Fréttablaðið - 23.01.2002, Side 7

Fréttablaðið - 23.01.2002, Side 7
MIÐVIKUDflGUR 25. janúar 2002 FRÉTTABLAÐIÐ 7 ísraelsmenn drápu fjóra Hamas-menn 1 Nablus og ellefu ísraelar skotnir í hefndarskyni í Jerúsalem: Hamas hótar,, allsherj ar str íði*( NABLUS.VESTURBAKKANUM.flP Allt að 11 manns létust þegar byssumaður hóf skothríð á gangandi vegfarendur í Jerúsalem í gær. Var hann skotinn til bana af lögreglu nokkrum minút- um eftir að skothríðin hófst. Talið er að Palestínumaður háfi verið að verki og að hann hafi viljað hefna dráps fjögurra Hamas-manna í Nablus. Hamas-samtök palestínskra upp- reisnarmanna hótuðu því í gær að heyja „allsherjarstríð" gegn ísrael- um í hefndarskyni fyrir morð ísra- elshers á fjórum meðlimum sam- takanna í gærmorgun. Mennirnir voru myrtir eftir að ísraelar óku með skriðdreka sína inn í borgina Nablus á Vesturbakkanum. Réðust hersveitir þeirra inn í byggingu þar sem grunur lék á að meðlimir Ham- as-samtakanna héldu sig og létust fjórir Hamas-liðar eftir skothríð við ísraela. Mikið af sprengiefni fannst í byggingunni. Níu grunaðir hryðju- verkamenn voru handteknir. Á sama tíma drógu hersveitir ísraela sig til baka frá Túlkarem, sem er skammt frá Nablus, eftir 30 daga hersetu. Talið er að hersveit- irnar muni þó umkringja bæinn enn um sinn, eftir „vel heppnaða að- BYGGING HAMAS-UÐA Palestínumenn söfnuðust saman fyrir utan bygginguna þar sem meðlimir Hamas- samtakanna voru handteknir í bænum Nablus á Vesturbakkanum. gerð,“ gegn palestínskum hryðju- verkamönnum. 11 menn grunaðir um hryðjuverk eru nú í haldi þeirra eftir að hafa verið handteknir í bænum. Hamas-samtökin hétu því í síð- asta mánuði að hlýða að hluta til kalli Yasser Arafat, leiðtoga Palest- ínumanna, um vopnahlé við ísraela. „Röð fjöldamorða, þar á meðal það sem átti sér stað í dag [í gær] í Nablus, opnar dyrnar fyrir allsherj- arstríði gegn her síonista og land- nemunum, fyrir alla muni og á öll- um stöðum," sagði í fréttabréfi sem Hamas-samtökin dreifðu í gær. ■ LÖGREGLUFRÉTT Amazon.com kom Wall Street í opna skjöldu í gær með því að tilkynna rekstrarafgang á síðasta ársf jórðungi. Velta fyrirtækisins á tímabilinu var rúmur milljarður bandaríkjadala og fór vel yfir spár fjármálasérfræðinga. Rúmt ár er síðan Amazon hóf að lofa fjárfest- um hagnaði. Bréf félagsins fóru í 12,40 dollara sem er 20% hækkun. Bandaríska verslunarkeðjan Kmart sótti um greiðslustöðv- un í gær eftir slakt gengi á síðasta ári. Verði beiðnin samþykkt mun félagið fá tímabundna vernd frá lánadrottnum og birgjum. Kmart hefur aflað sér fjármagns til að halda starfsemi óbreyttri um sinn, en það hefur átt erfitt með að fóta sig í samkeppni við WalMart. SUÐURLANDSBRAUT 14 Verið er að leita að nýju húsnæði fyrir þessa nýju stofnun sem er einnig til húsa að Skúlatúni 2. Umhverfis- op heilbrigð- isstoía: Arleg velta vel á annan milljarð borgin Um áramótin tók til star- fa Umhverfis -og heilbrigðis- stofa Reykjavíkur. Forstöðu- maður hennar er Ellý K.J. Guð- mundsdóttir sem flytur hingað til lands frá Bandaríkjunum. Ár- leg velta þessarar nýju stofnun- ar er áætluð vel á annan milljarð króna. Örn Sigurðsson skrif- stofustjóri segir að verið sé að leita' að nýju húsnæði fyrir stofnunina því ætlunin sé að hafa alla starfsemi hennar undir sama þaki. Hann segir að verið sé að skoða sjö möguleika fyrir nýju húsnæði. Markmiðið með þessari nýju stofnun er að efla stjórnsýslu borgarinnar á sviði umhverfis- mála og auka vægi málaflokks- ins í stjórnkerfi hennar. Þessi nýja stofnun skiptist í fimm fag- deildir. Það eru garðyrkjudeild, hreinsunardeild, hollustuþætti, mengunarvarnir, matvælaeftir- lit og eina stoðdeild, Staðardag- skrá 21 - Umhverfisáætlun Reykjavíkur. Auk þess heyrir Vinnuskóli Reykjavíkur undir svið stofnunarinnar en verður áfram undir sérstakri stjórn. ■ LÖGREGLUFRÉTT | Menn á þrítugsaldri voru handteknir í gærmorgun þegar þeir voru að brjótast inn í söluturn á Ártúnshöfða. Þegar leitað var í fórum þeirra fundust verkfæri sem kom í ljós að voru í eigu verktaka í Hafnarfirði. Verktakarnir voru með aðstöðu í Áslandi, nýju hverfi í Hafnar- firði. Voru þetta bæði loftpress- ur og rafmagnsverkfæri. Tækj- unum hefur verið komið til sinna fyrri eigenda. Mennirnir voru yfirheyrðir í gær og málið telst að fullu upþlýst. 8 bitar, stór franskar og Pepsi Kr. 1.999 • Reykjavík • Hafnarfirdi Selfossi • Kópavogi • Mosfellsbæ • Opiö alla daga frá kl: 11.00 - 22.00 savaiio krónur. ■ áiiugajiíifa a malaímn

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.