Fréttablaðið - 12.12.2001, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 12.12.2001, Blaðsíða 12
12 FRÉTTABLAÐIÐ 12. desember 2001 MIÐVIKUDACUR ddllU ZUUl/ d I I llldlldUd llllld- bili um 169 þúsund lítra. Samtökin Sólarsýn: Fagna úttekt á rekstri Sólheima sólheimar Grasrótarsamtök áhugafólks um velferð fatlaðra íbúa Sólheima, sem fengið hefur nafnið Sólarsýn, fagna ákvörðun félagsmálaráðuneytisins að fram- kvæma bæði fjárhags- og stjórn- sýslulega úttekt á rekstri Sól- heima í Grímsnesi í samstarfi við ríkisendurskoðanda. í ályktun segir að bundnar séu miklar vonir við úttekt þessa og að niðurstaða leiði til þess að fjármagn sem ætl- að sé fötluðum íbúum Sólheima renni beint í þeirra þágu en ekki í gæluverkefni af ýmsum toga sem því miður virðist vera reyndin. ■ Samanburðartölur ÁTVR: SÖLUÞRÓUN EINSTAKRA TEGUNDA Á II MÁNUDUM ÁRIN 2000 OG 2001 Sveitarstjórnakosningar: Aukin víndrykkja áfengissala Sala á rauðvíni og hvítvíni yfir 11 mánaða tímabil hefur aukist um 20 prósent á milli ára, en heildar áfengissala um 8 prósent. Bjórsala hefur aukist um 6,9 prósent en að baki þeirri aukningu eru flestir lítrar, ríflega 600 þúsund. Þá sýnir samanburð- ur sölu fyrstu 11 mánuði þessa árs og síðasta að sala tóbaks hef- ur minnkað í öllum tegundum nema neftóbaki þar sem hún hef- ur aukist um 0,77 prósent. Sala munntóbaks dregst mest saman, um rúm 16 prósent, en vindla, sí- garettna og píputóbaks frá um 1 prósenti til tæplega 4 prósenta. Höskuldur Jónsson, forstjóri ÁTVR, segir að fara verði varlega í að draga ályktanir um breytt neyslumynstur út frá hlutfalls- breytingum á sölu einstakra teg- unda því að baki háum hlutfalls- breytingum geti legið tiltölulega lítið magn. Höskuldur sagði þó ekki leika vafa á að vínneysla fari vaxandi. „Neysla á rauðvíni og hvítvíni hefur aukist mjög hratt á íslandi, en þótt neysluaukningin í bjór sé ekki svona há tala [20 pró- sent] þá er magnaukningin þar. En sem hlutfall er vínið hvað hæst, því grunnurinn er miklu lægri,“ sagði hann. ■ Tegund: 2000 2001 Prós.- lítrar lítrar breyt. Rauðvín 790.491 959.327 21,36 Hvítvín 306.638 363.454 19,44 Ávaxtavín 30.107 37.108 18,77 Vískí 87.048 89.464 3,04 Romm 79.631 77.329 -2,74 Tequila og Mezcal 4.018 3.831 -4,70 Ókryddað Brennivín og vodki 312.840 315.977 1,08 Gin og sénever 59.685 64.115 7,31 Lagerbjór 8.571.937 9.179.384 6,90 öl (dökkur bjór) 42.839 50.885 22,01 Tóbak: Neftóbak 9.350 kg 9.422 kg 0,77 Reyktóbak 8.062 kg 7.758 kg -3,77 Vindlingar (karton) 1.618.657 1.577.413 -2,55 Vindlar (stk.) 10.942.364 10.812.207 -1,19 Munntóbak 24 kg 20 kg -16,27 Upplýsingar fengnar af heimasíðu ÁTVR Utlendingar fá að kjósa alþjóðahúsið Stjórn Alþjóðahúss- ins hefur falið framkvæmda- stjóra þess að undirbúa átak til að tryggja að sem flestir erlendir ríkisborgarar sem búið hafa hér á landi í þrjú ár eða lengur nýti kosningarétt sinn í komandi kosn- ingum til sveitarstjórna. í þessu skyni verður leitað samstarfs við ríki, sveitarfélög á höfuðborgar- svæðinu og aðra sem koma að þessu máli. Jafnframt fagnar stjórhin þessum nýmælum um kosningarétt erlendra ríkisborg- ara sem er að finna í frumvarpi að nýjum sveitarstjórnarlögum. ■ LÖCREGLUFRÉTTIR Lögreglan á ísafirði mældi öku- mann á 106 km hraða á Skut- ulsfjarðarbraut um miðnætti í fyrrakvöld en þar er hámarks- hraði 60 km. Auk þess að keyra of hratt var maðurinn að tala í síma og þegar á reyndi ekki með ökuskírteini á sér. Á hann yfir höfði sér háa sekt auk þess að fá punkta í ökuferilsskrána. —♦— Aísafirði var mikið hvassveður í gærdag sem olli því að jóla- tré sem búið var að reisa á Silfur- torgi og er gjöf frá Hróaskeldu í Danmörku, fauk á hliðina. Að sögn lögreglunnar á ísafirði var beðið með að reisa tréð aftur uns veður lægði. Slobodan Milosevic fyrir rétti: Hlýddi á ákærur um þjóðarmorð HAAG.HOLLANDi.AP Slobodan Milos- evic, fyrrverandi forseti Júgóslavíu, kom í gær fyrir stríðsglæpadómstól Sameinuðu þjóðanna í fjórða skiptið. Var hann ákærður fyrir þjóðarmorð sem hann er sakaður um að hafa framið í Bosníustríðinu á síðasta áratugi. Eins og í fyrri vitnisburð- um fyrir dómstólnum neitaði § Milosevic að svara þeim ásökun- | um sem bornar voru á hendur < honum og þurfti rétturinn að leg- gja fram beiðni um sakleysi fyrir hönd hans. „Þessar ásakanir eru fáránlegar. Mér ætti að vera friði í Bosníu, en ekki stríði,“ þakkað fyrir að hafa stuðlað að sagði forsetinn fyrrverandi. ■ Vesturgata 7 Ráðhús Reykjavikur Bergstaðir Traðarkot tatorg Njonu tímans - notaðu þægindin Þú borgar aðeins tyrir þann tíma sem þú þarft. Notaðu húsin í jólaumferðinni og njóttu þess að hafa ekki áhyggjur af tímanum. Bílahúsin eru alltaf opin klukkustund lengur en verslanir. Bílahús miðborgarinnar og þú nýtur þess að hafa allt á hreinu. BE33C0SJ t'magjaid ra'"' Bílastæðasjóður * I F ...svo í borg sé leggjandi 75% fleiri árang- urslaus ijárnám Mikil aukning hefur átt sér stað í árangurslaus- um fjárnámum s.l. fjögur ár. Misjafnt milli ald- ursflokka. Mest hjá 36-40 ára gömlu fólki. Rúmlega 83% aukning hjá ungu fólki frá 1998. 5KULDIR Tæplega 75% aukning hefur orðið í árangurslausum fjárnámum á síðustu fjórum árum. Samkvæmt tölum frá Láns- trausti hf. voru árangurslaus fjár- nám 3.021 árið 1998 miðað við 5.269 í ár. Flest fjárnám voru reynd hjá aldurshópnum 36-40 ára, eða 836 talsins, en 661 árið á undan. Rúmlega 83% aukning hefur orðið hjá ungu fólki, 21-25 ára, voru 257 árið 1998 en 471 í ár. Lík- legt er að talan eigi eftir að hækka fyrir árslok. Að sögn Reynis Grétarssonar, lög- fræðings og fram- kvæmdastjóra Láns- traust, hefur orðið mikil aukning á síð- ustu tveimur árum og segir hann dæmi um að reynt hafi verið fjárnám hjá 6 ára gömlu barni. „Það sem getur gerst er að barnið á einhverjar eignir og þær eru gjaldskyldar eða skattskyldar og það er ekki borgað af þeim. Væntanlega er ástæðan oft sú að foreldrar setja eignir yfir á börn- in svo það sé ekki hægt að gera fjárnám hjá þeim. Svo er ekki borgað af eignunum." Hann telur lánsveitendur hafa verið of kærulausa en ungt fólk hefur átt greiðan aðgang að ýmis- konar lánsfé s.s. símaáskrift, bíla- lánum, kreditkortum o.fl. „Lánsveitendur hafa verið alltof kærulausir. Framleiðnin hefur verið svo mikil og meðan það er verið að selja vöru með svo mikilli álagningu þá skiptir það ekki eins miklu máli fyrir þá en ella, að allir greiði vör- una.“ Ef fólk lendir á van- skilaskrá tekur um fjögur ár að komast af henni, þ.e. ef skuldirn- ar hafa verið gerðar upp eða samið um greiðslu þeirra. „Það veit engin hve mikið er í vanskilum en oft eru það litlar fjárhæðir sem velta þúfunni. Sem dæmi getur þú átt eign í bíl, sem að hluta til er fjármagnaður með láni. Síðan nærð þú ekki að borga af láninu, bíllinn endar á uppboði og þú tapar honum. Síðan kemur símafyrirtæki með reikning í kjölfarið og þú getur ekki borgað hann. Hvert er þá vandamálið; símareikningurinn eða bílalánið? Litla lánið eða stóra lánið? Það er erfitt að benda á eitthvað eitt sem orsakavald. Fólk hefur einfald- lega verið að eyða um efni fram.“ kristjan@frettabladid.is REYNIR GRÉTARSSON Lögmaður og framkvæmda- stjóri Lánstraust segir lánveit- endur of kærulausa. Samtök verslunar og þjónustu: Jólin kosta minnst 33 þúsund á mann neytendur Svo virðist sem jólasal- an í ár ætli að verða meiri en í fyrra samkvæmt lauslegri könn- un sem Samtök verslunar og þjón- ustu hafa gert meðal kaupmanna. í fyrra var talið að sérhver íslend- ingur hefði varið um 33 þúsund krónum að meðtöldum virðis- aukaskatti til kaupa á jólagjöfum og öðrum sérvörum sem tengjast jólunum að undanskildri matvöru og áfengi. Hins vegar er óvíst hvort landsmenn muni versla meira á hvern íbúa að raungildi í ár þar sem fólk virðist velta því meira fyrir sér en áður hvað það á að kaupa fyrir sig og sína. Sigurður Jónsson fram- kvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu segir margt benda til þess að auking hafi orðið í sölu á fatnaði og ýmsum öðrum sérvör- um en á sama tíma í fyrra. Það séu teikn um að landsmenn versli frekar hér heima en erlendis. Sömuleiðs sé meiri sala í bókum JÓLAVERSLUN Meiri bjartsýni virðist ríkja meðal kaup- manna en oft áður. en oft áður og einnig í íþróttavör- um, ilmvötnum og öðrum sérvör- um. Þá virðist einnig hafa orðið aukning í sölu á matvörum og annarri dagvöru. í því sambandi er bent á að þegar samdráttur verður í hagkerfi þjóða sé al- mennt talað um að neytendur verji stærri hluta ráðstöfunar- tekna sinna í matvörur en þegar hagvöxtur er mikill. ■ 4-

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.