Fréttablaðið - 04.02.2002, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 04.02.2002, Blaðsíða 4
SVONA ERUM VIÐ FJÁRMAGN TIL RANNSÓKNIR Hér að neðan sést heildarfjármagn sem veitt er til rannsóknar og þróunar á íslandi yfir fimm ára tímabil. Tolurnar eru í millj- ónum króna og á föstu verðlagi. folur fyrir 2001 eru spá. 1997 1998 1999 2000 2001 HEIMILD: RANNÓKNARÁÐ ISLANDS Afkoma Nýherja: 55 milljóna tap á árinu uppgjor Nýherji hagnaðist um tæpar 40 milljónir króna á síðasta ársfjórðungi 2001 og náði því að lagfæra niðurstöðu ársins nokk- uð. Tap fyrstu niu mánaða ársins var nálægt 100 milljónum en heildartap ársins 55 milljónir. Rekstrartekjur ársins voru tæpir fjórir milljarðar og jukust um 10% frá fyrra ári. Handbært fé var neikvætt um 250 milljónir fyrir árið en eigin- fjárstaða er eftir sem áður með sterkara móti. Fram kemur í til- kynningu félagsins til VÞÍ að verkefnastaða sé góð og útlit fyr- ir viðsnúning í rekstri á yfirstand- andi ári. Gengi bréfa Nýherja hef- ur haldist stöðugt í 6,20. ■ Sakaði þingmann um áreitni: Afvegaleiddi réttvísina LONPON. AP Tæplega þrítug kona, Nadine Milroy-Sloan, hefur verið handtekin í Bretlandi. Hún hefur verið ákærð vegna ásakana um kynferðislega áreitni sem hún bar á hendur Neil Hamilton, fyrrverandi þingmanni íhaldsflokksins, og eig- inkonu hans Christine. Áreitni þeirra átti að hafa átt sér stað 5. maí á síðasta ári, að loknu matarboði á heimili Hamilton hjón- anna. Einnig sakaði Milroy-Sloan þriðja manninn, Barry Lehaney, um að hafa nauðgað sér. Ásakanirnar vöktu mikla athygli í breskum fjöl- miðlum. Lögreglan rannsakaði mál- ið í nokkrar vikur. Ekkert kom út úr þeirri rannsókn. Málin voru síðan felld niður. Milroy-Sloan er nú kærð fyrir að afvegaleiða réttvísina. „Þetta kem- ur okkur ekki á óvart og við erum ánægð með að þetta hefur nú gerst,“ sagði Christine Hamilton. ■ FRÉTTABLAÐIÐ 4. febrúar 2002 MÁNUDAGUR Þingsályktunartillaga um launaða þarvem: Réttur foreldra veikra barna aukinn alþingi Þingmenn úr öllum flokk- um stóðu að tillögu um að tryggja betur rétt foreldra til launa í fjar- veru úr vinnu vegna veikinda barna. Jóhanna Sigurðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, sem mælti fyrir tillögunni, sagði að það gæfi tillögunni aukið vægi að að henni kæmu þingmenn úr öllum flokkum. Tillagan hefur verið lögð fram áður, en lagt er til að ríkisstjórnin skipi nefnd til að fara yfir málið. Nefndina á að skipa fulltrúum ráðuneyta, aðila vinnumarkaðar- ins og samtaka um málefni sjúkra barna. Nefndin á að hafa hliðsjón af fyrirkomulagi annars staðar á Norðurlöndum. Jóhanna áréttaði að á Norðurlöndunum væru bæt- ur vegna veikinda barna greiddar úr opinberum sjóðum en væru ekki á ábyrgð atvinnurekenda. „Þegar gerður er samanburður á rétti foreldra vegna veikinda barna þeirra á Norðuiiöndum kemur í ljós að ísland sker sig mjög úr. Þannig hafa foreldrar ís- lenskra barna nánast engan rétt samanborið við rétt foreldra ann- JÓHANNA SIGURÐARDÓTTIR Jóhanna talaði fyrir tillögu á þingi I gær um að grípa til aðgerða sem tryggja eiga betur rétt foreldra til launaðarar fjareeru úr vinnu vegna veikinda barna. ars staðar á Norðurlöndum," segir í greinargerð með tillögunni, en að henni stóðu Jóhanna Sigurðar- dóttir, Katrín Fjeldsted, Ögmund- ur Jónasson, Magnús Stefánsson og Guöjón A. Kristjánsson. ■ Islandssími: Toppum sagt upp atvinna Dagnýju Halldórsdóttur, aðstoðarforstjóra, Kristjáni Schram, markaðsstjóra, og Karli Jóhannssyni, gæðastjóra, hefur öllum verið sagt upp störfum hjá Íslandssíma. I tilkynningu til Verðbréfaþings er þeim þakkaður þáttur þeirra í uppbyggingu fé- lagsins, en því skeiði er nú sagt lokið. Umfangsmiklar skipulags- breytingar og hagræðingarað- gerðir hafa átt sér stað frá því í haust þegar tilkynnt var að Óskar Magnússon tæki við forstjóra- starfinu af Eyþóri Arnalds. Meðal annars hefur sölu- og markaðs- svið verið sameinað. ■ Skoðanakönnun Fréttablaðsins: Reykvíkingar vilja aulað lóðaframboð stjórnmál Yfirlýsingar framboð- anna við borgarstjórnarkosningar um hvernig þau ætli sér að trygg- ja nægilegt framboð á lóðum til íbúðabyggðar geta ráðið miklu um hver verða úrslit kosning- anna. Níu af hverjum tíu sem tóku afstöðu í skoðanakönnun Frétta- blaðsins telja frekar eða mjög æskilegt að Reykjavíkurborg auki framboð sitt á lóðum til íbúða- byggðar. Þegar Björn Bjarnason var spurður út í lóðamál í síðustu viku sagði hann ekki vansalaust að Reykjavík héldi ekki í við ná- grannasveitarfélögin með fram- boði á lóðum undir íbúðabyggð. Halda ætti þannig á málum að lóðaframboð í Reykjavík væri nægilegt. Ingibjörg Sólrún Gísla- dóttir sagði að á síðasta ári hafi verið úthlutað lóðum fyrir 485 íbúðir. Á þessu ári gætu bygg- ingalóðir verið til fyrir 570 íbúðir. Hún sagðist ekki telja markaðinn geta tekið við mikið meira lóða- framboði. Ef hann gæti það mætti lengi bæta við lóðum. Lóðamálin gætu samkvæmt þessu reynst Reykjavíkurlistan- um erfið í kosningabaráttunni. Fulltrúar hans segja nægilegt framboð af lóðum. Almenningur er á öðru máli samkvæmt þessari skoðanakönnun. Því gætu skapast sóknarfæri fyrir sjálfstæðismenn leggi þeir fram hugmyndir sem almenningi þykja líklegar til að leysa lóðaskort. Reykjavíkurlist- inn verður hins vegar að sann- færa kjósendur um að slíkur skortur sé ekki til staðar. í skoðanakönnuninni, sem var framkvæmd síðasta mánudag, var spurt: Telur þú mjög æskilegt, frekar æskilegt, hvorki né, frekar GRAFAROLT Nýtt Ibúðahverfi er I uppbyggingú í Grafarholti en borgarbúar telja ekki nægilegt framboð á lóðum í borginni. Áform eru um frekari uppbyggingu við Úlfarsfell og víðar. Mjög óæskilegt 4,1 °/o Frekar óæskilegt 4,1 °/o Hvorki né 11,4°/o 47,4°/o Mjög æskilegt 33,0% Frekar æskilegt TELUR ÞÚ ÆSKILEGT EÐA OÆSKILEGT AÐ REYKJAVIKURBORC AUKI FRAMBOÐ SITT Á LÓÐUM TIL ÍBÚÐABYGGÐAR? óæskilegt eða mjög óæskilegt að Reykjavíkurborg auki framboð sitt á lóðum til íbúðabyggingar. 6,5% svöruðu ekki. Af þeim sem svöruðu skiptust svörin þannig að 47,4% telja mjög æskilegt að lóða- framboð verði aukið. 33,0% telja það frekar æskilegt. 11,4% sögðu hvorki né. 4,1% sögðu frekar æskilegt að auka lóðaframboð. Jafn margir sögðu það mjög óæskilegt. ■ Hæstiréttur Islands: Braut gegn barni í Þórsmörk pÓMSMál Hæstiréttur staðfesti dóm Héraðsdóms Reykjavíkur yfir tæplega fimmtugum manni. Hann var fundinn sekur um að hafa þukl- að á 11 ára gamalli stúlku í skála Útivistar í Básum í Þórsmörk í des- ember árið 2000. Maðurinn var dæmdur í 3 ára skilorðsbundið fangelsi og til að greiða stúlkunni 250 þúsund krónur í miskabætur. Við skýrslutöku í Barnahúsi sagði stúlkan að ákærði hefði kom- ið við bert hörund hennar, bæði bak og maga, en einnig þuklað inn fyrir ullarbuxur og nærbuxur. Hún sagði að hann hefði ekki þuklað á kynfær- um hennar. Hún sagðist fyrst hafa haldið að þetta væri mamma henn- ar en síðan hafi hún fundið fyrir skeggi og áttað sig á því að svo væri ekki. Ákærði áfrýjaði dóminum til Hæstaréttar vegna þess að hann taldi að skýrslutaka yfir stúlkunni í Barnahúsi hefði ekki verið í sam- ræmi við meginreglur réttarfars. Ákærði krafðist þess að héraðs- dómur yrði ómerktur og málinu vísað heim í hérað til löglegrar meðferðar. Til vara krafðist hann sýknu, en kæmi til sakfellingar krafðist hann að refsingin yrði ekki þyngri en í héraði og miskabætur lækkaðar. Hæstiréttur taldi ekkert benda til annars en að umrætt þinghald í héraði og skýrslutaka hefði verið í fullu samræmi við ákvæði laga um meðferð opinberra mála og reglur settar samkvæmt þeim. Því þótti ekki tilefnefni að taka til greina kröfu ákærða um ómerkingu og heimvísun héraðsdóms. ■ Smáralind AI//S__________________________ Vantar þig bíl í Smáralind? Viltu að bíllinn bíði eftir þér á Reykjavíkurflugvelli? Nýjung í læknavísindum: Sjúkdómsgreining í plástri Bíll í A flokki, daggjald kr. 3.700,- ótakmarkaður akstur, tryggingar og skattar Sími: 591 4000 Fax: 591 4040 E-mail: avis@avis.is - Dugguvogur 10 - www.avis.is Ntw york - ap Að setja plástur á sárið gæti fengið nýja merkingu. Hægt verður að greina vissar teg- undir baktería í sárum, með plástri, sem vísindamenn í Álbany, New York, vinna nú að því að þróa. Sérstakir nemar, á stærð við sand- korn, verða settir í grisjuna. Þeir munu nema bakteríuna og skipta litum ef um hugsanlega sýkingu væri að ræða. Þessi nýja tækni mun gera fólki kleift að greina sjálft sjúkdóma. Læknar fengju því svigrúm til að sinna alvarlegri veikindum. Þegar fram líða stund- ir, ættu sjúklingar að geta skannað plásturinn í heimilistölvunni. Með hjálp sérþróaðs hugbúnaðar yrði hægt að greina bakteríuna og ráð- leggja viðeigandi meðferð. Vís- indamenn sem vinna að þróun plástursins segja, að í nútímasam- félagi sé mikilvægt að fólk eigi þess kost að fylgjast með heils- unni heima fyrir, og spara þannig óþarfa ferðir til læknis. ■ SJÚKDÓMSGREINING í PLÁSTRI Benjamin Miller, einn af þeim sem þróað hefur plásturinn, heldur á nemanum sem getur greint ef um sýkingu er að ræða.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.