Fréttablaðið - 23.01.2002, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 23.01.2002, Blaðsíða 22
FRÉTTABLAÐIÐ FRÉTTIR AF FÓLKI Innan raða Samfylkingar og Framsóknarflokks ágerast nú þær raddir sem telja líkur á því að VG komi til með að setja sam- starf flokkanna um R-lista í voða. í dag kemur saman samn- inganefnd flokkanna til að ræða niðurstöðu vitringaráðsins sem gert hefur tillögu að skiptingu sæta á framboðslista milli flokk- anna. Sigríður Stefánsdóttir, full- trúi VG, hefur sagst vita af óá- nægju með tilhögunina og hefur blaðið heimildir fyrir því að Samfylkingarfólk og Framsókn- armenn óttist að VG heimti meira út úr samstarfinu. Sagt er að innan raða VG sé horft til sterkrar stöðu hreyfingarinnar í skoðanakönnunum og að í krafti þeirrar stöðu vilji menn fara fram á aukið vægi á framboðs- listanum í vor. FRÉTTIR AF FÓLKI | Utspil Ingu Jónu Þórðardóttur hefur aldeilis breytt miklu. Margir eru þeirrar skoðun- ar að hún hafi leikið afar sterkan leik. Löngu er ljóst að hún átti ekki mikla mögu- leika í keppni við Björn Bjarnason. Með ákvörðun sinni, um að ætla ekki að sækjast eftir oddvitasæt- ir.u en frekar því áttunda trygg- ir hún að Björn á enga kosti. Hann verður að bjóða sig fram. Það er slæmt fyrir Björn að hafa ekki orðið fyrri það var Inga Jóna sem tók af skarið. Vék af sviðinu og bauð honum að g a svo vel. Nú er það Björns ív . aka slaginn við Ingibjörgu S...,unu Gísladóttur. T /Tikil vinna bíður Björns iVXBjarnasonar. Hann á eftir að revna að endurheimta meirihluta í borginni. Á þeirri leið mun hann þurfa að eyða talvserðri orku í að skýra hvers vegna hann tók svo langan tíma í að ákveða hvort sæktist eftir borgarstjóra- sætinu eða ekki. Eflaust verður hann sakaður um kjarkleysi og að vera seinn til ákvarðana. Björn geldur þess að í raun var það ekki hann sem tók af skarið heldur var það Inga Jóna Þórðardóttir. Ekki er víst hvernig mál þróast í væntanlegum átökum Geirs H. Haarde og Björns Bjarnason- ar. Takist Birni ekki að vinna borgina er ljóst að hann verður í afar vondum málum og á ekki miklar vonir um glæsta sigra. Takist honum að I vinna borgina verður það ekki bara hans - heldur einnig Ingu Jónu Þórðardóttur sem skóp frið- inn innan flokksins. Þess vegna er áhætta þeirra hjóna, Geirs og Ingu Jónu, lítil sem engin. Sigur- möguleikar þeirra eru hins vegar miklir. Eins og staðan er í dag er allt sem bendir til að Geir hafi styrkst í baráttunni um næsta formann flokksins - en Björn eigi á brattann að sækja. Jafnframt er ljóst að Björn Bjarnason er kominn í þá stöðu að þurfa að leggja gjörvall- an sinn pólitíska feril að veði í borgarstjórnarkosningunum. Sjálfsagt hefði verið þægilegast fyrir hann að setjast í 8. sæti list- 22 George Harrison: Aftur á toppnum tónlist Endurútgáfa smáskífu hlé- dræga Bítilsins George Harrison, „My Sweet Lord“, fór beint í efsta sæti breska sölulistans á útgáfudegi sínum. Smáskífan kom upphaflega út árið 71 og fór þá sömu leið. Ut- gáfufyrirtæki Harrisons, EMI, gaf út lagið eftir að poppstjörnur á borð við Bono, fjölmiðlar og aðrir Bítlaað- dáendur hvöttu ráðamenn til þess skömmu eftir fráfall hans þann 29. nóvember á síðasta ári. Allur ágóði plötusölunnar rennur óskiptur til góðgerðasamtaka sem I-Iarrison stofnaði sjálfur árið 1973. Lagið var upphaflega að finna á þriðju breiðskífu Harrisons, All Things Must Pass, sem er oftar en ekki talin vera hans besta heildar- verk. Á henni safnaði hann saman þeim lögum úr lagabanka sínum sem félagar hans í Bítlunum höfðu neitað á starfsárum þeirra. Það er svo kald- hæðni örlaganna að Harrison var á sínum tíma sakaður um að hafa stolið laginu af The Chiffons en lag þeirra „She So Fine“ þykir afar keimlíkt. Harrison var dreginn fyrir rétt vegna þessa og tapaði öllum höf- undarréttindum sínum af laginu til ákærendanna. Það vakti einnig athygli að vikuna áður en lag Harrisons fór á toppinn sat þar lag söngkonunnar Aaliyah en hún lést einnig á síðasta ári. Þetta var því aðra vikuna í röð sem minn- ing látins listamanns skaut hinum lifandi ref fyrir rass. SOÐLAR UM EFTIR 35 AR Gunnlaugur Sigurðsson var skólastjóri í Garðabæ frá 1966 til ársloka á síðasta ári þeg- ar hann tók við starfi ráðgjafa um samskipti heímila og skóla. Hann segist I starfi sínu sem skólastjóri hafa lagt mikla áherslu á gott samstarf við foreldra. Foreldrar eru sterkustu banda- menn skólanna Gunnlaugur Sigurðsson ráðgjafi um sam- skipti heimila og skóla á Fræðslumiðstöð Reykjavíkur leggur áherslu á að beina sjón- um að líðan barnsins við lausn ágreinings milli heimila og skóla. skólamál „Starfið er hugsað til þess að foreldrar, fyrir hönd barna sinna, geti átt sérstakan málsvara innan vébanda yfir- stjórnar skólanna," segir Gunn- laugur Sigurðsson. „Foreldrar geta leitað til Fræðslumiðstöðv- ar og fengið upplýsingar um hugsanlega réttarstöðu sína, þjónustu skólanna og leiðir til að leysa mál sem hafa stundum orðið alvarleg vegna þess að fólk hefur ekki haft nægan tíma til að tala saman.“ Gunnlaugur sinnir einnig kvörtunum og vinnur að lausn ágreiningsmála sem upp koma milli barna og foreldra þeirra, annars vegar, og starfsmanna skóla hins vegar. „Þá þarf að leiða saman menn og finna far- sæla lausn fyrir barnið. Við get- um átt lagalegan rétt en eigum að beina sjónum okkar fyrst og fremst að barninu og liðan þess. Ekkert ágreiningsefni er svo stórt að ekki sé hægt að leysa það ef allir leggja sig fram og gera sitt besta.“ Gunnlaugur segist í skóla- stjórastarfinu hafa skynjað að sterkustu bandamenn hans við að bæta skólastarfið væru for- eldrarnir. „Hlutverk skólanna er að styðja við bakið á foreldr- um sem eru að ala upp börnin sín og koma þeim til mennta og manns. Stjórnendur og starfs- menn skólanna hafa enga betri stuðningsaðila en foreldrana sem njóta þjónustunnar. Þess vegna er gríðarlega mikilvægt að eiga gott samstarf við for- eldra og samtök þeirra, SAM- FOK, sem eru öflug og skipu- lögð og vinna frábært starf.“ Rannsóknir sýna að því betur sem foreldrar sinna skólagöngu barna sinna því betur vegnar þeim í skóla. Að mati Gunnlaugs er því afar mikilvægt að for- eldrar sýni áhuga á því sem börnin eru að fást við í skólan- um og komi í heimsókn þangað, líka utan formlegra viðtalstíma. „Foreldrar sinna skólagöngu barna sinna ákaflega vel fyrstu skólaárin," segir Gunnlaugur en hætta getur verið á að þeir fjar- lægist skólana þegar líður á skólagöngu barnsins. steinunnnfrettabladid.is ans og vera laus mála mistakist sjálfstæðismönnum að ná meiri- hluta í borginni. Eftir útspil Ingu Jónu er sá möguleiki illfær. Þannig blasir við Birni að hann á um tvennt að velja; annars vegar að endurheimta borgina fyrir flokkinn sinn, ýta Geir H. Haarde til hliðar og verða þar með sjálf- kjörinn arftaki Davíðs Oddsson- ar. Tapist kosningarnar bíður hans hins vegar að hafa sagt af sér ráðherradómi til þess að verða oddviti minnihluta sjálf- stæðismanna í borgarstjórn, en það starf er orðin einhver ömur- legasta endastöð fyrir pólitískan feril sem um getur. s í , Spá- og læknamiðill Eru tilfinningarnar eða fjár- málin í ólagi eða ert þú bara forvitin um framtíðina? Tek fólk í einkatíma Sími 905-7010 í spásímanum 9086116 er spákonan Sirrý og spáir í ástir og örlög framtíðar. Einnig tímapantanir fyrir einkatíma í sama síma. Tarotlínan sími 908 5050 tarotlestur, miðlun, draumráðningar. Fínsvör um hjónabandið, ástina, heilsuna, fjármálin, símatími 18-24 Spámiðillinn Yrsa Beint samband S. 908-6414 149.90 mín. Ástarmálin - Fjármálin Vinnan - Heilsan www. tarot. is Tarotnámskeið: Áhugavert - Öflugt - Allt árið Fjarnám - Bréfaskóli Uppi. og skráning á www. tarot. is og í síma 553-8822 Spámiðlun - miðlun Lífssporin úr fortíð í nútíð og framtíð. Tímapantanir í síma: 561 5756 og 821 5756. Einnig er ég við á kvöldin í síma: 568 2338 og svara fyrirbænum. Andleg leiðsögn, miðlun, tarot, spilaspá, draumaráðningar og huglækningar. Leitum lausna við vandamáium. Verð við frá kl.15-2 /' síma 908-6040. Hanna SPÁMIÐLUN - MIÐLUN. Lífssporin úr fortíð í framtíð og nútíð. Upplýsingar og tímapantanir í simum 5682338 og 8725756 Iðnaður Móta og kranaleigan Til leigu byggingamót og kranar Sími 565 49 66 Iðnaður Ath. gegnheilt parket frá 1470 krónur fm. Gölfi stan Júlíus Júiíusson GSM 847 1481 Fagmennska í fyrirúmi Ábyrgjumst öll okkar verk ÞUSUND ÞJALASMIÐIR Tökum að okkur ýmis verkefni í tengslum við íbúða-, húsa- og fyrirteekjahúsnæði. - raflagnir - parketlagnir - flísa- lagnir - almenn smíðavinna Tilboð eða tímavinna Vönduð vinnubrögð Uppl. gefnar í s. 8673727 / 8653131 alla virka daga milli 10-18. A+ verktakar Bílabólstmn Bílaklæðning JKG Mýhýlavegi 32 S Sími 555 3344 & 694 4772 Hvort sem bíllinn er nýr eða gamall, beyglaður eða bilaður, þá getum við lagað hann. Bílanes, bifreiðaverkstæði Bygggörðum 8, s. 561 1190 og 899 2190 BÓNSTÖÐ Reykjavíkur Alþrif • Þvottur • Mössun Lakkvörn • Umfelgun Djúphreisun Borgartún 21 b- sími 551 7740 Gæðabón Ármúla 17a Önnumst alhliðaþrif á bílum og lakkvið- gerðir látið fagmenn vinna verkið. Sími 568 4310 Til sölu Þessi glæsilegi Ford Thunderbird 1959, allur sem nýr. Einnig 13 feta viking felli- hýsi með útdraganlegri hlið árg 2000 og Ford Focus high series árg 99. Uppl í síma 5640090 eða 8205207

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.