Fréttablaðið - 04.02.2002, Blaðsíða 19

Fréttablaðið - 04.02.2002, Blaðsíða 19
I MÁNUDACUR 4. febrúar 2002 FRÉTTABLAÐIÐ Norræna húsið: Krakkar teikna nAmskeið Námskeið í teiknimynda- gerð er í Norræna húsinu þessa viku. Yfirskriftin er Börn í sög- unni - Börn semja söguna. Nám- skeiðið er ætlað 10 til 16 ára. Verkefnið er í samvinnu við Ani- mationsværkstedet sem kemur með búnað og kennara. Animationsværkstedet er kennslustofnun í Viborg í Dan- mörku. Þar undirbýr ungt fólk sig fyrir að sækja um vinnu við teiknimyndagerð. Undir hana falla teiknimyndir, brúðumyndir, tölvuleikir og leikbrellur í kvik- myndum. Teiknimyndaverkstæð- ið stendur einnig fyrir teikninám- skeiði. Þar getur ungt fólk bætt teiknikunnáttu sína, áður en það kemur á teiknimyndanámskeið. ■ BÆKUR Einsemd og tilvistarvandi Bækur japanska höfundarins Haruki Murakami hafa farið sigurför um heiminn undanfarin ár en sagan Sunnan við mærin, vestur af sól er fyrsta bók hans sem þýdd er á íslensku. í þess- ari litlu bók er aðalpersónan ein- birnið Hajime og er viðfangs- efnið konurnar í lífi hans, ein- semd hans og tilvistarvandi. Lesandinn fylgist með lífshlaupi Hajimes frá barnæsku og fram undir fertugt. Þegar hann er 12 ára eignast hann vinkonu, Shimamoto, sem einnig er ein- birni og svo virðist sem hún sé eina manneskjan sem hann nær Haruki Murakami; Sunnan við mæri, vestur af sól íslensk þýðing: Uggi Jónsson Bjartur 2002 • 197 blaðsíður að tengjast. Hann saknar hennar alla tíð og þegar hún birtist skyndilega í lífi hans 25 árum frá því að leiðir skildu tekur til- veran kollsteypu. Sögusviðið er Tokyo en um- hverfi Hajimes og áhugamál virðast mjög vestræn. Hins veg- ar svífur hæglátur, dulúðugur austrænn andi yfir vötnum og einsemdin er einhvern veginn magnaðri en maður gæti búist við í vestrænum bókmenntum. Steinunn Stefánsdóttir í Listasafni Reykjavíkur - Hafnarhúsi sýnir þýski listamaðurinn Bernd Koberl- ing olíu- og vatnslitamyndir sem hann hefur unnið fráárinu 1988, m.a. hér á landi. Kjarvalsstaðir eru opnir alla daga 10-17 og miðvikudaga 10-19. Sýningin stendur 3. mars. Þrjár sýningar eru nú í tengslum við Callerí Fold. í Rauðu stofunni er sölu- sýning á 18 pastelverkum eftir Hring Jó- hannesson. Verkin eru myndaröð sem hann vann árið 1990 á sólarströnd. í Ljósafold stendur yfir kynning á Ijós- myndumMagnúsar Óskars Magnús- sonar en á síðasta ári kom út bókin Face to Face eftir Magnús. í Baksalnum sýnir Inger Helene Bóasson Ijósmyndir en sýninguna nefnir listakonan Litið um öxl. Safnið er opið daglega frá kl. 10-18, laugardaga kl. 10-17 og sunnudaga kl. 14-17. i Gerðubergi er sýning á þýskum tísku- Ijósmyndum frá árunum 1945-1995 þar sem má sjá verk framsækinna Ijós- myndara sem voru áhrifavaldar í stíl og framsetningu tískuljósmyndarinnar. Sýn- ingin er samvinnuverkefni Gerðubergs og Goethe Zentrum og styrkt af IFA. Sýn- ingin stendurtil 17. febrúar. Tilkynningar sendist á netfangið ritstjorn @frettabladid.is Aðstandendur íshótels vilja reisa ísleikhús: Setja upp Hamlet á scimísku nordur svIþióð Til stendur að reisa fullkomna endurgerð af Globe leikhúsi Shakespears, sem stend- ur við bakka Thames árinnar í Lundúnum. Endurgerðin verður úr ís og mun standa í þorpinu Jukkasjervi í Norður Svíþjóð, um 200 kílómetra norðan við heimskautsbaug. Það eru hópur Sama sem stendur að uppátækinu en hópurinn hefur á undanförnum árum byggt hótel úr ís á hver- ju ári skammt frá bæn- um Kiruna. Leikhúsinu er ætlað að þjónusta ferðamenn hótelsins og hyggjast leikhúsfor- ráðamenn setja upp Hamlet sem flutt verð- ur á samísku. „Áttatíu prósent okkar gesta eru erlend- ir ferðamenn og við NAKVÆM EFTIRLÍKING AF GLOBE (shótelið við Kiruna hefur verið byggt á hverju ári í desember undanfarin ár. Auk hótelsins er þar að finna kirkju, kvikmynda- sali og sánur úr ís auk ís- baðsins fræga. isleikhúsið verður nákvæm eftirlíking af Globe leikhúsi Shakespears. töldum að það gæti verið áhuga- vert fyrir þá að sjá Hamlet á fi-amandi tungumáli,“ segir Rolf Degerlund leikhússtjóri ísleik- hússins. Leikárið er í styttri kantinum, frá janúar til apríl ár hvert, og ef framhald verður á sýn- ingahaldi verður að endurbyggja leikhúsið fyrir hvert leikár. Leik- húsið verður 34 metrar í þvermál og átta metrar á hæð. Innan dyra verða 40 tveggja hæða svalir sem samtals rúma 400 áhorfendur. Það verður með opnu þaki, líkt og frumgerðin, en gestum verður gefinn kostur á að ylja sér undir hrein- dýrsskinnum með heit- an drykk við hendina á meðan á sýningum stendur. ■ LIFIÐ ER GOLF Njótíu þ e s s með okkur NJ kylfur, fatnaður, kerrur, skór, regngallar, barnakvörur, boltar og fl. Athugið!! Netklúbburinn okkar gefur forskot á allar útsölur og býður frábasr tilboð til netklúbbsfélaga. Hægt er að skrá sig á nevadabob.is GOLFVERSLUN £#****& MAXFLL jKvnno yxt&Utf: MEvADS B9B rotHirrz PING S**w**G ^ UHEmii utí'n LEiKURrrrnTiiu: Nethyl 2 • Sími 577 2525 • Póstkröfuþjónusta Opið alla daga kl. 10:00 til 22:00 www.nevadabob.is <-Wo<^cvn. titBcýayot FAL-MEB Verð- sprenging POPEYES við Smáratorg opið kl.l 1-22 alla daga vikunnar. Betra bragð á betra verði Tilboðið gildir frá 1. febrúar til og með 11. febrúar 2002. popeyes@mrc.is http://popeyes.com POPEYES Kringlunni 104 Reykjavík sími: 5682900 POPEYES Smáratorgi 200 Kópavogur sími: 5682902

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.