Fréttablaðið - 12.12.2001, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 12.12.2001, Blaðsíða 2
FRÉTTABLAÐIÐ KJÖRKASSINN SAMRÁÐ Kjósendur á visi.is eru nær einróma í því að gruna olíufélögin um samráð við veðlagn- ingu á bensfní og olíu. Er það þín tilfinning að íslensku olíufélögin hafi samráð um verð- lagningu á bensíni og olíu? Niðurstöður gærdagsins á www.visir.is Nei 4 % Spurning dagsins í dag: Eiga námsmenn erlendis að fá hærri lán til að mætta lægra gengi krónunnar? Farðu inn á vísi.is og segðu þína skoðun I _______ Frestun uppsagna launaliða: Samkomu- lag í nánd kjarasamnincar „Ég er bjartsýnn á að samkomulag náist í fyrramál- ið,“ sagði Ari Edwald, fram- kvæmdastjóri Samtaka atvinnu- lífsins,. í gærkvöldi en en þá var fundi hans formanni ASÍ og full- trúa stjórnvalda enn ólokið. Ari vildi ekki tjá sig nánar um efnisat- riði hugsanlegs samkomulags en komið hefur fram að Alþýðusam- bandið er tilbúið til að samþykkja frestun á uppsögn launaliðar kjarasamninga m.a. gegn 0,25% viðbótarhækkun launa árið 2003 og að stjórnvöld beiti aukinni hörku við ná niður verðbólgu. ■ VIÐSKIPTI I Enn hafa laun átta fyrrum starfsmanna Skjávarps hf ekki verið greidd. Þrír starfsmenn fengu greitt sl. föstudag. íslenska sjónvarpsfélagið keypti öll hluta- bréf í Skjávarpi fyrr á árinu, lagði niður starfsemina og sagði starfs- fólki upp. Síðan hafa laun ekki verið greidd. Lögtaksaðgerðir í sendunum, sem Skjár einn notar til dreifingar sjónvarpssendis á landsbyggðinni, standa enn yfir. —♦-... Krónan styrktist um 2,6% í töluverðum viðskiptum eftir að fréttir bárust af árangri for- mannafunda Alþýðusambandsins þar sem samþykkt var að fresta uppsögn launaliða kjarasamninga. Stýrivextir Seðlabanka Bandaríkj- anna voru lækkaðir í gær í ellefta skipti á árinu og eru nú 1,75%. Seðlabankinn vísaði til „ýmissa ut- anaðkomandi þátta“ sem hefðu neikvæð áhrif á eftirspurn í hag- kerfi landsins. Samt sem áður lækkaði Dow Jones, helsta vísitala hlutabréfa í Bandaríkjunum, um tæpt hálft prósent. 2 12. desember 2001 MIÐVIKUDACUR Þyrla Landhelgisgæslunnar: Aukin viðvera áhafnar könnuð ÖRYCCISMÁL „Menn hafa verið að ræða ýmsar útfærslur á þessu, bæði fyrir atburði liðinnar helgi og eftir á sérstaklega", segir Ingvi Hrafn Óskarsson, aðstoðar- maður dómsmálaráðherra, um hvort ráðist verði í að setja á fastar vaktir áhafnar þyrlu Land- helgisgæslunnar. Nokkuð hefur verið gagnrýnt að langan tíma tæki að koma þyrlu Landhelgis- gæslunnar í loftið eftir að útkall barst þegar Svanborg SH fórst við Öndverðarnes á föstudag. „Það er verið að skoða hvernig megi koma þessum málum sem best fyrir. Meðal annars hefur verið til skoðunar hvernig megi auka viðveru á staðnum. Þetta er allt í þeim farvegi að menn eru að skoða hvaða leiðir eru færar. Það er gert innan Landhelgisgæsl- unnar og ráðherra mun auðvitað fylgjast með því.“ Ingvi Hrafn segir engar upp- lýsingar liggja frammi í ráðu- neytinu um hvaða kostnaður hlyt- ist af því að hafa aukna viðveru þyrluáhafnar og að engar endan- legar tillögur hafi borist frá Landhelgisgæslunni í þessum málum. ■ ÞYRLA LANDHELGIS- GÆSLUNNAR Gæslan kannar leiðir til að auka viðveru áhafnar. Ríkinu stefnt til að efna öryrkjadóm Öryrkjabandalagið hefur stefnt stjórnvöldum fyrir að uppfylla ekki ársgamlan dóm Hæstaréttar. Eftir dóminn töldu stjórnvöld nægilegt að draga úr skerðingu bóta til öryrkja vegna tekna maka þeirra en öryrkjar telja Hæstarétt hafa dæmt alla slíka skerðingu ólöglega. dómsmál Öryrkjabandalag ís- lands hefur stefnt stjórnvöldum vegna meintra vanefnda á að upp- fylla dóm Hæstaréttar frá því 19. desember 2000 varðandi skerð- ingu á örorkubótum vegna tekna maka. Málið, sem var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær, er höfðað í nafni einnar tiltekinnar konu en er þó próf- mál fyrir alla ör- yrkja. Öryrkjabanda- lagið telur dóm Hæstaréttar hafa staðfest kröfur bandalagsins um að óheimilt væri að skerða tekju- tryggingu öryrkja vegna tekna maka þeirra. Stjórnvöld túlkuðu dóminn aftur á móti þannig að ekki væri heimilt að skerða tekjutrygging- una eins mikið og áður var gert og drógu úr skerðingunni. Aður gátu bætur öryrkja farið allt niður í 18 þúsund krónur vegna tengingar við tekjur maka en í dag geta bæturnar ekki orðið lægri en 43 þúsund krónur vegna þeirrar skerðingar einnar og sér. Fullar bætur öryrkja í hjúskap eru hins vegar 51 þúsund krónur og þeim vilja þeir halda óskert- um, burtséð frá tekjum maka sinna. Kröfur öryrkja ná aftur til 1. janúar 1994. „Hér er um einstaklega ljótt ..♦— Fullar bætur öryrkja í hjú- skap eru hins vegar 51 þús- und krónur og þeim vilja þeir halda óskert- um, burtséð frá tekjum maka sinna. —♦— mál að ræða sem bæði þjóðin og hinir háttsettu lögbrjótar hljóta að vilja leiða til lykta áður gengið er til kosninga á nýjan leik,“ segir Garðar Sverris- son, formaður Ör- yrkjabandalags- ins. Garðar segir dómsorð Hæsta- réttar fyrir tæpu ári hafa hljóðað nákvæmlega eins og kröfugerð Ör- yrkjabandalags- ins. „Við fórum fram á að þessi skerðing væri dæmd ólögmæt, ekki að hluta heldur að öllu leyti og á það var fallist. Það var aldrei GARÐAR SVERRISSON „Hér er um ein- staklega Ijótt mál að ræða sem bæði þjóðin og hinir háttsettu lögbrjótar hljóta að vilja leiða til lykta áður gengið er til kosninga á nýjan leikj' segir formaður Öryrkja- bandalagsins. gerð nein gagnkrafa um það að hún yrði aðeins tekin til greina að hluta. Við lýstum því yfir og lof- uðum okkar fólki að við myndum láta á það reyna hvort Hæstirétt- ur hafi verið að fallast á kröfur okkar eða ekki og þá hvort ríkis- stjórnarmeirihlutanum á Alþingi hafi verið heimilt að breyta nið- urstöðu Hæstaréttar. Það er ekk- ert sem bendir til þess að Hæsti- réttur hafi misskilið kröfugerð- ina nema síður sé eins og sést þegar dómsforsendur eru lesnar. Þeir sem sekir reyndust í þessu máli hljóta að fagna því að fá loksins kærkomið tækifæri til að verja gjörðir sínar fyrir dómi enda skoruðu þeir ítrekað á okk- ur að láta reyna á útúrsnúninga sína og þeirri áskorun er okkur bæði ljúft og skylt að taka,“ segir Garðar. gar@frettabladid.is Davíð Oddsson forsætis- ráðherra á Alþingi í gær: Anægja með ASÍ og SA samningar Davíð Oddsson, for- sætisráðherra, lýstii á Alþingi í gær ánægju með að samkomulag væri að takast með aðilum vinnu- markaðarins um frestun á uppsögn kjarasamninga. Hann kvaðst davíð ánægður með að oddsson samvinna tækist um aðgerðir til að stuðla að lækk- un verðlags sem hefðu þegar skil- að sér í styrkingu krónunnar. ■ Guðni Ágústsson: Aður á móti, nú með bein- greiðslum matvælaverð „Nefndin gerir sínar tillögur sem mér líst að mörgu leyti vel á, ekki síst út frá því að þær leiða til lækkunar á grænmetis- verði til neytenda“, segir Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra um væntanlegar tillögur starfshóps sem hann skipaði um að tollar á grænmeti verði lækkaðir og komið á fót niðurgreiðslum til garðyrkju- bænda, sem næmu um 200 milljón- um króna árlega, samkvæmt heim- ildum Fréttablaðsins. Guðni segir tillögurnar geta orðið til þess að friður skapist um garðyrkjuna sem sér þyki hafa orðið fyrir skakka- föllum 15. mars ár hvert, um það leyti sem tollar leggjast á innflutt grænmeti. í viðtali við Fréttablaðið 21. september s.l. hafnaði Guðni bein- greiðslum með orðunum „Það er flókið að fara í einhverjar bein- greiðslur og kemur ekki til greina.“ Aðspurður hvað hefði breyst frá því hann lét þessi orð falla sagði Guðni að þá hefði hann ekki verið sérlega bjartsýnn á að það væri vilji manna að taka upp beingreiðsl- ur til garðyrkjubænda. „Niður- greiðslurnar sem lagðar eru til nú eru ekki með sama hætti og bein- greiðslur í hefðbundnum búgrein- um þannig að menn séu að búa sér til kvótakerfi. Ef þetta verður sam- þykkt í ríkisstjórn þá er þetta frek- ar vilji til þess að hollustuvörur verði á verulega lægra verði.“ | 1 VIÐURKENNING j Landhelgisgæslan afhenti í gær- kvöldi þyrlubjörgunarsveit Varnarliðsins sérstaka viðurkenn- ingu vegna björgunarafreksins við Snæfellsnes síðastliðinn föstudag. Það var Hafsteinn Hafsteinsson, forstjóri Gæslunnar, sem afhenti John Waikwitch, aðmírál, yfir- manni Varnarliðsins og áhöfn þyrl- anna viðurkenninguna í stjórnstöð Gæslunnar að Seljavegi. Skoðaðuá þeim tærnar. Tærnar segja margt um persónuleika, hegðun og vandamál hvers og eins. SRialdborg BÓKAÚTGÁFA Verðbréfaþing: Fyrirtæki fegra ásýnd sína uppgjör „Það er undarlegt að fyrir- tæki sem standa mjög höllum fæti og eru jafnvel með eiginfjárhlutfall undir 10% séu að lagfæra eigið fé í uppgjörum sínum með því að tekju- færa skatta vegna frádráttarbærs skattalegs taps næstu ára,“ segir Sigurður Erlingsson hjá Greining- ardeild Landsbankans Landsbréfa, og nefnir Aco Tæknival og Sam- vinnuferðir - Landsýn sem dæmi. Hann segir varhugavert að leyfa fyrirtækjum sem standa höllum fæti að skrifa of mikið á framtíðina og bendir á að takmarkanir séu á slíku víða erlendis. SL hafi t.a.m. fegrað stöðu sína til muna um mitt árið, en þá hafi það verið tæknilega gjaldþrota. „Endurskoðendur árit- uðu uppgjör þess með fyrirvara um óvissar rekstrarhorfur.“ Eigið fé Aco Tæknivals var sagt neikvætt um 265 milljónir króna í níu mánaða uppgjöri, en þá var búið að tekjufæra 184 milljóna skattalegt tap. Þetta byggist á því að hagnaður næstu ára verði meiri en skattaleg tap sem Sigurður seg- ir vart forsendur til að áætla. „Þessi framkvæmd má teljast eðli- leg fyrir stöndug fyrirtæki á Verð- bréfaþinginu þar sem ljóst er að verulega mikið þarf að bera út af svo ekki náist að innleysa skatt- skuldbindingar, en hæfir síður fyr- irtækjum þar sem rekstrarfor- sendur eru óvissar." ■

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.