Fréttablaðið - 01.02.2002, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 01.02.2002, Blaðsíða 2
FRÉTTABLAÐIÐ KIÖRKASSINN 1. febrúar 2002 FÖSTUDAGUR LÁTUM þá borga Netverjar lýsa vanþókn- un sinni á þeim sem stelast í stæði fatlaðra. Ákæran vegna barnsdauðans í Kópavogi: Lögmaðurinn segir manninn saklausan Á að refsa ófötluðum sem leggja í bílastæði fatlaðra? Niðurstöður gærdagsins á www.vlsir.is Já iM Spurning dagsins í dag: Viltu þjóðaratkvæðagreiðsiu um Kárahnjúkavirkjun? 89% 7T% Farðu inn á vísi.is og segðu þlna skoðun I Lína.net: Kvartar und- an Símanum viðskipti Lína. net hefur kvartað við Samkeppnisstofnun vegna misnotkunar á markaðsráðandi stöðu Landssímans með tilliti til ólögmætrar undirverðlagningar á gagnaflutnings- neti þess. Fyrir- tækið telur að Landssíminn greiði niður þessa verðlagningu sína með annarri þjón- ustu í samkeppni við það á markaði. bragason Eiríkur Braga- Segir að þetta sé son framkvæmda- ábending en ekki stjóri bendir m.a. kæra. á að skömmu eftir að fyrirtækið hóf fullan rekstur hefði Landssíminn lækkað gjöld vegna gagnaflutningakerfisins hjá sér um 40%. Síðan hefði kom- ið fram í útboðslýsingu Símans að 2% af tekjum fyrirtækisins séu vegna gagnaflutningaþjónustu. í sömu gögnum kemur einnig fram að þessi rekstrarþáttur fyrirtæk- isins sé rekin með rúmlega 11% tapi. Hann áréttar að fyrirtækið sé ekki að kæra Símann heldur sé þetta fyrst og fremst ábending um meinta ólögmæta viðskipta- hætti sem verið sé kvarta yfir til Samkeppnisstofnunar. ■ Halldór Ásgrímsson: 10 milljarðar lágmark síminn „Það er eins og vill verða í viðskiptum að viljum fá eðlilegt og sanngjarnt verð. Viðkomandi kaupendur virðast ekki vera því sammála,“ sagði Halldór As- grímsson, utanríkisráðherra, spurður um sölu Símans. Hann sagðist telja að eining væri í stjórnarflokkunum um að selja ekki á lægra verði en 5,75 krónur á hlut. Sala á því gengi myndi skila um 10 milljörðum króna í ríkiskassann. Halldór tók ekki af- stöðu til þess hvort hugsanleg frestun sölunnar um óákveðinn tíma vegna verðágreinings yrði áfall fyrir ríkisstjórnina. ■ dómsmál „Við höldum fram sak- leysi mannsins. Það er ákæru- valdsins að sanna sekt hans og byggja það ekki eingöngu á kenningum lækna,“ segir Örn Clausen hæstaréttarlögmaður. Hann er verjandi 37 ára gamals dagföðurs sem ungur drengur var í gæslu hjá í Kópavogi. Að sögn lækna lést drengurinn af höfuðáverkum vegna þrýstings. Maðurinn, sem rak daggæslu ásamt konu sinni, hefur verið ákærður fyrir að hafa banað drengnum. Örn mun í vörninni halda því fram að þegar komið var með drenginn í gæsluna hafi móðir hans sagt hann hafa verið óró- legan um nóttina. Hún mun hafa sagt að hún hafi gefið honum stíl. „Drengurinn sofnaði ekkert fyrir hádegi. Eftir hádegi var hann látinn út í vagn og þá virð- ist allt vera í lagi,“ segir Örn. Hann segir að þegar farið var að gá að honum einum eða tveimur tímum seinna virtist eitthvað vera athugavert. „Það var farið með barnið inn og hringt eftir hjálp. Barnið dó á spítala tveim- ur sólarhringum seinna. Þá fara læknar að bollaleggja um að barnið hafi verið hrist og ÖRN CLAUSEN „Setjum sem svo að dómarar vildu trúa lækn- unum og telja að þetta hafi gerst þennan morgun. Hvort þeirra gerði það þá?" hvenær mestu líkur væri á að það hefði gerst,“ segir Örn. Örn segir lækna álíta að drengurinn hafi fengið hina ban- vænu áverka eftir klukkan hálf- VILJA EKKI TAKA FE UR ORKUVEITU TIL AÐ BYGGJA UPP LINU.NET Nær 60% þeirra sem taka afstöðu vilja ekki að Orkuveitan veiti fé í Linu.net. Rétt rúm 40% eru hins vegar fylgjandi því að það sé gert. Ekki fé úr Orku- veitu í Linu.net Samkvæmt skoðanakönnun Fréttablaðsins er meirihluti Reykvíkinga andvígur því að fé verði veitt úr Orkuveitu í það að byggja upp Linu.net. Þrír af hverjum fimm sem taka afstöðu hafna því. TELUR ÞÚ ÆSKILEGT EÐA ÓÆSKILEGT AÐ ORKUVEITA REYKJA- VÍKUR VERJI FÉ TIL AÐ BYGGJA UPP FYRIRTÆKIÐ LÍNA.NET? stjórnmál Þrír af hverjum fimm Reykvíkingum eru andvígir því að Orkuveita Reykjavíkur verji fé til að byggja upp fyrirtækið Línu.net samkvæmt skoðanakönn- un Fréttablaðsins sem var fram- kvæmd síðast liðið mánudags- kvöld. Af þeim sem tóku afstöðu til spurningarinnar töldu 58,7% það frekar eða mjög óæskilegt að Orkuveitan verji fé í að byggja Línu.net upp. 41,3% eru þeirrar skoðunar að það sé frekar eða mjög æskilegt. Málefni Orkuveitunnar og Línu.nets hefur verið eitt helsta bitbein Reykjavíkurlista og Sjálf- stæðisflokks á kjörtímabilinu. Reykjavíkurlisti hefur lagt áher- slu á að byggja fyrirtækið upp. Sjálfstæðismenn hafa gagnrýnt þá stefnu harkalega. Segja óeðli- legt að borgin sé að fara út í sam- keppnisrekstur. „Þetta verður eitt af málunum sem R-listinn mun keppast við að verði ekki í umræðunni", segir Guðlaugur Þór Þórðarson, borgar- fulltrúi Sjálfstæðisflokks. Hann segir ljóst að málflutningur sjálf- stæðismanna hafi fengið hljóm- grunn meðal almennings þrátt fyrir áróðursmaskínu R-lista sem hafi reynt að breiða yfir hvernig gríðarlegum fjármunum hafi ver- ið sólundað í gæluverkefni. Alfreð Þorsteinsson, stjórnarformaður Orkuveitunnar, segist ekki eiga von á því að málið verði hitamál í kosningabaráttunni. „Það er búið að taka þessa umræðu út að lang- mestu leyti.“ Hann segir niður- stöðu könnunarinnar ekki slæma í ljósi neikvæðrar, pólitískrar um- ræðu um Línu.Net. Spurt var: Telur þú mjög æski- legt, frekar æskilegt, hvorki né, frekar óæskilegt eða mjög óæski- legt að Orkuveita Reykjavíkur verji fé til að byggja upp fyrir- tækið Lína.net? Af þeim sem svör- uðu töldu 11,6% það mjög æski- legt, 20,7% frekar æskilegt. 21,7% töldu það hvorki æskilegt né óæskilegt. 19,3% töldu það frekar óæskilegt. 26,7% töldu það mjög óæskilegt. 17% svöruðu ekki. ■ Opið í Auslurveri frá 8:00 á morgnana til 2:00 eftir miðnæffi Lyf&heilsa Nýr framkvæmdastjóri Enron: Segir líf eftir gjaldþrotið houston. AP Stephen Cooper, sem ráðinn hefur verið framkvæmda- stjóri bandaríska orkurisans En- ron, segist staðráðinn í að koma fyrirtækinu lifandi í gegnum gjaldþrotið. Hann ætli að einbeita sér að framtíðinni, ekki fortíðinni. Hann sagði að Enron muni áfram eiga þrjár minni háttar gasleiðslur í Bandaríkjunum. Auk þess sé verið að kanna hvort Enron geti átt nokkur undirfyrirtæki, eða hvort óhjákvæmilegt sé að selja þau til að greiða skuldunautum. Cooper tók við stjórn fyrirtæk- isins á þriðjudaginn. Kenneth Lay, fyrrverandi framkvæmdastjóri og stjórnarformaður, sagði af sér í STEPHEN COOPER Nýi framkvæmdastjórinn ætlar ekki að velta sér upp úr fortíðinni. síðustu viku. Enginn hefur enn verið ráðinn stjórnarformaður í hans stað. ■ ellefu þennan morgun. „Setjum sem svo að dómarar vildu trúa læknunum og telja að þetta hafi gerst þennan morgun. Hvort þeirra gerði það þá? Kon- an eða maðurinn? Hún var ein heima um tíma með barninu og hann var líka einn með því um tíma. Hann er einn ákærður fyr- ir að hafa gert það án þess ákæruvaldið hafi nokkurn skap- að hlut til þess,“ segir Örn. Örn mun einnig, í vörn fyrir hinn ákærða, benda á að merki um gamalt beinbrot hafi komið fram við krufningu. gar@frettabladid.is Höfuðborgarsvæðið: Borgarstjórn og hverfisráð Gísladóttir borgarstjóri segist persónulega vera þeirrar skoðun- ar að það ætti að sameina sveitar- félögin á höfuðborgarsvæðinu undir það sem kalla mætti borg- arstjórn í Reykja- vík. Þar fyrir neð- an í stjórnsýsl- unni mætti hugsa sér hverfiseining- ar sem hver um sig væri með eitt- hvað um 20 þús- und íbúa. Þessar einingar hefðu síðan sjálfstjórn í formi hverfisráða um sín innri mál- efni. Þetta kom fram á fundi framsóknarmanna í Reykjavík í gær. Borgarstjóri sagði að borgar- stjórnin á höfuðborgarsvæðinu væri hins vegar með öll hin stær- ri mál. í þeim efnum væri m.a. landnotkun, skipulagsáætlanir, umferðarkerfið, veiturnar, sorpið, stóru íþróttamannavirkin, Borg- arleikhúsið og annað sem íbúar alls svæðisins nota sameiginlega. Hún áréttaði að þetta væri sín persónulega sýn sem ekki hefði verið borin undir einn eða neinn og þaðan af síður verið samþykkt. Engu að síður telur hún að þetta sé eitthvað sem eigi að stefna að í framtíðinni. ■ INGIBJÖRG SÓLRÚN GÍSLA- DÓTTIR Telur að þetta sé framtíðin í stjórn- sýslu höfuðborg- arsvæðisins. ♦ Hundaárás í Noregi: Fjórir hund- ar bíta barn til bana árás Sjö ára gamall drengur var bitinn til bana af fjórum hundum af Schafferkyni í Upplöndum í Noregi í gær. Drengurinn, sem var í öðrum bekk í Torpa grunn- skólanum í Dokka, fannst látinn út við vegarkant. „Ég get staðfest að drengur fannst látinn og á honum fund- ust bitför eftir fjóra hunda,“ sagði Jan Kolbjörnshus sýslu- maður í Dokka í samtali við Af- tenposten í gær. Hann vildi ekki gefa nánari upplýsingar um at- burðinn. Lögreglan fékk tilkynningu um atbui’ðinn um hálf tvö leytið í gær. Sjúkrabíll var strax sendur á staðinn en þegar hann kom að var pilturinn þegar látinn. „Mér skilst að hundarnir séu allir af sama kyni. Ég veit ekki hvort eigandinn var í nágreninu en hundarnir voru ekki bundnir," sagði Eystein Husby, lögreglu- maður í Vestur-Upplöndum. Lögreglan rannsakar nú málið en foi’eldrar drengsins munu fá áfallahjálp. Hundunum verður lógað en þeir eru allir af Schaffer kyni. Að sögn lögregl- unnar voru þeir aldir upp sem sleðahundar en eigandi þeirra á 15-20 slíka hunda. ■

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.