Fréttablaðið - 07.02.2002, Blaðsíða 11

Fréttablaðið - 07.02.2002, Blaðsíða 11
FIMMTUDAGUR 7. febrúar 2002 FRETTABLAÐIÐ 11 Enginn gætir réttar kvikmyndagerðarmanna: Stéttarfélag vantar KVIKMYNDAIÐNAÐUR Félag kvik- myndagerðarmanna er ekki stétt- arfélag en ætti að vera það að mati Ara Kristinssonar formanns Framleiðendafélagsins SÍK. Fé- lagið var félag allra kvikmynda- gerðarmanna í upphafi en eftir því sem kvikmyndaiðnaðurinn óx kom í ljós að menn áttu ekki sam- leið vegna þess að hagsmunir voru ólíkir. Framleiðendur voru fyrstir til að stofna sitt félag og leikstjórar hafa einnig gert það. „Það væri verulega til bóta ef FK viðurkenndi sig sem launþega- samtök og gættu réttar þeirra fé- laga sem eru eftir,“ segir Ari. Með nýjum kvikmyndalögum sem taka gildi á næsta ári og reglugerð sem verið að semja við þau verður kvikmyndaiðnaðurinn í betri skorðum en áður að mati Ara. „Það hefur þurft að skil- greina mörg mál upp á nýtt með auknu erlendu samstarfi. Það eru allir meðvitaðir um hvaða vanda- mál þarf að taka á.“ Að mati Ara skortir ekki eftir- lit með myndum sem styrktar eru af Kvikmyndasjóði. Hann bendir á að gert hafi verið samkomulag kvikmyndaframleiðenda og ríkis- ins um að styrkja færri myndir meira. „Kvikmyndasjóður hefur BJARTSÝNN Á FRAMTÍÐINA Ari Kristinsson formaður Framleiðendafélagsin SÍK telur að með nýjum lögum og reglu- gerð ásamt samkomulagi um að Kvikmyndasjóður styrki færri myndir meira en áður vænkist hagur kvikmyndagerðarmanna.. þó haft tilhneigingu til að styrkja upphæðir en kveður á um í sam- frekar fleiri myndir um lægri komulaginu." ■ IlögreglufréttirI Eignarhaldsfélagið Alþýðu- bankinn tapaði 625 milljónum króna árið 2001. Árið á undan tapaði félagið 275 milljónum. Það má telja félaginu til tekna að nið- urstaða ársins hefur ekki versnað frá því í níu mánaða uppgjörinu. Mat stjórnenda er að í heild séu óskráðar eignir félagsins van- metnar. Síldarvinnslan seldi í gær allan hlut sinn í Sölumiðstöð Hrað- frystihúsanna. Um var að ræða 3% í SH eða 46 milljónir að nafn- verði á genginu 4,90. Söluverð- mæti hlutarins var 225 milljónir. Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Síldarvinnslunnar er stjórnar- maður í SH. Rikiskaup semur við EJS: Rökstuðn- ingur ekki birtur tölvukerfi Skýrr hf. hefur farið fram á það við Ríkiskaup, að rök- stuðningur stofnunarinnar fyrir því að taka tilboði EJS hf. í hýsingu og rekstur á nýju fjárhags- og mannauðskerf i fyrir ríkið, verði tilboðsgjöfum kunn. Hreinn Jakobs- son, forstjóri Skýrr, segist vera að leita eftir skýr- ingum. „Við óskum í fyrsta lagi eftir því að upplýst verði hver var heildartilboðsfjár- hæð allra bjóð- enda, en það kom ekki fram við opn; un tilboðanna. í öðru lagi skorum við á Ríkiskaup að upplýsa um alla einkunnagjöf og skýra út hvernig þetta mat fór fram. í þriðja lagi spyrjumst við fyrir um hæfi bjóð- anda, sem ákveðið var að ganga til samninga við.“ Síðasta sumar var gengið að til- boði Skýrr varðandi kaup á hugbún- aði fyrir nýtt fjárhags- og mannauðskerfi. Þegar niðurstaða varðandi val á kerfi var tilkynnt þá fylgdi rökstuðningur fyrir þeirri ákvörðun. Nú bregður svo við að ákvörðun er tilkynnt án þess að nein rök komi fram fyrir valinu. Sjálfsagt sé að sami háttur sé hafð- ur á nú. ■ HREINN JAKOBSSON, Ríkiskaup hefur verið sent erindi frá Skýrr og beðið um upplýsingar um tilboð allra þátttakenda í út- boði um rekstur tölvukerfis. Stígar við Elliðavatn: Hjólreiða- menn jafn- ósáttir og hestamenn stígar Ekki var haft samband við hjólreiðamenn áður en göngu- og hjólreiðastígarnir við Rauða- og Elliðavatn voru lagðir. Að sögn Magnúsar Bergssonar, varafor- manns Landssamtaka Hjólreiða- manna, var haft samband við ís- lenska fjallahjólaklúbbinn eftir að framkvæmdum var lokið og gagn- rýnir hann þau vinnubrögð borg- aryfirvalda. „Við erum ekki spurðir álits á einu eða neinu,“ sagði Magnús. „Þegar við höfum sótt fundi og haft tækifæri á að koma með at- hugasemdir þá hefur aldrei verið hlustað á þær kröfur." Magnús sagði að hjólreiða- menn væru ekki sáttir við stígana frekar en hestamenn, sem hafa gagnrýnt þá mjög, þar sem þeir skarast saman við reiðstíga sem voru fyrir á svæðinu. Hann sagði ekki nokkurn vafa að það skapaði óþarfa slysahættu að láta stígana skarast og hafa þá svo nærri hvor öðrum. ■ Með því að kaupa Ijósritunarpappír og aðrar rekstrarvörur þar sem þær eru ódýrastar getur þú haft ótrúleg áhrif á stöðu þína innan fyrirtækisins. Ljósritunarpappír. 500 blaða pakki OPNUNARTÍMI uirka daga 1 0-1 8 laugardaga 12-16

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.