Fréttablaðið - 07.02.2002, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 07.02.2002, Blaðsíða 1
DANS Islenskir dansarar ástríðufullir bls 18 bls 16 UTVARP Er rokkið dautt? ÚTLÖND Hinrik hristir upp í Dönum bls 4 RAFLAGNIR ÍSLANDS ehf. VERSLUN - HEILDSALA ORYGGISKERFI TÖLVULAGNAVÖRUR VINNUSTAÐABÚNAÐUR Hamarshöfða 1 - Si'mi 511 1122 www.simnet.is/ris NýHoimasíða FRETTABLAÐIÐ 1 1 27. tölublað - 2. árgangur Þverholti 9, 105 Reykjavík — sími 515 7500 Fimmtudagur 7. febrúar 2002 FSIVIIV1TUDAGUR Sharon hittir Bush útlönd Ariel Shar- on, forsætisráð- herra ísraels, og Georg W. Bush, Bandaríkjaforseti, ræðast við í Was- hington í dag. Þetta er f jórði fundur þeirra á undanförnu ári. Sharon ætlar sér að hvetja Bush til að slíta öll tengsl við Yasser Arafat, leið- toga Palestínumanna. Nýr gæsluvöllur hafnarhörður f dag kl. 16.00 verður nýr gæsluvöllur opnaður í Hafnar- firði. Gæsluvöllurinn er við Háholt 1S. Hann kemur í stað gæsluvallar- ins við Háabarð en hann er að ljúka hlutverki sínu. Hinn nýi gæsluvöll- ur er staðsettur á milli leikskólans Álfasteins og Hvaleyrarskóla með útsýni yfir Asvellina til Keilis og fleiri fallegra f jalla. IvEÐRIÐ l' DAGj REYKIAVÍK NA 8-13 m/s og skýjað. Frost 3 til 8 stig. VINDUR ÚRKOMA HITI fsafjörður © 8-13 Él ©8 Akureyri O 8-13 ÉE ©9 Egilsstaðir Q 8-13 Él ©8 Vestmannaeyjar Q 10-15 Skýjað ©1 * * * * * 7 TJtskriftatónleikar tónleikar Árni Björn Árnason, pí- anóleikari, leikur í kvöld með Sin- fóníuhljómsveit íslands. Er rétt að klóna menn? fyrirlestur Bryndís Valsdóttir, heim- spekingur, ræðir hvort réttlætanlegt sé að klóna menn í fyririestri í Borgar- leikhúsinu í kvöld kl. átta. Að fyrir- lestri loknum bregðast Vilhjálmur Árnson, prófessor í heimspeki, og Gumundur Eggertsson, prófessor í erfðafræði við erindinu. Þá verða almennar umræður undir stjórn Ástríðar Stefánsdóttur læknis. KVÖLDIÐ í KVÖLD Tónlist 18 Bíó 16 Leikhús 18 fþróttir 14 Myndlist 18 Sjónvarp 20 Skemmtanir 18 Útvarp 21 MEÐALLESTUR FÓLKS A ALDRINUM 25 TIL 80 ARA A HÖFUÐBORGARSVÆÐINU SAMKVÆMT FJÖLMIÐLAKÖNNUN GALLUP I OKTÓBER 2001. U ndirbúa lög á flugumferðarstjóra Ríkisstjórnin undirbýr lagafrumvarp um að stöðva yfirvinnubann flugumferðarstjóra. Málið var rætt á þingflokksfundum í gær. Viðkomandi ráðherrar eru þögulir sem gröfin. Samningavið- ræður farnar út um þúfur og ekki verður flogið til Akureyrar fyrrihluta dagsins í dag. stjórnmál Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins undirbýr ríkis- stjórnin lagafrumvarp til að stöðva yfirvinnubann flugumferðar- stjóra. Frumvarpið kemur í kjölfar þess að samningaviðræður ríkisins og flugumferðarstjóra fóru út um þúfur á þriðjudag. Staðan í kjaradeilu flugumferð- arstjóra og væntanlegt frumvarp voru rædd á þingflokksfundum stjórnarflokkanna í gær eftir að um það hafði verið fjallað á fundi ríkisstjórnarinnar í gærmorgun. Frumvarpið var þó ekki lagt fram til kynningar á fundunum. Einn þingmaður sagðist gera ráð fyrir því að frumvarpið yrði lagt fram „við fyrsta tækifæri". Ráðherrar sem komið hafa að málinu vildu ekkert tjá sig um það þegar Frétta- blaðið ræddi við þá í gær. „Ég ræði ekki við fréttamenn í dag“, sagði Sturla Böðarsson, samgönguráð- herra, þegar hann kom út af einka- fundi með Davíð Oddssyni, forsæt- isráðherra, að loknum ríkisstjórn- arfundi í gærmorgun. Geir H. Haarde, fjármálaráðherra, sagðist ekki ræða málið þegar blaðið bar það undir hann síðdegis í gær. Ekki náðist í forsætisráðherra. Frumvarpið verður lagt fram í nafni fjármálaráðherra. Samn- ingaviðræður við flugumferðar- stjóra hafa heyrt undir fjármála- ráðuneyti. Þær fóru út um þúfur á þriðjudag. Þá funduðu samninga- nefndir í þriðja skipti á fimm dög- um án þess að ná árangri. Viðræð- um var þá frestað án þess að annar fundur yrði boðaður. Ríkissátta- semjari taldi ekki ástæðu til að leg- gja fram miðlunartillögu. Yfirvinnubann flugumferðar- stjóra hefur haft talsverð áhrif á flugumferð. Ekki var hægt að fljú- ga til Akureyrar í áætlunarflugi milli sjö að morgni og þrjú síðdeg- is í gær vegna forfalla flugumferð- arstjóra. Ljóst var í gær að sama staða kemur upp í dag. Ekki var hægt að sinna einka- og æfinga- flugi frá Reykjavíkurflugvelli eftir klukkan fjögur í gær vegna for- falla. Vegna yfirvinnubanns hefur ekki verið hægt að kalla út afleys- ingafólk til að sinna vöktum. brynjolfur@frettabladid.is grh@frettabladid.is LOKSINS SNJÓR Yngsta kynslóðin fagnaði ógurlega þegar hún leit út um gluggann í gærmorgun enda allt á kafi í snjó. Loksins var hægt að taka snjóbrettið út úr bílskúrnum og ná í snjóþotuna upp á háaloft og skella sér í brekkuna. í Ártúnsholti iðaði allt af lífi í gær. Veðurguð- irnir höfðu lagt nokkurra sentímetra snjólag yfir fölgrænt grasið og er ekki annað að sjá en krakkarnir hafi kunnað vel að meta það. 1 PETTA HELST Launakönnun VR: Háar fegurðardísir njóta þess í launum Jóhannes í Bónus útilokar ekki innflutning á bílum í kjölfar breyttra reglna á EES-svæðinu. bls. 2 Hærra auðlindagjald getur minnkað tekjur ríkisins segir í nýrri skýrslu Hagfræðistofnun- ar Háskóla íslands. bls. 12 kjaramál í launakönnun VR kem- ur fram að fegurðin færir ekki körlum hærri laun, öndvert við konur. Þar kemur fram að konur sem gáfu sér háa einkunn fyrir útlit voru að meðaltali með 8% hærri laun en þær sem voru hóg- værari í þeim efnum. Fegurðar- dísirnar voru samkvæmt könn- unni með 225 þúsund krónur að meðtali í heildarlaun á mánuði á sama tíma og hinar voru með um 209 þúsund krónur. Þá fá hávaxnari hærri laun en þeir sem eru lægri og er það einkum meðal kvenna. Hins veg- ar er ekki marktækur munur á launum karla eftir hæð þótt vís- bendingar séu í þá átt. Aftur á móti munar um 29 þúsund krón- um á heildarlaunum lágvaxnari kvenna og þeirra sem eru há- vaxnari. Að eigin mati virðast því félagsmenn telja sig vera mynd- arlegt og harðduglegt fólk. Stjórnendur telja sig þó vera í við myndarlegri og betri en almennir starfsmenn. Þá segjast konur vera betri starfskraftar en karl- ar. Þær meta þó virði sitt á vinnu- markaði minna en karlar. Einnig bls. 8. ..4... aunamunur kynja er enn 16% en hefur minnað um 2% frá síðasta ári. Þetta kemur fram í nýrri launakönnun VR. Laun af- greiðslufólks á kassa hækkuðu um 18% á árinu. bls. 8. -.♦— T Ttanríkisráðuneytið segir ráð- U herra óheimilt að úrskurða um framkvæmd Atlantsskipa á samningi um flutninga fyrir varnarliðið. Lögbann var sett á aðgerðir sjómanna í gær. bls. 2. Hálka í höfuðborginni: Tuttugu og fjórir árekstrar í Reykjavik umferð Óvenju mörg umferðaró- höpp urðu í Reykjavík í gær vegna hálku. Að sögn lögreglu varð eng- inn alvarlegur árekstur en yfir daginn voru skráð 24 umferðaró- höpp, sem er mun meira en venju- lega. Mest voru þetta smá árekstr- ar og sagði lögreglan að rekja mætti þá til hálku í kjölfar mikillar snjókomu. Annars staðar á höfuöborgar: svæðinu gekk umferð þokkalega. í Kópavogi urðu þrír árekstrar yfir daginn og í Hafnarfirði gekk um- ferð að mestu eðlilega fyrir sig, þrátt fyrir erfiða færð. ■ Stærstu eru á besta stað í bænum Krí)\Ck(*j\ Ml IIh/iUI.. HRR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.