Fréttablaðið - 07.02.2002, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 07.02.2002, Blaðsíða 12
12 FRÉTTABLAÐIÐ 7. febrúar 2002 FIMMTUDAGUR Bæjarstjóri gagnrýndur vegna Norðurbakka: INNLENT „Búinn að taka alls konar ákvarðanir út og suðuru skipulag Magnús Gunnarsson, bæj- arstjóri Hafnarfjarðar, var gagn- rýndur harðlega fyrir hlut sinn í Norðurbakkamálinu á bæjarstjórn- arfundi í fyrradag. Hann var sagður hafa tekið mikilvægar ákvarðanir í málinu án þess að hafa haft nokkurt samráð við bæjarstjórn eða bæjar- ráð. „Það er afar sérkennilegt að bæj- arstjóri skuli vera búinn að taka alls konar ákvarðanir út og suður án þess að málið hafi nokkurn tímann verið rætt eða kynnt í bæjarráði eða bæj- arstjórn," sagði Lúðvík Geirsson, bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar. „Það er búið að velja þrjár arkitekta- stofur til að fara í lokaða samkeppni um skipulag á Norðurbakkanum án þess að bæjarstjórn hafi nokkurn tímann rætt um það. Þó bæjarstjóri sitji í stjórn Norðurbakka þá er hann framkvæmdastjóri í sveitarfélaginu og það er ekki hans eins að ákveða og afgreiða hluti eins og honum einum sýnist.“ Lúðvík sagði að stjórn Norður- bakka ehf. hefði skipað sjálfa sig í dómnefnd. Hún myndi velja á milli tillagna arkitektastofanna þriggja, sem kæmu frá Hollandi, Danmörku og fslandi. f bókun sem hann lagði fram á bæjarstjórnarfundinum segir m.a.: „Þessi vinnubrögð eru dæma- laus en í fullu samræmi við fyrri framgöngu bæjarstjóra og meiri- hluta bæjarstjórnar varðandi skipu- lag á Noröurbakkanum." Bæjarstjóri var krafinn skýringa á því hvaða umboð hann teldi sig hafa í nafni bæjarins sem stjórnar- maður í Norðurbakka ehf. Engin NORÐURBAKKI í HAFNARFIRÐI Uppi eru hugmyndir um að reisa 1.800 manna byggð á Norðurbakka og er kostnaður talinn vera á bilinu 6 til 10 milljarðar króna. svör hefðu fengist. Að sögn Lúðvíks hefði verið eðli- legast hjá bæjarstjóra að fá sam- þykki fyrir mikilvægum ákvörðun- um í málinu í bæjarráði eða bæjar- stjórn. Um væri að ræða hugmyndir að 1.800 manna byggð og kostnaði upp á 6 til 10 milljarða króna. ■ Tíund af sölu bolluhelgarinnar í Þórsbakaríi mun renna til Antons Lína Hreiðarssonar, sem missti foreldra sína og bróður í eldsvoða á Þingeyri þann 4. jan- úar. Þórsbakarí selur bollur og bakkelsi við Hrísateig 47 í Reykjavík og við Hamraborg og Smiðjuveg 4E í Kópavogi. • • Okumaður missti stjórn á bif- reið sinni á Hafnarfjarðar- vegi í fyrrakvöld þegar hann var að fylgjast með lögreglu sinna árekstri. Að sögn lögreglu ók maðurinn á vegrið en slapp ómeiddur. Bíllinn mun hins vegar hafa skemmst nokkuð. Lögreglan sagði þetta sýna að mikilvægt væri að ökumenn einbeittu sér að akstrinum og létu ekki umhverfið trufla sig. Aukið atvinnuleysi í Þýskalandi: Fjórar milljónir at- vinnulausar BERLÍN, AP. Þýska ríkisstjórnin greindi frá því í gær að atvinnu- lausir í Þýskalandi væru orðnir fleiri en fjórar milljónir. At- vinnulausum hefur fjölgað um 326.000 síðan í desember og er atvinnuleysi yfir 10% núna. Þrátt fyrir að búist hefði verið við því að atvinnulausum fjölg- aði, m.a. vegna árstíðabundins atvinnuleysi í ákveðnum at- vinnugreinum, er fjölgunin mjög slæm fyrir stöðu Schröders kanslara. Kosið verð- ur í Þýskalandi í haust og and- stæðingar hans grípa hvert tækifæri til þess að gagnrýna efnahagsstjórn ríkisstjórnar hans. Shröder hefur sagt sér til varnar að samdráttur í þýsku efnahagslífi tengist kreppunni í efnahagslífi heimsins. ■ ERLENT Frakkar eignast fleiri börn en fyrr, þeir gifta sig og skilja síðar á lífsleiðinni en áður. Kon- ur eru að meðaltali 28 ára og karlar 30 ára við giftingu. Fyrir 20 árum var meðalaldurinn 23 hjá konum og 25 hjá körlum. Skilnaðartíðni er sú sama og síð- ustu 15 árin, um 110.000 pör skilja árlega. Fleiri skilja hins vegar seint á lífsleiðinni. Árið 2001 fæddust 774.800 börn í Frakklandi, það er svipað og árið áður en þá varð 4% fjölgun fæð- inga í landinu. 61,1 milljónir búa í Frakklandi sem er annað fjöl- mennasta ríki Evrópu, á eftir Þýskalandi. Slobodan Milosevic, fyrrver- andi forseti Júgóslavíu, ætlar sér að tala í að minnsta kosti einn dag í byrjun réttarhaldanna í stríðsglæpadómsstól S.Þ. Rétt- arhöldin hefjast 12. febrúar. Talið er að í fyrstu verði einblínt á athafnir Milosevic á árunum 1998-99. Hærra auðlindagjald get- ur minnkað tekjur ríkisins Hagfræðistofnun Háskóla íslands kynnti skýrslu um samband auðlindagjalds og skatttekna ríkis- ins. Skýrslan gerð með tilliti til breyttra skattalaga. Líklegt að álagning auðlindagjalds hafi nei- kvæð áhrif á eignir landsmanna og þá einkum á landsframleiðslu. Getur jafnvel orðið neikvæð. SKYRSLAN KYNNT Sveinn Hjörtur Hjartarson, hagfræðingur LÍÚ , Ragnar Árnason og Friðrik J. Arngrímsson, framkvæmdastjóri LÍÚ, kynntu skýrslu Hagfræðistofnunar Háskóla Islands á fundi í gær. Skýrslan var tekin saman að beiðni Landssambands íslenskra Útvegsmanna. HAGFRÆÐl „Sú spurning sem við erum að reyna að svara er hvort þetta muni hækka heildartekjur ríkisins og þá hve mikið. Niður- staðan er sú að hækkunin verði minni en sem nem- ur viðbótarálagn- ingunni. Það gæti líka verið svo að til lengri tíma litið sé ekki um neina hækkun að ræða heldur lækkun,“ sagði Ragnar Árnason, prófess- or í fiskihagfræði, sem kynnti í gær skýrslu um rann- sóknir á sambandi auðlindagjalds og skatttekna rík- isins. Samkvæmt tillögum meiri- hluta endurskoðunarnefndar sem sjávarútvegsráðherra skipaði, á að hækka auðlindagjald frá 1,5 milljarði upp í 2,5 milljarð. Ragn- ar telur núverandi auðlindagjald vera tæpan milljarð sem skiptist í veiðileyfagjald, eftirlitsgjald og þróunargjald. „Skýrslan freistar þess að HELSTU AFLEIÐINGAR HÆKKUNAR AUÐLINDAGJALDS SAMKVÆMT SKÝRSLU HAGFRÆÐISTOFNUNAR HÁSKÓLA ÍSLANDS • Lækkun tekna til tekjuskatts (Auðlindagjald er væntanlega frádráttarbært frá tekjuskatti.) • Lækkun eigna til eígnaskatts (Auðlindagjald lækkar kvótavirði og þar með virði allra afleiddra eigna.) • Lækkun landsframleiðslu Minni fjárfestingar; minna ráðstöf- unarfé, minni hagnaður, lægri arðsemi) grafast fyrir um hvaða áhrif það hafi á heildarskatttekjur ríkisins að leggja á auðlindaskatt eða hækka hann.“ Hagfræðistofnun telur þrjár megin ástæður vera fyrir minnk- un tekjuaukningar ríkisins með hækkun auðlindargjalds. í fyrsta lagi mun það lækka tekjur til tekjuskatts þar sem auðlinda- gjaldið verður væntanlega frá- dráttarbært frá tekjuskatti. í öðru lagi mun lækkun verða á eignum til eignaskatts þar sem auðlinda- gjald mun lækka kvótavirði og þar með virði allra afleiddra eigna. í þriðja lagi verður minna um fjárfestingar að ræða þar sem ráðstöfunarfé fyrirtækja minnk- ar, hagnaður þeirra minnki og arðsemi verði minni. Það leiði jafnframt til minni landsfram- leiðslu. Ragnar segist halda að sjávar- útvegsfyrirtækin hafi borgað lít- inn tekjuskatt undanfarið vegna svokallaðra skattainneignar, þ.e. óafskrifað tap. Hann segir samt einhver fyrirtæki vera farin að borga tekjuskatt og önnur á jaðri þess að borga hann. Aðspurður hvort skýrslan falli þá ekki um sjálfa sig sagði hann ekki halda svo. „Mörg fyrirtæki eru á jaðri þess að fara borga tekjuskatt og þau munu koma til með að borga hann í framtíðinni, ef allt gengur eins og það á að ganga. „Hlutabréf þessara fyrirtækja væru í núlli ef engin reiknaði með því að þau hefðu hagnað. En þau eru í sæmilega háu verði þannig að áhrifin af tekjuskattsgreiðslum þessara fyrirtækja koma þá síðar en á þessu ári. Það má ekki gleyma því að áhrifin á tekjuskattinn, þ.e. lækkun tekjuskatts vegna auð- lindagjalds, er bara mjög lítil þátt- ur í þessum útreikningum okkar.“ Ragnar segir niðurstöðurnar ekki óyggjandi. Skýrslan byggi á hagfræðilegum spádómum sem getur verið erfitt að meta eftir á litið. „Þó við teljum þetta langlíkleg- ustu útkomuna og myndum leggja mikið undir að svo væri, þá getum við ekki fullyrt um það“ kristjan@frettabladid.is Garðyrkjubændur funduðu um tillögur grænmetisnefndar á Selfossi: Garðyrkjubændur sjá ljósið í breytingunum Ragnar segist halda að sjáv- arútvegsfyrir- tækin hafi borgað lítinn tekjuskatt undanfarið vegna svokall- aðra skatta- inneignar, þ.e. óafskrifað tap. Útsala - Flísar - Útsölulok Dagana 30. janúar til 2. febrúar verður 15-50% afsláttur á öllum vörum á lager Mílanó-Flísaverslun Ármúla 17a - Sími: 511 1660 HESTAFLUTNINGAR KG-FLUTNINGAR S. 695 8558, 854 5558, 426 8562 landbúnaður „Fyrst í stað sé ég ekki að við munum búa við verra umhverfi," segir Friðrik Friðriks- son, garðyrkjubóndi á Fossseli, um nýtt skipulag garðyrkjuræktar í landinu, sem landbúnaðarráðherra kynnti á þriðjudag. Friðrik segist sjá ljósið í þessum breytingum. „Það er búið að leggja línuna næstu tíu arin.“ í tillögu grænmetisnefndar, sem samþykkt hefur verið í ríkisstjórn, er lagt til að afnema helstu vernd- artolla af innfluttu grænmeti. Tæp- um 200 milljónum króna verður varið í beingreiðslur til bænda, sem rækta gúrkur, tómata og papriku til að jafna samkeppnisstöðu þeirra. Einnig verður rafmagn niðurgreitt og styrkir veittir til bænda sem vilja hverfa úr greininni. „Þetta virkar hvetjandi á fram- leiðendur," segir Friðrik. Bændur fá bara greitt fyrir selda vöru þan- nig að ríkið er ekki að greiða fyrir ákveðið magn heldur selt magn. KJARTAN ÓLAFSSON „Þegar verið er að gera svona kerfisbrevt- ingar þá eru menn með varann á sér. Eg met þetta þannig i heild sinni að bændur ætli að taka þátt í þessu." Lækkað vöruverð eykur sölu græn- metis til neytenda. „í útiræktinni þá get ég ekki séð að þetta skipti stóru máli. Sú toll- vernd sem hefur verið á fram að þessu hefur verið rífleg. Við höfum verið að slást innbyrðis. Ég sé það fyrir mér að þessi ofsalegu háu vor- og sumarverð komi til að detta nið- ur. Það verður jafnara yfir sumarið, sem er líka gott fyrir okkur.“ Kjartan Ólafsson, foi'maður Sambands garðyrkjubænda, sagði að garðyrkjubændur hafi gagnrýnt mest hvað beingreiðslurnar rýrni mikið á fundinum á Selfossi. „Svo finnst mönnum að rafmagnið megi lækka meira.“ í heild sinni telur Kjartan að garðyrkjubændum finn- ist breytingarnar jákvæðar. Ómar Sævarsson, garðyrkju- bóndi í Heiðmörk, segist ekkert ósáttur við breytinguna þó hann vilji sjá hærri beingreiðslur til bænda. Honum finnst gert upp á milli þeirra. Þeir sem rækti úti séu ekki að fá lítið og svo séu sauðfjár- bændur að fá marga milljarða. „Garðyrkjan hefur aldrei verið ríkisstyrkt," segir Ómar. Ríkið hef- ur þó verndað greinina með tollum en grætt á því um leið. Hann er samt bjartsýnn. „Búunum mun fækka og þau stækka." ■

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.