Fréttablaðið - 17.12.2001, Qupperneq 18

Fréttablaðið - 17.12.2001, Qupperneq 18
18 FRÉTTABLAÐIÐ 17. desember 2001 MÁNUDAGUR Hannes Pétursson fagnar sjötugsafmæli: Ljóða- og söngdagskrá skáldinu til neiðurs LISTAKLÚBBUR LEIKHÚSKJflLLflRANS í til- efni af sjötugsafmæli Hannesar Péturssonar skálds, er efnt til veglegrar ljóða- og söngdagskrár í kvöld í Listaklúbbi Leikhús- kjallarans. Hannes er ljóðaunn- endum að góðu kunnur. Hann vakti fyrst á sér almenna athygli með sjö kvæðum í bókinni Ljóð ungra skálda sem út kom árið 1954. í áranna rás hefur hann sent frá sér fjölda Ijóðabóka og ann- arra bókmenntaverka. í kvöld munu Hjörtur Pálsson, cand mag og ljóðskáld, fjalla um skáldskap Hannesar. Sölvi Sveinsson skóla- stjóri segir frá manninum Hann- esi, sveitunga sínum úr Skaga- firði. Söngkonurnar Signý Sæ- mundsdóttir og Björk Jónsdóttir flytja lög eftir tónskáldin Hjálm- ar H. Ragnarsson, Selmu Kalda- lóns, Skúla Halldórsson og Þorkel Sigurbjörnsson við ljóð Hannesar. Undirleikari er Richard Simm. Leikarar og Ijóðskáld munu ann- ast flutning ljóða Hannesar. Upp- lesararnir eru: Arnar Jónsson, Gyrðir Elíasson, Helga E. Jóns- dóttir, Hjalti Rögnvaldsson, Ingi- björg Haraldsdóttir, Ragnheiður Steindórsdóttir og Sigurður Páls- son. Dagskráin hefst kl. 20.30. Húsið opnað 19.30. ■ Undir rúminu Gæludýrin lynr Höfundur: Bragi Olafsson Emil heitir maður sem finnst lífið vera nokkuð erfitt. Hann er nýbúinn að vinna milljón í happdrætti. Hávarður heitir gam- all félagi hans sem ákveður að banka upp á hjá Emil. Hávarður er hins vegar enginn aufúsugestur hjá Emil. Satt best að segja vill hann ekki hitta Hávarð aftur enda skildu þeir með í lítilli sátt eftir sumardvöl í London nokkrum árum fyrr, þar sem þeir gættu gæludýra. Emil skríður því undir rúm en Hávarður inn um glugg- ann. Hann kemur sér fyrir og hleypir gestum (sem voru á leið- inni að hitta Emil) inn í íbúðina. Úr þessari prísund fylgist Emil með atburðum. Bókin er mjög vel Bjartur 2001, 256 bls. skrifuð og kippir lesandanum inn í hugarheim Emils. Maður fær mikla samúð með pirring hans á j Hávarði sem er hrikalega óþol- andi týpa. Emil er hins vegar ekki sérlega spennandi karakter, hann er dæmigerður einstaklingur sem á erfitt með að horfast í augu við hlutina og kunnugleg týpa þannig séð. Gæludýrin er bók sem veltir sér upp úr pínlegum hversdags- leikanum og fær lesendann til að gera slíkt hið sama. Meiriháttar bók fyrir alla sem hafa taugar í það. Sigríður B. Tómasdóttír r V Laugavegi 26 • Kringlunni • Smáralind rudD sRáifi fi eHyktaf^íeypirinn hretniegá^ A ir sponge allt ani r~ Málarar ■ Múrarar ■ Píparar ■ Smiðir Dúkarar ■ Rafvirkjar ■ Ræstitæknar 0 Eitt númer-5111707 Tii þjónustu reiðubúnír! Handlaginn www.handlaginn.is handlaginn@handlaginn.is Lagersala - Lagersala Lagersalan við hliðina á Rafha húsinu, Lækjargötu 30.Hafnarfirði heldur áfram. Mikið úrval af gjafa- og jólavörum. Erum að taka upp mikið magn af nýjum vörum Fatnaður frá kr 300.- Jólaskraut frá kr. 50.- Skór frá kr 400.- Fallegar úlpur kr. 1.900.- Skyrtur kr. 300.- Snyrtivörur kr. 50.- Skartgripir frá kr. 50,- til kr. 300.- Vídíóspólur nýjar og notaðar eitt verð kr. 300.- Fallegar handtöskur og seðlaveski frá kr 400,- til kr. 1.500,- Opið alla daga i desember frá kl. 11.00 - 18.00 fram að jólum og 11.00 - 18.00 milli jóla og nýárs íslensk mynd- list í 100 ár 38 listamenn eiga verk á nýrri yfirlitssýningu í Listasafni Islands. Sýningin spannar ís- lenska myndlistarsögu á 20. öld. mynplist Um helgina var opnuð yfirlitssýning í Listasafni ís- lands sem ber heitið „íslensk myndlist á 20. öld“. Sýnd eru verk í eigu safnsins eftir 38 ís- lenska listamenn. Sá elsti, Þór- arinn B. Þorláksson, er fæddur 1869 en sá yngsti, Sigurður Árni Sigurðsson, er fæddur 1963. Sýningin gefur gestum yfirlit yfir það helsta í íslenskri mynd- list um 100 ára skeið og í sýning- arskrá er gerð grein fyrir stefn- um og straumum sem höfðu áhrif á myndlistarmennina og verk þeirra sett 1 innlent og er- lent samhengi. Sýningunni er skipt í fimm hluta. í hluta sýningarinnar sem nefnist: „Brautryðjendur í upp- hafi 20. aldar eru verk eftir tvo fyrstu atvinnulistamennina, Þórarinn B. Þorláksson og Ás- grím Jónsson. í „Upphafi ís- lensks módernisma" eru verk þeirra sem settu mestan svip á íslenska myndlist á fyrri hluta GOS Málverk eftir Nlnu Tryggva- dóttur frá 1964. SKÓGARHÖLLIN Skógarhöllin eftir Jóhannes Kjarval frá 1918. aldarinnar. í „Abstraktlist" eru verk sem endurspegla umbrota- tíma síðari heimsstyrjaldar og aukin tengsl íslenskra lista- manna við umheiminn að henni lokinni. í „Nýraunsæi áttunda áratugarins" sjást straumar í ís- lenskri myndlist sem komu fram á sjöunda áratugnum undir áhrifum frá popplist, konseptlist og flúxushreyfingunni. í hlutan- um „Þrír fulltrúar Nýja mál- verksins" eru verk frá fulltrú- um hlutbundna málverksins sem fram kom upp úr 1980. Þess má geta að gagnagrunn- ur Listasafnsins verður opinn gestum í tölvum safnsins á með- an á sýningu stendur. í honum er þegar hægt að skoða tæplega 1000 verk Gunnlaugs Scheving. Listasafn íslands er opið alla daga nema mánudaga frá 11-17. MÁNUDAGURINN 17. DESEMBER SKEMMTUN___________________________ 20.30: Ljóða- og söngdagskrá í Lista- klúbbi Leikhúskjallarans í tilefni af sjötugsafmæli Hannesar Pét- urssonar skálds. Þau Arnar Jóns- son, Gyrðir Eiíasson, Helga E. Jónsdóttir, Hjaiti Rögnvaldsson, Ingibjörg Haraldsdíttir, Ragn- heiður Steindórsdóttir og Sig- urður Pálsson lesa úr Ijóðum hans. Hjörtur Pálsson, cand mag og Ijóðskáld, fjallar um skáldskap Hannesar. Sölvi Sveinsson skóla- stjóri segir frá manninum Hann- esi, sveitunga sínum úr Skagafirði. Söngkonurnar Signý Sæmunds- dóttir og Björk Jónsdóttir flytja lög eftir tónskáldin Hjálmar H. Ragnarsson, Selmu Kaldalóns, Skúla Halldórsson og Þorkel Sigurbjörnsson við Ijóð Hannes- ar. Undirleikari er Richard Simm. 20.00: Frönsk Ijóð og klassík í Hafnar- borg. Flytjendur eru Guðrún S. Birgisdóttir og Elíabet Waage, Flutt verður tónlist eftir Debussy, Fauré, Tournier, Ravel, Bizet og Ibert. Jóhann Sigurðarson leikari les frönsk Ijóð. TÓNLEIKAR__________________________ 22.00: Jólarokk á Gauknum á vegum Logsýru. Hljómsveitirnar Albert, Graveslime og Saktmóðigur spila. MYNDLIST___________________________ í Listasafni íslands stendur nú yfir yfir- litssýning sem ber heitið "íslensk myndlist á 20. öld". Sýnd eru verk í eigu safnsins eftir 38 íslenska listamenn. Sá elsti er Þórarinn B. Þorláksson en sá yngsti Sigurður Árni Sigurðsson. Sýningin veitir gestum gott tækifæri til að fá yfirlit yfir margt það helsta í ís- lenskri myndlist um 100 ára skeið. í sýn- ingarskrá er gerð grein fyrir stefnum og straumum sem höfðu áhrif á íslenska myndlistarmenn og verk þeirra sett í innlent og erlent samhengi. Stuttsýning: Árný Björk myndlistarkona og Óttar Hrafn tónlistarmaður sýna í Gallerí Reykjavík, Skólavörðustíg 16. i Ófeigi, Skólavörðustíg 5, sýna lísta- menn sem reka gallerí Meistara Jakob í sama húsi, til janúarloka. Listamennirnir eru Aðalheiður Ólöf Skarphéðinsdótt- ir, grafík, Auður Vésteinsdóttir, listvefn- aður, Elísabet Haraldsdóttir, leirlist Guðný Hafsteinsdóttir, leirlist Kristín Sigfríður Garðarsdóttir, leirlíst Kristín Geirsdóttir, málverk, Margrét Guð- mundsdóttir, grafík Sigríður Ágústs- dóttir, leirlist Þorbjörg Þórðardóttir, listvefnaður Þórður Hall, málverk. Lovísa Lóa Sigurðardóttir sýnir olíu- myndir í vinnustofu sinni að Bergstaða- stræti 33b. Sýningin verður opin 12.00- 20.00 til 18. desember. Gjörningaklúbburinn sýnir ný verk í gall- erí@hlemmur.ís, Þverholti 5. Gjörningaklúbbinn skipa þær Eirún Sigurðardóttir, Jóní Jónsdóttir og Sigrún Hrólfsdóttir. Galleríið er opið fimmtudaga til sunnudaga. Sýningin stendur til 6. janúar 2002. Jónína Guðnadóttir, myndlistarmaður, sýnir keramlkverk í Gallerí Reykjavik. Sýningin stendur til 17. desember. Benedikt S. Lafleur sýnir verk í Gallerí Reykjvík. Sýningin stendur til 31.des. Hulda Vilhjálmsdóttir sýnir málverk á Kaffi IVIokka við Skólavörðustíg. Nú stendur yfir sýning á 27 olíumálverkum eftir Helga Hálfdánarson í Listacafé og Veislugallery i Listhúsinu í Laugardai. Myndirnar eru á tilboðsverði út desem- bermánuð. Helgi hefur stundað nám í olíumálun í Myndlistarskóla Reykjavíkur '84 - 87 og á ýmsum námskeiðum þar, í Myndlista- og handíðaskólanum og í T.H. Aachen í Þýskalandi. Þjóðleikhúsið: Leitað eftir drengjum leikhús í febrúarlok er stefnt að því að setja upp leikrit um tví- burabræðurna Jón Odd og Jón Bjarna sem hafa verið í uppáhaldi hjá þjóðinni síðan bækur Guðrún- ar Helgadóttur komu fyrst út á áttunda áratugnum. Þjóðleikhúsið setur sýninguna upp og leitar nú eftir drengjum á aldrinum átta til ellefu ára, gjarnan tvíburum eða bræðrum, til að fara með hlutverk Jóns Odds og Jóns Bjarna. í dag og á morgun verða leikprufur í æfingasal Þjóðleikhússins, Lind- argötu 7. Þjóðleikhúsið hefur af og til haldið opnar prufur á borð við þessa þegar stendur til að setja upp barnaleikrit, síðast var JÓN ODDUR OG JÓN BJARNI Voru eitt sinn kvikmyndaðir en nú á að færa drengina upp á svið. minn ljónshjarta var settur á svið. Drengir með leikara í maganum eru beðnir um að skrá sig hjá Steinunni á skrifstofu Þjóðleik- hússins í síma 5851200. Leikstjóri sýnjngarinnar veröur Þórhaílur sí-'- ' Steinþór Marinó Gunnarsson listmálari sýnir nú röð smámynda í Verksmiðjusölunni á Álafossi, Álafos- svegi 23, Mosfellsbæ. Þetta er jólasýn- ing. Flest verkin eru unnin á árunum 1980 - 1998. Hér er um að ræða alls 25 verk unnin í pastell og myndir með blandaðri tækni. Sýningin er opin á ven- julegum verslunartíma kl. 10.00 - 18.00, og laugardaga kl. 10.00 - 14.00. Sýningin er opin til 31. desember. I versluninni Dýrinu sýnir Sigurdís Harpa Arnardóttir. Hún sýnir verk sem hún kallar Stillimyndir. Verkið og fram- setning þess hefur verið lengi að gerjast í listamanninnum og er í beinu samhen- gi og framhaldi af málverkum hennar og Ijósmyndaverkum. Stillimyndir er þrívítt verk sem byggist á stuttum frásögnum, eins og atriði i kvikmynd, þó án eigin- legs upphafs né endis.

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.