Fréttablaðið - 01.02.2002, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 01.02.2002, Blaðsíða 14
14 FRÉTTABLAÐIÐ 1. febrúar 2002 FÖSTUDAGUR OTRULEGT ÁSKRIFTARTILBOÐ Þú færö 2.000 kr V/NTERSWOKT inneign* hjá * þegar keyptir eru skór frá Freddy eða Andl ALLT ÞETTA Á AÐEINS kr. 2.397*.- * Þú greiðir aðeins kr. 2.397,- á 3 mánaða fresti, en ert ekki skuldbundinn lengur en 3 mánuði í senn. Viggó Sigurðsson þjálfari íslandsmeistaranna: Trúi vart mínum eigin augum handbolti „Mér líst bara vel á þetta eins og restinni af þjóðinni. Þetta er búin að vera frábær dag- ur,“ sagði Viggó Sigurðsson, þjálf- ari íslandsmeistara Hauka eftir sigur leik íslendinga í gær. Liðið sýndi stórkostlegan leik gegn Þjóðverjum og vann öruggan sig- ur 29-24. „Þessi leikur var frábær. Maður bara gapir. Maður trúir vart sínum eigin augum. Sjálfs- traustið og öryggið yfir liðinu er með ólíkindum. Þetta minnir á Rússa fyrir svona sjö til átta árum þegar þeir voru upp á sitt besta. Hraðinn er svo ofboðslegur og keyrslan svo mikil að það halda þeim engin bönd.“ íslenska liðið mætir því sæns- ka í undanúrslitum og segir Viggó það viss vonbrigði að mæta því sænska strax. „Mér hefði fundist glæsilegt að fá Danina. Það virðist samt engin þjóð eiga möguleika í íslenska liðið. Það er kannski bara kominn tími á að vinna Svía á rétt- um tíma. Ég er viss um að þeir eru þreyttari en við. Þeir eru með miklu eldra lið og þola síður þetta álag sem búið er að vera.“ Viggó segir að Þjóðverjarnir hafi ekki sýnt nógu góðan leik gegn því íslenska og því megi bú- ast við að ísland og Þýskaland leiki til úrslita. Telur þú sem sagt að íslenska liðið komist í úrslit? „Ég geri mér alveg vonir um það. Miðað við það sem á undan er gengið hefur liðið alveg sjálfs- traust í það. Það er allt að ganga upp. Ég held líka að liðið sé búið með þennan óhappa kafla, þ.e. gegn Spánverjum og Frökkum. Nú er komið að einhverju öðru liði að vera óheppið.“ ■ HART BARIST Daniel Stephan tær hér óblíðar móttökur hjá Einari Emi Jónssyni og Ólafi Stefáns- syni í leiknum í gær. Stephan var besti leikmaður Þjóðverja í gær. Ungu landsliðsstrákarnir Það þykir áberandi hversu margir leikmenn blómstra með landsliðinu. Flestir þeirra eru að hefja feril sinn með liðinu. hAr og GRANNUR Guðjón er eldsnöggur fram og fljótur að snúa sér við á línunni. Guðjón Valur Sigurðsson 1 uðjón Valur spilar með Essen Jí Þýskalandi en spilaði áður með Gróttu-KR og KA á Akureyri. Hann er 22 ja ára og hefur síðustu 4 ár eingöngu leikið handbolta. Guðjón er ákaflega snögg- ur og fljótur og það nýtist honum vel í hraðaupphlaupum landsliðsins. Hann er þekktur fyrir einstaka leikgleði og vilja til að gera betur í dag en í gær. Hann hefur leikið 41 landsleik og skorað í þeim leikjum 93 mörk. ■ • • Einar Orn Jónsson inar er 25 ára íþróttafrétta- maður hjá ríkissjónvarpinu. Hann hóf feril sinn hjá Val en gekk til liðs við Hauka fyrir 2 árum. Einar hefur leikið 26 landsleiki og skorað 30 mörk. Hann er vinstri- handar maður og er geysilega fljótur fram. Einar leikur í hægra horni og er sterkur alhliða leik- maður. ■ FÓR Á KOSTUM Einar fór á kost- um á móti Júgóslövum og skoraði átta mörk. LEIK- STJÓRNANDI Aron hefur stað- ið sig með mikl- um ágætum á EM í Svíþjóð. Aron Kristjánsson ron er tæplega þrítugur kenn- .ari í Hafnarfirði og alinn upp hjá Haukum. Hann á 47 landsleiki að baki og 15 leiki með U-21 liðinu. Hann er aðlleikstjórnandi Haukaliðsins og er skiptileikmaður fyrir útispilaralín- una. Hann er reyndur og traust- ur leikmaður og hefur spilað feiki- lega vel með Hauk- um í vetur. Með landsliðinu gegn- ir hann vel því hlutverki að hvíla þá Patrek og Dag. ■ Halldór Ingólfsson Halldór er 33ja ára bæjarverk- fræðingur hjá Hafnarfjarðar- bæ. Hann hóf feril- inn í Gróttu en hef- ur verið í Haukalið- , inu í tíu ár. Halldór I er feikilega leik- " reyndur og sterkur leikmaður sem hef- ur fengið fá tæki- færi með landslið- inu. Með Haukalið- inu hefur hann spil- að geysilega vel en náð fyrir augum Guð- LEIKREYNDUR OG STERKUR Halldór beið beið við dyr landsliðsþjálf- arns. ekki fengið landsliðsþjálfarns fyrr en mundur tók við liðinu Sigfús Sigurðsson igfús ólst upp í Val en lék um tíma á Selfossi. Hann er tæp- lega 27 ára og star- far hjá Samskipum. Nýverið ritaði hann undir samning við Maldenburg í Þýskalandi. Sigfús er einkar snöggur eins stór og þykkur hann er. Hann er traustur og sterkur varnarmaður sem erfitt er koma bolta fram hjá. Hann á að baki 31 landsleik og hefur skorað í þeim STÓR OG MIKILL Þrátt fyrír stærðina er hann eldsnögg- ur að snúa sér við á línunni leikjum 42 mörk. I Rúnar Sigtryggsson i únar er rétt tæplega þrítugur ..nemi í viðskiptafræði og leik- maður með Hauk- um. Hann á að baki 42 leiki með lands- liðinu. Með Hauk- um leikur hann á miðjunni og er í lykilhlutverki í sókninni. Hann er reyndur leikmaður og ein aðalskytta og leikstjórnandi Haukaliðsins. Rún- ar hefur staðið sig afbragðs vel með landsliðinu í EM í HÁR OG STERKUR Rúnar er195 cm. á hæð sem nýtist honum vel fyrir framan vörn andstæð- inganna Svíþjóð ■ UTSALA hefst í dag 1. febrúar í RAFTÆKJAVERSLUNINNI SUÐURVERI allt að 50% afsláttur opið til kl. 16.00 á laugardaginn leikur í Ijósum Úrslitahelgi EM: Hverjir verða meistarar? LOKASTAÐA í MILLIRIÐLUM: A-RIÐILL Danmörk 5 4 1 0 131-113 9 Svíþjóð 5 4 0 1 141-118 8 Rússland 5 3 1 1 139-118 7 Tékkland 5 2 0 3 126-145 4 Portúgal 5 1 0 4 116-134 2 Úkraína 5 0 0 5 112-137 0 B-RIDILL fsland 5 3 2 0 144-125 8 Þýskaland S 3 1 0 116-111 7 Frakkland 5 2 2 1 123-109 6 Spánn 5 2 1 2 126-122 5 Júgóslavía 5 I 1 3 126-139 3 Slóvenía 5 0 1 4 118-147 1 Leikir helgarinnar: LAUGARDAGUR 8.30 Slóvenía-Úkraína (11.-12. sætí) 11.00 Spánn-Tékkland (7.-a. sæti) 15.00 Danmörk-Þýskaland (undanúrsi.)\ 17.30 Svíþjóð- sland (undanúrsL) SUNNUDAGUR 8.30 Júgóslavia-Portugal (9.-10. sæti) 11.00 Frakkland-Tékkland (5 6 sæii) 14.30 Leíkur um 3. sætið / 7.30 Úrslitaleikur 1 SJÖUNDI LEIKUR: SVÍÞJÓD FYRRI VIÐUREIGNIR Sviþjóð unnið 43 leiki ísland unnið 3 leiki Tveir leikir endað með jafntefli Stærsti sigrur Svía 14. febrúar 1959 16-29 Stærstu sigrar íslendinga 7. águst 1988 24-20 7. desember 1984 25-21 island skorað 935 mörk Svíþjóð skorað 1092 mörk ÁTTUNDI LEIKUR: DANMÖRK? FYRRI VIÐUREIGNIR Danmörk unnið 41 leik fsland unnið 31 leik Átta leikir endað með jafntefli Stærsti sigur Dana 19. febrúar 1950 (fyrsti leikur þjóðanna) 20-6 Stærstu sigrar fslendinga 13. júll 1991 28-19 29. desember 1981 32-21 fsland skorað 1578 mörk Danmörk skorað 1629 mörk íslendingar geta einnig mætt Þjóðverjum i áttunda leik.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.