Fréttablaðið - 15.12.2001, Page 1

Fréttablaðið - 15.12.2001, Page 1
FRETTABLAÐIÐ lólabakstur íþróttamannsins Prestarnir verða sýnilegri Helga Soffía Konráðsdóttir segir aðvent- una vera mikinn annatíma hjá prestunum. Mér finnst starf mitt yndis- legt á þessum árstíma og nýt aðventunnar í gegnum það,“ segir séra Helga Soffía Kon- ráðsdóttir. „Ég reyni að taka þátt með börnunum mínum í því sem að þeim snýr á að- ventunni, en ég hef ekki kom- ið mér upp föstum hefðum vegna þess hve annasamur þessi tími er hjá okkur prest- unum.“ Helga Soffía segir að þátttaka í dagskrá kirkjunnar á að- ventunni fari sífellt vaxandi og aðventukvöld sem haldin eru í kirkjum landsins séu f jölsótt. „Einhver sagði að á aðventunni kviknaði á prest- unum, eins og hverjum öðrum jólaundirbúningi með börnum sínum en hef- jólaljósum. Ég varð hálf ur ekki komið sér upp ,östum hefðum- móðguð þegar ég heyrði þetta þar sem við erum auðvitað að störfum allan ársins hring. Við verðum hins vegar sýnilegri á þessum árstíma sem er auðvitað guðs þakkarvert." Hún segist skynja að aðventan skipi sífellt stærri sess í lífi fólks. Helga Soffía segir að auk jólahugvekja á stofnunum og hjá félagasam- tökum fari meiri tíma í sálusorgun á þessum árstíma. „Þetta er tími samveru f jölskyldna og því oft afar erfiður þeim sem missa sína nán- ustu. Slíkur missir er alltaf erfiður, en hlutverk sálusorgarans er sér- lega mikilvægt og vandasamt á þessum tíma árs.“ ■ HEFUR EKKI KOMIÐ UPP JÓLAHEFÐUM Séra Helga Soffía Konráðsdóttir tekur þátt í J ólasveinninn hringdi dyrabjöllunni Nú þegar allar verslanir eru yfirfullar af jóladóti er gaman að velta fyrir sér hvernig jólin voru þegar fátt eitt var til í búðunum. JÓL í MEIRA EN 50 ÁR Bergur Jónsson og Erla Eyjólfsdóttir laga jólaundirbúninginn að aldri barna og barnabarna. Jólahald okkar íslendinga hefur breyst á hálfri öld. Hjónin Berg- ur Jónsson og Erla Eyjólfsdóttir hafa lifað þessar breytingar í heim- ilishaldi sínu en þau hófu búskap upp úr seinna stríði þannig að á fyrstu árunum var skömmtun á ýmsum vörum enn við lýði. Þau bjuggu því til ýmislegt fyrir jólin úr litlum efniviði. Eitt af því sem ekki fékkst voru rafmagnsjólaseríur. „Við bjuggum til seríu úr bílaper- um, lituðum þær og tengdum saman með vírurn," segir Bergur sem alltaf hefur haft gaman að ýmsum tæknibrellum. Þau Ei-la og Bergur eiga í fórum sínum ýmislegt jóladót sem hefur fylgt þeim gegnum árin. Það elsta er líklega fyrsta jólatréð sem þau áttu og notuðu í allmörg ár eða þangað til þau fóru að hafa lifandi jólatré. „Nú erum við komin aftur með gervitré," segir Bergur en bætir við að það sé býsna ólíkt gamla trénu. Úrvalið af jólaskrauti var ekki fjölbreytt á fyrstu bú- skaparárum Bergs og Erlu og þau rifja upp músastigagerð barn- anna, fána á bandi og heimatil- búna jólapoka. „Krakkarnir límdu þetta saman og ég setti sælgæti í þá,“ segir Erla. Eitt af því sem Bergur hefur útbúið er lítið jólahús. „Það gekk hérna yfir alda, menn voru að búa til svona lítil hús, lcirkjur og ýmislegt," segir Bergur. Oft voru einnig höfð kerti inni í þessum hús- um. „Mér fannst eitthvað merkilegra að hafa eitt- hvað sem hreyfðist í þessu," heldur Bergur áfram. Hann varð sér því úti um gamlan plötuspilara og notaði hann til að láta börnin í húsinu snú- ast, enda eru þau að dansa £ kring- FYRSTA JÓLATRÉÐ Þetta jólatré var í notkun hjá Bergi og Erlu I mörg ár. Skrautið sem þau notuðu þá er þó glatað. um jólatré. Um árabil setti Bergur alltaf upp gamla járnbrautarlest niðri £ kjallara um jólin. Nú er hins vegar hvorki barna- börn né barnabarna- börn á réttum aldri fyrir þannig að í ár hef- ur jólahúsið verið tekið fram að nýju en það hefur ver- ið í hvíld í nokkur ár. Ein jólin ætlaði að Bergur inn- sigla trúna á jólasveina hjá krökk- unum sínum. Hann tengdi því dyra- bjölluna inn á baðherbergi með vír og hringdi henni þaðan. Börnin hlupu til dyra og þá var þar ekkert nema stór poki með öll- jólagjöfunum. Yngri börnin trúðu þessu eins og nýju neti en elsti sonur- inn fór að rann- saka málið og kom upp um pabba sinn. ■ JÓLAHÚSIÐ Þetta jólahús bjó Bergur til úr gömlum plötu- spilara þannig að fólkið sem dansar í kring- um jólatréð inni í húsinu snerist. GuimundurJ. 9* ISHERRANN Leiðangur Vilhjálms Stefánssonar Árið 1913 stóð Vilhjálmur Stefánsson landkönnuður fyrir metnaðarfullum leiðangri norður í íshaf, 17. júní það ár lagði skipið Karluk upp frá Kanada. Sex vikum síðar var heimsskautsveturinn skollinn á, skipið teppt í ís og eiðangursstjórinn á bak og burt. Með því að nýta sér dagbækur skipbrots- mannanna hefur Jennifer Niven tekist að endurskapa atburðarás þessa afdrifaríka leiðangurs og örvæntingarfullar tilraunir skipbrotsmanna til að komast heim úr auðnum norðursins. Þeir sem komust lífs af urðu aldrei samir. Þessi kynngimagnaða mannraunasaga lætur engan ósnortinn. JamieOliveramyndbandi PP FORLAG

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.