Fréttablaðið - 01.02.2002, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 01.02.2002, Blaðsíða 24
* I FRETTABLAÐIÐ SlMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS:515 75 00 Ritstjórn: 515 7515, símbréf: 515 75 06, rafpóstur: ritstjorn@frettabladid.is Auglýsinga- og markaðsdeild: 515 75 15 - slmbréf 515 75 16 - rafpóstur auglysingar@frettabladid.is Dreifing: 515 75 20 VlÐ SEGJUM FRÉTTIR Fréttavefurinn á VÍSÍI'.ÍS Fyrstur með fréttirnar HYUNDAI MultiÓty Total IT Solution Provider Hagkvæm og traust tölva OTÆKNIBÆR Skipholti 50C S: 551-6700 www.tb.is Umboðsaðili HYUNDAI á islandi tengtngar 1 '1&2.040 C3 ^Hringiðan AOSL rá«9 alafíinn ftinn! Sími 525 B400 saman nu * Eg er hreint ekki sérstök áhuga- manneskja um íþróttir en finnst alltaf skemmtilegur tími þegar „við“ erum að ná árangri á íþrótta- mótum erlendis. Samstaðan sem skapast er einstök. Handboltamót þegar vel hefur gengið eru ógleym- anleg. Einnig ólympíuleikar þegar okkar fulltrúar, eða „við“ eins og stundum er sagt, hafa náð árangri. AÐDRÁTTARAFL sjónvarpstækj- anna er einstakt við þessar aðstæð- ur og fólk sameinast við tækin til að fylgjast með, jafnvel hörðustu íþróttanöldrarar. Gleðitár blika á hvarmi mestu töffara þegar miklu meira en verðugir andstæðingar eru sigraðir, að ekki sé minnst á ef eitt af okkur stendur á verðlaunapalli. Þetta eru einingarstundir. Vinnufé- lagar, fjölskyldur og alls konar fólk er algerlega sameinað. Ef fer að ganga verr snarhverfur hins vegar áhuginn og fólk tvístrast þegjandi . frá tækjunum. Jafnvel er gert grín að íþróttamönnunum og í versta falli er talað illa um þá þannig að þeir hljóta stundum að standa á önd- inni af hiksta. —♦— - NÚ STENDUR YFIR tími sem er gaman að vera til á, Evrópumeist- aramót í handknattleik og okkar mönnum gengur vel. Síðustu daga hafa götur tæmst meðan handbolta- leikir standa yfir, símar þegja að mestu á vinnustöðum og víðast hvar ríkir þegjandi samþykki fyrir því að starfsmenn séu heldur verklitlir, jafnvel verklausir meðan á leik stendur. Sjónvarpsfréttir geta farið lönd og leið meðan strákarnir okkar eða „við“ etjum kappi við andstæð- ingana. Um þetta eru flestir sam- mála, jafnvel höfundar þeirra fjöl- mörgu lesendabréfa sem jafnan birtast þegar fréttatími raskast vegna íþróttaútsendinga. —♦— EINURÐIN SEM skapast fyrir framan sjónvarpstækin stendur með okkur út í lífið á eftir. Þegar við hitt- um fólk tölum við svolítið um hand- boltann, gleðjumst yfir árangri okk- ar manna, skömmumst yfir dómur- unum þegar leikur hefur ekki unnist og skeggræðum um næsta leik. Ég held að við höfum gott af að finna fyrir þessari samstöðu. Hún skilar okkur pínulítið betri en við vorum áður. Á hinn bóginn þurfum að gæta okkar á að láta ekki lakara gengi okkar í íþróttum á erlendri grund gera okkur pínulitið verri en við vor- um áður. Áfram ísland! ■ ERUM AÐ TAKA UPP NÝJAR VÖRUR Tandurhrein tilboð á þvottavélum, þurrkurum og uppþvottavélum 15-20% afsláttur BRÆÐURNIR ORMSSON HEIMILISTÆK Lágmúla 8 • Sími 530 2800 I I

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.