Fréttablaðið - 01.02.2002, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 01.02.2002, Blaðsíða 22
: FRÉTTABLAÐIÐ v / ✓ FRÉTTIR AF FÓLKI Auk framboðsrauna þeirra flokka sem standa að R-list- anum velta menn því mikið fyrir sér hver muni skipa 7. sæti list- ans, sem valinn verður sérstak- lega af borgarstjóra. Sennilega verður þvi sæti haldið opnu í lengstu lög m.a. til þess að eiga möguleika á að nota það til þess að tryggja æskilegt hlutfall begg- ja kynja á framboðslistanum. Þar sem flest bendir nú til þess að fjórar konur verði í átta efstu sætunum, þ.e.a.s. Sigrún Magnús- dóttir, Steinunn Valdís Óskars- dóttir, Björk Vilhelmsdóttir og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir er flest talið benda til að leitað verði að karlmanni. Tvö nöfn eru oftast nefnd. Annars vegar er um að ræða Stefán Jón Hafstein og hins vegar Garðar Sverrisson, for- mann Öryrkjabandalagsins. 22 Doktor í kennslufræði Nýsköpun með aðstoð Netsins nýsköpun Fyrir skömmu lauk Rósa Gunnarsdóttir doktorsverk- efni sínu í menntunar- fræði með nýsköpun sem sérgrein frá háskól- anum í Leeds. Rósa er fyrst íslendinga til að ljúka þessu námi en ný- sköpun er nú hluti aðal- námskrár grunnskóla. ,,Nám mitt miðaðist að því að skilgreina fyrir- bærið en akademískur grunnur hefur ekki ver- ið fyrir hendi og því erfitt að skilgreina þetta nám,“ segir Rósa Hún segir ástæðuna vera RÓSA GUNNARSDÓTTIR Vinnur við að þróa kennslu í nýsköpun með aðstoð internetsíns. fyrst og fremst þá að grunninn til að geta komið á kennslu í greininni hafi skort. „Áður en ég hélt utan kenn- di ég í Foldasóla sem er vagga ný- sköpunar á Islandi. Áhugi minn á nýsköpun varð til að ég fór út í þetta nám og var að ljúka því núna.“ Rósa segir að nú liggi fyrir að nýta Evrópustyrk sem fengist hafi til að vinna með nýsköpun í gegnum internetið þar sem bæði nemendur og kennarar geti náð sér í upplýsing- ar og komið á framfæri hugmyndum. „Mitt verkefni verður verk- efnistjórnun í þeirri þróun auk þess að kenna að hluta við Kenn- araháskóla íslands." ■ FRÉTTIR AF FÓLKI Borgarfulltrúarnir Guðlaugur Þór Þórðarson og Kjartan Magnússon geta ekki verið vlssir um að halda sætum sínum á framboðslista Sjálfstæðisflokks- ins í Reykjavík í því brottkasti sem kjörnefnd flokksins á fyrir höndum til að koma saman sigur- stranglegum framboðslista. Aðeins einn borgarfulltrúi hefur lýst því yfir að hann víki sjálfviljugur, Olafur F. Magn- ússon, og búist er við að Jóna Gróa Sigurðardóttir geri hið sama. Björn Bjarnason hefur þegar fyllt skarð Ólafs og eins og við höfum sagt frá er nú leitað ungrar konu til að skipa sér í fremstu röð frambjóðenda. Þess vegna er viðbúið að stuggað verði við öðrum eða báðum þeirra tví- menninga, til að skapa rými fyrir Eyþór Arnalds. Bæði Guðlaugur Þór og Kjartan eru gamalreyndir úr ungliðahreyfingu flokksins. Það virðist hins vegar liðin tíð að slík fortíð sé ávísun á bjarta framtíð i stjórnmálum. Við þingkosningarnar á næsta ári munu sjálfstæðismenn á Vesturlandi, Vestf jörðum og Norðurlandi vestra þurfa að koma sér saman um einn lista í nýju Norðvesturkjördæmi. Sex sjálfstæðismenn sitja nú á Al- þingi fyrir þessi þrjú kjördæmi en í nýja kjördæminu munu allir flokkar þurfa að skipta á milli sín sjö þingsætum. Það er því ljóst að helmingur þingmanna sjálf- stæðisflokksins úr þessum lands- fjórðungi gæti misst vinnuna í kosningunum. úverandi þingmenn kjör- dæmanna þriggja eru Sturla Böðvarsson og Guðjón Guð- mundsson af Vesturlandi, Einar K. Guðfinnsson og Einar Oddur Kristjánsson af Vestfjörðum og Vilhjálmur Egilsson og Sigríður Ingvarsdóttir af Norðurlandi ves- tra. Gangi Sjálfstæðisflokknum vel í næstu þingkosningum má gera ráð fyrir þremur þingsæt- um í Norðvesturkjördæmi. Einar- arnir tveir og Sturla standa sterkast að vígi þótt enginn dragi úr því að Vil- hjálmur Egils- son sé öflugur formaður efna- hags- og við- skiptanefndar og áhrifamikill í þinghúsinu. Póli- tískar áherslur hans eru hins vegar með þeim hætti að þær falla betur að höfuðborgarsvæð- inu og því er talið mjög líklegt að Vilhjálmur muni, líkt og borgar- fulltrúarnir Guðlaugur Þór Þórð- arson, Inga Jóna Þórðardóttir og Vilhjálmur Þ. Vihjálmsson, reyna að komast í einhvert þeirra 12-13 þingsæta sem sjálfstæðismenn gera sér vonir um í nýju Reykja- víkurkjördæmunum tveimur. kylfur, fatnaður, kerrur, skór, regngallar, barnakvörur, boltar og fl. Athugið!! Netklúbburinn okkar gefur forskot á allar útsölur og býður frábær tilboð til netklúbbsfélaga. Hægt er að skrá sig á nevadabob.is GOLFVERSLUN MAXFLl Nethyl 2 • Sími 577 2525 • Póstkröfuþjónusta Opið alla daga kl. 10:00 til 22:00 www.nevadabob.is ÞIN VERSLUN Spámiðillinn Yrsa Beint samband S. 908-6414 149.90 mín. Ástarmálin - Fjármálin Vinnan - Heilsan www. tarot. is Tarotnámskeið: Áhugavert - Öflugt - Allt árið Fjarnám - Bréfaskóli Uppl. og skráning á www. tarot. is og í síma 553-8822 (spásímanum 9086116 er spákonan Sirrý og spáir í ástir og örlög framtíðar. Einnig tímapantanir fyrir einkatíma í sama síma. Andleg leiðsögn, miðlun, tarot, spilaspá, draumaráðningar og huglækningar. Leitum lausna við vandamálum. Verð við frá kl.15-2 /' s/'ma 908-6040. Hanna Tarotlínan sími 908 5050 tarotlestur, miðlun, draumráðningar. Fínsvör um hjónabandið, ástina, heilsuna, fjármálin, símatími 18-24 ■c vi Sálarrannsóknarfélag islands stofnað 1918 Garðastræti 8, Reykjavík. Miðlarnir og huglæknarnir Birgitta Hreiðarsdóttir, Bjarni Kristjánsson, Erna Jóhanns- dóttir, Guðrún Hjörleifsdóttir, Hafsteinn Guðbjörnsson, Krist- ín Karlsdóttir, Lára Halla Snæ- fells, María Sigurðardóttir, Rósa Ólafsdóttir, Skúli Lórenz- son og Þórunn Maggý Guð- mundsdóttir starfa hjá félaginu og bjóða upp á einkatíma. Einig starfar Amy Engilberts dulspekingur hjá félaginu og býður upp á einkatíma. Friðbjörg Óskarsdóttir heldur utan um mannræktar-, þróun- ar- og bænahringi. Upplýsingar og bókanir eru í s. 551 8130 alla virka daga frá kl. 9.00 til 15.00 Einnig er hægt að senda fax, 561 8130, eða tölvupóst, srfi@isholf.id SRFÍ. Iðnaður Námskeið Námskeið í tré og trérennismíði hefjast í febrúar, lýkur fyrir páska Kennari Þórarinn Þórarinsson Upplýsingar í síma 894 3715 www. simnet. is/inni Acryl ehf S: 561 1206 GSM: 8985457 Tökum að okkur alla almenna málningavinnu. Stór sem smá verk Málun erfag Helgi Gunnlaugsson löggiltur málarameistari Iðnaður Parketslípun, Parket viðhald, Parketlögn Júlíus júlíusson GSM 847 1481 Fagmennska í fyrirúmi Ábyrgjumst öll okkar verk Alhliða smíðavinna Tilboð eða tímavinna Vönduð vinnubrögð Húsasmíðameistari Sími: 8200450 & 5904424 Bílar Hvort sem bíllinn er nýr eða gamall, beyglaður eða bllaður, þá getum við lagað hann. Bílanes, bifreiðaverkstæði Bygggörðum 8, s. 561 1190 og 899 2190 BÓNSTÖÐ Reykjavíkur Alþrif • Þvottur • Mössun Lakkvörn • Umfelgun Djúphreisun Borgartún 21 b- sími 551 7740 Bílar til solu Toyota Avensis, árgerð 2000, ekin 21.000, verð 1.600.000. Huyndai Sonata GLX, árgerð 1998. ekin 105.000, verð 600.000. Musso Prestige Turbo diesel, ár- gerð 1998, ekin 45.000, verð 1.800.000. Renault Kango, árgerð 1999, ekin 45.000, verð 1.050.000. Renault Laguna RTE, árg.1998, ekin 40.000, verð 1.150.000. Escort van sendibíl, árgerð 1996, ekin 56.000 verð 400.000. Helst bein sala. Upplýsingar í síma 8973141 eða 8980577 Trooper Tdi árg 09-01, 7 manna sjálfsk, 35" breyttur ekin 8 þús., hvítur glæsilegur jeppi skipti ath. bílalán. Verð 4,600,000 Stgr. Uppl í sima 8939918

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.