Fréttablaðið - 12.12.2001, Síða 4

Fréttablaðið - 12.12.2001, Síða 4
4 FRÉTTABLAÐIÐ 12. desember 2001 MIÐVIKUDAGUR SVONA ERUM VIÐ Seltjarnamesbær: Kjör uppeldisstétta kostuðu 80 milljónir VAXTAGJÖLD RÍKISSJÓÐS Gjaldfærðir vextir af lánum ríkissjóðs voru áætlaðir 16,2 milljarðar á þessu ári en endurskoðaðar áætlanir benda þó til að vextirnir hækki í 17 milljarða, einkum vegna gengis- og verðlagsbreytinga. Svona skiptist þetta eftir eldri áætlunum: VEXTIR (MILUÓNIR KRÓNA) SPARISKlRTEINI 5,500 RlKISBRÉF 1,480 ÖNNUR INNLEND LÁN 140 SKAMMTÍMALAN 1,450 ERLEND LÁN 8,960 ANNAR KOSTNAÐUR 670 Heimild: Fjárlagafrumvarpið 2002 kjarasamningar. Kjarasamningar uppeldisstétta á þessu ári kostuðu Seltjarnarnesbæ tæplega 80 millj- ónir króna að sögn Sigurgeirs Sig- urðssonar bæjarstjóra. Þarna er um að ræða grunnskólakennara, leikskólakennara og tónlistar- kennara. Hann segir að þetta sé um 8% af heildartekjum bæjar- sjóðs sem nema í heild sinni um 1100-1200 milljónum króna sam- kvæmt fjárhagsáætlun. Hann segir að brugðist verði við þess- um kostnaði með því að spenna beltin og hægja eitthvað á fram- kvæmdum og viðhaldi miðað við það sem áður hafði verið ætlað. Sigurgeir segir að því sé ekki hægt að neita að kostnaður vegna þessara kjarasamninga sé ansi stór biti fyrir mörg sveitarfélög. Hann bendir þó að leiðréttingar á kjörum þessara uppeldisstétta hefðu verið búin að safnast upp um nokkurn tíma og því fyrirsjá- anlegt að sveitarfélögin þyrftu að taka hann á sig. Hann telur þó að það hefði verið betra ef það hefði SIGURGEIR SIGURÐSSON Telur að þessi lending í kjarabótum upp- eldisstétta hefði mátt vera mýkri þótt ekki sé meira sagt. ekki verið gert í jafn stórum stökkum og raun varð á. ■ Skjaldborg BÓKAÚTGÁFA Grensásmf 14 • mfíeykjavik • SknS8&2400 •Fax 588 8994 Hvað viltu vita um framtíðina? Gangráður gegn þunglyndi: Kitlar taugina víðforlu vísindi Flakktaug, öðru nafni taugin víðförla, ber boð til heil- ans frá koki, barkakýli, vélinda og líffærum brjóst- og kviðar- hols. Bandarískir vísindamenn hafa nú komist að því, að með því að koma fyrir litlu tæki ofarlega í brjósti líkamans, sem örvar flakktaugina, megi draga veru- lega úr þunglyndi. Tækið er ekki ósvipað gangráðum, sem græddir hafa verið í hjartasjúklinga. Það send- ir boð til flökkutaugarinnar með ákveðnu millibili, en taugin flyt- ur þessi boð áfram til svæða í heilanum sem vitað er að tengj- ast skapsmunum fólks. Tækið hefur verið notað í Evr- ópuríkjum frá árinu 1994 og í Bandaríkjunum frá árinu 1998 gegn ákveðnum tegundum af flogaveiki. Fljótlega bárust þó fregnir af því að tækið hefði góð áhrif á andlega líðan sjúk- linganna, og því fóru vísinda- menn að kanna þau áhrif sérstak- lega. Það voru svo vísindamennirn- ir Mark George og A. John Rush sem skýrðu svo frá niðurstöðum rannsókna sinna í byrjun vikunn- ar. Þeir segja tækið hafa ótvíræð áhrif til að draga úr vanlíðan þunglyndissjúklinga, og þau áhrif vari a.m.k. í tvö ár. ■ Uppstokkun í ríkisstjórn: Skipting verkefna fremur en ráðuneyta stjórnarsamstarf Guðni Ágústs- son, landbúnaðarráðherra, segir að ekki beri að skilja orð sín um uppstokkun í ríkisstjórninni í Morgunblaðinu fyrir skemmstu sem svo að hann sé að hvetja til ráðherraskipta heldur vilji hann frekar minna á þau markmið rík- isstjórnarinnar að ■h skilgreina betur JB hvar verkefnum WKLít___JH væri best komið guðni og að mikilvægt ágústson væri að færa Ekki orðinn leiður verkefni til þegar I 'andbúnaðar- jiða tæki á kjör. ráðuneybnu. tímabilið „Sum af þessum verkefnum hef ég minnst á, s.s. matvælaráðu- neyti. Sá málaflokkur er í það flóknum farvegi hér að það heyrir undir þrjá ráðherra en á öðrum Norðurlöndum heyrir hann undir einn eða tvo ráðherra. Það er ým- islegt sem mér finnst gott að minna á í þessum efnum. Það er á stefnuskrá ríkisstjórnarinnar að skoða þetta og ég var bara að minna á að tíminn líður.“ ■ I ÖRFRÉTT 1 Mikið hvassviðri gekk yfir Ak- ureyri í gær. Að sögn lög- reglunnar losnaði járn af húsþaki og skúta fauk niður af vagni og- þurfi að koma böndum á hana. Slapp skútan alveg við skemmdir. Þá fauk stór ösp í húsagarði og vinnupallur úr áli fauk af brú á skipi niður á bifreið sem þar stóð á bryggjunni. Bíllinn skemmdist töluvert. Sagði talsmaður lögregl- unnar vindinn hafa farið, þegar mest var, upp í rúmlega 32 m/sek. Reiknaði út líklegcin fjölda fómarlamba Myndbandsupptaka af bin Laden gortandi af hryðjuverkaárásunum á Bandaríkin líklega sýnd í dag. Þar segist hann fyrirfram hafa reiknað út hversu margir gætu dáið í árásunum. Bjóst hann ekki við svo mikilli eyðileggingu World Trade Center-turnanna. washington.ap George W. Bush, forseti Bandaríkjanna, tilkynnti í fyrrakvöld að myndbandsupp- taka af Osama bin Laden, þar sem hann gortar sig af hryðju- verkaárásunum á Bandaríkin, sýni að hann sé sekur um „hrylli- leg morð,“ en myndbandið verð- ur að öllum líkindum sýnt al- menningi í dag. „Þeir sem sjá myndbandið munu átta sig á því að hann er ekki aðeins sekur um hryllileg morð, heldur er hann með öllu samvisku- og sálarlaus" sagði Bush. Bætti hann því við að myndbandið minnti hann á hver- slags morðingi bin Laden væri og hversu traustur málstaður Bandaríkjanna sé. Myndbandið, sem er um 40 mínútur að lengd, sýnir bin Laden greina frá því að hann hafi vitað fyrirfram um skipulagn- ingu og flest smáatriði hryðju- verkaárásanna á World Trade Center-turnana og Pentagon, byggingu varnarmálaráðuneytis- ins. Segist hann m.a. hafa reiknað út hversu margir „óvinir" gætu dáið í árásunum. Auk þess talar bin Laden um að flugræningjarn- ir sem um borð voru í flugvélun- um fjórum sem rænt var, hafi margir hverjir ekki þekkt hina ódæðismennina sem um borð voru. Gerir hann grín að því að nokkrir hinna 19 flugræningja hafi ekki vitað að þeir ættu eftir að deyja, heldur hafi þeir haldið að þeir væru að taka þátt í „venjulegu" flugráni. „Hann er svo illur að hann er tilbúinn til að senda unga menn út í opinn dauð- BUSH George W. Bush segir bin Laden vera samvisku- og sálarlausan morðingja sem svífist ein- skis til að eyðileggja siðmenningu annarra í eigin þágu. ann á meðan hann sjálfur felur sig í hellum," sagði Bush. í mynd- bandinu segist bin Laden hafa kveikt á útvarpinu til að fylgjast með umfjöllun um hryðjuverkin og að hann hafi ekki búist við því að World Trade Center-turnarnir myndu eyðileggjast eins mikið og raun bar vitni. Myndbandið, sem fannst á heimili í borginni Jalalabad í Afganistan fyrir um ellefu dög- um síðan, er dagsett þann níunda nóvember og var það tekið upp í borginni Kandahar í Afganistan. Bandarískir sérfræðingar sem hafa rannsakað myndbandið á ít- arlegan hátt hafa staðfest að Osama bin Laden sé þar á ferð og tali þar arabísku. Myndbandið ku vera viðvaningslega unnið, en að sögn heimildarmanna mun veislustemmning vera þar alls- ráðandi. ■ LÖGREGLUFRÉTTIR Þr jú tré lögðust á hliðina í hvassviðrinu sem gekk yfir í fyrrinótt. Lét lögreglan í Hafnar- firði bæjarstarfsmenn í Garðabæ og Hafnarfirði upp úr miðnætti um að jólatré sem búið var að koma upp væru lögst á hliðina. Þetta voru tvö tré á torgum í Hafnarfiðri og eitt í Garðabæ. Að sögn lögreglunnar í Kópavogi gerðu bæjarstarfsmenn ráðstaf- anir til að festa niður trén og voru þau reist við í gærdag. fært var um tíma í fyrrinótt við Hafnarfjall vegna mikilla sviptivinda. Að sögn lögreglunn- ar í Borgarnesi var enginn á ferli og biðu vegfarendur veðrið af sér. Því hafi engin vandræði skapast. virðist sem TV3 hafi laumað tenglum inn á klámsíður, í trássi við samstarfsaðila sinn, sem I þessu tilfelli hafi verið danski rikis- lögreglustjórinn. Af heimasíðu lögreglu inn á klámsíðu: Sökudólgur- inn er dönsk sjón- varpsstöð klámsIður Fréttastofa RÚV grein- di frá því í sumar að hægt væri að rekja sig í grein á strik.is yfir á örgustu klámsíðu. í kjölfar þessa fréttar fór Haraldur Johannessen, ríkislögreglustjóri, fram á lög- reglurannsókn á málinu og var Ásgeir Friðgeirsson, ritstjóri strik.is yfirheyrður vegna máls- ins með réttarstöðu grunaðs manns. Á vefsíðu strik.is á mánu- dag var síðan skýrt frá því að í gegnum heimasíðu íslensku lög- reglunnar væri með níu mús- arsmellum hægt að fara yfir á danskt tenglasafn þar sem allt væri vaðandi í klámi. Ríkislögreglustjóri hefur nú sent frá sér athugasemd vegna þessa og þar kemur fram að á heimasíðu lögreglunnar á íslandi séu tenglar inn á heimasíðu lög- reglu í löndunum í kring, þar á meðal dönsku lögreglunnar. Við skoðun hafi komi í ljós að farið er inn á umrædda síðu, sem strik.is skýrði frá, af heimasíðu dönsku lögreglunnar. Búið sé að hafa samband við ábyrgðarmenn heimasíðu dönsku lögreglunnar og hafi þeir komið af fjöllum og ekki kannast við neitt tenglasafn með klámefni. í ljós hafi komið að sjónvarpsstöðin TV3, sem danska lögreglan á í samstarfi við í gegn- um sjónvarpsþátt sem lýsir eftir brotamönnum, hafi sett inn tenglasíðu eftir að sú samvinna hófst. Hafin sé athugun á málinu hjá ríkislögreglustjóra Danmerk- ur og sé haft eftir þeim að sökin liggi alfarið hjá umræddum fjöl- miðli. ■ | ÖRFRÉTT 1 Tóbaksinnflytjendur fagna fyr- irhuguðum breytingum á gjaldtöku af tóbaki. Til stendur að fella niður tolla, en taka á móti upp tóbaksgjald sem renni í ríkis- sjóð. Innflytjendur sleppa því við að leggja út fyrir tollinum, en innheimta tóbaksgjaldsins verður á höndum ÁTVR. I frumvarpinu segir að breytingin ætti hvorki að hafa áhrif á afkomu ríkissjóðs né ÁTVR þar sem upphæð gjaldsins væri miðuð við nánast óbreyttan hagnað af tóbakssölunni.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.