Fréttablaðið - 17.12.2001, Page 13

Fréttablaðið - 17.12.2001, Page 13
MÁNUDAGUR 17. desember 2001 FRÉTTABLAÐIÐ 13 Finnskt nautakjöt flutt hingað þrátt fyrir að riða hafi fundist þar: Tvö tonn seld á veitingastöðum landbúnaður Riðuveiki hefui’ greinst í nautgrip á Finnlandi en hingað til lands hafa verið flutt inn tvö tonn af finnsku naut- gripakjöti sem aðallega hafa verið seld til veitingastaða. Hall- dór Runólfsson, yfirdýralæknir, segir engar sérstakar ráðstafan- ir gerðar hér á landi varðandi áframhaldandi innflutning og vísar til þess að verið sé að selja nautakjöt frá Finnlandi í frjálsri verslun í löndunum í kring. „Það fylgdu öll vottorð með þessu kjöti sem við gerðum kröfu um og tel ég að það þurfi einhverjar sérstakar ástæður til þess að hætta þessum innflutningi.“ Halldór segir að ein- ungis sé um eitt riðutil- felli að ræða sem fund- ist hefði í sex ára gömlu nauti að undangenginni umfangsmikillar sýna- töku úr sinum naut- gripa. Hann segir finnsk yfirvöld ætla að halda því eftirliti áfram Halldór segir kjötið sem flutt hefur verið til landsins vera hágæða- nautalundir og veitinga- hús aðallega sóst eftir því. Hafði hann engar upplýsingar um hvaða veitingastaðir það HALLDÓR RUNÓLFSSON Halldór hvetur islenska neytendur til að spyrj- ast fyrir á veitingastöð- um hvaða kjöt þeir séu að fara að leggja sér til munns. væru. Halldór var innt- ur eftir því hvað ís- lenskir neytendur gætu gert til þess að fylgjast með því hvað þeir létu sér í munn. „Ég hvet alla þá sem hafa einhverjar áhyggjur að spyrjast fyrir um það á veit- ingastöðum hvaðan kjötið komi. Fólk hefur fullan rétt á að fá þær upplýsingar." Segir hann að héðan verði fylgst grannt með framvindu mála í Finn- landi. ■ Kaup Goða á sláturhúsum ETíB ganga til baka fyrir jól Lögfræðingar Kjötumboðsins og Kaupfélags Héraðsbúa ræða hvernig leita megi sátta í deilum um hvort staðið hafi verið við kaupsamning Goða á þremur sláturhúsum KHB. Mestar líkur eru á að kaupin gangi viðskipti Talsverðar líkur eru á því að Kaupfélag Héraðsbúa muni taka til baka sláturhúsin þrjú sem það seldi Goða, nú Kjötumboðinu, í des- ember á síðasta ári. Stjórnendur kaupfélagsins hafa haldið því fram að Goði hafi ekki staðið við kaup- samning að öllu leyti og hafa kraf- ist þess að Kjötumboðið standi við kaupsamninginn eða að honum verði rift að öðrum kosti. Málið hefur verið í höndum lögfræðinga fyrirtækjanna sem hafa fundað um það að undanförnu. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins eru mestar líkur á því að niðurstaðan verði sú að kaupin gangi til baka og Kaupfélag Héraðsbúa taki aftur til baka á næstu dögum. við sláturhúsunum þremur sem eru á Hvolsvelli, Egilsstöðum og Breiðdalsvík og er ekki útilokað að það verði frágengið fyrir jól. Þegar gengið var frá kaupunum á sínum tíma var samið á þann veg að Goði greiddi fyrir sláturhúsin með hlutafé í fyrirtækinu, yfirtöku skulda á sláturhúsunum auk útgáfu víxils fyrir kaupverði. Deilan um vanefndir stendur um yfirtöku skulda en stjórnendur Kaupfélags Héraðsbúa telja að yfirtakan á skuldum húsanna hafi ekki gengið eftir þar sem veðhafar hafi hafnað yfirtöku Goða/Kjötumboðsins á skuldunum. Ingi Már Aðalsteinsson, kaupfé- lagsstjóri Kaupfélags Héraðsbúa, staðfestir að viðræður hafi átt sér stað milli lögfræðinga fyrirtækj- anna. „Líklega fer þetta á þann háttinn að kaupin gangi til baka. Við viljum með þessu reyna að hafa tapið eins lítið og hægt er. Við færum ekki í þetta öðruvísi en við teldum okkur vera að bjarga ein- hverjum hagsmunum.11 Ingi Már segir að niðurstaðan liggi ekki fyr- ir en telur að það kunni að skýrast á næstu dögum þó ekki sé útilokað að eitthvað komi upp á sem verði til þess að tef ja fyrir lausn málsins. Málið sé komið í gang og það sé fyrir öllu. binni@frettabladid.is N°7 Frí kennsla, afsláttur oq kaupaukar á morgun. Skipholts Apótek kl. 14-18 Jólagjalatiitioð Lægsta verð frá KeiiiimshUiiirUaSiian RukaStttWrir;n,«u,iaKk íráKr.3.TM-5-9aa- KaðiarKr. 6.900 Lotldælur trá Kr. 3.585,- IVI/ve-LITE yasaiióssemliolaaiH- íástímísmunandi j stærðum, stæroUGÆ sKmtirmáii! Sími 590 2000 • www.benni.is

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.