Fréttablaðið - 01.02.2002, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 01.02.2002, Blaðsíða 16
FRÉTTABLAÐIÐ 1. febrúar 2002 FÖSTUDAGUR simtHiÁj tíiú Sýnd kl. 6, 8, 10 og 12 [domestic Iamelie iRECfNA kl.5.45oga| IMÁVAHLÁTUR kLaogioj ITe kL 4.45j lELLING [SHALLOW HAL kl. 5.30, 8 og 10.301 [FROM HELL kl. 5.30, 8 og 10.301 □0 Dolby SlMI 564 0000 - www.smarabio.is 8 og 10.20 vrrji? 5.30, 8 og 10.30 VIT319 Sýnd kl. 6, 8 og 10.40 vrrsM ÍREGINA [HEARISIN- 3.45, 5.45, 8 og 10.15 [ .[35 rATLANTIS m/ísl.tali Jcl. 3.50 og 5.55 i [DOMESTIC kl. 8.30 og 10.20 [ jftsj jHARRY POTTER m/ ísL tali kL 4 ÍK-PAX kl 8 og l0.20|^l jHARRY POl IfcR m/ens.tali kL4 Þar sem allir salir eru stórir 9 ^UIII lCÍyC síðasta tækifærið til að gera góð kaup Peysur, verð áður 5.490 kr. verð nú 1.650 kr Pils, verð áöur 4.990 kr. verð nú 1.500 kr Kjólar, verð áóur 6.990 kr. verð nú 2.100 kr Smáralind • 522 8380 Undcirlegur leigjandi Anthony Hopkins leikur aðalhlutverkið í Hearts in Atlantis. Myndin er byggð á sögu eftir Stephen King. kvikmyndir Sagan, sem handritið að Hearts in Atlantis er skrifað eftir, er í samnefndri bók eftir Stephen King. í bókinni heitir sagan hinsvegar Low Men in Yellow Coats. Aðalhlutverkin eru í höndum Anthony Hopkins og ungs drengs, Anton Yelchin. Drengur- inn þykir standa sig með prýði í myndinni og er líklegt að hann fái fjölmörg hlutverk í kjölfarið á henni. Hann leikur Bobby Garfi- eld. Myndin hefst á því að Garfi- eld kemur til æskuslóða sinna og - rifjar upp þegar hann kynntist undarlegum manni þegar hann var yngri. Þá var faðir hans lát- inn. Mamma hans vann alla daga og skipti sér lítið af honum. Einn daginn bankar Hopkins upp á dyrnar. Hann leigir her- bergi af mæðginunum á hæðinni fyrir ofan þau. Drengurinn kemst fljótlega að því að Hopkins er ekki allur þar sem hann er séð- ur. Hann segir honum t.d. að vara sig á ákveðnum mönnum „Low Men“, sem eru að leita að Hopk- ins og vilja nota hæfileika hans. Þessir menn koma aldrei fram í myndinni, eru táknrænir en ekki raunverulegir. Hopkins sér í framtíðina. Drengurinn býr yfir sömu hæfileikum en ómótuðum. Þegar myndinni lýkur er hann vaxinn úr grasi og hæfileikinn glataður. Þó sagan sé eftir King er hér ekki um spennumynd eða hroll- vekju að ræða. Undir niðri leyn- ist eitthvað undarlegt en það er langt frá því að vera sýnilegt. He- arts in Atlantis er leikstýrt af Scott Hicks. Hann gerði síðast Snow Falling on Cedars. Myndin er sýnd í Sambíóunum Snorrabraut og Álfabakka. ■ HOPKINS HÆFILEIKARÍKUR DRENGUR Leikur undarlegan mann, sem Anton Yelchin þykir sína góðan leik i Hearts in lifir fyrir utan samfélagið. Atlantis. í BÍÓ Heimsmyndin BreiÖholt Hljómsveitin U2 berst nú með kjafti og klóm í von um að bjarga hljóðveri þeirra frá því að verða jarðýtunum að bráð. Borgar- yfirvöld í Dublin vilja rífa Hanover hljóðverið vegna endurskipulags á svæðinu. Hljóm- sveitin vill hinsvegar meína að hljóðveriö hafi söguiegt gíldi, líkt og Sun og Abbey Road hljóðver- in, og því væri synd að rífa hús- næðið. U2 er í þessu umrædda hljóðveri þessa dagana að vinna að næstu breiðskífu. Borgaryfir- völd munu taka ákvörðun í mál- inu þann 9.apríl. Er leitin að Osama bin Laden heldur áfram gera Jórdanar stólpa grín að honum. Um er að ræða háðsádeilu í söngleikjastíl sem fluttur er tvisvar í viku í Amman, höfuðborg Jórdaníu. Þar sprikla ýmsir þjóðþekktir ein- w---------staklingar á svið- ■ ^ 'nu' 4rafat* l ge Bush og segist vera reiðubúinn Mfli'IIMV Wl að ferðast til Was- hington og gefa sig fram. Eina skilyrðið sé að Bush eigi að koma Gemsar fjallar um unglinga. Hún gerist í Breiðholtinu. Fylgst er með nokkrum vinum í skamman tíma. Þau ræða líf sitt á innilegan hátt í viðtölum, lenda í vandræðum og reka sig aðeins á lífið. Áhorfandinn fær sterka til- finningu fyrir því að hann sé að skyggnast inn í hugarheim ung- linganna. Þeir geta ekki talað við neinn, hvorki mömmu og pabba né ömmu og afa, og þurfa að treysta eigin dómgreind til að feta rétta stigu. Eini maðurinn sem hægt er að spyrja um vanda- málin er Dr. Love, sem er fléttað haganlega inn í myndina. Leikar- amir eru misjafnir. Krakkamir eru margir góðir í einkaviðtölum, t.a.m. Guðlaugur Karlsson (Gulli). Sömu leikarar finna sig ekki vel í leiknum senum. Þar bera aðrir þungann, aðallega Halla Vilhjálmsdóttir (Kristín) og Andri Ómarsson (Doddi). Einn sterkasti hlekkur myndarinnar er HÁSKÓLABÍÓ GEMSAR :_________________________ HANDRIT OG LEIKSTJÓRN MIKAEL TORFASON Sigurður Skúlason. Hann leikur ökukennarann Þorstein sem mis- notar það traust sem krakkamir bera til hans sem kennara. Um- gjörð myndarinnar er fagmann- lega unnin. Hún er tekin upp á stafrænt form og kemur vel út á tjaldinu. Myndatakan er nær- göngul persónunum. Það undir- strikar hversu afmarkaður heim- ur unglinganna er. Tónlistin, sem Dr. Gunni valdi og samdi, fellur eins og flís að rassi að þeirri hugs- un, auk þess að vera skemmtileg og fjölbreytt. Þó að lítið sé skafið utan af hlutunum er Gemsar alls ekki óþægileg mynd heldur fynd- in og frábær skemmtun. Halldór V. Sveinsson

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.