Fréttablaðið - 27.11.2001, Side 18

Fréttablaðið - 27.11.2001, Side 18
18 FRETTABLAÐIÐ 27. nóvember 2001 ÞRICJUDACUR HVAÐA BÓK ERTU AÐ LESA? „Ég er að klára fyrstu bókina um Harry Potter. Konan mín var búin að lesa allar og sagði þær frábærar. Þetta er ferlega skemmtileg bók og heimur. Það er vonandi að biómyndin nái að skila honum á tjaldið." Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson tónlistarmaður | METSÖLUBÆKURNAR | AÐALLISTINN í EYMUNDSSON. BYCGTÁ SÖLU VIKUNA 19.-25. NÓV. 0 Ólafur Jóhann Ólafsson: HÖLL MINNINGANNA (Q J.K. Rowling: HARRY POTTER OG ELDBIKARINN d o © 0 © © o © Arnaldur Indriðason: GRAFARÞÖGN J.K. Rowling: HARRY POTTER OG VISKUSTEINNINN .Margrét Þóra Þorláksdóttir: AF BESTU LYST II Waris Dirie: EYÐIMERKURBLÓMID J.K. Rowling: HARRY PÖTTER OG LEYNIKLEFINN Spathelf & Szesny: FARÐU NÚ AÐ SOFA Gylfi Gröndal: STEINN STEINARR II Jack Higgins: SKULDASKIL í VÍTI Metsölulistarnir: Ólafur Jó- hann efstur bækur Ólafur Jóhann Ólafsson trónir á toppnum á aðallista Ey- mundsson þessa vikuna en bækur J.K. Rowling um Harry Potter eru sem fyi’r áberandi, þrjár af fjór- um er að finna á topp tíu listanum yfir mest seldu bækurnar í Ey- mundsson. Á skáldsagnalistanum er Ólaf- ur vitaskuld efstui’. Af tíu höfund- um eru sex íslenskir og fjórir er- lendir. í þriðja og fjórða sæti eru gamalkunnir höfundar, spennu- sagnahöfundurinn Jack Higgins og ástarsagnahöfundurinn Bodil Fosberg. íslensk spennusaga er í öðru sæti listans, þar er Arnaldur Indriðason á ferð sem líkt og í síð- ustu viku á tvær bækur á lista ,eins og Ólafur Jóhann reyndar. ■ ~ METSÖLUBÆKURNAR | SKÁLDSAGNALISTI EYMUNDSSON. BYGGTÁ SÖLU 19.-25 NÓVEMBER. Ólafur Jóhann Ólafsson: HÖLL MINNINGANNA dþ Arnaldur Indriðason: GRAFARÞÖGN Jack Higgins: SKULDASKIL f VÍTI © Bodil Forsberg: GEF MÉR STJÖRNURNAR 0 Matthías Johannessen: HANN NÆRIST A GÓÐUM MINNINGUM 0 Arnaldur Indriðason: MÝRIN 0 Ólafur Jóhann Ólafsson: SLÓÐ FIÐRILDANNA Jaroslav Hasek: ÆVINTÝRI GÓÐA DÁTANS SVEJKS 0 Isabel Allende: MYND ÖRLAGANNA Kristín Maria Baldursdóttir: W KVÖLDUÓSIN ERU KVEIKT Ný íslensk barnaópera frumsýnd: Skuggaleikhús Ofelíu ópera Barnaóperan Skuggaleikhús Ófelíu verður frumsýnd í íslensku óperunni í dag. Óperan er byggð á sögunni Skuggaleikhús Ófelíu eft- ir þýska rithöfundinn Michael Ende. í henni segir frá Ófelíu sem er gömul kona sem alla sína ævi hefur verið hvíslari í leikhúsi. For- eldrar hennar vildu að hún yrði mikil leikkona. En Ófelía var lágróma og þess vegna gat hún ekki orðið leikkona. En hún gat orðið hvíslari! Það æxlast þannig, að Ófelía fer að taka að sér heimil- islausa skugga. Hún kennir þeim leikbókmenntirnar og saman stof- na þau Skuggaleikhús Ófelíu. Einn daginn biður stór skuggi um hæli. Það er Dauðinn. Ófelía býður hann velkominn og heimurinn hverfur. Þegar Ófelía vaknar til vitundar aftur er hún í Himnaríki. Uppsetningin er samstarfs- verkefni íslensku óperunnar og Strengjaleikhússins. Sýningin er fyrst og fremst ætluð börnum í leikskólum og yngstu bekkjum grunnskólans (á aldrinum 3-9 ára) og verður samið við skólana fyrirfram. Sýningar verða í Óp- erunni fyrir hádegi virka daga fram til 9. desember og hefjast aftur í janúar 2002. Einnig verða nokkrar almennar sýningar um helgar, þær fyrstu sunnudagana 2. og 9. desember kl. 15.00. Sýn- ingin tekur um 45 mínútur og er ekkert hlé. í sýningunni eru fimm flytj- endui’, sem leika fjölda hlutverka. Notaðar eru grímur og í sýning- unni verða tvær leikbrúður fyrir Ófelíu. Söngvararnir stjórna brúð- um og eru jafnframt sögumenn. Lárus H. Grímsson semur tónlist- ina, Messíana Tómasdóttir skrifar óperutextann og gerir leikmynd, búninga, brúður og grímur. Hún annast einnig leikstjórn ásamt Auði Bjarnadóttui’, sem er dans- höfundur, og Jóhann Bjarni Pálmason hannar lýsingu. ■ ÖPERA FYRIR BÖRNIN Börnum sem koma á sýninguna gefst kostur á að taka þátt í framvindu óperunn- ar, með því að taka undir í ákveðnum söngvum í sýningunni og því verða nótur og textar send tímanlega til þeirra skóla sem ætla að sjá óperuna. ÞRIÐJUDAGURINN 27. NÖVEMBER FUNPIR_____________________________ 08.20 Morgunverðarfundur um Örugg- ara verklag opinberra fyrir- tækja í Iðnó. Á fundinum verður fjallað um innleiðingu gæðakerfa frá fimm mismunandi sjónar- hornum. Þór G. Þórarinsson, forstöðumaður Svæðisskrifstofu fatlaðra í Reykjanesi, Guðmund- ur Pálsson söíustjóri, Rannveig Gunnarsdóttir, forstjóri Lyfja- stofnunar, Örn Arason, öryggis- stjóri Landsvirkjunar og Hörður Olavson, framkvæmdastjóri flytja erindi. Fundarstjóri er Gisli Mart- einn Baldursson. 08.15 Frá nýsköpun að góðum rekstri. Nýsköpunarsjóður og Háskólinn í Reykjavík efna til morgunfundar um nýsköpun og rekstur fyrirtækja. Markmið fund- arins er að lýsa þeim aðstæðum og erfiðleikum sem fyrirtæki lenda í við vöxt af frumkvöðla- stigi til fyrirtækis í fullum rekstri. Á fundinum verður fjallað um breytingarferli í rekstri fyrirtækja auk þess sem fjallað verður um viðhorf og viðbrögð við áföllum í rekstri. Fundurinn er haldinn á 3. hæð Háskólans í Reykjavík og er öllum opinn á meðan húsrúm leyfír. 12.00 Einkafjármögnun stórfram- kvæmda. Hádegisverðarfundur Félags viðskipta- og hagfræð- inga, Verkfræðíngafélags ís- lands og Tæknifræðingafélags íslands f Súlnasal Radisson SAS Hótel Sögu. UPPLESTUR__________________________ 20.30 Skáldið lýsir listamanninum. Matthías Johannessen skáld og fyrrum ritstjóri fjallar um Gunn- laug Scheving í Listasafni Islands- Mattthías mun lesa upp úr við- talsbók sinni um Gunnlaug og spjalla við gesti um listamanninn og verk hans. TÓNLEIKAR__________________________ 20.00: Píanótónleikar í Salnum, Tón- listarhúsi Kópavogs. Edda Er- lendsdóttir leikur. 21.00 Hilmar Jensson gítarleikari, Andrew DíAngelo sax og bassaklarinettuleikari og Jim Black trommuleikari leika frum- saminn djass í Vesturporti Vest- urgötu. Auk hefðbundinna hljóð- færa sinna munu þeir einnig leika á tölvur og ýmsa elektróník. Miðaverð kr. 800. Forsala að- göngumiða er í versluninni Tólf tónum. Munkurinn og stríðs- maðurinn í Gunnlaugi Matthías Johannessen skáld mun í kvöld kl. 20.30 lesa upp úr viðtals- bók sinni um Gunnlaug Scheving listamálara í Listasafni Islands. Matthías þekkti Gunnlaug vel og mun spjalla við gesti um kynni hans af listamanninum auk þess sem hann les úr bókinni. Gunnlaugur skreytti tvær Ijóðabækur eftir Matthías; Jörð úr Ægi sem kom út árið 1961 og Vor úr vetri frá 1963. i eintaki af Jörð úr Ægi sem hann færði Matthíasi þakkar hann honum sérstaklega fyrir Ijóðin. Matthías segir að þetta lýsi honum vel, hann hafi jafnan farið eigin leiðir og þótti enda dálítið sérstakt að slíkur forvígismaður í listum skyldi vilja skreyta tvær Ijóðabækur eftir ungt Ijóðskáld. Við hlið Matthíasar hanga teikningar eftir Gunnlaug úr Jörð úr Ægi. mynplist „Gunnlaugur var ákaf- lega merkur maður og eins og oft vill verða um góða listamenn bera listavei’k hans honum sjálf- um fagurt vitni. Hann var fálát- ur og fáskiptinn en þegar hann tók mönnum gat hann leikið á alls oddi. Hann var sögumaður í sérflokki," segir Matthías Jo- hannessen skáld. Matthías mun í kvöld lesa upp úr viðtalsbók sinni um Gunnlaug Scheving listmálara í Listasafni íslands en um þessar mundir stendur yfir yfirlitssýning á verkum hans í öllum sölum safnsins. Bók Matthíasar kom út árið 1974 að listamanninum látnum. Kynni hans og Gunnlaugs ná langt aft- ur og Matthías nefnir að hann hafi fyrir tilstilli Ragnars í Smára tekið að sér að skrá sam- tal við listamanninn sem birt var í Nýja Helgafélli á sínum tíma. Með þeim tókst góður vinskapur og þeir félagar ákváðu fljótlega að Matthías myndi síðar meir skrifa bók um ævi Gunnlaugs sem yrði í samtals- og frásagnar- formi. Vinna við bókina var haf- in og Matthías staddur út í Kaup- mannahöfn þegar honum bárust fregnir af því að Gunnlaugur hefði látist 68 ára að aldri. „Ég var aldrei sáttur við um- fjöllun Morgunblaðsins um Gunnlaug eftir að hann lést. Ég var staðráðinn í að ljúka verk- inu og bæta með einhverju móti fyrir umfjöllun blaðsins,“ segir Matthías. Hann bendir á að jafn merkur listamaður og Gunn- laugur hafi átt skilið veglegri og vandaðri umfjöllun en raun varð á. Sagt hefur verið um stíl Gunnlaugs að hann sé stórfelld- ur, einfaldur og einlægur. Matthías er sammála þessari túlkun. „Þetta passar mjög vel við hann. Gunnlaugur sagði ekki mikið nema hann væri í vinahópi þar sem honum leið vel. En hann sagði það sem hann meinti og hafði mjög persónulega afstöðu til listar. Ég held að hann hafi verið sjálfur það sem hann sagði um Spánverjana: Að þeir væru munkar og stríðsmenn. Munkur- inn í Gunnlaugi naut sín mjög vel og hann kunni að búa um sig í þeirri kyrrð sem hann sóttist eft- ir sem listamaðui’. Á sama tíma hafði hann mikinn slagki’aft ef honum mislíkaði." kristjang@frettabladid.is BÆKUR Tilbrigdi við Sturlungu ÓVINAFAGNAÐUR SÝNINGAR_________________________ Maður, lærðu að skapa sjálfan þig heitir sýning um sögu Bjargar C. Þor- láksson sem stendur yfir í Þjóðarbók- hlöðunni. Það er Kvennasögusafnið sem setur sýninguna upp. Kaffitár sýnir glænýja textillínu fyrir árið 2002 sem kallast Hör, Perlur og Kaffi. Það er listakonan Arnþrúður Ösp Karlsdóttir sem að þessu sinni hannar og setur upp sýningu á þessari glæsilegu textíllinu fyrir Kaffitár. Sýning- in er á l.hæð Kringlunnar og stendur yfir dagana 22.nóvember-2.desember 2000. MYNDLIST________________________ Þrjár sýningar eru nú í Listasafni Kópa- vogs. Margrét Jóelsdóttir og Stephen Fairbairn sýna nýleg þrívíddarverk í austursal Listasafns Kópavogs. f Vest- ursal safnsins sýnir Aðalheiður Val- geirsdóttir málverk. Sýningin ber yfir- skriftina Lífsmynstur. Á neðri hæð safnsins sýnir Hrafnhildur Sigurðar- dóttir lágmyndir og kallar sýningu sína Skoðun. Glerlistakonann Ebba Júliana Lárus- dóttir hefur opnað stuttsýningu í Gall- erí Reykjavík, Skólavörðustíg 16. Verk Ebbu eru aðallega unnin úrflotgleri en hún hefur lagt stund á glerlist frá 1988. Stuttsýningin stendur til 1. desember 2001. Fimm ungir listamenn sýna nú í List- húsi Ófeigs, Skólavörðustíg 5. Haf- steinn Michael Guðmundsson, Helgi Snær Sigurðsson, Karl Emil Guð- mundsson, Sírnir H. Einarsson og Stella Sigurgeirsdóttir sýna verk sem unnin eru í ólíka miðla og eru við- fangsefnin margbreytileg. Öll eiga þau það sameiginlegt að hafa numið við Myndlista- og handíðaskólann og eða Listaháskóla Islands. Sýningin stendur til 12. desember og er opin virka daga frá kl. 10 til 18 en einnig verður opið um helgar desembermánuði. Eyþór Árnason sýnir Ijósmyndir í Gall- erí Geysi. Sýningin heitir „Mynd f myrkri" vegna stemningarinnar sem listamaðurinn einsetti sér að búa til í myndunum. Á sýningunni verða um 19 myndir og mun þær hanga uppi út desembermánuð. Ovinafagnaður eftir Einar Kárason fjallar um Þórð Kakala, kappa mikinn sem rífur sig upp úr drykkjurugli í Noregi og heldur út til íslands eftir að honum berast fregnir af falli föður síns og bræðra. Af hálfum huga hyggst hann leita hefnda, og flækist meira nauðugur en viljugur inn í ævintýralega at- burðarás. Óvinafagnaður er skemmtilega skrifuð bók. Að nota nútímalegt orðfæri hóflega blandað fornyrðum er vel heppnað stílbragð. Einari tekst furðulega vel að sýna hve hjört- um mannanna gæti svipað sam- an á Sturlungaöld og gervi- hnattaöld. Groddalegur húmor hentar söguefninu vel og lesand- Emar Kárason Mál og menning 2001 inn fylgist spenntur með afdrif- um Þórðar, sem framan af er í vonlausri stöðu en vinnur óvæn- ta sigra þegar á líður. Hvergi er dregið úr ofbeldinu, og er skemmtanagildi þess gert nokk- uð hátt undir höfði, líkt og tíðkast í bíómyndum. Ekki er mér samt ljóst hvort Óvinafagn- aður býr yfir einhverjum hald- betri verðmætum en afþreying- argildinu. En þessi ágæta bók á vafalaust eftir að opna mörgum, jafnt yngri sem eldri, býsna greiðfæra leið inn í Sturlungu. Guðsteinn Bjarnason

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.