Fréttablaðið - 04.02.2002, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 04.02.2002, Blaðsíða 1
LEIKLIST Hœgan Elektra tilnefnd til verðlauna bls 18 ÚTLÖNP Miltis- brandurinn komfrá Texas bls 12 KÓNGAFÓLK Hinrik prins ósáttur bls 22 u RAFLAGNIR ÍSLANDS ehf. VERSLUN - HEILDSALA ÖRYGGISKERFI TÖLVULAGNAVÖRUR VINNUSTAÐABÚNAÐUR Hamarshöfða 1 - Sími 511 1122 www.simnet.is/ris Ný Heimasíða FRETTABLAÐIÐ Þverholti 9, 105 Reykjavík — sími 515 7500 Fékk bætur vegna brota fjárvörsluaðila Fjármálafyrirtæki fundin sek gagnvart viðskiptavinum í fimm málum af 17 á fyrsta starfsári sérstakrar úrskurðanefndar um viðskipti við fjár- málafyrirtæki. Hraðvirkur og ódýr kostur fyrir neytendur. Meðal annars fór verðbréfafyrirtæki „freklega" út fyrir ákvæði fjárvörslusamnings. fjármál Úrskurðarnefnd um við- skipti við fjármálafyrirtæki úr- skurðaði í 17 málum árið 2001, sínu fyrsta starfsári. í sex mál- anna voru ýmis fjármálafyrirtæki dæmd til greiða viðskiptavinum sínum samtals um fimm milljónir króna. Nefndin hefur aðstöðu hjá Fjár- málaeftirlitinu og er skip- uð einum fulltrúa frá við- skiptaráðuneytinu, tveim- ur frá Neytendasamtökun- um og tveimur frá fjár- málafyrirtækjum. Guðjón Ólafur Jónsson, hdl., for- maður, segir málsskot til hennar ódýran og jafn- framt hraðvirkan kost fyr- ...þegar rúmt ár var liðið frá samningi mannsins við verðbréfafyrir- tækið, var hann farið að lengja eftir yfirliti yfir eign sína. —♦— ir þá sem telja á sig hallað eftir viðskipti við fjármálafyrirtæki. Málsskot kostar 5.000 krónur og er nefndinni gert að úrskurða inn- an mánaðar frá því gögn um mál berast. Guðjón vissi ekki til þess að úrskurðum nefndarinn hefði verið áfrýjað. Sem dæmi um alvarlegar að- finnslur var ónefndu verðbréfa- fyrirtæki í Reykjavík sl. haust gert að greiða viðskipta- vini sínum tæplega tvær milljónir króna vegna taps sem hann varð fyrir vegna fjárvörslu þess. Maðurinn lagði 20 milljónir króna inn á reikning hjá fyrirtækinu sem það átti samkvæmt samningi þar um að fjár- festa að fjórðungshlut í ríkistryggðum skuldabréf- um eða öðrum vaxtaber- andi bréfum. í apríl árið 2001, þegar rúmt ár var liðið frá samningi mannsins við fyrirtækið, var hann farið að lengja eftir yfirlit yfir eign sína. Þegar upplýsingar bárust loks síð- ar um vorið kom í ljós að milljón- irnar 20 voru orðnar 15 og að nán- ast einungis hafði verið fjárfest í hlutabréfum, að hluta til í óskráð- um félögum. Nefndin taldi að fyr- irtækinu bæri að bæta tjónið að hluta, enda hefði það „augljóslega brotið freklega gegn berum ákvæðum fjárvörslusamnings að- ila.“ Flest varða málin hlutabréfa- viðskipti. Þó varðaði eitt mál þjófnað á kreditkorti í verslun í París. í því tilviki var viðkomandi kreditkortafyrirtæki gert að bak- færa 50.000 krónur inn á reikning viðskiptavinarins. Sannað þótti að þjófarnir hefðu náð að taka upp- hæðina út af kortinu nokkru eftir að viðskiptavinurinn hringdi í neyðarnúmer og fór fram á að því yrði lokað. Af þeirri handvömm yrði fyrirtækið að bera skaða. mbh@frettabladid.is Mánudagurinn 4. febrúar 2002 DAUÐAFÆRI Sigfús Sigurðsson var einna bestur íslensku leikmannanna gegn Dönum. ísland í 4. sæti á EM: „Erfiðasta mót í heimi“ handbolti íslenska landsliðið tap- aði stórt fyrir Dönum í úrslitaleik um þriðja sæti á Evrópumótinu í Svíþjóð í gær. Danir sigruðu 29-22 eftir að hafa hafði leitt 13-11 í hálfleik. Guðmundur Guðmunds- son landsliðsþjálfari að auðvitað hefði verið mjög sárt að tapa leiknum en á heildina litið væri hann mjög sáttur við árangur liðs- ins á mótinu. íslenska liðið mætir Makedóníu á júní i undankeppni HM. Ólafur Stefánsson, sem var markahæsti leikmaður mótsins og valinn í úrvalslið keppninnar, sagði að auðvitað hefði kitlað að fá medalíu en fjórða sætið væri mjög gott. „Þetta er erfiðasta mót í heimi miklu sterkara en HM,“ sagði Ólafur. „Átta leikir á ellefu dögum er ansi strembið. Þetta er 16 bestu lið í Evrópu og maður lendir aldrei á móti einhverri slakri þjóð eins og getur gerst á HM.“ Guðjón Valur Sigurðsson sagð- ist vera gríðarlega svekktur með töpin gegn Svíum og Dönum. „Við vorum að spila vel þang- að til í undanúrslitunum - en svona er víst boltinn," sagði Guð- jón Valur. „Nú er bara að taka stefnuna á að sigra Makedóníu." Nánar bls. 14. 1 ÞETTA HELST | 80,4% Reykvíkinga telja æski- legt að framboð á byggingalóð- um í Reykjavík verði aukið, sam- kvæmt skoðanakönnun Frétta- blaðsins. bls. 4. ♦— Viðbúnaði vegna snjó- flóðahættu norðanlands og á Vestfjörðum hefur verið aflétt. Nokkuð tjón varð af völdum sjó- gangs í Keflavík og flæddi sjór yfir götur í óveðri á laugardag. Togarinn Málmey fékk á sig brot- sjó og þakplötur losnuðu af hús- um hér og þar. bls. 2. — Vísindamenn íslenskrar Erfð- ar greiningar telja sig hafa fundið gen sem er lykillinn að langri ævi. bls. 2. HÚSARÚSTIR Tyrkneskir þorpsbúar horfa á rústirnar sem hinn gríðarmikli jarðskjálfti skildi eftir sig. 15 byggingar í bænum Bolavdin hrundu til grunna. Öflugur jarðskjálfti í Tyrklandi: Að minnsta kosti fjörtíu og fjórir látnir Sótt í hefðina istanbúl.ap Að minnsta kosti 44 létust og 150 slösuðust þegar jarð- skjálfti af stærðinni 6 á Richter skók Tyrkland í gær. Upptök skjálftans voru í bænum Sult- andagi, sem er lítill bær, 200 km suður af höfuðborginni Ankara. Um 150 byggingar í héraðinu í kring hrundu til grunna í skjálft- anum. „Hann var mjög öflugur, ég gat ekki staðið á fætur,“ sagði Ramazan Seker, sem beið á meðan björgunarsveitarmenn leituðu að bróður hans í húsarústum. Tyrk- neska ríkisstjórnin sendi strax að- stoð á vettvang, en hún hefur áður verið gagnrýnd fyrir seinagang þegar skjálftar hafa riðið yfir landið. Fyrir þremur árum síðan gengu tveir jarðskjálftar yfir Tyrkland og létust þá þúsundir manna. Nokkrir eftirskjálftar mældust í kjölfar skjálftans, sá öflugasti mældist 5,3 á Richter. íbúar héraðsins bjuggu sig marg- ir undir það að verja nóttinni ut- andyra, af ótta við frekari skjálf- ta. ■ I M * ... .. 1 SÍÐA 16 [ ÍPRÓTTIR Draum urinn úti SÍÐA 14 NOKKRAR STAÐREYNDIR UM FRÉTTABLAÐIÐ 60,9% Hvaða blöð lesa 30 til 80 ára íbúar á höfuðborgar- svæðinu í dag? Meðallestur 30 til 80 ára á mánudögum samkvæmt fjölmiðlakönnun Gallup frá október 2001 70.000 eintök 65% fólks les blaðið MEÐALLESTUR FÓLKS A ALDRINUM 25 TIL 80 ARA A HÖFUDBORGARSVÆÐINU SAMKVÆMT FJÖLMIÐLAKÖNNUN GALLUP I OKTÓBER 2001. 24. tölublað - 2. árgangur MANUDAGUR Landsliðið í Smáralind móttaka Handknattleikslandsliðið kemur heim frá Svíþjóð í dag og fer beint í Smáralind þar sem klukkustundarlöng móttökuathöfn verður haldin því til heiðurs í Vetr- argarðinum kl. 17. Almenningur er boðinn velkominn að sjá landsliðið taka við styrkjum frá menntamála- ráðherra og ýmsum styrktaraðilum Box, átraskanir og almannatryggingar alpinci Almannatryggingar, lögleið- ing ólympískra hnefaleika, sam- keppnisstaða fyrirtækja á Iands- byggðinni, átraskanir og aukinn réttur foreldra vegna veikinda barna eru meðal þess sem aiþingis- menn ræða á þingfundi í dag. | VEÐRIÐ í DAC | REYKlAVlK Norðlæg átt, 5-10 m/s skýjað með köflum. Frost 5 til 11 stig. VINDUR ÚRKOMA HITI ísafjörður O 5-8 Úrkomulítið Q 7 Akureyri o 5-10 Úrkomulítið Q 5 Egilsstaðir 0 5-10 Úrkomulítið Q 4 Vestmannaeyjar O 5-10 Skýjað ©6 Ný fasteignalöggjöf nefndarfundur Allsherjarnefnd al- þingis kemur saman til fundar í dag og ræðir m.a. nýja löggjöf um fasteignakaup og breytingar á al- mennum hegningarlögum. 1KVÖLDIÐ í KVÖLDí Tónlist 18 Bíó 16 Leikhús 18 íþróttir 14 Myndlist 18 Sjónvarp 20 Skemmtanir 18 Útvarp 21

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.