Fréttablaðið - 12.12.2001, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 12.12.2001, Blaðsíða 22
FRÉTTABLAÐIÐ 12. desember 2001 MIÐVIKUDACUR JÓLASVEINN VIKUNNAR Listaháskólinn fær höfðinglega jólagjöf: Atta þúsund hljóm plötur í pakka GRUNNUR AÐ GÓÐU SAFNI Skólinn stofnaði styrktarsjóð í nafni Halldórs Hansen í gaer, sem mun byggja upp og styð- ja tónlistarsafn skólans. Stekkjastaur nýtur þess heiðurs að vera fyrsti jólasveinninn af þrettán, sem kemur til byggða. Hann kom í nótt og gaf börn- um gjöf í skóinn. Stekkjastaur mætir í Ráð- hús Reykjavíkur í dag klukkan 10.30, líkt og bræður hans gera á hverjum degi fram að jólum. giafmildi Halldór Hansen læknir undirritaði í gær samkomulag við Listaháskóla íslands um að gefa skólanum tónlistarsafn sitt, auk þess að ánafna honum fasteign sína að Laufásvegi 24 eftir sinn dag. Halldór Hansen er ekki tónlist- armaður í eiginlegum skilningi orðsins, syngur hvorki né leikur á hljóðfæri, stjórnar ekki tónlist né semur. En sem tónlistarunnandi hefur hann lagt mikið af mörkum til íslensks tónlistarlífs með óeig- ingjörnu starfi í þágu tónlistar- manna og íslenskrar tónlistar. Listaháskólanum var afhent safnið í gær en það inniheldur átta þúsund hljómplötur, auk bóka um tónlist, myndbanda og annarra upptaka. Við undirritunina tryggði skólinn að tónlistarsafn Halldórs verði notað í þágu nemenda skól- ans, kennara og annarra þeirra sem leggja stund á rannsóknir og kynningu á tónlist. Jafnframt stofnar skólinn styrktarsjóð í nafni Halldórs, hvers hlutverk er að byggja upp og styðja tónlistar- safn skólans. Jafnframt mun hann árlega veita styrk til eins af tón- listarnemendum skólans, sem náð hefur framúrskarandi árangri. Sjóðurinn tekur við fasteign Hall- dórs eftir hans dag og nýtir hana eða andvirði hennar í þágu starf- semi sinnar. ■ BDKABUD BFINKFI MÁL OG Tfréttir af fólki Frá hugmynd til veruleika? sendingartími þáttanna var öm- urlegur að mati Kremlverja og annarra neytenda gæðaefnis í sjónvarpi. Nú er ljóst að tilgang- urinn var að húrra upp sölu á myndbandinu og fá þeir stöðvar- menn hrós fyrir viðskiptavit," segir á síðu þeirra kreml.is. Stefán Hrafn Hagalín kemur oft með áhugaverða punkta á vef- síðunni kreml.is. í einum þeirra bendir hann á að landlægt áhuga- leysi á stjórnmálum sé ekkert sem við þurfum að hafa áhyggjur af. Það sýni einfaldlega að stjórn- mál skipta okkur minna máli í daglegu lífi og þokkaleg sátt ríki um grundvallaratriði í samfélag- inu. „Það er sem sagt algjör mis- skilningur hjá hugsjónaglöðu fólki af eldri kynslóðinni að almennt áhugaleysi íslenskrar æsku á stjórnmálum sé hið versta mál. Þvert á móti! Landlægt áhuga- og áhyggjuleysi á stjórnmálum hlýt- ur einmitt að vera það sem við stefnum ótrauð að!“ segir Stefán. Og hann hlakkar til: „Ég hlakka til dæmis óskaplega til þess að þegar við snarfækkum verkefnum hins opinbera, þá kallar það sjálfkrafa á tímabæra fækkun ríkisstarfs- manna og fækkun atvinnustjórn- málamanna." Margrét Sigurðardóttir fékk hugmynd að fyrirtæki fyrir nokkrum árum. Eftir námskeið veit hún að hugmyndin hennar virkar. Hún segir ekki vanþörf á að kanna grundvöll fyrir stofnun nýrra fyrirtækja betur en tíðkast hér á landi. Amiðvikudag í síðustu viku var bíl Sturlu Þórðarsonar yfirlög- fræðings lögreglustjóraembættis- ins stolið á stæði fyrir utan mið- borgarstöð lögreglunnar og er enn ófundinn. Sturla sem var í mál- flutningi í héraðsdómi mun hafa hengt upp frakka sinn í fatahengi á ganginum og einhver bíræfinn læðst í vasa hans og fundið lyk- lana. Sá hinn sami gekk síðan um miðborgina vopnaður fjarstýringu og reyndi fyrir sér þar til rétti bíl- inn fannst. Yfirlögfræðingur lög- reglustjóraembættisins hefur m.a. það hlutverk að sækja mál á hend- ur bflþjófum og má því velta fyrir sér hvort fyllsta öryggis hefur verið gætt af hálfu Sturlu þegar hann skildi frakkann sinn eftir eftirlitslausan á göngum hérað- dóms. Ætla mætti að ef einhverj- um væri kunnugt um hve bíræfn- ir menn geta verið væri það jú, yfirlögfræðingi lögreglustjóra- embættisins. Kremlverjar sjá í gegnum sölutrix Stöðvar tvö, að eigin mati að minnsta kosti. Þeir hrósa Stöðinni „sem af makalausri snilld hefur ákveðið að gefa út viðtalsþættina Prívat þar sem rætt var við Jón Baldvin Hanni- balsson föður Kremlar. Það er rétt, eins og fram kemur í frétt Pressunnar, að út- í BÓKABÚÐ MÁLS OG MENNINGAR í BANKASTRÆTI viðtal Margrét Sigurðardóttir fékk hugmynd að eigin fyrirtæki fyrir nokkrum árum. Þá bjó hún í Bretlandi og vann sem knatt- spyrnuþjálfari í hlutastarfi, þar fyrir utan vann hún ýmis hluta- störf sem til féllu. „Ég var orðin leið á þeim störfum og vildi gera eitthvað sjálf.“ Margrét hrinti hugmyndinni í framkvæmd þar í landi og gekk fyrirtækið, sem sinnti smíða- vinnu, ágætlega. Eftir að hún fluttist til íslands hélt hún áfram að gæla við hugmyndina um eigið fyrirtæki og ákvað hún að kanna jarðveg hugmyndarinnar. „Ég fór í námskeið Auðar í krafti kvenna í Háskólanum í Reykjavík nú í haust. Á því er manni kennt að vinna viðskiptaáætlun fyrir hug- myndir en það er fyrst þegar það er gert sem að í ljós kemur hvort að eitthvað er varið í hugmyndir eða hvort þær eru handónýtar." Margrét segist vera mjög ánægð með námskeiðið. „Svona námskeið eiga í raun að fyrir- byggja að maður stökkvi út í sjó- inn áður en maður lærir að synda og ég tel í raun öllum nauðsynlegt sem hyggja á fyrirtækjastofnun að fara á svona námskeið.“ Ein- Yfirmaður þinn segir að þú þurfir ekki að hara neinar áhyggjur. Staðgengill þinn stendur sig frá- bærlega. ÞRÚÐA Sannkallað jólaland Jólabækur, leikföng, jólaskraut, geisladiskar, rafmagnsvörur, norska jólamatarstellið, kerti, spil og margt fleira. Sjón er sögu ríkari MÁRGRÉT SIGUROARDÓTTIR Fékk hugmynd að fyrirtæki og ákvað að kanna grundvöll hennar á námskeiði áður en lengra er haldið. göngu konur voru á námskeiðinu og segir Margrét að eitt af mark- miðum þess sé að auka hlut kven- na í atvinnulífinu. „Ég held að þetta sé mjög gott framtak, en það er ekki spurning að svona námskeið myndi einnig nýtast karlmönnum mjög vel, það eru allt of mörg dæmi um það hér á landi að fyrirtæki séu sett á laggirnar án þess að grundvöllur þeirra hafi verið kannaður til hlít- ar.“ Ekki liggur fyrir nú hvort að Margrét mun fylgja hugmynd sinni eftir hér á landi, það er aldrei að vita segir hún, „það kemur bara í ljós.“ sigridur@frettabladid.is

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.