Fréttablaðið - 23.01.2002, Side 17

Fréttablaðið - 23.01.2002, Side 17
IVilÐVIKUDAGUR 23. janúar 2002 FRÉTTABLAÐIÐ n FRÉTTIR AF FÓLKI [ÉNÍGMA kl. 5.40,8 og 10.20 ffHJ] |THE PLEDGE kl. 8 og 10.2Öin | ATLANTIS m/ ensku tali ZÆD i obbie Williams hefur veriö i.duglegur að mæta á AA fundi í Los Angeles, þar sem hann dvelur nú. Hann segist hafa verið edrú í eitt ár og að fund- irnir séu það eina sem haldi honum gangandi. Hann segir það mun auðveldara að vera edrú í Los Angeles en London og að hver dagur sé bar- átta. Söngvarinn er í sex mánaða fríi frá iðju sinni. Utgáfufyrirtækið London náði að gera sex plötu samning við Dannii Minogue, lítlu systur Kylie. Fimrn fyrirtæki voru víst að berjast um söngkonuna. Stúlk- an komst í annað sæti breska list- ans í nóvember þegar hún söng lagið „Who do you love now?“. Talsmenn fyrirtækisins segjast ætla að gefa út fyrstu smáskíf- una í sumar og fylgja henni eftir með breiðskifu í haust. Kvikmyndin Amélie er orðinn aðsóknamesta,franska kvik- mynd í Bandaríkjunum frá upp- hafi. Myndin er orðuð við Óskar- stilnefningu og eru menn bjart- sýnir um að ef hún fái hana hljóti hún einnig verðlaunin. Myndin hefur þegar tekið 20,9 milljónir dollara í kassan og er leikstjórinn Jean Pierra-Jeunet líklegast í skýjunum yfir velgengninni. X-FILES jENIGMA M.3.4ÍT5.40. Fög 10.2o[|^ jOCEAN'S 11 kLlo|j^ jATLANTIS m/lsltali kl. 5,45jl^TTj 1HARRY POITER m/ ísL tali kLsjj^ LMUOMVfctil 94, SIMI 551 6500 [THE MAN WHO WASN'T- kl. 530,8 og 103o] jSHALLQW HAL kl. 5.45,8 og 10.20 j ZOOLANDER kl. 6 Og 8; REGílBOGinn x- i 1?.L-„V. „ v •. BisntsJ;Va»L 's.tn ivCr ihic. Hak j Sýnd kÍ. 5.30, 8 og 10.30 |JALLA jalla ki. 6, 8 og 10| (SERENDIPnY kl. 6. 8 og lof [bandits kl. 10.30 j LEGALLY BLONDE kl. 6 og 8 [ fc- - - —4 1 QGDolby ÍDÐ/.. TRx Hljómsveitin Trabant: Eiga smáskífu mánaðar- ins hjá Muzik Magazine tónlist Tónlist hljómsveitarinnar Trabant, sem gaf út frumraun sína „Moment of truth“ fyrir síðust jól, hefur verið að fá afbragðsdóma í erlendum tónlistartímaritum. Smá- skífa þeirra „Enter Spacebar" var t.d. valin smáskífa mánaðarins hjá breska tímaritinu Muzik Magazine. Blaðamenn hjá New York Times nefndu sveitina einnig þá áhuga- verðustu sem þeir sáu í heimsókn sinni til landsins á síðustu Iceland Airwaves tónleikahátíð. Erlendu blöðin líkja tónlist Trabants jafnan við Jimi Tenor, Kraftwerk, Ster- eolab og Air. Þó svo að hljómsveitin sé nokk- uð ný af nálinni hafa liðsmenn hennar verið afar áberandi í tón- listarlífinu hér á landi um árabil. Trabant er samstarfsverkefni Við- ars Hákonar Gíslasonar og Þor- valdar Gröndal. Þeir hafa starfað saman áður í hinum ýmsu hljóm- sveitum, s.s. Púff og The Funerals. Á tónleikum eru liðsmenn þó tölu- vert fleiri en þá bætast jafnan við í aftursæti Trabantsins þeir Úlfur Eldjárn, Ragnar Kjartansson, Hlynur Aðils, Egill Sæbjörns, Ólaf- ur Jónsson og Samúel J. Samúels- son. Plata þeirra var gefin út af TMT Entertainment, sem er undir- fyrirtæki Thule Musik, hér á landi en plötunni verður dreift erlendis í febrúar. ■ Pcggy Lee: Djassstúlka kveður Þættirnir eru ekki eins vinsælir og áður og framleiðslu verður hætt í vor. Vinsæll þáttur deyr: Síðasta Ráð- gátan í vor sjónvarp Ákveðið hefur verið að hætta að framleiða sjónvarpsþætt- ina um X-Files (Ráðgátur) þar sem alríkislögreglumenn leita að og finna geimverur og óhugnanleg samsæri hvert sem litið er. Þáttun- um hefur verið sjónvarpað í níu ár en nú er Fox-sjónvarpsstöðin búin að lýsa því yfir að í vor verði hætt við þáttinn. Maðurinn á bak við X- Files heitir Chris Carter og hann segir við blaðamenn að aðstandend- ur þáttanna hafi viljað hætta á toppnum. Helsta stjarna þáttanna, Gillian Anderson sem leikur Scully, var líka búin að lýsa því yfir að hún vildi fara að snúa sér að öðrum hlutum. Flestir telja þó að það sé nokkuð síðan X-Files voru á toppn- um enda hafa kannanir gefið til kynna að stór hluti aðdáenda hafi snúið baki við þáttunum eftir að David Duchovny hætti að leika Mulder. Margir hafa engu að síður haldið tryggð við þættina og að meðaltali horfa um 8,7 milljónir Bandaríkjamanna á þá í hverri viku. Verið er að kanna möguleik- arja á að'Mulder snúi aftur ogjjgimi frkm i einlivCTjmir'lok'aþá'itáTngry tónlist Djass söngkonan og Grammy verðlaunhafinn Peggy Lee, sem m.a. gerði lögin „Fever“ og „Is That All There Is?“, lést á heimili sínu í Bel Air Los Angeles á mánudag. Hún hafði átt við veikindi að stríða í langan tíma og gaf hjarta hennar sig á endanum. Söngkonan var 81 árs gömul. Peggy Lee kom fyrst fram í sviðsljósið árið 1941 er hún var ráðin til þess að syngja með hljómsveit Benny Goodmans. Síðar giftist hún David Barbour, gítarleikara sveitarinnar. Söng- ur hennar heillaði einnig kvik- myndaframleiðendur upp úr skónum og fór hún með hlutverk í nokkrum kvikmyndum. Þar á meðal The Jazz Singer og Midnight Serenade. Frægasta hlutverk hennar var þó í mynd- inni Pete Kelly’s Blues og hlaut hún tilnefningu til Óskarsverð- launanna fyrir. Hún samdi ein- nig lög og söng fyrir Disney teiknimyndina The Lady is a lYamp sem kom út árið 1955. Lee fékk þó ekki krónu í höfund- J aj-laun fyrif teikn^myndina' fyr^j PEGGY LEE Fékk um 2,3 milljónir dollara greidda i skaðabætur árið '91 eftir langa og harða lagabaráttu við Disney fyrirtækið. langa og harða baráttu við Disn- ey fyrirtækið. Peggy Lee vann Grammy verðlaunin fyrir besta djasslagið árið 1969. Árið 1999 fékk hún hjartaá- fall auk þess sem hún greindist með sykursýki. Hún fór í hjarta- aðgerð fyrr á árinu en jafnaði sig aldrei að fullu. Það var dóttir Peggy Lee sem gaf út dánartil- kynningu móður sinnar á heima- síðu söngkonunnar nokkrum klukkustundum eftir andlátið. Hún sagði að móðir sín hefði alla tíð fundið fyrir miklum stuðn- ingi og.jþakklæti í sipn garö frá æðdáeifdum. ■ ---- --------- Á GEISLANUM Fínt en ekkifrábœrt Með síðustu plötu sinni skipti hljómsveitin Pulp um lit og losaði sig viljandi undan þeim óskrifuðu skyldum sem almenn- ingur leggur á poppsveitir. Plat- an „This is hardcore" var allt það sem titillinn lofaði, nýþung úthugsuð niðursveifla, og eðli- lega voru gagnrýnendur því hrifnir þó að meginstraumurinn hafi klórað sér í hausnum og snúi við þeirn baki. Enginn gat því vitað í hvorn fótinn Pulp-liðar myndu stíga næst, popp eða flopp? Sem betur fer er bjartara yfir nýju Pulp plötunni en þeirri sem á undan var. Ekki það að sú plata hafi ekki verið fín, heldur að persónulega finnst mér upp- sveiflu Pulp skemmtilegri en Pulp á bömmer. Pulp sönnuðu það á plötunum „His’n Hers“ og „Different Class“ að innanborðs eru afbragðs poppsmíðarar. Það kveður þó við nýjan tón á nýju plötunni. Menn orðnir af- slappaðri og greinilega jarð- bundnari, ef eitthvað má marka lagaheiti á við „Weeds“, „Trees“ og „Birds in your garden". Ní- unda áratugar áhrifin eru nán- ast alveg .-horön j)g vió tekin FU PULR WE LOVE UFE sveitakassagítarsblær. Vandað er til verka og lögin mörg nokk- uð skemmtileg, en því miður er ekkert þeirra eins eftirminni- legt og „Do you remember the first time?“ eða „Common People". Þannig að niðurstaðan er að þó að maður sé ánægður að heyra gott nýtt og uppörvandi efni frá þessari afbragðss ..:i, saknar maður enn þeirra skot- heldu popplagasmíða sem 1. uðu mann upphaflega að sveit- inni. Hinn lúðalegi og stressaði Jarvis stórborgarinnar var skemmtilegri og fyndnari er. heiðarlegi sveitalubbinn sem hann er orðinn að. Birgir Örn Steinarsson

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.