Fréttablaðið - 17.12.2001, Page 8

Fréttablaðið - 17.12.2001, Page 8
FRÉTTABLAÐIÐ 17. desember 2001 MÁNUDACUR Verð frá kr. 19.900 stgr. Umboðsmenn um allt land - Fást í helstu útivistarverslunum m R.SIGMUNDSSON Fiskislóð 16 -101 Reykjavík • Sími 520 0000 www.rs.is • r.sigmundsson@rs.is Raf- geyma þjónusta Vagnhöföi 21 • 110 Reykjavik Sími: 577 4500 velaland@velaland.is VELALAND UÉLASALA • TÚRBIfUUR VARAHLUTIR • VIÐGERÐIR Stalskapar fyrir vinnustadi Stærð: D: 50 cm B: 30/40 cm H: 180 Verð frá * UMBOÐS- OG HBLDVERSLUN Strazsnzzsr AUÐBREKKA 1 200 KÓPAVOGUR SÍMI: 544 5330 FAX: 544 5335 | www.straumur.is | Leitið upplýsinga Dressmann verslanirnar: LÖGRECLUFRÉTTIR Kxeditkortanotkun mun minni í ár verslun „Fólk veltir mun meira fyr- ir sér hvað hlutirnir kosta nú held- ur en áður,“ sagði Áróra Gústafs- dóttir, svæðisstjóri Dressmann á íslandi, en Dressmann rekur fjórar verslanir á öllum helstu verslunar- stöðunum á landinu. Hún segir fólk í mun ríkari mæli gera verðsaman- burð og kaupi jafnan þar sem hag- stæðast er. „Það sem hefur komið mér á óvart er hvað kreditkorta- notkun í verslunum okkar er lítil í ár miðað við áður. Mér finnst á fólki eins og það sé búið að setja sér ákveðin mörk hvað það ætli að eyða í jólagjafir." Áróra segir jólavertíð- ina hafa farið fyrr af stað núna sé tekið mið af sömu viku í fyrra. Seg- ir hún veðrið spila þar stórt hlut- verk, sérstaklega á Laugaveginum en sala þar hafi verið mjög mikil í síðustu viku. Áróra segir verslunar- miðstöðina Glerártorg á Akureyri koma mjög sterkt inn í ár en þar hafi verslun verið mjög lífleg. Að- spurð hvaða Dressmann verslun væri að sýna hæstu sölutölurnar segir hún verslunina í Kringlunni hafa vinninginn, Smáralind komi í humátt á eftir, þá Laugavegurinn og Glerártorg á Ákureyri fylgi fast áeftir. ■ FRÁ KRINGLUNNI Sölutölur Dressmann á íslandi sýna að verslun þeirra í Kringlunni sé sú söluhæsta af þeim fjórum sem reknar eru en hinar eru staðsettar í Smára- lind, Laugaveginum og á Akureyri. Bifreið var ekið á ljósastaur í Keflavík aðfaranótt sunnu- dagsins með þeim afleiðingum að ljósastaurinn féll til jarðar. Að sögn lögreglu varð bifreiðin óökufær eftir áreksturinn en engin slasaðist Þá hafði lögreglan afskipti af þremur ökumönnum á Reykjanesbraut vegna hraðakst- urs. ...♦..■' Tii slagsmála kom á veitinga- stað í Keflavík í fyrrinótt. Lögreglan aðstoðaði einn sem í átökunum lenti og ók honum á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja, þar sem gert var að sárum hans. Kærð fyrir kynferðislega misnotkun á ungri stúlku Gloria Trevi, ein frægasta poppstjarna Mexíkó varð ófrísk í fangelsi. Grunur um að hún hafi átt í ástarsambandi við lögreglumann. brasilía/mexíkó Söngkonan Gloria Trevi, sem oft hefur verið nefnd „Madonna Mexíkó", hefur nú setið í fangelsi í 19 mánuði í Brasilíu þar sem hún bíður ákvörðunar yf- irvalda um hvort hún verði fram- seld til Mexíkó. Þar er hún eftir- lýst af yfirvöldum, en kæra bíður hennar þar fyrir að spilla ungri stúlku. Hún var handtekin í Rio de Janeiro í janúar á síðasta ári ásamt umboðsmanni hennar, Sergio Andrade, og þau kærð fyr- ir að hlekkja 17 ára gamla stúlku inn í kynlífsþrælahald. Þau flúðu Mexíkó um leið og þau voru ákærð og höfðu lögregluvöld leitað þeir- ra í tvo mánuði áður en þau fund- ust í Brasilíu þann 14.janúar 2000. Tal- að var um að þau hefðu alið stúlkuna upp í því að verða poppstjarna og misnotað hana kynferðislega, sem hluta af „poppupp- eldi“ hennar. Gloria Tlrevi hefur ávallt verið þekkt fyrir að ögra bæði stjórnmálamönnum með skírskotum í kynlíf. En nú eru málin enn flóknari, því Trevi er nú komin að því að ala barn. Hún hélt því upphaflega fram að henni hefði verið nauðgað af einum fangavarðanna, en nú þykir það sannað að hún hafi átt í ástarsambandi við lögreglumann sem starfar innan veggja fangels- isins. Upphaflega var talað urn það í fjölmiðlum að Trevi hefði stuðst við gervifrjóvgun í þeirri von að ólétta sín myndi tryggja það að hún yrði ekki framseld til Mexíkó. Úrelt lög í Brasilíu tryg- gðu flóttamönnum eitt sinn veru í landinu ef það eignaðist barn með ríkisborgara. Söngkonan hefur þegar fengið synjun frá stjórn- völdum um politískt hæli t landinu og er talið að ákvörðun verði tek- in í málinu tveimur mánuðum eft- ir að barnið fæðist. Hvað verður GLORIA TREVI Hélt þvi fram að fangavörður hafi nauðgað sér. svo um barnið er gjörsamlega óráðið. ■ —♦— Talað var um að þau hefðu aiið stúlkuna upp í því að verða popp- stjarna og misnotað hana kynferð- islega, sem hluta af „poppuppeldi" hennar. Þingið komið í jólafrí: 15 frumvörp að lögum SÉÐ Á BAK ÞINGMÖNNUM Þingmenn stinga saman nefjum á síðasta þingfundi ársins í gær. alþingi Alþingi lauk störfum sín- um fyrir jólafrí á fimmta tíman- um í föstudag eftir stíf fundahöld undanfarna daga sem stóðu oft yfir frá morgni fram á kvöld. Að venju varð mikill fjöldi frum- varpa að lögum síðustu dagana og ein fimmtán á tveimur þingfund- um í gær. Meðal helstu frumvarpa sem urðu að lögum í gær má nefna bandorminn margfræga um ráð- stafanir í ríkisfjármálum og frumvarp um stjórn fiskveiða krókabáta en bæði málin gagn- rýndu stjórnarandstæðingar harðlega fram á síðustu stundu. Sömu sögu var að segja um frum- vörp um leigubifreiðar annars vegar og fólksflutninga, vöru- og efnisflutninga. Önnur frumvörp, s.s. um Heyrnar- og talmeinastöð og Náttúruverndarráð runnu í gegn án mikillar andstöðu. Þá var tíu einstaklingum veittur íslensk- ur ríkisborgararéttur og kosið var í stjórnir og nefndir á vegum þingsins. Þingmenn eru því komnir í jólafrí frá þingstörfum en næsti þingfundur verður haldinn 22. janúar næst komandi. ■ Lenti útbyrðis af Elliða GK-445: Komst með naumindum í bjarghring sjóslys Skipverji bjargaðist með naumindum þegar hann lenti út- byrðis af Elliða GK-445 á laugar- dagsmorgun. Manninn tók út þeg- ar skipverjar voru að reyna að koma nýjum trollpoka upp á trom- lu. Maðurinn náði með naumind- um í bjarghring með ljósbauju sem félögum hans tókst að kasta í átt til hans. Annar stýrimaðurinn á bátnum, sem var í flotgalla, komst til hans og synti með hann að skip- inu aftur. Maðurinn var orðinn mjög þrekaður þegar honum var bjargað en sagði snarræði félaga sinna hafa bjargað lífi sínu. ■

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.