Fréttablaðið - 04.02.2002, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 04.02.2002, Blaðsíða 6
SPURNING DAGSINS Hvaða útgjöld er mikilvægast að lækka? Það er mikilvægast að lækka matvöru. Útgjöld heimilanna fer að mestum hluta í það. Það á að lækka eða fella niður virðis- aukaskatt af matvöru. Kristján KristjánssonKristján er flutningstæknir og vinnur hjá Aðal sendibílum. Menningarmálanefnd: Útilokcir upbygg- ingu í Viðey viðey Ef umsögn menningarmála- nefndar um framtíð Viðeyjar og annarra eyja á Sundunum nær fram að ganga verða þær friðlýst- ar sem heildstætt menningar- og náttúruminjasvæði. Allar hug- myndir um uppbyggingu og golf- vallargerð í Viðey verða því blásnar af. Borgarráð tók umsögn nefndarinnar fyrir í vikunni en frestaði ákvarðanatöku. Nefndin vill að strax verði haf- ist handa við að koma eyjunum á yfirlitsskrá um íslenskar minjar með alþjóðlegt gildi. Nefndin tel- ur að eyjarnar geti gegnt mikil- vægu hlutverki í ferðamanna- þjónustu fyrir Reykjavíkurborg. Þar séu merkir minjastaðir um verslunar- og atvinnusögu borgar- innar, sem og friðaðar fornleifar. Ef svo eigi að vera verði að gæta þess að breyta ekki eðli eða raska náttúru þeirra. í nóvember skilaði sérstakur stýrihópur tillögum um framtíð eyjanna. Umsögn menningar- málanefndar byggir á þessum til- lögum, en hún setti fyrirvara við hugmyndir um landtengingu hvort sem væri með göngubrú eða brú fyrir ökutæki. „Brú út í Viðey gæti skekkt þá heildarmynd sem nú er varðveitt þar ósnortin og gefur minjum aukið gildi og stuðlar að verndun þeirra," segir í umsögn nefndar- innar. ■ FRETTABLAÐIÐ 4. febrúar 2002 MÁNUDAGUR Sjávarútvegur: Banvænn biti á krókabeitu línuveiðar Hjá Rannsóknarstofn- un fiskiðnaðarins, Raunvísinda- stofnun Háskóla íslands og Dím- on veiðarfærasölu er unnið að því að þróa samsetta beitu sem inni- heldur hráefni og ensím sem eiga að gefa sambærilegt eða meira út- streymi en hefðbundin beita hef- ur. Tilgangurinn er með þessu auka aðdráttarafl beitunnar þan- nig að hún verði banvænn biti fyr- ir þá fiska sem bíta á krókinn við línuveiðar. Þetta verkefni fékk á dögunum þrjár milljónir króna í styrk frá Tæknisjóði íslands. Stjórnandi þessa verkefnis er Guðrún Ólafsdóttir hjá Rannsókn- SMÁBÁTAR Hagkvæmni veiða ræðst mikið at því að hafa góð veiðarfæri og beitu sem laðar fiskinn að króknum. arstofnun fiskiðnaðarins. Bakgrunnur að þessu verki er Evrópuverkefni um þróun beitu. Það fjallar m.a. um nýtingu á bræðslufiski og aukaafurðum svo sem niðurskurði frá fiskvinnsl- unni. Þessi beita þarf að innihalda þau grunnefni sem laða fiskinn að. í þessu verkefni verður skoð- að sérstaklega samsetning lyktar- efna sem mynduð eru úr fjöló- mettuðum fitusýrum sem gefa ferska fiskilykt frá beitu. Einnig verða ensímvirkni beituhráefna rannsökuð og áhrif þeirra á mynd- un niðurbrotsefna sem laða fisk að beitunni. ■ INNLENT Nýbakaðar mæður sem fá mikla umönnun frá ljós- mæðrum að lokinni fæðingu er 40% líklegri til að sleppa við fæð- ingarþunglyndi en þær sem ein- göngu fá hefðbundið eftirlit. Þetta kemur fram í nýrri breskri rannsókn. 2000 konur tóku þátt í rannsókninni, um helmingur þeir- ra hlaut hefðbundna umönnun eins og tíðakast í Bretlandi. Þar er venjan að ljósmæður heim- sæki konur sex til sjö sinnum fyrstu tvær vikurnar eftir fæð- inguna. Konur sem fengu heim- sókn Ijósmæðra í allt að fjórar vikur eftir fæðinguna og síðan aftur heimsókn tíu til tólf vikum eftir fæðinguna jöfnuðu sig mun fyrr en hinar. ■ Tökum tillit til þess að námskrá er ekki fylgt Mismunandi hvort framhaldsskólar fylgi nýrri námskrá. Nýtt inntökupróf í læknadeild gerir rád fyrir ad námskráin sé í notkun. Margir nemendur því illa undir inntökuprófið búnir. Læknadeild mun taka tillit til þess. SKólamAl „í reglunum um inn- tökuprófið eru gefnir upp áfang- ar, sem mynda eiga grunn, þegar námsskrá framhaldsskólanna er að fullu komin til framkvæmda. Sumir framhalds- skólarnir hafa dregið lappirnar. Mismunandi er hvort þeir fylgja nýrri námsskrá framhaldsskól- anna, sem koma átti til fram- kvæmda fyrir um þremur árum. Við mótun inntöku- prófsins, stóð læknadeild í þeirri trú að meiri hluti hinnar nýju náms- skrár væri kominn til framkvæmda í framhaldsskólum. Annað hefur kom- ið á daginn. Við Læknadeild Háskóla ís- lands hyggst halda inntöku- próf I lækna- deild í júní ár hvert. Ráðgert er að fyrsta prófið verði í júní á þessu ári. Borið hef- ur á óánægju meðal nem- enda sem telja að undir- búningi sínum úr framhalds- skóla sé ábótavant. —♦— Við mótun inntökuprófsins, stóð læknadeild í þeirri trú að hin nýja námsskrá væri notuð I öllum framhaldsskólum. munum taka tillit til þess að það hefur ekki gerst og skapa aðlög- unartíma fyrir nemendur. Því verða framhaldsskólakennarar Tilboð á þvottavélum > -------------- í ! ' §■; ' - Tricity Bendix 52.990 kr. þvottavél 1000sn. tekur 4,5 kg Verð áður: 65.990 kr. HÚSASMIÐIAN Sími 525 3000 • www.husa.is virkjaðir við samningu prófsins. í fyrsta, og jafnvel annað, sinn verður miðað við kjarna mála-, náttúrufræði- og félagsfræði- brauta," segir Stefán B. Sigurðs- son, formaður kennsluráðs. Læknadeild Háskóla íslands hyg- gst halda inntökupróf í lækna- deild í júní ár hvert. Ráðgert er að fyrsta prófið verði í júní á þessu ári. Borið hefur á óánægju meðal nemenda sem telja að undirbún- ingi sínum úr framhaldsskóla sé ábótavant. Hluti inntökuprófsins hefur verið skilgreindur sem almenns eðlis. Að sögn Stefáns er sá hluti að bandarískri fyrirmynd. Verið sé að kanna hvernig menn geti notað þá þekkingu sem þeir hafa safnað. Urlausn vandamála og hvernig tilvonandi nemendur taki á siðferðilegum álitamálum verði prófuð. Að nokkru leyti sé verið að koma til móts við þá gagnrýni sem verið hefur á klásus, um að prófin mæli utanbókarlærdóm umfram félagslega hæfni. „Það er ekki nóg að hafa utanbókarlær- dóm. Menn verða að geta notað hann,“ segir Stefán. „Aðalatriðið er að létta álagi af nemendum. Einnig er með þessu verið að jafna stöðu þeirra sem þreyta inn- göngu í læknadeild í fyrsta sinn og þeirra sem hafa reynt oft.“ ■ Framkvæmd nýrra tóbaksvarnarlaga: Veitinga- mönnum kynntar skyldur sínar tóbaksvarnir Rósa Magnúsdóttir, sviðstjóri hjá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur, segir eigendur veit- ingahúsa taka ábendingum yfirleitt vel um reyklaus svæði fyrir við- skiptavini. Heilbrigðiseftirlitið hafi sent rekstraraðilum bréf eftir að ný tóbaksvarnarlög tóku gildi 1. ágúst á síðasta ári og kynnt skyldur sam- kvæmt lögunum. Rósa segir eftirlit með tóbaks- vörnum vera aðeins eitt af mörgum atriðum sem stofnunin sinnir. Ekki hafi verið farið sérstaklega í eftir- litsferðir vegna tóbaksvarna heldur auknar skyldur matsölustaða kynntar. „Síðan er það hluti af reglubundnu eftirliti í þessum fyr- irtækjum að fara í gegnum tóbaks- varnir ásamt öðru.“ Rósa segir að kvartanir berist heilbrigðiseftirlitinu. „Þá er kvart- að undan því að það vanti reyklaus svæði eða þá að reykurinn berist yfir á þessi svæði.“ Ollum kvörtun- um sé sinnt hvort sem þær snúi að reyklausum svæðum eða öðrum at- riðum. „Það er alltaf farið og veit- ingamönnum bent á skyldur sínar,“ segir Rósa. ■ INNLENT BSRB fagnar ákvörðun ríkis- stjórnarinnar um lækkun komugjalda á heilsugæslustöðv- ar. í tilkynningu bandalagsins kemur fram að ítrekað hafi ver- ið bent á að kostnaðarþátttaka sjúklinga hafi margfaldast á undangengnum áratug. Þróunin er sögð valda því að efnalítið fólk veigri sér við að leita lækn- is og nauðsynlegra lyfja vegna kostnaðar. ■ Rannsóknarráð íslands: Kaupmáttur Vísindasjóðs minnkar um 35 ársverk vfsiNPi Stjórn Vísindasjóðs hefur úthlutað 165, 6 milljónum króna sem skiptast á 129 verkefni. Með- alupphæð styrkja nemur um 1300 þúsund krónum. Úr Tæknisjóði voru veittir styrkir til 61 verkefn- is fyrir samtals 171,8 milljónir króna. Þar var meðalupphæð styrkja um 2,8 milljónir króna. Fjöldi umsókna skipti nokkrum hundruðum. Vilhjálmur Lúðvíks- son framkvæmdastjóri Rannsókn- arráðs íslands segir að það svíði að geta ekki styrkt fleiri í ljósi þess að hafna þurfti mörgum góð- um umsóknum. Hann segir að ráð- stöfunarfé Vísindasjóðs hefði staðið í stað sl. áratug á föstu verðlagi. Sem dæmi nefnir hann VILHJÁLM- UR LÚÐ- VÍKSSON Segir að vegna tak- markaðs ráð- stöfunarfjár hefði orðið að hafna mörg- um góðum umsóknum. að kaupmáttur sjóðsins hefur dregist saman úr 90 ársverkum árið 1994 í 55 ársverk um þessar mundir. Hæsta styrkinn úr Tæknisjóði, eða 6 milljónir fékk verkefni sem miðar að því að nota slímhúðar- bólusetningar við meðhöndlun á liðagikt í tilraunadýrum. Jóna Freysdóttir verkefnastjóri hjá Lyfjaþróun segir að þetta verk- efni gangi út á það þróa aðferð til að mynda ónæmisþol gegn liða- gikt. Um 2 - 3% einstaklinga fá liðagikt. Þá fékk Egil Jónsson tannlæknir og samstarfsmenn um 3,5 milljón til að þróunar á nýrri aðferð og tækjabúnaði til tann- lækninga. Aðferðin byggist á því að fjöldaframleiða staðlaðar há- gæða keramíktannfyllingar til viðgerða á tannskemmdum í jöxl- um. Sagt er að það sé tífalt ódýara en hefðbundin tannviðgerð og geti gefið milljarða í aðra hönd fyrir utan mikinn sparnað í heilbrigðis- kerfi þjóða. ■ / , , / / / / /

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.