Fréttablaðið - 04.02.2002, Blaðsíða 2
KJÖRKASSINN
JAFNTEFLI
Kjósendur á visi.is
skiptast í jafnstóra
hópa í afstöðunni itl
þess hvort halda eigi
þjóðaratkvæðagreiðslu
vegna Kárahnjúkavirkj-
Viltu þjóðaratkvæðagreiðslu
um Kárahnjúkavirkjun?
Niðurstöður gærdagsins
á www.visir.is
Spurning dagsins í dag:
Ertu ánægð(ur) með árangur landsliðs-
ins á EM í handbolta?
Farðu inn á vlsi.is og segðu
þína skoðun
Miðstjórn BHM:
Aðildarfélög
semji við
einkafyrirtæki
kjaramál Miðstjórn Bandalags há-
skólamanna, BHM hefur sam-
þykkt að aðildarfélögin semji við
einkafyrirtæki í stað þess að fé-
lagsmenn geri það í formi ráðn-
ingarsamninga eins og verið hef-
ur. Björk Vilhelmsdóttir formaður
BHM segir að þótt aðildarfélögin
hafi aðstoðað félagsmenn sína við
gerð slíkra samninga hefur ekk-
ert aðildarfélag gert kjarasamn-
ing við Samtök atvinnulífsins til
þessa. í framhaldi af þessari sam-
þykkt miðstjórnar verður breyt-
ing þar á gagnvart einkafyrir-
tækjum eða hlutafélögum sem
reka sambærilega þjónustu og
ríki og sjálfeignarstofnanir eins
og t.d. í heilbrigðis- og öldrunar-
þjónustu.
Formaður BMH bendir m.a. á
að þótt margir félagsmenn séu á
því að semja um launakjör sín við
einkafyrirtæki hefur oft komið á
daginn að bakstuðningur stéttar-
félaga sé nauðsynlegur þegar
kemur að öðrum réttindamálum
eins og t.d. lífeyrismálum, veik-
indarétti og öðrum skyldum mál-
um. Það hafa dæmin sannað í
gegnum tíðina. Á hinn bóginn sé
því ekki að leyna að mörg einka-
fyrirtæki vilja heldur semja beint
víð starfsmenn sína án afskipta
stéttarfélagsins. ■
Baráttan við elli kerlingu:
Langlífis-
genið fundið
EBFÐAVÍSINDI Vísindamenn ís-
lenskrar erfðagreiningar telja sig
hafa fundið gen sem er lykillinn
að langri ævi. Metúsalemsgenið
er það kallað í höfuðið á Metúsal-
em sem segir frá í Gamla testa-
mentinu og á að
hafa orðið 969 ára
gamall. Kári Stef-
ánsson, forstjóri
íslenskrar erfðar-
greiningar segir í
viðtali við breska
blaðið Observer
að uppgötvunin
veki vonir um að
finna megi lyf
sem lengir ævina.
„Við þekkjum
staðsetningú
gensins. Brátt
munum við rann-
saka kjarnsýruna
og kanna hlutverk hennar í lík-
amsstarfseminni." Hann segir að í
kjölfarið sé möguleiki á því að
þróa lyf sem líkir eftir starfsemi
kjarnsýrunnar.
Kári segir það hafa komið vís-
indamönnum á óvart að þeir sem
næðu háum aldri ættu þetta gen
sameiginlegt. Hann segir ólíklegt
að umhverfisþættir ráði sameig-
inlegu langlífi þeirra sem genið
fannst hjá. Kári segir genið þó
ekki gera menn ódauðlega. „Aðrir
erfðaþættir geta komið í veg fyrir
að Metúsalemsgenið lengi líf
fólks um einhver ár.“ ■
CEN CECN ELLI
Kári Stefánsson
og vlsindamenn
Islenskrar erfða-
greiningar hafa
einangrað gen
sem kann að
geyma lykilinn að
langlífi.
FRÉTTABLAÐIÐ
Eundur menntamálaráðuneytisins um styttingu námstíma til stúdentsprófs:
Þátttakendur jákvæðir
málþing Þátttakendur á fundi
sem menntamálamálaráðuneytið
stóð fyrir á laugardag voru al-
mennt jákvæðir í garð styttingar
náms til stúdentsprófs. Um 70
manns sem tengjast grunn- og
framhaldsskólum með ýmsum
hætti og fulltrúar atvinnulífsins
voru mættir í boði ráðuneytisins
til að ræða málið. Fyrir hádegi
héldu fulltrúar ýmissa hags-
munaaðila erindi. Eftir hádegi
var þátttakendum skipt í vinnu-
hópa. Að sögn Stefáns Baldurs-
sonar, skrifstofustjóra í mennta-
málaráðuneytinu, var reynt að
skipta í hópana þannig að sem
BJÖRN
BJARNASON
Segir unnið verða
áfram með niður-
stöður vinnu-
hópanna innan
ráðuneytisins. Eng-
in tímamörk hafa
verið sett á það
hvenær þeirri
vinnu verður lokið.
mest breidd næðist í þá. „Það
kom í raun á óvart hversu já-
kvæðir hóparnir voru,“ segir
Stefán. Hann segir hópana hafa
rætt ýmsar leiðir til styttingar
námsins, t.d. hvort til greina
komi að fækka árum í grunnskól-
um, lenging skólaársins, endur-
skipulagning náms og þar fram
eftir götunum. „Það voru bæði
markmið og leiðir ræddar, til
hvers á að stytta nám til stúd-
entsprófs og hvernig hægt er að
standa að því.“ Stefán segir vita-
skuld hafi verið bent á ýmislegt
sem skoða þurfi vandlega og
skiptar skoðanir hafi verið á því
hversu hratt væri hægt að standa
að styttingu námsins. Stefán seg-
ir niðurstöður vinnuhópanna
verða kynntar í vikunni. ■
Tjón einkum af
völdum sjógangs
Aftakaveður var á landinu um helgina og á Vestijörðum og Norðurlandi
vestra var víða viðbúnaður vegna snjóflóðahættu og rafmagnsleysis.
Nokkuð tjón varð af völdum sjógangs og flæddi sjór yfir götur. Togarinn
Málmey fékk á sig brotsjó og þakplötur losnuðu af húsum hér og þar.
vonskuveður Stórviðri gekk yfir
landið aðfaranótt laugardags og á
laugardegi. Verst var veðrið á
Norðurlandi vestra, Vestfjörðum
og á vestanverðu landinu, t.a.m. á
sunnanverðu Snæfellsnesi og á
Kjalarnesi. Að
sögn Veðurstofu
Á Akureyri, íslands sýndi
Sauðárkróki vindhraðamælir
og ísafirði Vegagerðarinnar
urðu þvi nálægt Blönduósi
margir af meðalvindhraða
landsleik ís- upp á 47 m/s og fór
lendinga og vindurinn í 54 m/s
Svía í hand- í verstu hviðunum
bolta. á laugardag. Þar
—4.— skemmdist hæsta
bygging bæjarins
töluvert er þakplötur og plötur af
gafli hússins losnuðu. Viðbúnaður
vegna snjóflóðahættu var á
nokkrum stöðum á landinu á
svæði frá Tröllaskaga og vestur á
firði. Á hádegi í gær hafði viðbún-
aðarstigi vegna snjóflóðahættu
verið aflétt en tvö minniháttar
snjóflóð féllu á veginn um Ólafs-
fjarðamúla um helgina. Víða voru
rafmagnstruflanir og í Skagafirði
og á stóru svæði á Vesturlandi og
Norðurlandi varð rafmagnslaust
NORÐAUSTLÆG ÁTT OG FREMUR SVALT NÆSTU DAGA
Skörp skil á milli heitra og kaldra loftstrauma á þessum árstíma valda því að miklu
meiri orka er I andrúmsloftinu sem aftur orsakar svona mikinn vind eins og var um
helgina, að sögn Veðurstofu (slands. Ekki eru horfur á því að svona stórviðri endurtaki
sig á næstu dögum. Þessi bekkur, sem stendur við Sæbraut, losnaði frá jörðu er
sjór flæddi yfir götuna.
BRYNDREKI TIL BJARGAR
Bryndreki björgunarsveitarinnar á Akranesi
kom I góðar þarfir á Kjalarnesi á laugar-
dag.
á laugardag. Rafmagn komst víða
á seinni part laugardags og um
kvöldið en síðustu heimilin fengu
rafmagn aftur á sunnudag. Á Ak-
ureyri, Sauðárkróki og ísafirði
urðu því margir af landsleik ís-
lendinga og Svía í handbolta.
Nokkrar skemmdir urðu víða
af völdum sjógangs. Togarinn
Málmey fékk á sig brotsjó um 60
sjómílur vestur af Bjargtöngum
og slösuðust tveir skipverjar
minniháttar. Þá lék fraktskip laus-
um hala í höfninni á Sauðárkróki
aðfaranótt laugardags og var
brugðið á það ráð að sigla skipinu
úr höfn þar sem ekki tókst að
koma á það línum. Sjór gekk víða
yfir vegi og bar með sér grjót og
annað lauslegt, einkum á háflóði
um miðjan dag í fyrradag. Sjór
flæddi inn í bæjarskemmuna í
Ólafsfirði og loka þurfti Sæbraut í
Reykjavík og sömuleiðis götum á
Siglufirði. Þar flæddi sjór inn í
hús og tvö þök fuku af húsum. Þá
skemmdist Ægisgata í Keflavík
einnig í miklum sjógangi. Lög-
regla var almennt sammála um að
eignartjón í veðurofsanum hefði
verið minna en tilefni gaf til. Mest
hefði verið um að þakplötur, garð-
skýli og tjaldvagnar færu á flug
og rúður brotnuðu. ■
Framboð R-listans:
Listinn tilbúinn 23. febrúar
framboðsmál Stefnt er að því að
flokkarnir sem aðild eiga að R-
listanum verði búnir að ganga frá
vali á frambjóðendum sínum á
framboðslistann eigi síðar en 23.
febrúar n.k. Um helgina sam-
þykktu flokkarnir formlega aðild
sína að málefnasamningi R-list-
ans. Samfylkingin ætlar að velja
sína frambjóðendur með próf-
kjöri en framsóknarmenn ætla að
viðhafa skoðanakönnun meðal
sinna manna. Óvíst er hvaða að-
ferð verður notuð við val á fram-
bjóðendum hjá Vinstri grænum.
Það ■ ræðst væntanlega á félags-
RÁÐHÚSIÐ
Eftir tæpar þrjár vikur á að verða Ijóst
hverjir skipa R-listann.
fundi sem haldinn verður innan
tíðar.
Viðbúið að einhverjar manna-
breytingar verði á framboðslist-
anum frá því sem var fyrir fjór-
um árum. I það minnsta hjá Fram-
sókn þar sem Sigrún Magnúsdótt-
ir hefur ákveðið að gefa ekki kost
á sér til endurkjörs. Þá er líklegt
að Björk Vilhelmsdóttir formaður
BHM gefi kost á sér í framboð
fyrir Vinstri græna. Hún vill þó
ekki staðfesta það á meðan ekki
er búið að ákveða hvernig staðið
verður að vali á frambjóðendum
flokksins. ■
4. febrúar 2007 MÁNUDÁCUR
Veiðimálastofnun og
Hafró:
Mælimerki
í laxinn
rannsóknir Tæknisjóður hefur
styrkt verkefni um 3 milljónir
króna sem miðar að því að kort-
leggja dreifingu, atferli og um-
hverfi laxa í hafinu við ísland.
Stjórnandi verkefnisins er Jóhann-
es Sturlaugsson en bæði Veiðimála-
stofnun og Hafrannsóknastofnun
koma að þessu verkefni. Þetta er
einnig hluti af fjölþjóðlegu rann-
sóknum sem áformað er að fram-
kvæma í samvinnu við Norðmenn
og Færeyinga á næstu árum til
2005. Það gengur út á að merkja lax
á fyrsta ári með mælimerkjum sem
skrá atferli hans og umhverfi. ■
Hótel í Aðalstræti:
Bílageymslcin
blásin af
skipulagsmál Hætt hefur verið
við að byggja bílageymslu undir
fyrirhuguðu hóteli í Aðalstræti
vegna mótmæla frá íbúum. Mar-
grét Þormar, arkitekt hjá Borgar-
skipulagi, sagði að hótelsgestir
myndu einfaldlega þurfa að legg-
ja í þau stæði sem fyrir væru í
miðborginni. Meiningin væri síð-
an að byggja bílageymslu annars
staðar í miðborginni, jafnvel und-
ir Tjörninni.
Skipulags- og byggingarnefnd
samþykkti í síðustu viku breytt
deiliskipulag fyrir lóðina.
Deiliskipulag mun væntanlega
verða lagt fyrir borgarráð á
morgun. Breytingarnar eru aðal-
lega fólgnar í því að hækka á hús-
ið um tæpan metra. Einnig á að
stækka byggingarreitinn fyrir
neðanjarðartenginu við fornminj-
ar inn í Fógetagarðinn og með-
fram Aðalstræti 9. Þá var sam-
þykkt að hafa samráð við forn-
leifavernd ríkisins og borg-
arminjavörð vegna hönnunar
mannvirkja í tengslum við land-
námsbæinn. ■
SIGRÚN MAGNÚSDÓTTIR
Segist vera sátt við starf sitt að
borgarmálum.
Framsókn í Reykjavík:
Sigrún hættir
framboðsmál Sigrún Magnúsdótt-
ir oddviti framsóknarmanna í
borgarstjórn Reykjavíkur til
margra ára hefur ákveðið að gefa
ekki kost á sér til endurkjörs.
Hún tilkynnti þessa ákvörðun
sína á fundi með framsóknar-
mönnum um helgina. Hún segir
að þetta sé rétti tíminn til að
draga sig í hlé úr borgarstjórn
þegar séð er fyrir endann á ein-
setningu grunnskólans til að
hleypa nýju fólki að. Sjálf segist
hún ekki vita hvað taki við hjá
sér, eftir að hafa verið á kafi í
sveitarstjórnarmálum nánast frá
árinu 1970 þegar hún stóð ásamt
öðrum fyrir framboði til sveitar-
stjórnar á Bíldudal. Hún neitar
því alfarið að ástæðan fyrir
ákvörðun sinni sé vegna póli-
tískra deilna.
Sigrún segist vera sátt við
starf sitt innnan borgarstjórnar
þau 16 ár sem hún hefur starfað á
þeim vettvangi ,eða frá árinu
1986. Þar af var hún átta ár í
minnihluta en í meirihluta frá ár-
inu 1994. Hún vill hins vegar ekki
tjá sig um það hvern hún vill sjá
sem eftirmann sinn. ■