Fréttablaðið - 01.02.2002, Blaðsíða 13

Fréttablaðið - 01.02.2002, Blaðsíða 13
FÖSTUDAGUR 1. febrúar 2002 FRÉTTABLAÐIÐ 13 SJAVARUTVEGUR Rekstur Guðmundar Runólfsson- ar hf. á Grundarfirði skilaði 26 milljóna króna hagnaði á árinu 2001. Félagið tapaði 60 milljónum árið áður. Tekið er fram í tilkynn- ingu félagsins til VÞÍ að sjómanna- verkfall og gengistap upp á 230 milljónir hafi íþyngt félaginu. Þó var framlegð með besta móti, eða 30%, enda afurðaverð hátt. Fiskiðjusamlag Húsavíkur hefur sent frá sér afkomuviðvörun vegna væntanlegs 4 mánaða upp- gjörs. Ekki er gert ráð fyrir að framhald verði á góðri afkomu á síðustu fjórum mánuðum ársins 2001. Ástæða fjögurra mánaða uppgjörsins er að félagið hefur breytt reikningstímabili sínu í alm- anaksárið, en það var áður í sam- ræmi við fiskveiðiárið. ~■ REYKINGAR Mikil aukning á tóbakssölu í Rússlandi og Úkraínu. Alls jókst salan um 15% í Austur-Evrópu. Tóbaksrisinn Philip Morris: Ekki orðið var við efnahags- samdrátt uppgjör Á síðasta ári jókst hagn- aður Philip Morris um 10% frá fyrra ári þrátt fyrir efnahagssam- drátt. Alls var hagnaðurinn rúmir tveir milljarðar bandaríkjadala sem jafngildir dollar á hlut. Stjórnendur þakka meðal annars velgengni á nýjum mörkuðum víða um heim, sérstaklega í Aust- ur-Evrópu. Auk þess hafa umsvif fyrirtækisins aukist á öðrum svið- um, svo sem í mat- og drykkjar- vöru. Bæði Miller-bjór og Marl- boro-sígarettur, helstu fram- leiðsluvörur þess, áttu góðu gengi að fagna á árinu. Gengi bréfa PM stendur nú í tæpum 50 dollurum og hefur hækkað um 8% það sem af er ár- inu. Fjármálasérfræðingar segja fátt skyggja á gott gengi félags- ins, enda séu fjárfestar þakklátir fyrir allar jákvæðar fregnir í slæmu árferði. Eins og jafnan séu þó erfið dómsmál handan við hornið. Félagið hefur á undan- förnum árum oftsinnis verið dæmt til að greiða háar fjársektir til neytenda, yfirleitt vegna ófull- nægjandi heilsufarsaðvarana á tó- baksvöru sinni. ■ Ánnúlwll - Símti 568 6022 LoA%gbe$tír CAti gnbLiA/xiAs! (jíldú'- aXlwA/fehrdar BeCkanhoí'gwrti Cltdy-s-amlokw m/kjúkli*U) i; beikcnv f m « a ®"~ m-» mma m Lmm ■' »•« « » r ■1 I m » •-### P» I (joy, lixirt&fLur ogp sóscv fylgír öUAÁm/tíXbúÚMVv Op nuyvcw-timti AUa/VU'kcrda#co07-22 UeJjgar 1V° - 22 W 6 hausa Nicam stereótæki. Sjálfvirk skipting yfir á langspilun. Turbo Timer. Allar aðgerðir á skjá. 2 Scarttengi. 20" sjónvarp. Black Matrix myndlampi. Textavarp. Úttak fyrir heyrnartól. M| Scarttengi. PPPBI f allt að 4 mánuði fyrlr körthafa UlSft 2x20 W. Þéttur bassi. Incredible Surround. Philips myndbandstæki 29.995 kr, Philips 20" sjónuarp Íý 39.995 kr. Heimilistæki hf Phitips ministæóa 0 29.995 kr.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.