Fréttablaðið - 04.02.2002, Blaðsíða 24
FRÉTTABLAÐ
SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 515 75 00 Ritstjórn: 515 7515, símbréf: 515 75 06, rafpóstur: ritstjorn@frettabladid.is
Auglýsinga- og markaðsdeild: 515 75 15 - símbréf 515 75 16 - rafpóstur auglysingar@frettabladid.is Dreifing: 515 75 20
VlÐ SEGJUM FRÉTTIR Fréttavefurinn á VÍSÍr.ÍS Fyrstur með fréttirnar
f
HYUNDAI
\ Total IT Solution Provider
Hagkvæm og traust tölva
OTÆKNIBÆR Skipholti 50C
S: 551-6700 www.tb.is
Umboðsaðili HYUNDAI á Islandi
Sími 5H5 0400
Bakþankar
| Þráins Bertelssonar
Fjallkonan hjá
sálfræðingi
Svo langt sem ég man aftur hefur
íslenska þjóðin alltaf verið klofin
niður í fylkingar og alskonar hópa
sem aldrei hafa setið á sátts höfði út
af nokkrum sköpuðum hlut. fslend-
ingar tóku kalda stríðinu fegins
hendi, staðfærðu það og gerðu að
borgarastyrjöld og hlma íhaldssamir
kappar úr því stríði ennþá ofan í
skotgröfunum og harma þann kveif-
arlega kaupsýslufrið sem nútíminn
hefur kallað yfir mannskapinn.
—♦—
REYNDAR hefur þjóðin nokkrum
sinni gert vopnahlé á minni ævi og
ákveðið að standa saman. í þorska-
stríðunum fylkti þjóðin sér um
Landhelgisgæsluna og gerði ráð fyr-
ir að Eiríki Kristóferssyni tækist
það sem Napóleóni mistókst, sem sé
að sökkva gervöllum breska flotan-
um. En fyrsta vopnahléð sem ég
man eftir frá innanlandsdeilum var
þegar Friðrik Ólafsson var að tefla
um Norðurlandameistaratitil í skák
við Danann Bengt Larsen um miðbik
síðustu aldar. Þá var stuðningur
þjóðarinnar við Friðrik svo yfir-
þyrmandi að engin Ieið var að ætlast
til þess að hann gæti einbeitt sér að
taflinu. Því fór sem fór. Og sagan
endurtók sig. Aftur. Og aftur. Og síð-
ast núna um helgina.
——
EF FJALLKONAN, móðir okkar
allra, pantaði sér tíma hjá góðum
sálfræðingi og rabbaði við hann um
stund finnst mér líklegt að sáli
mundi segja við hana: „Þú ert dáldið
sveiflukennd í skapinu, heillin; ann-
ars vegar er djúpstæð og gömul van-
metakennd og hins vegar glórulaus
metnaður, einkum fyrir hönd barn-
anna þinna. Þú ættir að reyna að
draga úr þessum sveiflum á heimil-
inu og leita að jafnvægi og jákvæðri
hugsun - og umfram allt hætta að
gera óraunhæfar kröfur til krakka-
greyjanna. Það sem mestu máli
skiptir er að þau hafi frið til að gera
sitt besta - og hafi gaman af því.
Þetta er spurning um að finna ör-
yggi og slökun í staðinn fyrir sífelld-
an óróa í sálinni."
EF FJALLKONAN færi eftir þess-
um einföldu ráðum er ég viss um að
hún yrði miklu ánægðari með lífið
og þyrfti hvorki að halla sér að
flöskunni né valíumstauknum til að
komast gegnum daginn - og heimilis-
lífið yrði betra og börnin glaðari og
dugmeiri. ■
Tilbobin gilda utfebrúarmanub
24
JAN
I ja á um h
Þeir sem koma með bílinn í bón,
þrif og smurningu á þjónustustöð
ESSO við Geirsgötu eru í góðum
höndum og enn betri málum.
Viö höfum 3 pakka í boði
fyrir allar gerðir fólksbíla.
Pakki 1:
• Bón, þrif, smurning, ókeypis vélarþvottur.
15% afsláttur.
Pakki 2:
• Smurning, ókeypis vélarþvottur.
10% afsláttur.
Pakki 3:
• Bón, þrif, ókeypis vélarþvottur.
Fyrsta fíakks þjónusta
í hjarta midbæjarins.
tsso
Afgreibslutími í Geirsgötu
frá 8 til 18 alla virka daga.
Sími 551 1968
Tandurhrein tilboð á þvottavélum,
þurrkurum og uppþvottavélum
15-20% afsláttur
HEIMILISTÆKI
Lágmúla 8 • Sími 530 2800