Fréttablaðið - 12.12.2001, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 12.12.2001, Blaðsíða 18
Hver er tilgangur lífsins? Að lifa hátt Að lifa hátt og elska. Vigdís Crímsdóttir rithöfundur BÆKUR ! Hótel Kalifornia________Stefán Máni | Forlagið, 2001, 232 bls. | Allir velkomnir á | Hótel Kaliforníu Meinfyndin bók sem rúllar örugglega af staö og lýk- I ur áður en maður áttar sig á því. Hótel Kalifornía gerist í upphafi níunda áratugarins í Gömluvík, sem er nöturlegt fiskipláss. Gamlavík er óræð- | i ur staður, þar sem flestir karl- I i menn virðast heita Pétur og I allir lifa einsleitu lífi. Sögu- I I hetjan heitir þó ekki Pétur, heldur Stefán, og er einkar ; viðkunnanleg. Stefán er ungur | vinnumaður í frystihúsinu, al- I gjör hrakfallabálkur og afar i brjóstumkennanlegur í þau i ófáu skipti sem hlutirnir ganga honum ekki í hag. Hann i er klár strákur með hæfileika, | sem fá ekki að njóta sín. Samt ! líður honum ágætlega í i Gömluvík og á sér ekki önnur | i markmið en að næla sér í kær- j ustu. Til þess að gíra sig upp í | i kvennafarið hittir hann vini i sína, drekkur brennivín í pepsí I : og hlustar á glæsilegt vínil- | plötusafn sitt. Sagan er einföld | og endurtekningar eru notaðar snyrtilega. Stílbragð höfundar er þægilegt aflestrar og hann nær oft góðu flugi í samtölum. Þó er alvörunni laumað inn svo lítið beri á. Það besta við bókina er hinsvegar að hún veit upp á hár um hvað hún er og flækir ekki málin. Halldór V. Sveinsson WÓÐLEIKHÚSIÐ ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ Stóra sviöiö kl 20.00 ► CYRANO - SKOPLEGUR HETJULEIKUR - Edmond Rostand Frumsýning annan í jólum-uppselt, 2. sýn. fim. 27/12 örfá sæti laus, 3. sýn. sun. 30/12 örfá sæti laus, 4. sýn. fim. 3/12 örfá sæti laus, 5. sýn. fös. 4/1 örfá sæti laus. ► SYNGJANDI í RIGNINGUNNI - Comden/Green/Brown og Freed Fös. 28/12 örfá sæti laus, lau. 29/12 örfá sæti laus, iau. 5/1. ► MEÐ FULLA VASA AF GRJÓTI - Marie Jones Sun. 6/1, fim. 10/1. M Litla sviðið kl 20.00 ► HVER ER HRÆDDUR VIÐ VIRGINÍU WOOLF? - Edward Albee Lau. 15/12 uppselt, sun. 16/12 uppselt, mið. 2/1, sun. 6/1. Ekkí er hægt að hieypa inn í salinn eftir að sýning er hafinl K Smíðaverkstæðið kl 20.00 ► VIUI EMMU - David Hare Aukasýning fös. 28/12 nokkur sæti laus. ► KARÍUS OG BAKTUS - Thorbiörn Egner Lau. 15/12 kl.14:00 uppselt, kl. 15:00 uppselt, kl.16:00 uppselt. sun. 16/12 kl. 14:00 uppselt og kl.15:00 uppselt.lau. 22/12 kl. 14:00 oq 15:00. lau.29/12 kl.14:00 örfá sæti laus og kl. 15:00 nokkur sæti laus, sun. 30/12 kl. 14:00 örfá sæti laus og kl. 15:00 nokkur sæti laus. Miðasöiusími: 551 1200. Netfang: midasaia@leikhusid.is Veffang: www.leikhusid.is 12. desember 2001 MIÐVIKUDAGUR Jólatónleikar Borgar- dætra: Söngur og sprell tónleikar Borgardætur halda jólatónleika á Nasa við Austurvöll á morgun. Hið sívinsæla söngtríó, skipað söngkonunum Andreu Gylfadóttur, Ellen Kristjánsdótt- ur og Berglind Björk Jónasdóttur hefur getið sér gott orð fyrir skemmtanir sínar sem einkennast af samsöng í anda Andrews systra í bland við grín og glens. í fyrra kom út þriðji geisla- diskur Borgardætra, Jólaplatan, en þar syngja þær ýmis jólalög í skemmtilegum útsetningum. Und- BORGARDÆTUR Þær Andrea, Ellen og Berglind Björk eru þekktar sem hinar íslensku Andrew-systur. Þær troða upp á Nasa annað kvöld. irleikarar á tónleikunum verða pí- anóleikarinn Eyþór Gunnarsson, sem jafnframt er útsetjari og söngstjóri, og Birgir Bragason kontrabassaleikari. Tónleikarnir hefjast kl. 21 og aðgangseyrir er kr. 1500. ■ MIÐVIKUPAGUR 12. DESEMBER JÓLASVEINAR_______________________ 10.30: Stekkjastaur er kominn í bæinn og bregður á leik í Ráðhúsinu UPPISTANP_________________________ 22.00: Sigurjón Kjartansson og Þor- steinn Guðmundsson hafa ákveðið að taka eigin áskorun um að endurtaka uppistand sitt á Sportkaffi í Þingholtsstræti. Þeir voru báðir þeirrar skoðunar að þeim hefði tekist sérstaklega vel upp síðast og gætu ekki annað en endurtekið leikinn nú. KVIKMYNPASÝNING___________________ 20.30: Umdeild heimildarmynd, American Pimp, sýnd í Gallerí Skugga, Hverf- isgötu 39. Bjöm Þór Vilhjálmsson bókmenntafræðingur mun halda stutt spjall þar sem hann veitir inn- sýn í ýmsa þætti myndarinnar. Hús- ið verður opnað kl. 20. TÓNLEIKAR_________________________ 20.00 og 22.00: Árlegir jólatónleikar verða haldnir í Hvitasunnukírkj- unni Fíladelfíu Hátúni 2 í kvöld. Fram koma Lofgjörðarhópur Fíladelfíu, Gospelkompaníið og hljómsveitin Godzpeed. Ein- söngvarar eru Páll Rósinkrans, Guðrún Gunnarsdóttir, Þóra Gréta Þórisdóttir, Kristín Ósk Gestsdóttir, Erdna Varðardóttir, Geir Jón Þórisson og Hjalti Gunnlaugsson. Hljómsveit húss- ins skipa Óskar Einarsson píanó- leikari og tónlistarstjóri; Jóhann Ásmundsson bassaleikari; Halldór Gunnlaugur Hauksson trommu- leikari; Hjalti Gunnlaugsson gitar- leikari og Þórir Haraldsson orgel- leikari. Tónleikarnir verða teknir upp og sýndir í Ríkissjónvarpinu að kvöldi aðfangadags. 20.30: Blásarakvintett Reykjavíkur og félagar koma saman og halda sína árvissu tónleika undir heitinu „Kvöldlokkur á jólaföstu" í Frí- kirkjunni við Tjörnina. Leikin verða lög úr „Töfraflautunni" og c- moll serenaða Mozarts og partíta fyrir 9 blásara eftir Krommer. Þeir sem koma fram á tónleikunum eru Daði Kolbeinsson og Peter Tompkins.óbó; Einar Jóhannes- son og Sigurður I. Snorra- son,klarínettur; Jósef Ognibene og Þorkell Jóelsson.horn; Haf- steinn Guðmundsson.Brjánn Ingason og Rúnar Vilbergs- son,fagott og kontrafagott, og Richard Korn, kontrabassi. 22.30: Fönkbandið Búgalú leikur fönk- tónlist á Vídalín. Meðlimir eru Steinar Sigurðarsson ,saxofón, Þorgrímur Jónsson, kontrabassi, Eric Qvick. trommur og Ásgeir Ásgeirsson, gítarleikari. Gróusögur sem lengi lifðu íslenskar konur liðu lengi fyrir neikvæða umíjöllum um framkomu þeirra á stríðsárunum. Islenskum karlmönnum var mjög brugðið þegar allt fylltist af hermönnum og tóku reiði sína út á konum HERDÍS HELGADÓTTIR Segir skýringu á áfellisdómi yfir konum stríðsáranna vera þá að karlmenn höfðu ráðið lögum og lofum í samfélaginu og sættu sig engan vegin við að missa stjórnina yfir konum. bækur „Þessar gróusögur um að konur lægju flatar undir her- mönnum alls staðar höfðu langvarandi áhrif á íslenskar konur,“ segir Herdís Helgadóttir mannfræðingur. Bók Herdísar, úr fjötrum, sem nýverið kom út fjallar um íslenskar konur á árum seinni heimsstyrjaldarinn- ar en lengi vel, og kannski enn í dag, var álitið að íslenskar konur hefðu hagað sér skammarlega á stríðsárunum. „Þessi neikvæða afstaða kom í ljós strax daginn eftir að herinn kom á land. Þá skrifar Alþýðu- blaðið um léttúðardrósir sem höfðu gerst svo ágengar við her- menn að þeim hefði þótt nóg um. íslenskar konur voru síðan ein- faldlega stimplaðar sem föður- landssvikarar sem hefðu brugð- ist landi og þjóð.“ Herdís segir skýringu á áfell- isdómi yfir konum vera þá að karlmenn höfðu ráðið lögum og lofum í samfélaginu og sættu sig engan vegin við að missa stjórn- ina yfir konum. Því hafi öll um- fjöllun um samband íslenskra kvenna við hermenn farið úr böndunum, ekki síður en eftirlit með samskiptum kvenna og her- manna. „Lögreglan tók sér í raun óskorað vald til að fylgjast með konum og unglingsstúlkum og sinnti því verkefni af mikilli alúð. Unglingspiltar fengu hins vegar að leika lausum hala og af- skipti íslenskra karla af konum voru líka látin afskiptalaus. Það kom síðan í ljós að lögreglan þverbraut barnaverndarlög með afskiptum sínum og meðferð á unglingstúlkum sem taldar höfðu hafa brotið af sér, það var Arnfinnur Jónsson kennari sem vakti athygli á því með skrifum sínum 1943 og þá komst skriður á þessi mál og þau voru færð í betra horf.“ Herdís var ellefu ára þegar breski herinn kom til íslands og segist sjálf hafa orðið fyrir mikl- um áhrifum af áróðrinum. „Við konur fórum beinlínis að skammast okkur fyrir að vera konur, þetta þaggaði niður í okk- ur um árabil, enda hélt umfjöll- unin um konur í stríðunu áfram að vera á þessum nótum í áratugi eftir að því lauk.“ Herdís segir vera hræðilegt hversu lengi þessar sögur hafi verið viðurkenndar sem heilag- ur sannleikur, en það sé kannski ekki að furða vegna þess að ráða- menn voru á þessari skoðun, for- dómar þeirra birtust einnig með ýmsum hætti. „íslenskir ráða- menn og hernaðaryfirvöld deil- du t.d. mikið um það hvort væri sökudólgur í útbreiðslu kynsjúk- dóma, konurnar eða hermenn- irnir. Þegar sjúkraskýrslur eru skoðaðar kemur hins vegar í ljós að íslenskir karlmenn voru ekki síður smitaðir en aldrei var um það rætt.“ sigrídur@frettabladid.ís Hin firébæru Panasonic hljómbord . _ . . em komm aftwr. 3 mismunandi gerdtr SHífífiflH : mimn med géstaspiara o§ ótvarpi. 20.30: Gospelsystur Reykjavikur halda tónleika ( Langholtskirkju. Á þess- um tónleikum syngur Stúlknakór Reykjavikur með Gospelsystrum. Gospelsystur frumflytja í þessari tónleikaröð nýtt jólalag eftir Björgvin Þ. Valdímarsson við texta eftir stjórnandann Margréti J. Pálmadóttur. Undirleikari er Agnar Már Magnússon og Stef- án S. Stefánsson sér um flautu, saxófón og slagverk. 23.00: Tvíhöfði skemmtir á Gauk á Stöng og hljómsveitin Buff leikur á eftir. MYNPLIST____________________________ Nú stendur yfir sýning á 27 olíumálverk- um eftir Helga Hálfdánarson í Listacafé og Veislugallery í Listhúsinu í Laugardal. Myndirnar eru á tilboðs- verði út desembermánuð. Helgi hefur stundað nám í olíumálun í Myndlistar- skóla Reykjavíkur '84 - 87 og á ýmsum námskeiðum þar, í Myndlista- og hand- íðaskólanum og í T.H. Aachen í Þýska- landi. Jóhanna Helga Þorkelsdóttir sýnir portrettmyndir i gallerí Nema Hvað, nemandagalleríi Listaháskóla íslands. Sýningin opnar Föstudaginn 7.des. kl. 20:00 og opið er frá 15:00 til 19:00 alla daganna. Sýningunni lýkur 12. des. Allir velkomnir! Steinþór Marinó Gunnarsson listmálari sýnir nú röð smámynda í Verksmiðju- sölunni á Álafossi, Álafossvegi 23, Mosfellsbæ. Þetta er jólasýning. Flest verkin eru unnin á árunum 1980 - 1998. Hér er um að ræða alls 25 verk unnin í pastell og myndir með blandaðri tækni. Sýningin er opin á venjulegum verslunartíma kl. 10.00 - 18.00, og laug- ardaga kl. 10.00 - 14.00. Sýningin er opin til 31. desember. fslensk Grafík sýnir í Hafnarhúsinu, Tryggvagötu 17. Á sýningunni eru verk eftir félagsmenn, auk þess sem skúffugallerí er kynnt og verk sem graf- íkvinir hafa fengið síðustu árin. Sýningin mun standa til 16. desember og er opin frá klukkan 14:00 - 18:00 fimmtudaga til sunnudaga.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.