Fréttablaðið - 04.02.2002, Blaðsíða 10
FRÉTTABLAÐIÐ
4. febrúar 2002 MÁNUDACUR
FRLi'I TABI.AÐIÐ
Utgáfufélag: Fréttablaðið ehf.
Útgáfustjóri: Eyjóffur Sveinsson
Ritstjórar: Gunnar Smári Egilsson
og Jónas Kristjánsson
Fréttastjórar: Pétur Gunnarsson
og Sigurjón M. Egilsson
Ritstjórn, auglýsingar og dreifing:
Þverholti 9, 105 Reykjavlk
Aðalslmi: 515 75 00
Símbréf á fréttadeild: 515 75 06
Rafpóstur: ritstjom@frettabladid.is
Símbréf á auglýsingadeild: 515 75 16
Rafpóstur: auglysingar@frettabladid.is
Setning og umbrot: Fréttablaðið ehf.
Plötugerð: iP-prentþjónustan ehf.
Prentun: Isafoldarprentsmiðja hf.
Fréttaþjónusta á Netinu: Vlsir.is
Fréttablaðinu er dreift ókeypis til allra heimila á höf-
uðborgarsvæðinu. Fyrirtaeki geta fengið blaðið gegn
greiðslu sendingarkostnaðar; kr. 1.100 á mánuði.
Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni
blaðsins I stafraenu formi og I gagnabönkum
án endurgjalds.
| BRÉF TIL BLAÐSINS |
Jóhannes
lækkaði
matarverð
Ámundi Loftsson skrifar:
Allt frá því að Jóhannes í Bónus
hóf verslunarrekstur fyrir um
þrettán árum hefur verslun hans
alltaf boðið vörur sínar á lægsta
verði. Með þessu hefur Jóhannes
átt drýgri þátt en nokkur annar í
þeim stöðugleika
sem ríkt hefur um
káup og kjör hér á
landi undanfarin
ár. Gengisfall
krónunnar að und-
anförnu er ekki
Bónusverslunun-
um að kenna. Þar bera stjórn-
málamenn ábyrgðina. Þeir þykj-
ast þó nú sjá ástæðu til að troða
þeim manni um tær sem öðru
fremur hefur lagt sig fram við að
tryggja lágt verðlag í landinu.
Þeir ættu að líta sér nær. Jóhann-
es í Bónus hefur með verslunar-
rekstri sínum gert meira fyrir
launamenn á íslandi og íslenska
alþýðu, en allir verkalýðsleiðtog-
ar og ráðherrar í ríkisstjórnum ís-
lands - samanlagt.
Rekstur sveitarfélaganna á
höfuðborgarsvæðinu felur í sér
rekstur sjö heildarstjórnkerfa.
Slíkur rekstur er óhagkvæmur.
Hann leiðir til lélegrar nýtingar á
landi og skipulagsóreiðu. Hann
felur í sér stjórnarfarslega mis-
munun. Hann hefur í för með sér
hrepparíg og smákóngarembing
sem kostar þegnana fúlgur fjár.
Að reka sjö sveitarfélög í einni
samfélagsheild er tímaskekkja.
Hættum að aðgreina okkur eftir
öllum þessum bæjarfélögum og
sameinum þau í eitt. ■
10
DEBET
Heilsteyptur og hæfileikaríkur | Skemmtilega mikill prófessor
„Heilsteyptari einstaklinga er
erfitt að finna,“ segir Geir Sveins-
son fyrrverandi fyrirliði íslenska
landsliðsins. „Hann er mjög jarð-
bundinn og mátulega kærulaus.
Hann hefur unnið í sjálfum sér, út
frá lífinu eins og það er.“
„Jafn góður íþróttamaður og
hann verður ekki til nema að per-
sónuleikinn sé heilsteyptur," segir
Boris Bjarni Akbachev þjálfari.
„Hann ber virðingu fyrir sjálfum
sér og öðrum..“
Júlíus Jónasson lék með Ólafi í
Val og landsliðinu. „Ólafur er mjög
skemmtilegur karakter. Hann er
mikill pælari, hvort sem það er á
bókina eða handboltann. Hann er
mikill tónlistarmaður. Hann spilar
á þverflautu og fleiri
hljóðfæri."
„Hann er mjög rólegur
og góður drengur," segir
Valgarð Thoroddsen sem
var samferða Ólafi í gegn-
um yngri flokka Vals.
„Árangur hans í handbolt-
anum er engin tilviljun.
Hann hefur unnið fyrir
þessu öllu.“
Theodór Guðfinnsson
þjálfaði Ólaf í átta ár í
yngri flokkum. „Þetta er
öðlingur og einstakur
drengur. Það var auðvelt
að kenna honum. Hann
var sér á báti mjög inni-
legur og djúphugull."
ÓLAFUR
STEFÁNSSON
HANDKNATT-
LEIKSMAÐUR
hefur borið hita og
þunga af frábærum
leik (slenska landsliðs-
ins I handbolta.
„Hann var feiminn
sem strákur," segir Theo-
dór Guðfinnsson sem
þjálfaði Ólaf í gegnum
yngri flokkana. „Hann
var oft mjög hugsi og tók
þá ekki alltaf eftir því
sem var að gerast í
kringum hann.“
Geir Sveinsson lék
með Ólafi í Þýskalandi og
í landsliðinu. „Hann er
stundum dálítið utanvið
sig. Hann keyrði ein-
hvern tímann í klukku-
tíma í vitlaust íþróttahús
þegar húsið sem hann
átti að mæta í var rétt
handan við hornið."
„Hann er stundum svolítill pró-
fessor í sér,“ segir Júlíus Jónasson
félagi Ólafs úr Val og landsliðinu
„Útgangurinn á honum á æfingum
var oft mjög skrautlegur. Þá var
eitthvað að koma upp úr töskunni
sem ekki átti að vera þar. Við
skemmtum okkur oft yfir þessu"
Valgarð Thoroddsen kynntist
Ólafi í yngri flokkum Vals. „Okkur
þótti hann full rólegur þegar við
vorum yngri. Hann var miklu sein-
ni en við í öllu unglingaveseni og
fór sér hægar í stelpur."
„Helsti veikleiki hans þegar ég
kynntist honum var að hann var
ekki í nógu góðu líkamlegu formi,“
segir Boris Bjarni Akbachev þjálf-
ari. „Hann tók strax á því.“
JÓNAS SKRIFAR:
Glæpagengi úthýst
Vítisenglar, sem komu til landsins fyrir helgi,
fengu rétta meðferð lögreglunnar. Umsvifa-
laust var vísað til baka þeim, sem höfðu verstu
glæpina á samvizkunni. Hinir, sem minna höfðu
brotið af sér, voru hafðir undir eftirliti, unz úr-
skurður fékkst um, að einnig mætti vísa þeim
úr landi.
Vítisenglar eru einn af mörgum hópum vest-
rænna glæpamanna, sem eru okkur miklu
hættulegri en íslamskir hryðjuverkamenn á
borð við Talibana og al Kaída. Vítisenglar eru
ein af svokölluðum mafíum Vesturlanda, sem
grafa undan þjóðfélaginu með skipulögðum
glæpum.
Islamskir hryðjuverkahópar hafa lítinn
áhuga á íslandi. Landið er of lítið og afskekkt
fyrir fréttnæm hryðjuverk. Þar á ofan er það í
Evrópu, sem ekki telst lengur hinn sami djöfull
og Bandaríkin eru í augum margra múslima eft-
ir langvinnan og eindreginn stuðning þeirra við
ísrael.
Sem betur fer hefur linnt gömlu sambandi
íslands og ísraels. Því harðskeyttara hryðju-
verkaríki, sem ísrael hefur orðið á síðustu ára-
tugum, þeim mun meira hefur það fjarlægzt
okkur. Kúgaðir og niðurlægðir Palestínumenn
njóta vaxandi samúðar hér á landi og það vita
múslimar.
Við þurfum samt að gæta okkar, ekki á aust-
rænum ofsatrúarmönnum, heldur á vestrænum
glæpamönnum, sem hvað eftir annað hafa reynt
að teygja anga sína til íslands. Einna oftast hafa
Vítisenglar reynt að koma sér fyrir hér á landi
með aðstoð íslenzkra meðreiðarsveina.
Fleiri gengi eru hættuleg en Vítisenglar,
sem hafa þann Akkillesarhæl að ganga í auð-
þekktum einkennisbúningum og bera augljós
líkamslýti. Flestar mafíur senda hingað borg-
aralega klædda menn, sem ekki stinga í stúf við
hversdagslega ferðamenn eða kaupsýslumenn.
Viðfangsefni þessara glæpamanna er hið
sama, hvort sem þeir bera húðmerki, sólgler-
augu eða engin sérkenni. Þeir reka nætur- og
nektarklúbba með tilheyrandi vændi. Þeir reka
„Þeir mynda eins konar ríki í ríkinu,
þar sem gilda önnur lög
en gilda í þjóðfélaginu almennt.
Þannig grafa þeir undan samfélaginu
og eitra það að innan. “
spilavíti. Þeir selja ólögleg fíkniefni. Þeir fylla
einfaldlega í eyður þess, sem bannað er eða
fordæmt.
Einfaldasta leiðin til að kippa fótunum und-
an rekstri ýmiss konar glæpasamtaka er að lög-
leiða vændi og spilavíti og hefja ríkissölu á
ólöglegum fíkniefnum, rétt eins og hinum lög-
legu, það er að segja áfengi og læknalyfjum.
Þar með hefðu mafíur ekkert upp úr sér hér á
landi.
Munurinn á vestrænum mafíum og austræn-
um ofsatrúarhópum er, að hinir fyrrnefndu
ganga fyrir peningum ög sækja þangað, sem þá
er að hafa. Meðan við höfum boð og bönn, sem
gefa kost á fjárhagslegri neðanjarðarstarfsemi,
þurfum við að hreinsa landið með lögregluvaldi.
Versta einkenni glæpahópanna er, að þeir
flytja með sér sérstæðar siðareglur, sem stinga
í stúf við hefðbundnar siðareglur. Þeir mynda
eins konar ríki í ríkinu, þar sem gilda önnur lög
en gilda í þjóðfélaginu almennt. Þannig grafa
þeir undan samfélaginu og eitra það að innan.
Við þurfum að nýta til fulls samstarfið í
Schengen, Europol og Interpol til að hindra
landgöngu fólks, sem á aðild að skipulögðum
glæpasamtökum. Jafnframt þurfum við að
finna leiðir til að koma aftur á vegabréfaskoð-
un, þrátt fyrir ákvæði Schengen-samkomulags-
ins um vegabréfalausar ferðir milli landa.
Samræmdar aðgerðir löggæzlunnar gegn
Vítisenglum í síðustu viku sýna sem betur fer
fullan vilja á að varðveita lög og rétt hér á landi.
Jónas Kristjánsson
1 INNHERJAR |
Barist um
leiðtoga
Menn fara miíonn á Innherjum,
stjórnmálaspjallþræði vísis.is.
Umræðuna um forustufólk fylk-
inganna í borgarstjórn ber þar
hæst. Einvígi Ingibjargar Sólrún-
ar og Björns í Silfri Egils setti af
stað hatrömm einvígi stuðnings-
manna þeirra beggja. „Niðurstaða
mín er því augljóslega sú að Ingi-
björg Sólrún er komin í mikla
varnarstöðu og hræðist Björn
Bjarnason meira en nokkurn fyrri
andstæðing hennar á síðustu átta
árum. Hún er allavega miklu
skelkaðri í rökræðum við Bjprn
Bjarnason en Árna Sigfússóii,"
segir einn harður stuðningsmaður
Björns.
Sínum augum lítur hver silfrið
og ekki voru allir sammála um
ágæti Björns í þættinum. „Mikið
skelfilega var Björn aumkunnar-
legur í Silfri Egils í gær. Vælandi
og kvartandi eins og samfylking-
armaður!,,
Nokkuð skipti um tón þegar
skoðanakönnun FréttablaðsinS
birtist. „Hef það eftir óáréiðan-
legum heimildum að allt sé að
verða vitlaust í Sjálfstæðisflokkn-
um. Þeir eru hræddir. Skíthræ.dd-
ir,“ segir einn í kjölfárið, Stuðn-
ingsmaður D - listans .ef örlítið
sleginn út af laginU. „Skoðana-
könnun Fréttablaðsins um fylgi
flokkanna í borginni kom mér í
opna skjöldu, ég hef á undanförn-
um dögum kynnst öðru pólitísku
landslagi en því sem fram kemur
í greininni." Sá er nú samt fljótur
að taka ritgleði sína á ný og skrif-
ar nú sem aldrei fyrr. Greinilegt
er að það stefnir í harðan slag um
borgina. í það minnsta á spjall-
þráðum, hvað svo sem verður í
kosningunum sjálfum.
Innherjar eru umræðuvett-
vangur á vefnum visir.is. ■
Tattoo námskeið
Spennandi nám fyrir
Snyrtifræðinga, Förðunarfræðinga
appb«3gp*g itáöswri»*»an.
B,ilbijMÍw|þii»i.> »,«irii'nJ
ORÐRÉTT
Sttrám»g.og. bækiingHr
mmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmm
Bók sem vekur tíl
umhugsunar
„Bók Hallgríms
Helgasonar hef ég
lesið og hugsaði
með mér þegar ég
var kominn aftur
á blaðsíðu hund-
rað að annað
hvort væri ég orð-
inn ruglaður, höf-
undurinn eða við
báðir.“
Sverrir Hermannson um verðlaunabókina
Höfundur íslands. DV, 1. febrúar.
OF VEL ÆTTAÐUR?
„í staðinn ætla
sjálfstæðismenn
að bjóða upp á
fulltrúa gamals
ættarveldis sem á
frændur og
frænkur víða i
æðstu stöðum í
stjórnmála- og at-
vinnulífi landsins.
Slík samþjöppun valda í einni ætt
kann ekki síður að standa í kjós-
endurn."
Steinunn Jóhannesdóttir, DV. 1. febrúar.
VÍTISENGLAR ERU LÍKA
NÁTTÚRUUNNENDUR
„Þeir eru ferðamenn hingað
komnir til að fara í hálendisferð
og til að sjá Gullfoss og Geysi.“
Brynjólfur Þór Jónsson, talsmaður Fafner
MC, og gestgjafi dönsku Hell's Angels
mannanna sem vísað var úr landi á föstu-
dag. DV, l.febrúar.
SKEIKAR 780 FERÐUM TIL
TUNGLSINS
„Þar skeikar
meira en 300
milljón kílómetr-
um sem skýrsla
ráðherrans sýnir
minni umferð í
þéttbýli [...] en
staðreyndin er
varðandi höfuð-
borgarsvæðið
eingöngu.“
Forsendur glænýrrar samgönguáætl-
unar samgönguráðherra, sem hefur að
markmiði að halda í horfinu í samgöngu-
málum á höfuðborgarsvæðinu, standast
ekki því árleg umferð um höfuðborgar-
svæðið er þar vanmetin um meira en
300 milljón kilómetra, skv. frétt í DV, 1.
febrúar..
KUtgpt&s* fmapfáMS.