Fréttablaðið - 23.01.2002, Blaðsíða 4
4
FRETTABLAÐIÐ
23. janúar 2002 MIÐVIKUDACUR
SVONA ERUM VID
ATVINNULEYSI EYKST
Á súluritinu er atvinnulausum skipt eftir
lengd atvinnuleysis á tveimur tímapunkt-
um. Þeir sem voru atvinnulausir í lok októ-
ber sl. höfðu að meðaltali verið án vinnu
lengur en þeir sem voru atvinnulausir i
ágústlok. Samkvæmt Hagstofunni hefur at-
vinnuleysi aukist meira á landsbyggðinni
en á höfuðborgarsvæðinu.
NÚPUR BA
Skipalyftan átti lægsta tilboð í fullnaðarvið-
gerð á Núpi BA, sem strandaði við Patreks-
fjörð í nóvember.
Skipalyftan í Vestmanna-
eyjum:
Verðaaf
verkinu tak-
ist ekki að
þétta skipið
skipaviðgerðir „Við hefðum ekki
boðið í verkið, ef við ætluðum
okkur ekki að fá það,“ segir Ólaf-
ur Friðriksson, framkvæmda-
stjóri Skipalyftunnar í Vest-
mannaeyjum. Skipalyftan átti
lægsta tilboð í fullnaðarviðgerð á
Núpi BA, sem strandaði við Pat-
reksfjörð í nóvember. VÍS, trygg-
ingafélag skipsins, hefur séð um
að þétta bátinn og hefur verkið
verið í höndum skipasmíðastöðv-
arinnar, Þorgeirs og Ellerts, á
Akranesi. Takist ekki að þétta
skipið verður fullnaðarviðgerð á
því unnin á Akranesi. „Það er ver-
ið að vinna í þessu máli,“- segir
Ólafur. „Ég get ekki merkt annað
en að menn séu að vinna að þessu
máli. Það mun væntanlega skýr-
ast í vikulokin." ■
—♦—
Umferðarráð:
Þarf að
skoða
hlut jeppa
í slysum
umferð Til umræðu er hjá Um-
ferðarráði að athuga sérstaklega
hlut jeppa í umferðarslysum.- Að
sögn Arnar Þ. Þorvarðarsonar,
deildarsérfræðings hjá Um-
ferðarráði, hefur, fram að þessu,
ekki verið skoðað sérstaklega
hvort breyttir eða upphækkaðir
bílar lendi fremur í umferðaslys-
um en aðrir bílar. „Við höfum
heyrt um þau atvik þar sem jepp-
ar lenda í slysum og fylgst með
þeirri umræðu,“ segir Orn. Ljóst
sé, að ef bíll er óstöðugur vegna
dekkjastærðar þurfi ökumaður að
hafa alla einbeitingu við akstur-
inn til þess að stjórna bílnum.
„Það er ómögulegt að segja hvort
breyttir jeppar séu hættulegri í
umferðinni en aðrir bílar. Það
þarf þó að skoða með því að gera
úttekt á slysum þar sem jeppar
eiga í hlut.“ Ekki hafi verið ákveð-
ið hvenær úttektin fari fram. Örn
sagðist þó eiga von á að það yrði á
þessu ári. ■
Heilbrigðisnefndir sveitarfélaga:
Allt að 33,3% hækkun á gjaldskrá
verðlag Margar heilbrigðis-
nefndir sveitarfélaga hækkuðu
gjaldskrár sínar í síðasta mán-
uði. Af einstökum sveitarfélög-
um var hækkunin einna hlut-
fallslega mest hjá heilbrigðis-
nefnd Kjósarsvæðis, Mosfells-
bæjar og Seltjarnarnesbæjar,
eða ,um 33,3%. Á Norðurlandi
vestra hækkaði gjaldskráin um
20% og um 10% í Reykjavík. Sig-
urður Jónsson framkvæmda-
stjóri Samtaka verslunar og
þjónustu segir að allur kostnað-
ur sem atvinnulífið verður að
taka á sig fari fyrr eða síðar út í
verðlagið. Hann segir að þessar
hækkanir hjá borginni séu at-
hyglisverðar í ljósi þess að borg-
aryfirvöld hafa staðhæft að
borgin hefði ekki átt þátt í þeim
verðhækkunum sem hafa átt sér
stað að undanförnu.
Hrannar B. Arnarson formað-
ur Umhverfis- og heilbrigðis-
nefndar Reykjavíkurborgar seg-
ir að þessi gjaldskrárhækkun
hjá heilbrigðiseftirlitinu sé af
aðallega af tvennum toga. Fyrir
það fyrsta sé það að hluta til
vegna launahækkana sem orðið
hafa hjá starfsmönnum og ein-
nig vegna almennra verðlags-
breytinga. Hann segir ekki stan-
da til að draga þessa hækkun að
einhverju leyti til baka vegna
þess að þá þyrfti að hækka skat-
ta á móti.
Þorsteinn Narfason heilbrigð-
isfulltrúi í Mosfellsbæ segir að
þetta sé uppsöfnuð hækkun hjá
þeim. Hann segir að hækkunin
hefði orðið meiri ef alfarið hefði
verið farið eftir reiknilíkani um-
hverfisráðuneytisins. Það hefði
hins vegar verið pólitísk ákvörð-
un bæjaryfirvalda að gera það
ekki. ■
SIGURÐUR JÓNSSON
Segir að allur kostnaðarauki atvinnu-
lífsins fari fyrr eða síðar í verðlagið.
Garðabær fær 10 millj -
ónir á ári vegna Marels
Forstjóri Marels sagði að fyrirtækinu hefði ekki boðist nægilega stór lóð í Reykjavík. Bæjaryfir-
völd í Garðabæ breyttu skipulagi í Molduhrauni fyrir Marel. Fyrirtækið ílytur í nýtt 15 þúsund
fermetra húsnæði í júlí.
sveitarfélög Bæjaryfirvöld í
Garðabæ breyttu skipulagi til
þess að hægt væri að útvega
Marel lóð undir starfsemi sína í
Molduhrauni. Ásdís Halla Braga-
dóttir, bæjarstjóri Garðabæjar,
sagði að vissulega væri það
ákveðin tekjulind að fá stórfyrir-
tæki í bæinn. Bæjarsjóður myndi
fá árlega um 10 milljónir króna
frá Marel í formi
fasteignagjalda og
„Við skoðuð- lððarleigu. Hörður
um lóðafrarn- Arnarson, forstjóri
boð bæði í Marel, sagði að
Reykjavík, fyrir um þremur
Kópavogi, árum þegar fyrir-
Mosfellsbæ og tækið hefði verið
Garðabæ" að leita að lóð hefði
-V- lóðaframboð stór-
Reykjavíkursvæðinu verið skoð-
að.
„Við skoðuðum lóðaframboð
bæði í Reykjavík, Kópavogi, Mos-
fellsbæ og Garðabæ," sagði Hörð-
ur. „Við enduðum síðan með því að
velja Garðabæ. Það
sem réði úrslitum
var að við þurftum
mjög stóra lóð og
hana gátum við
ekki fengið í
Reykjavík. Lóðin
sem við fengum er
i.mjög vel staðsett
og á jafnsléttu. Við
lögðum mikla
áherslu á það
þvi fram-
leiðsludeildin
þarf að vera á
einu gólfi, það
er mjög hag-
kvæmt."
að fyrir
HÖRÐUR
ARNARSON
„Það sem
réði úrslitum
var að við þurft-
um mjög stóra
lóð og hana
gátum við ekki
fengið í Reykja-
vík."
Hörður sagði
Marel hefði ekki skipt höf-
uðmáli að vera áfram í
Reykjavík. Aðspurður sagði
hann að Marel hefði í raun
aldrei farið fram á það að borgar-
ÁSDfS HALLA
Tekjulind að fá
stórfyrirtæki í
bæinn.
yfirvöld í Reykjavík breyt-
ta skipulagi sínu til þess að
fyrirtækið gæti byggt þar.
Það hefðu í raun aldrei
lóðir komið til
greina í höfuðborginni.
Eina lóðin sem þeir hefðu
getað fengið hefði ekki
hentað þar sem þar væri
hallandi landslag.
Fyrir okkur er þetta eitt at-
vinnusvæði og það skiptir ekki
miklu máli fyrir okkur þó við
séum með reksturinn í einhverju
nágrannasveitarfélagi Reykja-
víkur.“
Hörður sagði að Marel myndi
flytja starfsemi sína í nýtt 15.000
fermetra svæði í Garðabæ í júlí.
Flutningurinn myndi breyta
miklu fyrir fyrirtækið því hús-
næðið upp á Ártúnshöfða, þar
FLUTNINGAR FRAMUNDAN
Um 30 manns störfuðu hjá A/larel þegar
það hóf starfsemi. Nú eru þeir 300 og því
þarf fyrirtækið. að flytja í stærra húsnæði.
sem Marel hefur verið í 15 ár,
hentaði ekki lengur fyrir rekst-
urinn. Til marks um það hefðu 30
manns starfað hjá fyrirtækinu
fyrir 15 árum en nú væru starfs-
mennirnir orðnir 300.
trausti@frettabladid.is
Enron í Bandaríkjunum:
Sakað um að hafa
eytt fleiri skjölum
. WASHINGTON.AP Enron, bandaríska
orkusölufyrirtækið sem varð
gjaldþrota á dögunum, var í gær
sakað um að hafa eytt skjölum í
höfuðstöðum sínum í Houston í
Texas, nókkrum vikum eftir að al-
ríkislögreglan hóf opinbera rann-
sókn á starfsemi fyrirtækisins.
Þetta segja lögfræðingar aðila
sem áttu hlut í fyrirtækinu. „Þeir
eyddu meira að segja skjölum á
jóladag,“ sagði William Lerach,
sem hefur höfðað mál gegn fyrir-
tækinu. Að sögn lögfræðings En-
ron, er málið í rannsókn. Maureen
Castaneda, fyrrverandi deildar-
stjóri hjá fyrirtækinu, segir að
eyðing skjalanna hafi hafist í síð-
ari hluta nóvember og hafi haldið
áfram þar til um miðjan janúar-
mánuð. Kom hún fram í viðtali á
ABC-sjónvarpsstöðinni og sýndi
þar kassa með tættum skjölum
sem talið er að starfsmenn Enron
SÝNIR TÆTT SKJÖL
Á þessu myndbandi ABC-fréttastofunnar, sést fyrrverandi deildarstjóri hjá Enron, Maureen
Castaneda, skoða skjöl sem talið er að Enron hafi eytt á höfuðstöðvum sínum í Houston,
eftir að opinber rannsókn á starfsemi fyrirtækisins hófst.
hafi eytt til aðlosa sig við sönnun- afar viðfangsmikil og alræmd,"
argögn. „Eftir því sem við vitum sagði Lerach í samtali við AP-
var eyðileggíþg sönnunargagna fréttastofuna á mánudagskvöld. ■