Fréttablaðið - 12.12.2001, Side 8

Fréttablaðið - 12.12.2001, Side 8
FRETTABLAÐÍÐ FRETTABLAÐIÐ 12. desember 2001 MIÐVIKUDAGUR Útgáfufélag: Fréttablaðið ehf. Útgáfustjóri: Eyjólfur Sveinsson Ritstjóri: Gunnar Smári Egilsson Fréttastjórar: Pétur Gunnarsson og Sigurjón M. Egilsson Ritstjórn, auglýsingar og dreifing: Þverholti 9, 105 Reykjavlk Aðalsfmi: 515 75 00 Sfmbréf á fréttadeild: 515 75 06 Rafpóstur: ritstjorn@frettabladid.is Símbréf á auglýsingadeild: 515 75 16 Rafpóstur: auglysingar@frettabladid.is Setning og umbrot: Fréttablaðið ehf. Plötugerð: ÍP-prentþjónustan ehf. Prentun: Isafoldarprentsmiðja hf. Fréttaþjónusta á Netinu: Vísir.is Fréttablaðinu er dreift ókeypis til allra heimila é höf- uðborgarsvæðinu. Fyrirtæki geta fengið blaðið gegn greiðslu sendingarkostnaðar; kr. 1.100 á mánuði. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta alft efni blaðsins f stafrænu formi og (gagnabönkum án endurgjalds. Vinnuslys: Fékk vírklippur í höfudid og féll af þaki vinnusiys Vinnuslys varð þegar maður féll ofan af þaki nýbygg- ingar Orkuveitunnar við Bæjar- háls um hálftólfleytið í gærdag. Voru tildrög slyssins þau að mað- urinn sem féll og vinnufélagi hans voru að henda á milli sín vírklippum. Ekki vildi betur til en að maðurinn fékk klippurnar í höfuðið og við það féll hann ofan af þakinu um 3-4 metra. Farið var manninn á slysadeild Land- spítala-háskólasjúkrahúss í Foss- vogi en að sögn lögreglunnar fór betur á en horfðist og meiðsl ekki eins alvarleg þau litu út fyr- ir að vera. ■ Sátt umfrestun? Foringjar verkafólks hafa sam- þykkt að fresta uppsögn launaliða kjarasamninga. Á for- mannafundi Alþýðusambandsins lét nærri að fjórðungur fundar- —4.— manna segði nei við frestun eða sat hjá. Þar með voru þeir langtum fleiri sem féllust á að fresta uppsögn- inni. Sá grunur er Andstaða við þessi málalok á eftir að koma upp á yfirborðið. ----4--- uppi að ekki fari endilega saman vilji þeirra sem sátu á fundinum og hins almenna launamanns. Nánast á sama tíma og forystu- menn launafólks sjá ástæðu til að fresta átökum ákvað ríkisstjórn- in að auka álögur á fólk, sér í lagi sjúklinga. Hætt er við að and- staða við þessa ákvörðun verði nokkur. Dæmi eru um að þjón- usta við veika hækki um hundruð prósenta og víst er að meðal þess hóps sem verst verður fyrir þess- um nýju breytingum sé fólk sem sakni þess að hafa ekki sterkari bakhjarla en raun ber vitni. í stað þess að leggjast á árarnar með þeim sem helst þurfa hefur verkalýðsforystan ákveðið að axla ábyrgð á efnahagsstjórn- inni. Það er nokkuð eftirtektarvert að sí og æ falla sömu menn fyrir sömu rökunum. Þeir sem veljast til að bæta hag fólksins í landinu virðast hvergi kunna betur við sig en í félagsskap ráðamanna og 1200 manns handteknir frá því 11. september: „Eins og í skáld- sögu eftir Kafka“ chicago. ap Frá því hryðjuverkin miklu voru framin í Bandaríkjun- um þann 11. september síðastlið- inn hafa bandarísk stjórnvöld lát- ið handtaka eða hneppa í varðhald 1200 manns. Nærri helmingur þessara manna hefur verið sakaður um brot á innflytjendalöggjöf. Sumir þeirra hafa stundað flugnám. Flestir mannanna eru hins vegar frá Austurlöndum nær. Sumir þeirra hafa verið vikum eða mán- uðum saman í fangelsi, án þess að hafa hugmynd um hvers vegna. Einn hinna handteknu er Osama Elfar, þrítugur Egypti sem kom til Bandaríkjanna árið 1996 til þess að stunda nám við flug- skóla. Hann fékk þar dvalarleyfi sem námsmaður, en hætti námi fjótlega og hefur starfað sem vél- virki frá því 1998. „Mér fannst það mjög augljóst að ég myndi verða tekinn til rann- sókna,“ sagði Elfar. „Ég beið eftir þeim til þess að hreinsa sjálfan mig af grun.“ Hann var handtekinn þann 24. september. Leitað var í íbúðinni hans og hald lagt á símreikninga og tölvu. Þann 5. október stóðst hann lygapróf. Lögfræðingur hans segir að það hafi ekki komið honum til góða hversu samvinnu- þýður hann var. Athygli fjölmiðla hefði valdið því, að hann var lát- inn laus eftir tíu vikna fangavist. JVláJ...manna Sigurjón M. Egilsson skrifar um launafólk ekki fari á milli mála að þeir eru með í ráðum þegar ákvarðanir eru teknar og fá að vera með stóru strákunum. Ekki er vafi á að margur launamaðurinn, svo ekki sé talað um þá sem eru veikir, hefðu frek- ar viljað sjá foringjana sína legg- ja sig fram um að bæta þeirra hag - frekar en finna furðuleiðir til að komast hjá átökum við vinnuveitendur og stjórnvöld. Andstaða við þessi málalok á eftir að koma upp á yfirborðið. Það er erfitt að finna skýringu á þessum málalokum. Grunur er um að verkalýðsforingjarnir margir hverjir hafi ekki haft dug til meira og helst sé um að kenna verkfælni. ■ Hann fór strax heim til Eg- yptalands. „Þetta var martröð," sagði hann. „Þetta var eins og að ganga í gegnum skáldsögu eftir Kafka." ■ FEÐGAR FAÐMAST Mohamed Elfarfagnar þarna syni sínum Osama, sem kom til Kaíró þann 5. desem- ber eftir að hafa gengið í gegnum martröð í bandarísku fangelsi. PHILIPS DVD-spilari 49.995 kr. PRINCESS kaffivél 2.495 kr. PHILIPS hrabsuöukanna 4.495 kr. KENWOOD heimabíómagnari + DALI heimabíósett 99.995 kr. PHILIPS matvinnsluvél 8.795 kr. ; . 'j - , \ 'tf // i * \ \ \ 8

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.