Fréttablaðið


Fréttablaðið - 23.01.2002, Qupperneq 11

Fréttablaðið - 23.01.2002, Qupperneq 11
IVIIÐVIKUDACUR 23. janúar 2002 FRÉTTABLAÐIÐ 11 Faðir myrti dóttur sína: Hún dó fyrir svíþjóð Fadima, 26 ára Kúrdi, sem búsett hefur verið í Svíþjóð í fjölmörg ár var í fyrrakvöld myrt af föður sínum. Ástæðan morðsins er ást hennar á sænsk- um manni. Hún braut í bága við vilja föðursins sem vildi að hún færi til Tyrklands og giftist kúrdískum frænda sínum. Málið hefur vakið gífurlega athygli í Svíþjóð. Faðirinn játaði þegar í gær að hafa myrt dóttur sína. Hann hef- ur, rétt eins og bróðir hennar, hótað því í fjölmörg ár að láta til skarar skríða gegn dótturinni. Hinn sænski kærasti Fadimu lést í bílslysi í ársbyrjun 1998, sköm- mu áður en hún ætlaði að hefja með honum sambúð. Viku síðar misþyrmti bróðir. hennar henni hrottalega. Hann hlaut fimm mánaða fangelsi fyrir. Fadima sagði í viðtali við sænsk blöð að hún væri ekki í vafa um að morð- hótanir feðgana væru raunveru- legar. Það var dóttirin sem kærði feðgana á sínum tíma til lögregl- unnar og sagðist hún gera það til að vekja athygli á vandamálinu. Kæran gæti einnig varpað ljósi á iaaa»rjarjM»1 ástina vanda annarra innflytjenda í svipuðum sporum. Þegar hún var myrt var Fadima á leið til systur sinnar. Hún hugðist kveðja hana áður en hún færi úr landi til að sinna lokaverkefni sínu í háskólanum. Móðir hennár var einnig á staðn- um þegar faðir henriár birtist með byssu í hendi og skaut dóttur sína til bana. ■ FADIMA Öll fjölskylda hennar snerist gegn henni þegar-hún varð ástfangin af sænskum manni. INNLENT Lögreglurannsókn á Skerjafjarð- arslysinu um verslunarmanna- helgina 2000 er lokið. Rannsóknin fór fram að ósk feðra tveggja pilta sem létust í slysinu. Málinu verður líklega vísað fljótlega til ríkissak- sóknara sem tekur ákvörðun um hvort ákæra verður gefin út. RÚV . greindi frá. Halldór Ásgrímsson átti í gær fund með utanríkisráðherra Spánar, þar sem rædd var staða EES-samningsins, málefni SÞ, bar- áttan gegn hryðjuverkum o.fl. Ráð- herrarnir undirrituðu á fundinum samning milli íslands og Spánar til að komast hjá tvísköttun og til að koma í veg fyrir undanskot á skattlagningu á tekjur og eignir. R AÐAUCLÝSINCAR Verslunar- iðnaðar- og skrifstofuhúsnæði 500 til 1500 fm til leigu á fyrstu hæð að Faxafeni 8. (næsta hús við Hagkaup í Skeifunni 15) Hægt er að skipta húsnæðinu niður í smærri einingar. Einnig er til leigu 200 - 600 fm. á annari hæð. Vinsamlega hafið samhand í síma 5872640 eða 5672121 Tillaga að Aðalskipulagi Reykjavíkur 2001- 2024 I samræmi við 18. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997, er hér með auglýst til kynningar tillaga að Aðalskipulagi Reykjavíkur 2001-2024. Skipulagstillagan er sett fram í greinargerð á þéttbýlisuppdrætti sem' sýnir þróun byggðar, landnotkun og helstu umferðaræðar í Reykjavik og á sveitarfélagsuppdrætti sem sýnir landnotkun utan þéttbýlis í lög- sagnarumdæmi Reykjavíkur. Greinargerð er skipt i þrjá hluta: ■ Stefnumörkun ■ Lýsing aðstæðna, forsendur, skýringar og rökstuðningur með stefnumörkun ■ Þróunaráætlun miðborgar, landnotkun. Umhverfismat aðalskipulagsins og þemaheftin Umhverfi og útivist og Húsvernd í Reykjavík munu liggja frammi með tillögunni. Umsögn Skipu- lagsstofnunar um tillöguna og athugasemdir Skipulags- og byggingar- sviðs við hana munu jafnframt liggja frammi. Tillaga að Aðalskipulagi Reykjavikur 2001-2024 liggur frammi á eftirtöldum stöðum, frá 23. janúar 2002 til 6. mars 2002: ■ Kynningarsal Skipulags- og byggingarsviðs að Borgartúni 3 ■ Ráðhúsi Reykjavíkur ■ Borgarbókasafni Reykjavikur við Grófartorg ■ Þjóðarbókhlöðu við Arngrimsgötu ■ Menningarmiöstöðinni Gerðubergi, Breiðholti ■ Miðgarði, fjölskylduþjónustu í Grafarvogi Þéttbýlisuppdráttur tillögunnar verður til sýnis víða um borgina á upplýsingaskiltum Reykjavíkurborgar frá 28. janúar til 16. febrúar • 2002. Einnig er hægt að kynná sér efni tillögunnar á www.revkiavik.is Athugasemdum við tillöguna skal skila skriflega til Skipulags- og byggingarsviðs Reykjavikurborgar, Borgartúni 3, 105 Reykjavik, merkt Aðalskipulag Réykjavíkur 2001-2024, eigi síðar en 6. mars 2002. Þeir sem ekki gera athugasemd við tillöguna innan tilskilins tima teljast samþykkir tillögunni. FRÉTTABLAÐIÐ Holl og vellaunuð morgunhreyfing Við óskum eftir blaðberum til að bera út Fréttablaðið í eftirtalin hverfi: Vesturbæ Fossvog, Garðabæ, Vesturbæ Kópavogs Þeir sem áhuga hafa geta hringt í síma 515 7520 Virka daga kl. 10:00-16:00 Lágafellsskóli í Mosfellsbæ Má bjóða þér að taka þátt i öflugri liðsheild í nýjum skóla með jákvæðu, áhugasömu og dugmiklu starfsfólki ? Auglýst er starf stuðningsfulltrúa fjóra daga vikunnar fyrir hádegi. Um er að ræða 40 til 50% starf. Umsóknarfrestur er til 5. febrúar næstkomandi og umsókn- um ber að skila í Lágafellsskóla fyrir þann tíma á eyðublöð- um sem fást í afgreiðslu Bæjarskrifstofu Mosfellsbæjar á fyrstu hæð í Kjarna, eða á skrifstofu skólans. Laun eru samkvæmt kjarasamningi Starfsmannafélags Mosfellsbæjar við Launanefnd sveitarfélaga. Upplýsingar um starfið eru veittar í síma 525 92 00 af Birgi Einarssyni, Sigríði Johnsen eða Jóhönnu Magnúsdóttur. Skólastjórnendur Lágafellsskóla V- J Diskótek Sigvalda Búa allar græjur - öll tónlist upplýsingar í síma 898 6070 Húsasmíðameistari getur bætt við sig inni og úti verkefnum svo sem glerísetningum, glugga og hurða- smíði, utanhússklæðningar milli- veggir og fleira. Tilboð og tima- vinna. Upplýsingar í sima 895 3430 og 897 0941. Aug lysinga sími FRETTABLAÐIÐ RAÐAU GLÝSINGAR 515 7522

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.