Fréttablaðið - 12.12.2001, Síða 1

Fréttablaðið - 12.12.2001, Síða 1
Hagkvæm og traust tölva ^TÆKNIBÆR Skipholti 50C S: 551-6700 www.tb.is Umboðsaðili HYUNDAI á íslandi FRÉTTABLAÐIÐ MENNING Gróusögur sem lijðu lengi bls 16 bls 22 Hip-hopp fœddist x Hlíðunum bls 22 Frá hugmynd til veruleika TÓNLIST FÓLK 164. tölublað - 1. árgangur Þverholti 9, 105 Reykjavík — sími 515 7500 IVIiðvikudagurinn 12. desember 2001 m IÐVIKU DAG uR Húsnæðismál og fleira í þingnefndum alþinci Áður en Alþingi kemur saman tii fundar kl. 10 í dag hittist utanríkismálanefnd til að ræða frí- verslunarsamninga við Makedóníu, Króatíu og Jórdaníu. Umhverfis- nefnd ræðir meðal annars Kyoto- bókunina á fundi sínum en félags- málanefnd fjaliar um húsnæðismál og aðbúnað skipverja. Jólasveinn í Ráðhúsinu jólasveinn Stekkjastaur kom til byggða í nótt og ætlar að fagna komu sinni tii höfuðborgarinnar með því að heimsækja Ráðhúsið klukkan 10. Þar munu einhver börn hitta sveinka. |VEÐRIÐ I PAG[ REYKIAVÍK Suðaustan 10-15 m/s og rigning eða súld síðdegis. Hiti 3 til 8 stig. VINDUR ÚRKOMA HITI fsafjörður Q 5-10 Rigning Q4 Akureyri o 5-10 Léttskýjað Q5 Egilsstaðir © 5-10 Léttskýjað Q5 Vestmannaeyjar © 10-15 Rigning Tvíhöfði, heill og hálfur uppistand Sigurjón Kjartansson og Þorsteinn Guðmundsson endurtaka uppistand sitt á Sportkaffi í Þing- holtsstræti klukkan 22. Kiukku- stund síðar sameinast Sigurjón hin- um helmingi Tvíhöfða og stígur á svið ásamt Jóni Gnarr á Gauk á Stöng kl. 23. Jólatónleikar jólatónleikar Páll Rósinkrans, Guð- rún Gunnarsdóttir, Geir Jón Þóris- son og fleiri taka lagið á jólatón- leikum hvítasunnukirkjunnar Fíla- delfíu, Hátúni 2 kl. 20 og 22. Blásarakvintett Reykjavíkur og fé- lagar halda jólatónleika í Fríkirkj- unni í Reykjavík kl. 20.30. Gospei- systur Reykjavíkur syngja með Stúlknakór Reykjavíkur í Lang- holtskirkju kl. 20.30 og frumflytja m.a. nýtt jólalag. j kuö LDIÐ Í KVÖLD Tónlist 18 Bíó 16 Leikhús 18 íþróttir 14 Myndlist 18 Sjónvarp 20 Skemmtanir 18 Útvarp 21 NOKKRAR STAÐREYNDIR UM FRÉTTABLAÐIÐ Hvaða blöð lesa 25 til 49 ára íbúar á höfuð- borgarsvæð- i inu á virkum dögum? 60,6% ■10,5% 2 o Meðallestur 25 til 49 ára á virkum dögum samkvæmt fjölmiðlakönnun Gallup frá október 2001 70.000 eintök 65% fólks les blaðið MEÐALLESTUR FÓLKS A ALDRINUM 25 TIL 80 ARA Á HÖFUÐBORGARSVÆÐINU SAMKVÆMT FJÖLMIÐLAKÖNNUN GALLUP í OKTÓBER 2001. Ákærður fyrir árás- imar 11. september Zacarias Moussaoui kærður fyrir samsæri um að „myrða þúsundir manna". Átti e.t.v. að verða tuttugasti flugræninginn. Liðsmönnum al Kaída í HvítuQöllum í Afganistan gefinn frestur til að gefast upp. washincton. TORA BORA- ap Banda- rísk stjórnvöld hafa lagt fram kæru á hendur Zacarias Moussa- oui í tengslum við hryðjuverkin í New York og Washington þann 11. september. John Ashcroft, dómsmálaráðherra Banda- ríkjanna, skýrði frá ákærunni í gær og sagði að Moussaöui væri sakað- ur um að hafa gert sam- særi með Osama bin Laden um að „myrða þús- undir manna“ í New York, Pennsylvaniu og Was- hington. Hugsanlegt er talið að Moussa- oui hafi átt að taka þátt í flugrán- unum þann 11. september og í kærunni er látið að því liggja að hann hafi tekið þátt í undirbún- ingi þeirra með flugræningjunum 19, sem nafngreindir hafa verið. Hann var hins vegar handtekinn þann 17. ágúst vegna brots á inn- flytjendalögum og var í varðhaldi meðan hryðjuverkin voru framin. Moussaoui er franskur ríkisborgari, en fæddur í Marokkó. Hann bjó í London meira eða minna í ein níu ár, og var þar fylg- ismaður róttæka klerksins Abu Qatada, sem talinn er hafa verið veigamesti leiðtogi hryðjuverkasam- taka Osama bin Ladens í Evrópu. Andstæðingar Osama bin Ladens og al Kaída samtakanna, sem barist hafa gegn þeim í Hvítufjöllum í austurhluta Afganistans, gáfu þeim i gær frest þangað til snemma í dag, miðvikudag, til þess að gefast upp án allra skilyrða. Að öðrum kosti verði sótt að þeim af fullu miskunnarleysi. Afgönsku hermennirnir hættu sér sumir hverjir í gær inn í hell- ana, sem verið höfðu aðalvígi al Kaída þar í fjöllunum. Liðsmenn al Kaída höfðu flúið úr þeim í skyndingu og skilið eftir vopn og ýmsa aðra muni. Ekki töldu and- stæðingar þeirra þó óhætt að fara langt inn í hellana, enda gætu þeir átt von þar á földum sprengj- um eða öðrum ófagnaði. Óvissa ríkti um það, hvort liðs- menn al Kaída myndu nota frest- inn til þess að flýja eða búa sig undir frekari átök. ♦ Óvissa ríkti um það, hvort liðs- menn al Kaída myndu nota frestinn til þess að flýja eða búa sig undir frekari átök. —♦— JÓLASVEINATÍMINN HAFINN Stekkjastaur kom til byggða í nótt, fyrstur íslensku jólasveinanna þrettán. í Rostock í Þýskalandi var ver- ið að skrýða hina 50 jólasveina borgarínnar í hátíðargallann í gær. Þeir félagar ganga í skóla í borginni aðra tíma ársins en munu skemm- ta bömum við 600 tækifæri næstu daga. Sementsverksmiðja ríkisins: PETTA HELST Sakar samkeppnisaðila um undirboð Forsætisráðherra fagnar hug- myndum ASÍ og SA um hvernig standa skuli að frestun á uppsögn kjarasamninga. bls. 2. samkeppni Sementsverksmiðja ríkisins hefur kvartað undan því við Samkeppnisstofnun að sam- keppnisaðili þeirra, Aalborg Portland, íslenskt dótturfyrirtæki dansks sementsframleiðanda, stundi undirboð. Ríkisfyrirtækið heldur því meðal annars fram að Aalborg hefði að öllu eðlilegu átt að hækka verð á þessu ári í sam- ræmi við gengisfall krónunnar og telur verulega á sig hallað. Bjarni Halldórsson, forstjóri Aalborg, segir þetta koma úr hörðustu átt. „Málið er á viðkvæmu stigi og ég get bara sagt að við höfum svarað öllum fyrirspurnum frá Sam- keppnisstofnun. Þó er því ekki að neita að þetta kom mjög flatt upp á okkur, þeir eru jú með 80% markaðshlutdeild." Hann bætir því við að Aalborg hafi tekið á sig nokkuð gengistap í stað þess að beina því út í verðlagið. Aalborg hefur á rúmu ári náð 20% hlutdeild og Gylfi Þórðarson, framkvæmdastjóri Sementsverk- smiðjunnar, neitar því ekki að hafa fundið fyrir samkeppni. „Þetta hefur verið erfitt í ár, við þurfum auðvitað að halda í okkar viðskiptavini og niðurstaða Sam- keppnisstofnunar er ákveðinn þáttur í þessu.“ Gylfi segir verk- smiðjuna hafa skilað hagnaði mörg undanfarin ár þannig að svigrúm sé fyrir erfiðan rekstur í nokkurn tíma. ■ Landbúnaðarráðherra líst vel á tillögur um beingreiðslur til garðyrkjubænda en hann hefur áður lýst sig andvígan slíkum hugmyndum. bls. 2. —♦— Aformannafundi ASÍ greiddu 45 atkvæði með frestun upp- sagnar samninga, 11 sátu hjá en tvær konur voru á móti. bls. 10. —♦— Hver íslendingur kaupir jóla- gjafir og sérvöru fyrir 33 þúsund krónur um jólin og er þá matur og áfengi undanskilið. bls. 12. Þegar mögulegt verður að hafa tölustafi í vefslóðum er líklegt að margir keppi um ákveðnar tölur, t.d.: www.O.is www.6.is www.007.is www.101.is www.112.is www.118.is www.666.is www.911 .is www.2002.is Lén með tölustöfum boðin út eftir áramót: Island.is er laust um áramótin uppboð Uppboði á eins stafs lén- um lýkur 14. desember en strax eftir áramót gefst netverjum kostur á að festa sér lén með tölustöfum. Helgi Jónsson, fram- kvæmdastjóri Internets á íslandi hf., segir að mikið hafi verið spurt um uppboðið sem nú stendur yfir en hann geti ekki sagt hve mörg tilboð hafi borist. í eins stafs uppboðinu er ein- ungis um að ræða stafi úr enska stafrófinu. Vefslóð eins og a.is er dæmi um eins stafs vefslóð. Helgi segir að e.t.v. sé meiri áhugi fyrir öðru útboði sem verði eftir áramót. Þá verða böðin upp lén sem eingöngu eru samsett úr tölustöfum. Ekki hefur verið leyfilegt að hafa tölustafi í lénum hingað til, aðallega af tæknilegum ástæðum. „Það eru þarna mörg lén sem margir hafa sýnt áhuga. Það eru ákveðnar tölur sem höfða til þeirra sem hafa með þær að gera.“ Auk þess að bjóða út ein stafs lén, lén samansett af tölustöfum eru ákveðin lén, sem hafa verið frátekin um nokkurn tíma, til sölu eftir áramót. Það eru lén eins og island.is, mail.is, www.is ásamt mörgum fleirum. ■ 300.000 kr. sólarferð með Úrval-Útsýn 'T'.-ll'Wi. fyrir 30 O kr.? SímaLottó! Hringdu strax í 907-2000 Dr«giR alla fimmtudaga. Fyigstu með á RÚV. Ekki missa af vinningi!

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.