlu út í Geira, því betri mann finnur maður varla.“ Sigfús segist hafa fengið áhug- ann á handbolta aftur þegar hann var að horfa á sjónvarpið. „Ég var að horfa á sjónvarpið þegar Ólympíuleikarnir í Sydney voru og sá handbolta. Þá fékk ég algjöra bakteríu en það tók mig tvær til þrjár vikur að tala við Geira aftur. Þegar það kom var ekki aftur snúið. Ég fékk svona tilfinningu eins og ég væri strák- ur að leika mér í fótbolta með fé- lögunum. Þetta er bara svo gaman og ég sé ekki eftir því.“ kristjan@frettabladid.is Stoke City: Gamlir skólafélagar spila saman á ný fótbolti Pétur H. Marteinsson og Ríkharður Daðason, leikmenn Stoke City, eru báðir að jafna sig af meiðslum og verða lík- lega klárir í slaginn eftir áramót. Þeir eru gamlir skólafélagar sem léku með Fram á sínum yngri árum og svo gæti farið að þeir snúi aftur á völlinn á sama tíma. Ríkharður er að jafna sig af hnémeiðsl- um en Pétur Hafliði af ristarbroti. Á heimasíðu liðinu og A-landsliðinu. Ég elti hann meira segja til Noregs og nú elti ég hann til Stoke.“ í Noregi spilaði Rík- harður með Viking Stavangri en Pétur Hafliði með Stabæk og mættust þeir nokkrum sinnum í deildinni. „Við áttumst nokkrum sinnum við í Noregi. Þið verðið að spyrja hann en ég man ekki eftir því að þeir hafi unnið okkur oft sem feril Stoke er viðtal við Pétur p^T^,í!;JSjI*RT- og ég man bara eftir einu skipti þar sem hann skor- aði hjá okkur. „Við höfum lengi verið vinir og ég talaði við hann og Brynjar [Björn Gunn- arsson] áður en ég ákvað að ganga til liðs við Stoke.“ ■ Marteinsson, þar hann rifjar upp þeirra. „Rikki og ég spiluðum meó sama liðinu sem unglingar á íslandi, síðan spiluð- um við báðir með U-21 árs lands- EINSSON Fer til Stoke eftir áramót. Þar hittir hann fyrir samher- ja úr landsliðinu. Geir Sveinsson um Sigfús Sigurðsson: Hefur alla burði til að ná langt hanbolti Geir Sveinsson er gam- alreyndur línumaður sem þekk- ir flestar hliðar handboltans. Hann stýrir liði Valsmanna, sem er taplaust í Esso-deildinni en lék um ára- bil sem at- vinnumaður í Þýskalandi og á Spáni. Hann telur að læri- sveinn sinn, Sigfús Sigurðsson, geti náð langt í greininni. „Sigfús hefur alla burði til að ná mjög langt. Hann hefur flest allt það sem línumaður þarf að hafa. Hann er stór og sterkur og nýtir líkamsburði sína vel. Hann er einnig fljótur miðað við hvað hann er stór.“ Geir telur Sigfús eiga erindi í atvinnumennskuna enda sé um besta línumann íslands að ræða. Hann telur einnig að Sigfús eigi eftir að spila stórt hlutverk með landsliðinu. „Það veit engin hvað framtíð- in ber í skauti sér en ef rétt er haldið á spilunum, hann fyrst og fremst sjálfur, þá hefur hann alla burði til að ná langt. Það býr mikið í honum og hann getur bætt heilan helling við sig og á eftir að gera það. Hann þarf kannski fyrst og fremst að bæta sig varnarlega." ■

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.